Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 20
Vikublað 6.–8. maí 20144
Skrýtnustu lög Eurovision
Sumir reyna að vera furðulegir en aðrir
eru hreinlega furðulegir. Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva, betur þekkt
sem Eurovision, hefur fært Evrópubúum
ansi mörg furðuleg uppátæki og verða
nokkur þeirra rifjuð upp hér.
1976 Peter, Marc, Sue
Djambo Djambo
n Þessi svissneska sveit hefur fjórum sinnum tekið þátt í Eurovison en ratar ekki á list-
ann fyrir einkennilegt lag, sem endaði meira að segja í fjórða sæti, heldur trúðinn sem
myndi sóma sér vel í verstu martröðum þeirra sem eru með óútskýranlega hræðslu við
trúða. Ekki einu sinni Freddy Kruger hefði náð að fæla jafn marga frá skjánum og þessi
óhugnanlegi trúður.
2008 Pirates of the Sea
Wolves of the Sea
n Það hefur margsinnis verið sagt að Eurovision-keppnin sé oftast nær fimm árum á eftir allri tísku. Pirates
of the Caribbean kom út árið 2003 og naut gífurlegra vinsælda. Fimm árum síðar sáu Lettar það á umheim-
inum að sjóræningjar væru inni og því væri eflaust hægt að hala inn fjölda stig á þeirri bólu. Lagið hafnaði í
12. sæti, fékk 83 stig. Sá hlær best sem síðast hlær sagði einhver, einhvern tímann.
2002 Michalis Rakintzis
S.A.G.A.P.O.
n Veistu lykilorðið? Grikkinn Michalis Rakintzis veit það og sagði það oft og mörgum sinnum
í Eurovision-keppninni árið 2002. S.A.G.A.P.O. er lykilorðið að hans sögn en það er afskræm-
ing á gríska frasanum S'agapo sem myndi útleggjast á íslensku sem Ég elska þig. Grafkyrr í
svörtu óeirðaleðri söng hann þetta opineygur á sviði og fáir skildu neitt í neinu. Lagið endaði
í 17. sæti með 27 stig.
1987 Lazy Bums
Shir Habatlanim
n Algjörlega langskemmtilegasta lagið og atriðið á þessum lista.
Lagið olli þó svo miklu uppnámi í Ísrael að þáverandi menningar-
málaráðherra landsins, Yitzhak Navon, hótaði að segja af sér ef lag-
ið yrði framlag Ísraela. Hann gerði það ekki og þessi dúett sló í gegn
með frábærri framkomu sem var jafn furðuleg og þeirra sem notast
við sólgleraugu innandyra. Lagið fékk 73 stig og hafnaði í 8. sæti.
1980 Telex
Eurov-vision
n Þessi belgíska rafsveit vakti verðskuld-
aða athygli á sínum tíma og ekki síst vegna
söngvarans sem leit út eins og hann ætlaði
að selja Evrópubúum tryggingar en ekki
syngja fyrir þá hugljúft Eurovision-popp.
Texti lagsins fjallaði um keppnina sjálfa og
hvað hún væri nú mikil klisja. Áhorfendur
í sal voru slegnir yfir þessari framkomu.
Sveitin endaði í 17. sæti með fjórtán stig
en furðuleg uppákoma átti sér stað þegar
Grikkir gáfu laginu þrjú stig. Kynnirinn átti
bágt með að trúa því og taldi það vera
misskilning og gaf Hollandi stigin þrjú. Það
var að sjálfsögðu leiðrétt.
Pétur Christiansen
sjóntækjafræðingur
Við bjóðum gamla og nýja viðskiptavini
velkomna í gleraugnaverslun okkar í Garðabæ
Finndu okkur á facebook
Opið alla virka daga frá 9 til 18
Gengið inn í torgið
Gleraugna Pétur Garðatorgi 7 210 Garðabær Sími 571 2122 www.gleraugnapetur.is