Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Síða 27
Vikublað 6.–8. maí 2014 Neytendur 19
M
atarkarfa ASÍ sem kostaði 10
þúsund krónur snemma árs
2008 kostar í dag um 16 þús
und krónur í lágvöruverðs
verslun. Matarkarfan hefur hækkað
um 60 prósent að meðaltali í verði
í lágvöruverðsverslunum og hefur
dregið verulega saman með þeim og
hinum svokölluðu þjónustuverslun
um frá hruni. Þetta sýna mælingar
verðlagseftirlits ASÍ og er meðal þess
sem fram kemur í athyglisverðri grein
Hennýjar Hinz, hagfræðings ASÍ, í
tímaritinu Vinnan sem ASÍ gaf út 1.
maí síðastliðinn.
Í þjónustuverslunum hefur matar
karfa ASÍ hækkað í verði um þriðj
ung eða helmingi minna en hjá
þeim verslunum sem stæra sig af
lægra vöruverði. Matarkarfan, eins
og margir vita, á að endurspegla
innkaup meðalfjölskyldu en fram
kvæmd reglulegra verðlagsathugana
ASÍ hefur verið harðlega gagnrýnd
af forsvarsmönnum verslana í gegn
um tíðina. Flest heimili framkvæma
stærstan hluta matarinnkaupa sinna
í lágvöruverðsverslunum en um þró
unina segir Henný að lágvöruverðs
verslanir séu að nýta sér fákeppnisað
stæður á matvörumarkaði til fulls og
hækka álagningu langtum meira en í
þjónustuverslunum.
„Í skjóli þess að neytendur hafa
ekki annan skárri kost, því öll verðum
við jú að borða og hvergi er að finna
lægra verð en í lágvöruverðsversl
unum, geta verslunareigendur seilst
dýpra ofan í vasa neytenda með því
að hækka verð langtum meira.“
Annað sem vekur athygli í grein
inni er að við erum nú einum og hálf
um tíma lengur að vinna fyrir mat
arkörfunni. Þó að greidd meðallaun
á vinnumarkaði hafi hækkað um 20
prósent, úr 314 þúsundum í 379 þús
und þá hafa hefur matarkaupmáttur
launafólks lækkað umtalsvert. Á fyrri
hluta árs 2008 var meðalmaðurinn
tæpa sex tíma að vinna fyrir greidd
um launum sem dugðu til að kaupa
10 þúsund króna matarkörfu ASÍ. Í
dag hefur sá tími lengst um 90 mín
útur. n mikael@dv.is
Lága verðið hækkað um 60 prósent
Dregur verulega saman með lágvöruverðsverslunum og þjónustuverslunum
18.000
16.000
14.000
12.000
10.000
n Lágvöruverðsverslanir n Þjónustuverslanir
8.000
Apríl
2008
Feb
2014
- kr.
Þróun vörukörfunar frá apríl 2008 til febrúar 2014
Trassaskapur
kostar milljónir
Það er nógu dýrt að eiga og reka
bíl án þess að til komi óþarfa út
gjöld vegna trassaskapar. Þannig
má spara sér fúlgur fjár með því
að virða umferðarreglur, greiða
í stöðumæla eftir því sem við á
og fara með bifreiðina í skoðun á
tilskildum tíma. 36.872 eigendur
ökutækja fengu svokallað van
rækslugjald í hausinn frá ríkinu á
síðasta ári.
Ríkissjóður hóf að innheimta
vanrækslugjöld, vegna ökutækja
sem ekki eru færð til lögbund
innar skoðunar, árið 2009. Fjár
hæð vanrækslugjaldsins er 15
þúsund krónur en 50 prósenta
afsláttur er veittur af gjaldinu sé
það greitt innan ákveðinna tíma
marka. Þessir tæplega 40 þúsund
bifreiðareigendur sem klikkuðu
á þessu í fyrra lögðu því sitt af
mörkum til að hækka enn þá slá
andi heildarupphæð sem van
rækslugjaldið hefur skilað ríkis
sjóði.
Samkvæmt upplýsingum úr
Árbók bílgreina 2014, sem Bíl
greinasambandið gefur út, hafði
gjaldið um síðustu áramót skilað
1,6 milljörðum króna í ríkiskass
ann frá því það var tekið upp.
Þetta eru auðvitað blóðpeningar
hvernig sem á það er litið og út
frá þessum tölum má finna út að
íslenskir bíleigendur eru að kasta
í sameiningu um 400 milljónum
króna út um gluggann árlega
vegna eigin trassaskapar. Það er
því ljóst að það er mikið hags
munamál neytenda að þeir haldi
vel utan um sín mál og séu ekki
að glata fé að óþörfu.
Varasöm
krullujárn
Neytendastofa hvetur alla þá sem
eiga Jumbo Lazy Curl & Nourish
krullujárn frá Lee Stafford að
hætta notkun þess nú þegar.
Krullujárnin hafa nefnilega verið
innkölluð vegna hættu á að þau
gefi rafstraum. Samkvæmt upp
lýsingum frá Neytendastofu eru
krullujárnin ekki seld hér á landi
en mögulega hafi þau borist til
landsins með öðrum leiðum.
Við borðum eplin sem ESB bannar
n Bandarísk epli áfram seld hér en gætu horfið úr hillunum innan tíðar
Hjá Banönum ehf., sem tilheyra
Högum og er stærsti innflytjandi og
dreifingaraðili á ávöxtum og græn
meti á Íslandi, fengust þau svör að
það væri einnig með bandarísk epli
sem meðhöndluð eru með DPA.
Innkaupastjóri Banana, Bárður
Marteinn Níelsson, kvaðst hafa
fengið þau svör að utan, eftir fyrir
spurn DV, að svo væri en einnig að
hægt væri að panta epli sem væru
ekki meðhöndluð með efninu. Ban
anar ehf. þjónusta meðal annars
verslanir á borð við Hagkaup og
Bónus sem einnig heyra undir
Haga.
DV spurðist einnig fyrir um
stöðu mála hjá Kosti sem auglýs
ir að það flytji inn daglega ferska
ávexti frá New York. Engin svör bár
ust frá forsvarsmönnum verslunar
innar.
Innleitt fljótlega hér
Nú getur DV upplýst að innflytjend
ur munu þurfa að aðlagast þessari
nýju reglugerð ESB og það fljót
lega. Hún sé komin í ferli hjá Mat
vælastofnun.
„Þetta er í ferli hjá okkur að inn
leiða þessar breytingar á hámarks
gildum. Það er búið að þýða reglu
gerðina og því mjög fljótlega sem
þetta mun taka gildi hér,“ segir Ingi
björg Jónsdóttir, sérfræðingur hjá
Matvælastofnun. Hún segir ljóst
að þetta muni hafa áhrif á innflytj
endur sem í framhaldinu þurfi að
halda sig innan þessara nýju há
marksgilda ESB. Hún bendir á að
fyrir breytingarnar hafi leyfilegt
hámark innan ESB verið 5 mg/kg
sem nú hafi lækkað í 0,1 mg/kg. Á
sama tíma sé leyfilegt hámark DPA
í Bandaríkjunum 10 mg/kg sem fyrr
segir. Bandaríkjamenn hafa ekki
gefið til kynna að þeir ætli að gefa
eftir gagnvart nýjum viðmiðum
Evrópusambandsins.
Ekki skoðað í 16 ár
Það vita kannski ekki allir að upp
skerutími epla er einu sinni á ári,
vanalega á haustin. Eplaræktendur,
sem nota hefðbundnar ræktunar
aðferðir, hjúpa því eplin með til
dæmis vaxi og ýmiss konar efna
kokteil til að verja þau skemmdum
meðan þau eru geymd. Og eplin
þurfa stundum að endast í heilt ár.
Þar leikur DPA lykilhlutverk vegna
þeirra eiginleika efnisins að hægja
verulega á myndun dökkra bletta á
hýði eplanna. Eldgömul epli, sem
verið hafa í kæli í marga mánuði líta
því út fyrir að vera nýtínd og fersk.
DPA er flokkað sem skor
dýraeitur í Bandaríkjunum þrátt
fyrir að það drepi hvorki skor
dýr eða illgresi né komi í veg fyrir
sveppamyndun og hefur verið not
að þar í landi síðan 1962.
Áætlað er að Bandaríkjamaður
borði tæp fimm kíló af eplum á
ári og hefur EWG því áhyggjur af
því að jafnvel lítið magn af hinum
krabbameinsvaldandi efnasam
böndum sem DPA getur myndað
geti haft heilsuspillandi áhrif á fólk.
Það veldur samtökunum miklum
áhyggjum að bandarískir eftirlits
aðilar hafi ekki í hyggju að endur
skoða viðmið sín þrátt fyrir bann
Evrópusambandsins.
„EWG telur að evrópskir eftir
litsaðilar hafi tekið nauðsynleg
skref í að verja borgara sína gegn
heilsuspillandi áhættuþáttum sem
auðveldlega má fyrirbyggja,“ segir
á vef samtakanna þar sem fjallað
er um bann ESB. Þar er sömuleiðis
bent á að lögum samkvæmt beri
bandarískum eftirlitsaðilum að
endurskoða skordýraeitur á fimmt
án ára fresti með tilliti til þess hvort
þau séu skaðleg fólki. Umhverfis
verndarstofnun Bandaríkjanna
hefur hins vegar ekki endurskoðað
DPA í sextán ár eða síðan 1998.
Gagnrýna ESB
Bandarískir eplaframleiðendur
segja í umfjöllun bandarískra fjöl
miðla um málið að þeir starfi inn
an þeirra reglna og viðmiða sem
sett séu í Bandaríkjunum og það
dugi. Þeir gera hins vegar veru
legar athugasemdir við aðgerðir
ESB og telja þær tilraun til að koma
höggi á erlenda innflutningsaðila
með því að útiloka þá og þannig
verja evrópska framleiðslu fyrir
samkeppni á kostnað neytenda. n