Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 10
Vikublað 6.–8. maí 201410 Fréttir
Þau Sögðu ítrekað óSatt
n Ráðherra hylmdi yfir með þeim sem framdi brotið n Ráðherra og aðstoðarmenn töluðu gegn betri vitund n Dómsskjöl staðfesta fréttaflutning DV og hrekja málsvörn ráðherra
H
anna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra að
hafðist ekkert þegar henni
mátti ljóst vera að átt hefði
sér stað refsiverð hátt
semi á vinnustað hennar í lok nóv
ember síðastliðinn. Þá greindu
hún og aðstoðarmenn hennar, þau
Þórey Vilhjálmsdóttir og Gísli Freyr
Valdórsson, margsinnis rangt frá
málavöxtum og fullyrtu gegn betri
vitund að minnisblaðinu um hælis
leitandann Tony Omos hefði ekki
verið lekið úr innanríkisráðuneytinu.
Úrskurður héraðsdóms vegna
kröfu lögreglu um að fréttastjóra
Mbl.is yrði gert að svara tilteknum
spurningum varpar nýju ljósi á leka
málið. Þar kemur fram að þann 19.
nóvember, skömmu eftir að vinnu
í ráðuneytinu lauk, barst ráðherra,
aðstoðarmönnum og ráðuneytis
stjóra, tölvupóstur með minnis
blaði innanríkisráðuneytisins um
Tony Omos sem hafði að geyma við
kvæmar trúnaðarupplýsingar um
hann, barnsmóður hans og íslenska
konu. Daginn eftir vitnuðu fjölmiðl
ar í skjalið, en lögreglan telur að að
eins átta starfsmenn ráðuneytisins
hafi vitað af tilvist þess daginn sem
því var lekið.
Alþingi blekkt
Lögreglu var ekki tilkynnt um trún
aðarbrotið, en tveimur dögum eftir
að fréttirnar birtust fullyrti ráðu
neytið hins vegar í tilkynningu á
vefnum að ekkert benti til þess að
gögnin sem um ræddi hefðu verið
afhent fjölmiðlum af embættis
mönnum innanríkisráðuneytisins.
Næstu vikur og mánuði stað
hæfði Hanna Birna margsinnis,
meðal annars í fyrirspurnatíma á Al
þingi, að engin sambærileg gögn við
þau sem fjallað hefði verið um í fjöl
miðlum væri að finna í ráðuneytinu.
Svipuð ummæli voru höfð eftir að
stoðarmönnum Hönnu Birnu.
Úrskurður héraðsdóms staðfestir
að Hanna Birna Kristjánsdóttir laug
tvívegis að þingheimi. Þá staðfestir
úrskurðurinn einnig að ekki stendur
steinn yfir steini í tilkynningum sem
birtar voru á vef innanríkisráðuneyt
isins í tengslum við lekamálið.
Símanotkun rannsökuð
Lögregla rannsakar nú lekamálið
að kröfu ríkissaksóknara og hefur
yfir heyrt Hönnu Birnu auk þess
sem dómsskjöl benda til þess að
símanotkun hennar hafi verið
rannsökuð. Lagt er kapp á að upp
lýsa hver lak skjalinu, en þó er ekki
útilokað að athafnaleysi ráðherra
og aðstoðarmanna eitt og sér varði
við lög. Málið er fordæmalaust í ís
lenskri stjórnmálasögu. Hanna
Birna gegnir stöðu innanríkisráð
herra í umboði Sjálfstæðisflokksins
og hafa þingmenn flokksins, meðal
annars formaður hans, komið ráð
herranum til varnar.
Samkvæmt úrskurði héraðsdóms
telur lögreglan að minnisblað
innan ríkisráðuneytisins um Tony
Omos hafi verið afhent fjölmiðlum
í því skyni að sverta mannorð hans
vegna mótmæla sem haldin voru
þann 20. nóvember. Í desember var
Tony Omos vísað úr landi, þrátt fyr
ir að unnusta hans, Evelyn Glory
Joseph, ætti von á barni.
Rangfærslur á vef ráðuneytis
Á vef innanríkisráðuneytisins má
finna tvær tilkynningar sem virðast
hafa verið birtar í þeim tilgangi að
afvegaleiða umræðuna um lekamál
ið. Þar er fullyrt þann 22. nóvember,
tveimur dögum eftir að upplýsingar
úr minnisblaðinu birtust í fjölmiðl
um, að ekkert benti til þess að gögn
hafi verið afhent af embættismönn
um ráðuneytisins.
Eftir að DV hafði fjallað um kærur
á hendur ráðherra og starfsmönnum
ráðuneytisins í janúar sendi Jóhann
es Tómasson, upplýsingafulltrúi inn
anríkisráðuneytisins, tölvupóst á
DV þar sem hann ítrekaði fyrri svör
ráðuneytisins vegna málsins. Sagði
Jóhannes að athugun ráðuneytisins
hefði staðfest að trúnaðargögn hefðu
einungis farið til þeirra aðila sem
samkvæmt lögum ættu rétt á þeim.
Í tölvupóstinum stóð enn fremur:
„Að auki hefur athugun ráðuneytis
ins leitt í ljós að meintar trúnaðar
upplýsingar sem birst hafa ítrekað
í DV eru ekki sömu gögn og ráðu
neytið hefur undir höndum vegna
málsins, sem undirstrikar enn frekar
þá niðurstöðu að umræddar trún
aðarupplýsingar séu ekki fengnar úr
innanríkisráðuneytinu.“
„Gætt fyllsta trúnaðar“
Tveimur dögum síðar eða þann 12.
janúar, birtist eftirfarandi tilkynn
ing á vef innanríkisráðuneytisins:
„Athugun ráðuneytisins og rekstrar
félags stjórnarráðsins staðfesti að
trúnaðargögn vegna umrædds máls
hafa einungis farið til þeirra að
ila sem samkvæmt lögum eiga rétt
á þeim. Ráðuneytið hefur því enga
ástæða til að ætla annað en að öll
um málsmeðferðarreglum hafi verið
fylgt við meðferð þessa einstaka
máls og starfsmenn ráðuneytisins og
undirstofnana þess gætt fyllsta trún
aðar.“
Dómsskjölin sem nú eru komin
fram staðfesta að síendurteknar
Innanhússathugun sett á svið
Niðurstaðan byggði á sandi
Hanna Birna, aðstoðarmenn hennar og
upplýsingafulltrúi ráðuneytisins hafa
ítrekað vísað til athugunar rekstrarfélags
stjórnarráðsins og fullyrt að sú athugun
staðfesti að engin trúnaðargögn hafi farið
út úr ráðuneytinu og á óviðkomandi aðila.
Engar frekari upplýsingar fengust þó frá
ráðuneytinu eða rekstrarfélaginu sjálfu
varðandi þessa athugun. Þá er ekki ljóst í
hverju hún á að hafa falist.
DV leitaði ítrekað svara hjá Guðmundi
H. Kjærnested, framkvæmdastjóra
rekstrarfélags stjórnarráðsins, og bað
hann meðal annars um að staðfesta það
hvort rannsóknin hefði farið fram. Hann sá
sér ekki fært að staðfesta eitt né neitt og
vísaði til þess að málið væri til skoðunar hjá
ríkissaksóknara.
Sé litið til dómsskjalanna er ljóst að
niðurstaða rekstrarfélagsins var röng.
Óskiljanlegt er hvernig rekstrarfélagið
komst að fyrrnefndri niðurstöðu, því eins og
fram hefur komið var skjalið útbúið í innan-
ríkisráðuneytinu og sent á ráðuneytisstjóra,
ráðherra og aðstoðarmenn ráðherra eftir að
vinnudegi lauk þann 19. nóvember. Athugun
rekstrarfélagsins ber því öll merki þess að
hafa verið sett á svið í þeim tilgangi að ljá
fullyrðingum ráðherrans trúverðugleika.
Ekki steinn yfir steini Dómsskjöl staðfesta að málsvörn
innanríkisráðherra í lekamálinu byggir á ósannindum. Ljóst
er að aðeins örfáir aðilar höfðu aðgang að minnisblaðinu um
hælisleitendurna á þeim tíma sem því var lekið, auk þess sem
minnisblaðið barst úr innanríkisráðuneytinu öfugt við það sem
Hanna Birna hefur haldið fram á Alþingi. Mynd SiGtRyGGuR ARi
Jón Bjarki Magnússon
Jóhann Páll Jóhannsson
jonbjarki@dv.is/johannp@dv.is