Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Síða 17
S temmingin er frábær og það eru allir vel stemmdir,“ segir Valgeir Magnússon, umboðsmaður Pollapönks sem tekur þátt fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár með laginu Enga fordóma eða No Prejudice í enskri þýðingu. Pollapönk skipa þeir Haraldur Freyr Gíslason, Heið- ar Örn Kristjánsson, Guðni Finn- son og Arnar Þór Gíslason. Ásamt þeim verða á sviðinu þeir Óttar Proppé og Snæbjörn Ragnarsson sem syngja bakraddir. Fólk tengir við boðskapinn Pollapönk stígur á svið á sviðinu í B&W-höllinni í Kaupmannahöfn í kvöld, þriðjudag, í fyrri undan- úrslitakeppninni og keppir um að komast að í úrslitakeppninni sem fram fer á laugardagskvöld. Þegar DV náði tali af Valgeiri, eða Valla sport eins og hann er gjarnan kallaður, í gær, mánudag, var hópurinn í stífri dagskrá, blaða- mannafundum og æfingum. Valli segir mikla stemmingu ríkja innan hópsins sem er sam- heldinn. „Keppnin leggst vel í okkur og þetta er alveg ótrúlega gaman. Við erum hér til að flytja ákveðinn boðskap og það er að tak- ast að koma honum til skila. Fólk er að tengja við það sem við erum að segja og það er það sem við erum að reyna að ná fram,“ segir Valli fyrir hönd hópsins. Vongóðir um að komast áfram Veðbankar hafa ekki spáð laginu góðu gengi. Aðspurður hvort þeir séu sigurvissir segir Valli: „Við hugs- um nú ekki mikið um keppnina sem slíka og gerum okkur ekki vonir um að Ísland lendi í neinum vandræð- um með keppnishald út af okkur. Við viljum þó gjarnan geta komist á sviðið aftur á laugardaginn. Þá náum við til fleira fólks.“ Hann viðurkennir að það sé nokkuð stress innan hópsins. „Að sjálfsögðu er spenna. Þetta er stórt dæmi.“ Hann vill ekkert gefa upp um það hvort að Pollapönk komi til með að spila út einhverjum leyni- trixum á sviðinu. „Það er alltaf eitt- hvað, við sjáum hvað setur,“ segir hann leyndardómsfullur. Hafa vakið athygli Pollapönk hefur vakið athygli úti, meðal annars fyrir að mæta í kjól- um á opnunarhátíð Eurovision. „Boðskapur lagsins hefur vak- ið athygli enda er hann mjög góð- ur og við höfum líka notað hvert tækifæri til þess að koma honum á framfæri enda er hann nauðsyn- legur.“ Eitthvað að lokum? „Enga for- dóma, dreifið boðskapnum.“ n viktoria@dv.is „Þetta er alveg ótrúlega gaman“ „Við gerum okkur ekki vonir um að Ísland lendi í neinum vandræðum með keppnishald út af okkur n Vonast til að komast áfram en eru ekki of sigurvissir n Bera út boðskapinn 4. apríl 2014 U m s j ó n : V i k t o r í a H e r m a n n s d ó t t i r / v i k t o r i a @ d v . i s 6. maí 2014

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.