Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Síða 25
Umræða 17Vikublað 6.–8. maí 2014
„Þetta er miklu
ódýrari kostur
Davíð er ennþá að
kosta okkur svo mikið
Vil ekki vera þátttakandi í því að
kirkja sé notuð sem stríðsvettvangur
Árni Johnsen vill göng milli lands og Eyja. – Fréttablaðið Ólafur Arnarson skrifar bók um Davíð Oddsson. – DVJónína Ben var rekin úr Krossinum. – DV
Myndin Barnamenningarhátíð Þessir hressu fjórðubekkingar voru í stórum hópi krakka sem mættu í Hörpu í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík sem lauk um liðna helgi. Mynd Sigtryggur Ari
Þrjóturinn umsjón: Henry Þór Baldursson
Slæmt ástand í málefnum eldri borgara
S
taðan í kjaramálum eldri
borgara er slæm. Það er
ekki unnt að lifa mannsæm-
andi lífi af þeim lága lífeyri,
sem eldri borgarar fá frá al-
mannatryggingum. Þeir eldri borg-
arar, sem hafa þokkalegan lífeyris-
sjóð eru lítið betur settir en þeir sem
aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð: Það
er rifið af þeim nálega jafnmikið hjá
Tryggingastofnun eins og þeir fá úr
lífeyrissjóði. Þessar miklu skerðingar
eru blettur á almannatryggingunum.
Þær skapa einnig óvild hjá lífeyris-
þegum í garð lífeyrissjóðanna enda
þótt ákvörðun um þessar skerðingar
hafi verið tekin hjá Alþingi og stjórn-
völdum en ekki hjá lífeyrissjóðunum.
Enginn alþingismaður hreyfir því á
Alþingi, að það þurfi að leiðrétta þess-
ar skerðingar. Ef allt væri með felldu
ætti Alþingi að rísa upp og ákveða, að
þessar miklu skerðingar væru stöðv-
aðar þegar í stað og lífeyrismál eldri
borgara og öryrkja leiðrétt.
Ástandið varðandi
hjúkrunarheimili engu betra
Ástandið varðandi hjúkrunarheim-
ili fyrir aldraða er engu betra en
staðan í kjaramálum. Á krepputím-
anum var mikið skorið niður í heil-
brigðismálum. Sá niðurskurður bitn-
aði einnig á hjúkrunarheimilum og
hjúkrunardeildum sjúkrahúsa úti á
landi. Það var fækkað hjúkrunarrým-
um víða á landsbyggðinni. Þá hefur
sú stefna að hafa eingöngu einbýli í
hjúkrunarheimilum einnig fækk-
að fjölda hjúkrunarrýma, þar eð víða
hefur tvíbýlisstofum verið breytt í
einbýlis stofur. Ríkisstjórn Samfylk-
ingar og VG setti í gang byggingu
nýrra hjúkrunarheimila. Sú ákvörðun
hefur undanfarið verið að skila sér í
nýjum hjúkrunarheimilum, einkum
úti á landi og í nágrenni Reykjavíkur.
Ástandið í þessum málum er einna
verst í Reykjavík.
360 ný hjúkrunarrými
samkvæmt leiguleið
Árni Páll Árnason, þáverandi fé-
lags- og tryggingamálaráðherra, fékk
heimild ríkisstjórnar Samfylkingar
og VG til að vinna að hugmyndum
um nýjar leiðir til að fjármagna upp-
byggingu hjúkrunarrýma. Stefnt var
að uppbyggingu um 360 hjúkrunar-
rýma á árunum 2010–2012 og áætl-
aður kostnaður verkefnisins um níu
milljarðar króna. Hugmyndirnar
byggðust á því að Íbúðalánasjóði
yrði heimilað að lána sveitarfélögum
fé til uppbyggingar hjúkrunarrýma,
sem gæti numið allt að 100% af fram-
kvæmdakostnaði. Forsenda lán-
veitinga var, að samningur hefði verið
gerður milli ríkis og sveitarfélags um
leigugreiðslur til 40 ára.
Ástandið enn slæmt í reykjavík
Þessi leið krafðist breytinga á lögum
um húsnæðismál, til að veita Íbúða-
lánasjóði heimild til lánveitinga
vegna uppbyggingar hjúkrunarrýma.
Þá var ákveðið að breyta tímabund-
ið lögum um Framkvæmdasjóð
aldraðra, sem heimilaði að greiða
rekstrar kostnað vegna þessara rýma
á árunum2011 og 2012 þannig að
aukinn rekstrarkostnaður félli ekki
á ríkissjóð. Þau hjúkrunarrými, sem
komið var á fót með þessu fyrirkomu-
lagi, eru í níu sveitarfélögum. Flest
þeirra eru í sveitarfélögum í nágrenni
Reykjavíkur, þ.e. á Seltjarnarnesi, í
Mosfellsbæ, Kópavogi, Hafnarfirði,
Garðabæ og Reykjanesbæ, en einnig
á Akureyri, Fljótsdalshéraði og í Borg-
arbyggð. Um 200 rými leysa fjölbýlis-
rými af hólmi, þannig að af áætluðum
heildarfjölda eru um 160 ný hjúkr-
unarrými.
Þrátt fyrir þessa uppbyggingu
hjúkrunarrýma er ástandið í þess-
um málum enn mjög slæmt í Reykja-
vík og langur biðlisti þar eftir rými á
hjúkrunarheimilum. Það vantar 100
hjúkrunarrými í Reykjavík og bið-
tíminn þar er fjórir mánuðir. Ljóst er,
að það verður enn að gera nýtt átak í
uppbyggingu hjúkrunarheimila. n
Björgvin guðmundsson
form. kjaranefndar Félags eldri borgara
Aðsent „Ljóst er, að það
verður enn að gera
nýtt átak í uppbyggingu
hjúkrunarheimila.
1 Fórnarlamb Hjartar hætt á Stöð 2
Starfsmaður 365 miðla sem Hjörtur
Hjartarson, fréttamaður Stöðvar 2,
réðst að í starfs-
mannateiti er
hættur störfum
hjá 365. Maður-
inn þurfti að leita
sér aðhlynningar
í kjölfar atviks-
ins, en hann fékk
áverkavottorð
frá lækni
samkvæmt
heimildum DV. Hjörtur mun hins vegar
snúa aftur til starfa hjá fyrirtækinu.
43.968 hafa lesið
2 Hjónin reyndu sjálfsvíg sama dag
„Ég sé engan tilgang með lífinu, nema
bara fyrir börnin mín,“ segir María Þórdís
Guðmundsdóttir,
ekkja Stein-
gríms Kristins
Sigurðssonar,
Steina bakara,
sem fyrirfór sér
með skotvopni
í sumarhúsi
fjölskyldunnar
í september
2012. Sjálf hefur
hún fjórum sinnum reynt að svipta sig
lífi og segir að sjálfsvíg eigi ekki að vera
feimnismál.
42.855 hafa lesið
3 „Hefði viljað hafa pabba lengur hjá okkur "
Guðmundur Óli Bergmann Steingríms-
son er sonur þeirra Maríu Þórdísar Guð-
mundsdóttur
og Steingríms
Kristins
Sigurðarsonar.
Steingrímur
framdi sjálfsvíg
í september árið
2012 og skildi
eftir eiginkonu
og sex börn.
Guðmundur
Óli er elstur systkinanna, 28 ára, en sá
yngsti var aðeins fjögurra ára þegar
faðir þeirra dó. Guðmundur Óli hefur
ekki þegið neina sálfræðihjálp en segir
að það hjálpi honum að ræða opinskátt
hvað gerðist. Hann virðir ákvörðun föður
síns og segist ekki þurfa skýringu á því
sem gerðist.
39.937 hafa lesið
4 Fannst látinn við hótel á Suðurlandi
Sextugur maður
fannst látinn
í heitum potti
við hótel á
Suðurlandi þar
seinustu helgi. Að
sögn Sveins Krist-
jáns Rúnarssonar,
yfirlögreglustjóra
á Hvolsvelli, ekki
er talið að dauða mannsins hafi borið að
með saknæmum hætti.
37.393 hafa lesið
5 Jónína Ben: Búið að reka mig úr Krossinum
„Já, það er rétt. Ég fékk bréf í gær,“ segir
Jónína Benediktsdóttir sem segir að hún
hafi nú verið rekin úr Krossinum með
formlegu bréfi
sem henni barst
frá Sigurbjörgu
Gunnarsdóttur
fyrir hönd
stjórn stjórnar
trúfélagsins.
Ástæðuna fyrir
brottrekstrinum segir Jónína vera skrif
hennar til forstöðukonunnar og annarra
safnaðarmeðlima sem Jónína kveðst
hafa verið að reyna að „koma vitinu
fyrir“ í illdeilunum um Krossinn.
36.939 hafa lesið
Mest lesið
á DV.is