Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 8
Vikublað 6.–8. maí 20148 Fréttir D ótturfélag Arion banka hyggst hækka leiguverð hús- næðis sem Nýlistasafnið (Nýló) hefur verið með á leigu frá árinu 2009 um 150 prósent. Nýló hefur verið að greiða 400 þúsund krónur á mánuði fyrir húsnæðið sem er við Skúlagötu 28 í Reykjavík. Eigendur segja að mark- miðið sé að ná leigunni upp í milljón á mánuði. Mikillar óánægju gætir með þessa ákvörðun á meðal aðstand- enda safnsins en ljóst er að það getur ekki staðið undir svo hárri leigu. For- maður stjórnar Nýló segir þetta mik- il vonbrigði fyrir aðstandendur safns- ins. Sýning Hreins Friðfinnssonar, æ ofaní æ, stendur nú yfir í Nýló. Hún verður opin þar til Listahátíð í Reykjavík lýkur þann 5. júní. Ljóst er að þetta verður jafnframt síðasta ver- kefnið í núverandi húsnæði. Endurtekin saga „Við erum að leita að nýju húsnæði fyrir starfsemina en núgildandi leigusamningur rennur út í byrj- un júní,“ segir Þorgerður Ólafsdótt- ir, formaður stjórnar Nýló. Búið er að pakka hinni verðmætu safneign Nýló, plasta hana og setja á pallettur, en hún inniheldur verk eftir Dieter Roth, Sigurð Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Rósku, Hrein Frið- finnsson, Rúrí og fleiri listamenn. Það er þó alls óljóst hvar menningar- verðmætunum verður komið fyrir en safnið hefur verið í viðræðum við Reykjavíkurborg. Þorgerður segir þetta kunnuglega stöðu fyrir aðstandendur Nýló en þau misstu húsnæði sitt við Lauga- veg á svipaðan hátt árið 2009. „Það er alvitað að það er góð fjárfesting að leigja listamönnum rými og leyfa þeim að sjá um uppbygginguna á svæðinu. Á fimm árum hefur Nýló tekist að tvöfalda eða þrefalda fer- metraverðið fyrir eigendur húsnæð- isins.“ Samt sem áður hafi þessi staða komið stjórninni á óvart enda hafi alltaf verið gengið út frá því að Nýló yrði í húsnæðinu til lengri tíma. „Eins og hústökufólk“ Sérstaða Nýló er sú að safnið er alfar- ið rekið af listamönnum og eru full- trúarnir alls 350 talsins. Eins og gef- ur að skilja eru margir þeirra mjög óánægðir með gang mála. Þorgerður gagnrýnir framgöngu eigendanna og segir þá ekki hafa viljað funda með stjórn Nýló um lausn málsins. „Þeir hafa ekki viljað hitta stjórnina, ekki viljað setjast niður með okkur til þess að reyna að leysa þetta á almenni- legan hátt.“ Hún segir eigendurna hunsa þá staðreynd að Nýló eigi lagalegt er- indi inn á borð hjá þeim og bendir á að Nýló hafi lagt milljónir króna í viðhald á húsnæðinu á síðustu árum. „Það átti að gera nýjan samning með tilliti til þeirra viðgerða og viðhalds sem við höfum lagt í. En þegar það kom í ljós að þeir hefðu eingöngu í hyggju að hækka leiguna það mik- ið að við réðum ekki lengur við hana, settum við lögfræðinga okkar í málið. Við leituðum leiða til að finna lausn á þessu misræmi í ábyrgð á húsnæðinu og lögðum til að eftirstandandi leiga, alls fjórir mánuðir, myndu falla niður til þess að eitthvað kæmi til móts við okkar kostnað. Aftur á móti láta þeir bara eins og við séum hústökufólk sem neitar að borga leigu.“ Fjáröflun framundan Þorgerður bendir á að Nýló hafi fengið sérstakan stofnstyrk frá ríkinu upp á 1,9 milljónir króna. „Að glata því fé með þessu húsnæði er auðvit- að mjög ömurlegt.“ Hún segir ljóst að Nýló þurfi að finna sér húsnæði til framtíðar. Framundan er viðamikil fjáröflun þar sem listamenn sem tengjast Nýló munu gefa verk, en söfnunin mun standa yfir í vor og sumar. „Nú ætla listamennirnir bara að taka sig saman og sjá til þess safnið þeirra hverfi ekki,“ segir Þorgerður. Hugmyndin er sú að peningarnir nýtist sem inni- stæða í nýju húsnæði fyrir safnið. Þrátt fyrir þetta lítur hún á björtu hliðarnar en hún er á því að Nýló muni spjara sig ágætlega um ókomna tíð: „Nýló á eftir að gera góða hluti al- veg sama hvar það verður, en réttast væri að hafa það á stað þar sem sér- hagsmuna leigusala gætir ekki.“ n Listamönnum Nýló var úthýst Dótturfélag Arion banka hækkar leiguna um 150 prósent „Aftur á móti láta þeir bara eins og við séum eitthvert hústökufólk sem neitar að borga leigu. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Dótturfélag Arion Húsnæðið er í eigu dótturfélags Arion banka en bankinn hefur verið iðinn við að auglýsa sig sem vin menn- ingarinnar. MynD RóBERt REynisson Mikil vonbrigði Þorgerður Ólafs- dóttir, formaður stjórnar Nýló, segir mikil vonbrigði að ekki hafi verið hægt að komast að samkomulagi. Kirkjan ætti að „skammast sín“ Er ekki harkalegt að stefna mönnum fyrir dóm? spyr Kári sem kirkjan stefndi E r það talið að fara vægt í sak- irnar að stefna mönnum fyrir dóm þegar þeir hafa boðið sættir?“ spyr Kári H. Jónsson sem Þjóðkirkjan hefur stefnt vegna dúntökuhlunninda í hólma á jörð Kára sem kirkjan telur sig hafa ítak í frá fornu fari. DV fjallaði um mál Kára í síðustu viku og brást Biskupsstofa við með því að senda DV athugasemd vegna ummæla Kára í greininni. Meðal annars vegna þess að Kári hafði það á orði að kirkjan hefði gengið hart fram að hans mati. „Það er ekki rétt að kirkjan gangi hart fram í þessu máli. Þvert á móti hefur hún farið vægilega í sakir og eingöngu leyft sér að leita úrlausnar dómstóla,“ sagði í athugasemd lög- fræðings Biskupsstofu. Kári stendur hins vegar við um- mæli sín og bendir á að hann hafi mörgum sinnum boðið kirkjunni sættir, bæði munnlega og í tölvu- pósti til Guðmundar Þórs Guð- mundssonar, lögfræðings á fast- eignasviði hjá Biskupsstofu. „Það er varla hægt að gera ráð fyrir að meðalmaður hafi efni á að ráða lögfræðing sér til varnar á 32 þúsund krónur með vaski á tímann. Sá ágæti lögfræðingur er ekki bú- inn að snúa sér við, né sækja dóm- þing til Borgarness fyrr en kostnaður er kominn upp í hálfa milljón króna. En Biskupsstofa notar kirkjusjóð og almenningsfé til að greiða fyrir sína lögmenn,“ segir Kári. Hann gagnrýnir líka að kirkj- an telji sér það til málsbóta að hún eigi enn ítök um allt land. „Fyrir það ætti hún að skammast sín og láta það liggja í þagnargildi ef hún hefði snefil af sómatilfinningu.“ n mikael@dv.is Hart eða ekki hart? Þjóðkirkjan segist ekki hafa gengið hart fram með því að stefna landeigandanum Kára H. Jónssyni vegna dúntökuhlunninda líkt og DV hefur áður greint frá. MynD sigtRygguR ARi Ók á sex bíla og valt Jeppa ekið á kyrrstæða bíla Ökumaður jeppabifreiðar missti stjórn á bíl sínum á bílaplani á Tangarhöfða um ellefu leytið á mánudag. Ók hann á sex kyrrstæða bíla og valt að endingu. Nokkur viðbúnaður var á svæðinu og sendi slökkvi- liðið menn, dælubíl og tvo sjúkrabíla á vettvang, auk þess sem lögregla mætti. Einn bíllinn skemmdist nokkuð en hinir eru minna skemmdir. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar en hann virtist ekki vera slas- aður, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgar- svæðinu. Ekkert liggur nánar fyrir um tildrög þessa. MynD BJöRn BlönDAl MynD KRistJán Pálsson MynD BJöRn BlönDAl MynD KRistJán Pálsson nokkuð tjón Eins og sjá má hefur eitt- hvað gengið á. Mikil mildi er að enginn slasaðist alvarlega. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm 14.890 ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm 39.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Asaki VERKFÆRI AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm 18.890 ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm 36.890 ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm 39.990 ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar 41.890 ***** 5 stjörnu verkfæri 14.165 27.665 29.925 29.925 25% kynningarafsláttur í maí Asaki verkfæri fyrir iðnaðarmanninn 31.420 11.165 ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél! AM18DWE 18V NI-CD borvél Ah 38N.m. 18.990AM14DW 14,4V NI-Cdborvél 1,5 Ah 36N.m 16.990 14.242 12.742

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.