Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Síða 16
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
16 Umræða Vikublað 6.–8. maí 2014
Hugsaðu þér hvað ég hefði
verið góður borgarstjóri
Skattar hafa verið
lækkaðir á þá best settu
Ábyrgðin er skýr.
Hún er Hönnu Birnu
Trausti rúinn ráðherra
Guðni Ágústsson ræddi borgarpólitíkina í Sunnudagsmorgni. – RÚV Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í ræðu sinni á 1. maí. – DVÞórður Snær Júlíusson skrifar um lekamálið. – Kjarninn
H
ann Birna Kristjánsdóttir situr
enn sem innanríkisráðherra
þrátt fyrir að vísbendingar
hrannist upp um að hún eða
aðstoðarmenn hennar hafi staðið
að þeirri óhæfu að leka gögnum um
hælisleitendur. Ráðherrann sætir lög
reglurannsókn og hefur þegar verið
yfirheyrður vegna grunsemdanna um
að hafa ásamt aðstoðarmönnum sín
um, Gísla Frey Valdórssyni og Þóreyju
Vilhjálmsdóttur, haft samráð við
Fréttablaðið og Morgunblaðið um að
sverta fólkið sem átti að vísa úr landi.
Ráðherrann hefur lýst því yfir við
þing og þjóð að upplýsingarnar hafi
ekki komið úr ráðuneytinu. Nú hef
ur lögreglan upplýst að minnisblaðið
umrædda var samið að beiðni skrif
stofustjóra ráðuneytisins. Þá hefur
hringurinn þrengst þannig að ljóst er
að lekinn kom úr ráðuneytinu en ekki
frá Rauða krossinum eða öðrum þeim
sem dylgjað hafði verið um að kynnu
að eiga hlut að máli. Það er hafið yfir
skynsamlegan vafa að lekinn kem
ur úr innsta hring og er fullkomlega
á ábyrgð ráðherrans sjálfs. Fólk get
ur velt því fyrir sér hvort mögulegt sé
að aðstoðarmennirnir hafi farið á bak
við ráðherrann og lekið minnisblað
inu. Slíkt verður að teljast ólíklegt.
Á milli aðstoðarmanna og ráðherra
er venjulega fullur trúnaður og ólík
legt að Gísli Freyr eða Þórey hafi far
ið á bak við yfirmann sinn með þeim
hætti. Hönnu Birnu ætti því að vera
mikið í mun að upplýsa um slíkan
trúnaðarbrest. Sama gildir um Ragn
hildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og
hennar fólk sem liggur undir grun.
Ráðherrann ætti að kappkosta að
upplýsa hvaða embættismaður sýnir
af sér slíka siðblindu að beita afli rík
isins til að hnoðast á landlausu fólki,
blásnauðum hælisleitendum. En ráð
herrann er ekki upptekinn af þessari
hlið mála heldur þumbast við og situr
trausti rúinn á ráðherrastóli sínum.
Efnislega hefur Hanna Birna fátt
annað sagt um málið en að ráðu
neytisfólk sé saklaust. Annað er kom
ið á daginn, hinn seki er við fótskör
ráðherrans eða hann sjálfur. Eftir að
Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn
um að fréttastjóra Morgunblaðsins
bæri ekki að upplýsa hver lak gögn
unum hafði ráðherrann það eitt að
segja að níu ára barn hennar hafi
mælt til hennar þau huggandi orð
að þetta væri bara pólitík. Þetta lýsir
blindu Hönnu Birnu á kjarna máls
ins. Það snýst ekki um að verið sé
að koma höggi á ráðherra eða með
reiðarsveina. Málið snýst um það að
ráðuneyti dómsmála haldi trúnað við
þegna landsins og gesti. Ef innanríkis
ráðuneytið kemst upp með að leka
upplýsingum um hælisleitendur er
framhaldið augljóst. Næst verða póli
tískir óvinir valdamanna fyrir barðinu
á þeim. Enginn getur verið öruggur
um að viðkvæmum persónuupplýs
ingum um hann verði ekki dreift í
gegnum fréttaveitur Fréttablaðsins
eða Morgunblaðsins til að byggja upp
stöðu kerfisins gegn þegnunum.
Hanna Birna ber fulla og óskor
aða ábyrgð á lekanum úr innanrík
isráðuneytinu þar til hinn seki hefur
verið dreginn fram úr fylgsni sínu.
Með réttu ætti hún að vera farin
af ráðherrastóli í stað þess að sitja
sem æðsti yfirmaður lögreglunnar
og mæta í yfirheyrslu hjá undirsát
um sínum. Lekamálið er mælistika
á siðferði í íslenskum stjórnmál
um og getu þjóðarinnar til að bægja
hinum spilltu frá valdastöðum. En
veruleikinn blasir við eftir margra
mánaða umræðu. Enginn hefur
axlað ábyrgð. n
Reynir Traustason
rt@dv.is
Leiðari
Hættuleg leynigögn
Upplýsingar eru á sveimi um
peninga Íslendinga í skattaskjól
um erlendis. Bryndís Kristjáns-
dóttir skattrannsóknarstjóri hefur
upplýst að embætti hennar hafa
borist tilboð um að kaupa um
ræddar upplýsingar. Skatturinn
er aftur á móti smeykur um að
ekki sé pólitískur vilji til að fara
þá leið sem kunni enda að vera
vafasöm. Bjarni Benediktsson fjár
málaráðherra sagði við Moggann
að málið hefði ekki komið inn á
hans borð og þarna gæti verið
vafasamt fordæmi. Þessi afstaða
er léttir fyrir þá sem stærstir eru í
feluleiknum.
Illugi gegn kvóta
Illugi Gunnarsson menntamála
ráðherra var á árum áður einn
helsti andstæðingur kvótakerf
isins. Á frægum
mótmælafundi í
Alþýðuhúsinu á
Ísafirði á níunda
áratugnum var
hann fundarstjóri
og lagði áherslu
á það að kerfið
myndi rústa vestfirskar byggð
ir. Það var á þessum fundi sem
tengdafaðir hans, Einar Oddur
Kristjánsson, þáverandi fram
kvæmdastjóri, spáði því að örlög
Vestfirðinga yrðu að óbreyttu
þau að verða komið fyrir í blokk
í Reykjavík. Nú blasir það við.
Reiknað er með að Illugi láti til
sín taka og leiðrétti ranglætið.
Halldór braggast
Spennan vegna borgarstjórnar
kosninganna í Reykjavík hefur
vaxið örlítið. Björt framtíð virðist
ekki halda flugi
Besta flokksins
og dregur smám
saman af þeim.
Halldór Halldórs-
son, leiðtogi Sjálf
stæðisflokksins,
hefur verið að
færast í aukana þótt fylgi flokks
ins sé óravegu frá blómaskeiðinu
þegar hann hafði hreinan
meirihluta í borgarstjórn. Sam
starf sjálfstæðismanna við aðra er
einnig ólíklegt þar sem Framsókn
er hvorki fugl né fiskur. Svo virðist
sem Dagur B. Eggertsson sé nær
ósigrandi og að fátt komi í veg
fyrir að hann verði borgarstjóri.
Fari svo er hann jafnframt leið
togaefni Samfylkingar.
Skotheld sæla
Bújarðir njóta mikilli vinsælda
á meðal auðmanna sem sækja
kyrrð og ró í faðm íslenskra
sveita. Á meðal
þeirra sem á sín
um tíma komu
sér vel fyrir í skjól
góðum hvammi
var Sigurður
Einarsson, fyrr
verandi stjórnar
formaður Kaupþings, sem keypti
Veiðilæk í Borgarfirði og byggði
þar sumarhöll með skotheldu
gleri í svefnherbergisálmu. Nú
flýgur fyrir að félagi hans, Hreiðar
Már Sigurðsson, sé að koma sér
fyrir á meðal Borgfirðinga.
Banki borgarbúa
F
ram hefur komið að íslensku
bankarnir hagnast um tugi
milljarða á ári. Það getur því
gefið vel í aðra hönd að eiga
banka, en þar sem flestir
slíkir eru í einkaeigu rennur hagn
aðurinn til fárra.
Það er hvorki réttlátt né sann
gjarnt að halda því fram að einka
aðilar séu réttkjörnir að gróðanum.
Eins og sagan sýnir er það þannig
að verði banki fyrir miklum áföllum
borga skattgreiðendur tapið.
Fylkisbanki Norður-Dakóta
Í NorðurDakóta í Bandaríkjunum
á fylkið sinn eigin banka. Þar með
hagnast almenningur um leið og
bankinn þeirra græðir. Bankinn má
eingöngu fjárfesta í raunverulegum
verðmætum og framleiðslu og þar
sem hann fjárfestir ekki í vitleysu
hafði bankahrunið 2007 lítil áhrif á
hann.
Bankinn í NorðurDakóta var
stofnaður 1919 og er enn að dæla
fjármunum inn í fylkiskassann. Oft
ar en ekki getur fylkið lækkað skatta
og gjöld þegar bankinn hagnast vel,
íbúarnir njóta arðsins. Fylkið þarf
ekki að eiga varasjóði fyrir mögru
árin með ærnum tilkostnaði því
það getur alltaf fengið lán hjá bank
anum sínum.
Grunnhugsun fylkisbankans
er félagsleg og þess vegna styður
bankinn við einkabanka og önn
ur einkafyrirtæki í fylkinu þannig
að þau blómstra. Þar sem öll lán
til fylkisins eru í raun vaxtalaus þá
minnkar fjármagnskostnaður við
allar framkvæmdir verulega.
Borgarbankinn
Dögun í Reykjavík vill stofna banka
í eigu Reykjavíkurborgar sem rek
inn verði til hagsbóta fyrir borgar
búa. Við sjáum í raun ekkert sem
mælir gegn þessu, því hvers vegna
ætti borgin ekki að reka banka og
nýta ágóðann af starfseminni til að
greiða fyrir útgjöld borgarinnar?
Borgarbanki væri mjög æski
legur til að skapa samkeppni á nú
verandi bankamarkaði. Hann yrði
raunverulegur valkostur fyrir al
menning og gæti orðið fyrirmynd
að öðrum samfélagslega reknum
bönkum víðar á landinu.
Borgarbanki og aðrir samfélags
legir bankar gætu jafnframt virk
að sem hemill á stjórnlausa þenslu
einkarekins bankakerfis sem endar
í bankahruni eins og við þekkjum
allt of vel.
Ef við hefðum haft borgar
banka sem rekinn hefði verið eins
og bankinn í NorðurDakóta hefði
bankinn okkar staðið óhaggaður
og sinnt sínum skyldum, en ekki
orðið stór baggi á skattgreiðendum.
Þess vegna er öll umræða um slíkan
banka mjög mikilvæg.
Íbúum til hagsbóta
Bankinn i NorðurDakóta hefur
starfað í næstum hundrað ár og
verið uppspretta mikilla tekna fyrir
fylkið. Það segir okkur að það er vel
gerlegt og æskilegt að stofna sams
konar banka í Reykjavík.
Bankakerfið er jafn samfélags
lega nauðsynlegt og orkan eða
heita vatnið og það á ekki að vera
gullnáma nokkurra einstaklinga.
Í raun er þetta eingöngu spurning
um vilja. Hvort við viljum að gróði
af bankastarfsemi renni til fárra út
valinna eða til borgarbúa.
Dögun vill að minnsta kosti
breyta til og nýta bankastarfsemi
íbúum til hagsbóta. n
Þorleifur Gunnlaugsson
borgarfulltrúi í Reykjavík
Kjallari
MyND SIGTRyGGuR ARI JóHANNSSON „Borgarbanki væri
mjög æskilegur til
að skapa samkeppni á
núverandi bankamarkaði.
„Leka-
málið er
mælistika á sið-
ferði í íslenskum
stjórnmálum