Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Síða 14
Vikublað 6.–8. maí 201414 Fréttir Viðskipti
Ráða 30 nýja
starfmenn
TW Software, hugbúnaðarfyrir
tæki í eigu Nýherja, áætlar að
bæta við 30 starfsmönnum á
árinu, en nú starfa þar um 100
manns.
Erlendar tekjur fyrirtækisins
jukust um 90% á milli ára og eru
nú 42% heildartekna fyrirtækisins.
Áætlað er að erlendar tekjur muni
áfram aukast og að þær verði um
1,7 milljarðar króna á árinu 2014.
Stærstu verkefni fyrirtækisins eru
á heilbrigðissviði, samtenging
sjúkraskráa á Íslandi og heilsu
vefurinn Vera. Afkoma fyrirtæk
isins var betri á öllum einingum
en áætlanir gerðu ráð fyrir, en sér
staklega var mikil sala á hugbún
aðinum Tempo. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá félaginu.
Einkaaðilar hirði arðinn
af Náttúruminjasafni
n Hugmyndir um einkavæðingu á rekstri Náttúruminjasafns Íslands
F
járfestasjóður á vegum Lands
bréfa vill taka að sér fjár
mögnun á sýningum Nátt
úruminjasafns Íslands í
Perlunni og taka við arðin
um sem fellur til af starfseminni.
Þetta kom fram í glærukynningu á
fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar
á föstudagsmorgun og DV hefur
undir höndum. Málið var einung
is kynnt en ekkert var ákveðið um
framhaldið. Hilmar Malmquist, for
stöðumaður Náttúruminjasafns
ins, kynnti hugmyndina en hún
hafði áður verið kynnt í mennta og
menningarmálaráðuneytinu þann
11. apríl.
Náttúruminjasafn Íslands er safn
í eigu íslenska ríkisins og er starf
semi þess bundin í lög. Það er eitt
af höfuðsöfnum landsins. Athygli
vekur að á síðasta kjörtímabili hafði
mennta og menningarmálaráðu
neytið teiknað upp sams konar
hugmyndir um safn en án aðkomu
einkaaðila. Safnið átti að reka með
aðgangseyri og var talið hugsanlegt
að það gæti staðið undir sér.
Fjárfesta í ferðaþjónustu
Sjóður Landsbréfa sem um ræðir
heitir Icelandic Tourism Fund I slhf.
Formaður fjárfestingarráðs sjóðsins
er Grímur Sæmundsen, fram
kvæmdastjóri og einn af eigendum
Bláa lónsins. Ætla má að forsvars
menn sjóðsins sjái einnig möguleika
á því að safnið standi undir sér.
Í heimasíðu Landsbréfa segir
að forsvarsmenn sjóðsins átti
sig á þeim tækifærum sem fel
ast í fjárfestingum í ferðaþjónustu
og hafi því stofnað hann. „Lands
bréf höfðu því frumkvæði að stofn
un fjárfestingarfélagsins Landsbréf
Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF
I) sem fjárfesta mun í uppbyggingu
í íslenskri ferðaþjónustu. Lögð verð
ur áhersla á ný heilsársverkefni sem
fjölga afþreyingarmöguleikum fyr
ir ferðamenn og stuðla að betri nýt
ingu á innviðum ferðaþjónustunnar
yfir vetrartímann.“
Samstarfsverkefni ríkis,
borgar og fjárfesta
Í glærukynningunni er rakið að
hugmyndin sé að verkefnið verði
samstarfsverkefni á milli fjár
festasjóðsins, Reykjavíkurborgar,
Náttúru minjasafnsins og íslenska
ríkisins. Reykjavíkurborg er eigandi
Perlunnar eftir að hafa keypt hús
ið af Orkuveitu Reykjavíkur í fyrra.
Hugmyndin er að Reykjavíkurborg
leigi Náttúruminjasafninu Perluna
til afnota og að nýtt rekstrarfé
lag, Perlan hf., greiði fyrir leiguna
og uppsetningu á sýningunni sem
Náttúruminjasafnið sjái um.
Í kynningunni segir að „áhuga
vert“ sé að setja á fót sýningu með
einkafjármögnun en fjármagn
ið í verk efninu á allt að koma frá
sjóði Landsbréfa. Opinberir aðilar
sjá því ekki um fjármögnunina og
bera því heldur ekki tapið af hug
myndinni, gangi illa. Allur arður af
sýningunni á hins vegar að renna til
sjóðs Landsbréfa.
Kostnaður tæpur hálfur milljarður
Samkvæmt glærukynningunni er
kostnaður vegna sýningarinnar
áætlaður tæplega hálfur milljarður
króna, rúmlega 480 milljónir.
Meðal annars er gert ráð fyrir að
sýnd verði beinagrind af steypireyði
en áætlaður kostnaður við það er 50
milljónir króna. Steypireyðurin er
hluti af sædýraþema sem á að vera
í safninu sem kosta á 157 milljónir
króna. Talið er að steypireyðurin
geti verið öflugur sýningargripur:
„Beinagrind steypireyðar er ekki
frumforsenda en hefur afar sterkt
aðdráttarafl á safnið.“ Þá á kvik
myndasýning um íslenska fossa og
norðurljósin að kosta 90 milljónir
króna.
Í glærukynningunni kemur fram
að Reykjavíkurborg þurfi um 140
milljónir króna til að standa straum
af kostnaði við Perluna en hugsan
legt er að leigan sem rekstrarfélag
safnsins þarf að greiða verði tekju
tengd til að byrja með. „Borgin er
þó opin fyrir því að tekjutengja leig
una á meðan verkefnið er að byggj
ast upp.“
Þannig mun Reykjavíkurborg
hugsanlega koma til móts við fjár
festa Landsbréfa sem standa á bak við
verk efnið. n
Formaðurinn Grímur Sæmundsen í Bláa
lóninu er formaður fjárfestingarráðs sjóðs
Landsbréfa.
Kynnt borgarráði Hugmyndir um fjármögnunina voru kynntar á fundi borgarráðs á
föstudaginn.
„Beinagrind
steypireyðar er
ekki frumforsenda en
hefur afar sterkt að-
dráttarafl á safnið
Steypireyður í Perluna
Einn liður í hugmyndinni er
sýning á beinagrind steypireyð-
ar í Perlunni. Einkaaðilar vilja
fjármagna sýningu Nátt-
úrminjasafns Íslands.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Ólöf Nordal
verður formaður
Ólöf Nordal, fyrrverandi varafor
maður og alþingismaður Sjálf
stæðisflokksins, verður formaður
nefndar um heildarskoðun laga
um Seðlabanka Íslands. Bjarni
Benediktsson, fjármála og
efnahagsráðherra, hefur skipað
nefndina en auk Ólafar verða í
nefndinni hagfræðingurinn dr.
Friðrik Már Baldursson og Þráinn
Eggertsson sem einnig er hag
fræðingur. Nefndin mun skoða
þróun á starfsemi annarra seðla
banka og löggjöf á sviði pen
ingamála og efnhagsstjórnunar.
Markmiðið er að treysta trú
verðugleika og traust á íslensk
um efnahagsmálum, en einnig
sjálfstæði bankans, að því er seg
ir í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Nefndin á að skila frumvarpi til
nýrra laga ekki síðar en 31. des
ember á þessu ári, en getur gert
tillögu til ráðherra um breytingar
á einstaka ákvæðum áður.
Bjarni ber vitni í Aurum-máli
Á að varpa ljósi á meinta „skuggastjórnun“ Jóns Ásgeirs
H
æstiréttur hefur fallist á
kröfu sérstaks saksóknara
um að níu vitni gefi skýrslu
fyrir dómi er aðalmeðferð í
Aurum málinu heldur áfram síðar
í þessu mánuði. Tvö vitnin eru er
lendir einstaklingar búsettir í Dúbaí
og fá að gefa skýrslu í gegnum síma,
en hinir sex eru fyrrverandi stjórn
endur Glitnis.
DV hefur áður greint frá ákærum
í Aurummálinu, en þeir Lár
us Welding, fyrrverandi forstjóri
Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, sem
átti stóran hlut í bankanum, Magn
ús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
bankans, og Bjarni Jóhannesson,
fyrrverandi viðskiptastjóri bank
ans, eru ákærðir fyrir umboðssvik.
Kært er vegna milljarðaviðskipta
með skartgripaverslunina Aurum,
en ákæruvaldið telur að viðskiptin
hafi verið framkvæmd svo Jón Ásgeir
gæti hagnast persónulega. Glitnir
veitti sex milljarða króna lán í tengsl
um við viðskiptin.
Á meðal vitnanna sem leidd verða
fyrir dóm er Bjarni Ármannsson, sem
var forstjóri bankans á undan Lárusi
Welding, og stjórnarmennirnir fyrr
verandi Einar Sveinsson, Skarphéð
inn B. Steinarsson, Þorsteinn M.
Jónsson, Katrín Pétursdóttir, Hauk
ur Guðjónsson og Pétur Guðmunds
son. Þá munu þeir Nikhil Sengputa
og Tawhid Abdullah bera vitni sím
leiðis, en þeir eru búsettir í Dúbaí.
Stjórnarmennirnir og Bjarni eiga að
vitna um meinta „skuggastjórnun“
Jóns Ásgeir á Glitni.
Jón hefur sjálfur tekið fyrir að
hafa stjórnað bankanum og hefur
haldið því fram að hann hafi jafn
vel fengið verri þjónustu en aðrir.
Nokkrar breytingar urður á útlána
stefnu bankans eftir að Lárus tók við.
Ákæruvaldið hefur meðal annars
reynt að sýna fram á það við aðal
meðferð málsins að hann hafi ver
ið látinn taka við af Bjarna þar sem
hann var móttækilegri fyrir tillögum
Jóns Ásgeirs. n
rognvaldur@dv.is
Lárus og
Bjarni Lárus
Welding tók
við af Bjarna
Ármannssyni sem
forstjóri Glitnis.
Hætta að nota
umdeilda olíu
Undirskriftarsöfnun á netinu hef
ur orðið til þess að CocaCola
hefur ákveðið að hætta að nota
ákveðna tegund grænmetisolíu
(e. Brominated vegetable oil) í
Poweradeíþróttadrykkinn. Olían
er talin geta haft slæm áhrif á
líkamann. Olían er sú sama og
framleiðendur Gatorade tóku úr
drykkjum sínum í fyrra. Um 200
þúsund manns skrifuðu und
ir áskorunina á fyrirtækið, sem
hefur staðfest að þrýstingur frá
neytendum hafi orðið til þessa.