Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 23
Vikublað 6.–8. maí 2014 7 Svona fóðrar þú gestina þína n Þetta er snarlið fyrir Eurovision-partíið Æ tlar þú að halda Euro­ vison­partí í kvöld eða um helgina og veist ekkert hvað þú átt að bjóða gestunum þínum upp á. Ekki örvænta – svörin eru öll hér. Hægt er að nálgast þetta verkefni á ýmsan máta en ef­ laust er skemmtilegast að hafa veigarnar alþjóðlegar, í takt við keppnina. Þá væri til dæmis þjóðráð að vera með veitingar sem tengjast löndunum hverju sinni. Þegar íslensku Pollapönkararnir stíga á sviðið á þriðjudags­ kvöld er auðvitað leikur einn að bjóða gestunum þínum upp á íslenskar pylsur með öllu tilheyr­ andi. Þjóðlegra, ein­ faldara og betra verð­ ur það varla. Þegar Ítalía er að keppa væri þá hægt að setja fram parmaskinku­ sneiðar með parmesan­ osti, basilblöðum og jafnvel smá balsamik­ sírópi. Niðurskorin melóna smellpassar með þessu. Því er svo hægt að raða fallega á bakka, setja sneiðarnar í röð með basilblöðum, rífa parmesanostinn og setja í skál og hafa balsamik­síróp til hliðar. Þegar Danir stíga á svið væri vel til fundið að hafa smurðar rúg­ brauðssneiðar með lifrar­ kæfu fallega niðurskornar fyrir gestina. Þegar Þjóðverjar keppa væri svo tilvalið að steikja Bratwurst­pylsur með sinnepi og kartöflusalati og bjór. Síðast en ekki síst er auðvitað einfaldast að biðja gestina að koma með rétt sem tengist því landi sem þeir halda með. Þar með sleppur þú alfarið við undirbúninginn og þarft bara að veita húsaskjól – sjónvarpið sér svo um skemmtiatriðin. n astasigrun@dv.is Dagskrá forkeppninnar Hér má sjá í hvaða röð löndin koma fram í báðum forkeppn­ unum, sem fram fara í kvöld, þriðjudag, og næstkomandi fimmtudagskvöld. Útsending hefst klukkan 19.00 bæði kvöldin. Spenntir áhorfend­ ur þurfa ekki að bíða lengi eftir að sjá Pollapönkarana stíga á svið, en þeir eru fimmta atriðið á þriðjudagskvöldi. Fyrra kvöldið Armenía Lettland Eistland Svíþjóð Ísland Albanía Rússland Aserbaídsjan Úkraína Belgía Moldavía San Marínó Portúgal Holland Svartfjallaland Ungverjaland Seinna kvöldið Malta Ísrael Noregur Georgía Pólland Austurríki Litháen Finnland Írland Hvíta-Rússland Makedónía Sviss Grikkland Slóvenía Rúmenía Caput | Þóra Einarsdóttir | Geoffrey Douglas Madge Pringipessa Orchestra | Karl Ágúst Úlfsson kynnir Þér er boðið á tónleika! Evrópusambandið fjármagnar starfsemi Evrópustofu. Í tilefni af Evrópudeginum 2014 stendur Evrópustofa fyrir GRÍSKRI TÓNAGLEÐI í Eldborgarsal Hörpu, föstudaginn 9. maí kl. 20:00 Caput flytur verk eftir Nikos Skalkottas og grísk þjóðlög í útsetningu Maurice Ravel. Hinn heimsþekkti ástralski píanóleikari, Geoffrey Douglas Madge kemur fram með Caput ásamt hinni ástsælu sópransöngkonu Þóru Einarsdóttur. Eftir hlé stígur gríska hljómsveitin Pringipessa Orchestra á svið og leikur lög eftir þjóðlagaskáldið Vasílis Tsitsánis sem almennt er talinn eiga mestan þátt í þróun grískrar tónlistarhefðar sem kallast rebétiko. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og hægt er að tryggja sér miða hjá miðasölu Hörpu. Rebétiko í Reykjavík Skalkottas & Ravel Nánari upplýsingar á evropustofa.is SENDINEFND ESB Á ÍSLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.