Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 31
Vikublað 6.–8. maí 2014 Lífsstíll 23 Af með tjöruna - á með Aktu inn í sumarið á hreinum bíl! Við erum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Möndlur Þú veist nú þegar hvað möndlur eru ríkar af hollri fitu en möndlur fyrirbyggja einnig hjartasjúkdóma. Þær hjálpa til í baráttunni við vigtina og eru ótrúlega góðar fyrir hjartað. Í rannsókn frá 2008 kom í ljós að konur á aldrinum 41–54 ára sem borðuðu hráar möndlur sem 20% af fæðu sinni í fjórar vikur lækkuðu kólesterólmagnið talsvert. Hörfræ Hörfræ eru rík af ómega-3 fitusýrum sem og polyphenols sem talið er að virki fyrirbyggjandi á krabba- mein. Í rannsókn árið 2007 kom í ljós að miðaldra konur sem borða fæðu ríka af efninu eru í 17 % minni áhættu á að fá brjóstakrabbamein. Garðkál, brokkólí og blómkál Fæða sem er rík af trefj- um og andoxunarefnum en einnig góður DIM-efnasambandsgjafi sem myndast í líkamanum við meltingu. DIM er talið verja okkur fyrir krabbameinum sem tengjast estrógeni eins og brjóstakrabba, leghálskrabba og móðurlífskrabba. Bláber (og önnur ber) Rannsóknir sýna að konur eru líklegri til að fá Alzhei- mers en karlmenn. Samkvæmt nýlegum rannsóknum eru konur eldri en 65 ára tvisvar sinnum líklegri til að þróa með sér sjúkdóminn. Bláber eru rík af andoxunar- efnum sem verja okkur gegn Alzheimers. Samkvæmt rannsókn frá 2010 verja fjólubláir ávextir og grænt te okkur gegn Alzheimers, MS og Parkinson. Greipaldin Ávöxturinn hefur áhrif á heilsu hjartans. Hann er talinn lækka kólesteról, minnka hungurtilfinningu og hjálpa til í baráttunni við aukakílóin. Í rannsókn frá 2006 kom fram að eitt rautt greipaldin á dag lækkar kólesterólmagnið töluvert. Niðurstöður annarrar rannsóknar frá sama ári gefa til kynna að neysla á fersku greipaldini fyrir mat hefur áhrif á aukakílóin og dregur úr líkum á því að fólk þrói með sér sykursýki. Túrmerik Þetta kröftuga krydd er gott fyrir okkur af mörgum ástæðum en hér er aðalatriðið hversu gott það er fyrir liðina. Konur eru líklegri en karlar til að þjást af liðagigt en í rannsókn frá árinu 2006 kom í ljós að túrmerik er gott í baráttunni við gigtina. Kryddið bætir einnig ónæmiskerfið og hjálpar þér að berjast við sýkingar. Rauðar baunir Baunirnar eru ríkar af trefjum sem bæta meltinguna og hjálpa til í baráttunni við hjartasjúkdóma en hjálpa einnig til við að halda jafnvægi á blóðsykrinum. Hættan á sykursýki eykst með aldrinum svo það er mikilvægt að viðhalda jafnri brennslu og forðast sykurskort. Í rannsókn frá 2012 kom fram að sjúklingar með sykursýki sem neyttu rauðra bauna áttu síður á hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma og voru með lægri blóðþrýsting. Jákvæð breyting Margrét er ákveðin í að tala orðið breytingaskeið upp. „Breytingaskeið á ekki að vera feimnismál“ n Þöggun einkennir breytingaskeið kvenna n Nýstofnað Áhugamannafélag um breytingaskeið kvenna heldur ráðstefnu 1 Hugsaðu um það sem þú hefur áhuga á. Gefðu áhugamálunum vægi í lífi þínu. Það hvetur þig áfram og gerir umhverfi þitt meira spennandi. 2 Mundu að þú ert viskubrunnur. Haltu áfram að segja næstu kynslóð á eftir þér hvernig innihaldsríkt líf er. Reynsla þín er ekki einungis merkileg fyrir þig heldur líka fyrir aðra. 3 Lærðu eitthvað nýtt. Menntun og andleg áskorun eykur lífslíkur og minnkar líkur á sjúkdómum eins og Alzhei- mers og heilabilun. 4 Vitsmunaleg áskorun gerir það sama fyrir heila þinn og hreyfing fyrir líkamann. Vertu forvitin og með opin huga. 5 Þú ert aldrei of gömul til að reyna eitthvað nýtt. Þú ert aldrei of gömul til að láta drauma þína rætast. Ekki streit- ast á móti breytingum. Haltu áfram að skapa tækifæri fyrir þig í framtíðinni. 6 Settu þarfir einhvers annars en þín í forgang. Það mun gera einhvern annan hamingjusaman og að lokum gefa þér hamingjusamt og innihaldsríkt líf. Eins og Mark Twain sagði: sá sem er hamingju- samur gerir aðra hamingjusama. 7 Áhugamál getur orðið að tilgangi í lífinu og gefið því djúpa merkingu. Þegar þú lifir lífi sem er fullt af ástríðu býrðu til lífið sem þú velur að lifa. 8 Vertu hugrökk og gefðu þér tíma til að hjálpa öðrum. Verðlaunin fyrir að taka slíka áhættu geta mögulega breytt mjög miklu. Ekki aðeins í lífi þínu heldur fólksins umhverfis þig. 9 Eyddu tíma í að finna tilganginn í lífi þínu. Hann gefur þér ástæðu til að fara fram úr á hverjum morgni. 10 Beindu athyglinni að því sem skiptir þig máli. Þú kemst að því að stór- kostlegir hlutir gerast í lífi þínu vegna þín. Tíu ráð Ruthers til að finna tilgang í lífinu eftir breytingaskeið að gera nýja og skemmtilega hluti.“ Margir tengja breytingaskeið við tíðahvörf en samkvæmt Mar- gréti hefst breytingaskeið áður en konur hætta á blæðingum. „Þess vegna segjast konur aldrei vera á breytingaskeiðinu. Einkennin geta verið skjaldkirtilsvandamál, svefn- truflanir, einbeitingarskortur og kvíði, en hugrekki hjá konum fer niður í takt við estrógenið. Margar konur fara á breytingaskeið í kjöl- fars áfalls enda hangir líkamleg og andleg heilsa alltaf saman og sjálf tengi ég mitt breytingaskeið við það áfall sem ég varð fyrir þegar móðir mín lést.“ Sveittar og geðvondar konur Margrét viðurkennir að hafa sjálf haft þá hugmynd að konur á breytingaskeiði væru geðvond- ar, sveittar konur sem misst hefðu tökin á líkama sínum. Hún var því hissa þegar hún gerði sér grein fyrir að hún væri sjálf búin að ná þessum tímamótum enda sjálf í toppformi. „Í dag er mín upplifun af breytingaskeiði kvenna kon- ur sem hafa fullt vald á sínu lífi og ákveða að taka málin í sínar eigin hendur. Sjálf stofnaði ég fyrirtæki á þessum tíma. Ég hafði mikið fyrir því að vera ekki hrædd og ákvað að láta slag standa og uppsker svo sannarlega í takt við það.“ Hún segist ekki geta útskýrt af hverju breytingaskeiðið sé svona mikið tabú. „Ég átta mig ekki alveg á því. Þetta er svona eins og að til- kynna í fínu boði að maður sé á túr. Það eru ótrúlega fáar konur sem ræða þetta sín á milli. Sjálfri fannst mér ekkert mál að fara í gegnum þetta. Bara spennandi og mikil upplifun. Ég tók þá ákvörðun að taka út kaffi og áfengi, hreyfa mig enn meira úti og hugleiða og stunda jóga. Þú getur nefnilega valið að taka lyf við öllu eða breyta lífsstílnum. Breytingaskeið þarf ekki að vera feimnismál. Það eru 49 ára konurnar sem eyða mestum peningum og ættu því að fá meira pláss í umræðunni. Þetta eru til dæmis frábærir starfskraftar sem eru aldrei í burtu út af veikum börnum. Það er bara svo ótrúlega margt jákvætt við þetta tímabil.“ Betri ekki bitrari Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Jill Shaw Ruthers, höfundur bók- arinnar The Second Half of Your Life, en allir ráðstefnugestir munu fá eintak af bókinni. „Þetta er kona sem vann í fjármálaheiminum en stofnaði samtökin The Second Half of Your Life. Hún fjallar um and- lega, líkamlega og félagslega heilsu kvenna, eins og mikilvægi hreyf- ingar því það eru ekki lyfin heldur lífið sem við lifum sem hefur best áhrif á heilsu okkar.“ Aðrir fyrirlesarar eru Herdís Sveinsdóttir sem talar um blæð- ingar, sem Margrét segir einnig tengdar þessari þöggun, Ragn- heiður Inga Bjarnadóttir kvensjúk- dómalæknir, Kolbrún Björnsdótt- ir grasalæknir, sem er að skrifa bók um þetta tímabil, og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, sem ætlar að fjalla um það hvernig konur geta valið að verða betri í stað þess að verða bitrari. „Kristín Linda Jónsdóttir sál- fræðingur mun svo fjalla um breytingaskeið í lífi kvenna en breytingaskeið er ekki bara svita- kóf og geðvonska. Þótt þú getir ekki lengur eignast barn getur þú endur- fætt sjálfa þig. Á þessum tímapunkti skapast gífurlega mikið tækifæri til að gera eitthvað nýtt og spennandi. Margt af því sem við ætlum að tala um á einnig við karlmenn en við ætlum okkur að halda okkur við konurnar í þetta skiptið.“ n Sjö tegundir ofurfæðu fyrir miðaldra konur Svitakóf og úrillska Margrét viðurkennir að hafa haft þær humyndir um breytingaskeið kvenna að þær konur væru sveittar og úrillar. Nú segist hún vita betur. „ Í dag er mín upp- lifun af breytinga- skeiði kvenna konur sem hafa fullt vald á sínu lífi og ákveða að taka málin í sínar eigin hendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.