Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Síða 36
Vikublað 6.–8. maí 201428 Fólk
„Frekar mikil grey“
Þær Bylgja og Anna eru konurnar að baki Tinnu og Tótu
Þ
ær eru frekar mikil grey og
halda að þær séu með þetta
allt á hreinu. Þær lifa í ein
hverjum öðrum heimi en við
hin, eru aðeins týndar, líta
stórt á sig en meina vel,“ segir leikkon
an Bylgja Babýlons sem, ásamt Önnu
Hafþórsdóttur, stendur að baki þeim
Tinnu og Tótu. Þættirnir hafa verið
sýndir á sjónvarpsstöðinni Bravó og
hafa vakið mikla athygli en þær Tinna
og Tóta voru skapaðar fyrir þremur
árum. Í þáttunum gefa þær stöllur
misgóð líkamsræktarráð og hvernig
best sé að haga sér í ýmsum kringum
stæðum.
Urðu til fyrir keppni
Þær Bylgja og Anna eru báðar mennt
aðar leikkonur frá Kvikmyndaskóla
Íslands. Báðar eru þær frá Akureyri en
kynntust ekki fyrr en leiðir þeirra lágu
saman í náminu. Síðan þær útskrifuð
ust hafa þær fengið nokkur hlutverk,
Anna leikur í myndinni Vonarstræti
sem frumsýnd verður á næstunni
og Bylgja hefur meðal annars leikið í
Málinu með Sölva auk annarra minni
hlutverka. Þær hafa þó líka verið dug
legar að koma sér sjálfum á fram
færi, meðal annars með þeim Tótu
og Tinnu og öðrum stuttum sketsum
sem þær hafa gert.
Hugmyndin að þeim Tótu
og Tinnu kviknaði út frá fitness
keppendum en þær urðu til fyrir
keppni sem þær Anna og Bylgja
ætluðu sér að sigra í. „Við bjugg
um til fyrsta sketsinn fyrir sket
sakeppni þar sem verðlaunin
voru ferð á Hróarskeldu og okk
ur langaði mikið að vinna. Við
hins vegar unnum ekki en fólki
fannst þetta fyndið þannig að
við gerðum nokkra í viðbót og
settum á Youtube,“ segir Bylgja.
Fitnessfólk skilur þær
„Þegar við byrjuðum á þessu þá var
þessi módelfitnesssprengja í samfé
laginu. Það er svona viss steríótýpa
af þessari módelfitnesstýpu. Okkur
fannst sú steríótýpa fyndin og þær
Tinna og Tóta eru í raun rosalega
ýktar útgáfur af þeim en þær eru
samt ekki byggðar á neinni ákveðinni
manneskju.“ Bylgja segir þær eiga
vini sem eru í fitness og höfðu smá
áhyggjur af því að þeir myndu móðg
ast. „En þeim finnst þetta mjög fyndið
og skilja húmorinn. Við erum ánægð
ar með það.“
Mikill undirbúningur
Það krefst töluverðs undirbún
ings fyrir þær að skapa persónurn
ar. Meðal annars brúnkusprautun.
„Við förum í „spraytan“ fyrir tökur
og það lekur svo af. Við eigum nokkra
erfiða daga eftir tökur en síðan lekur
þetta af,“ segir Bylgja hlæjandi. Þær
undirbúa sig líka á annan hátt, með
al annars með því að kynna sér nýj
ungar í fitnessheiminum. „Við fylgju
mst með fitnessfréttum og tökum oft
alvöru ráð og gerum þau absúrd. Ýkj
um þau og breytum.“
Ekki lengur klúður
Eftir að þættirnir komust á Bravó hafa
þeir vakið meiri athygli en áður. „Við
heyrðum að þeir væru að leita að
þáttum þannig að við sendum á þá
link. Þeim fannst þetta skemmtilegt
og ákváðu að henda í nokkra þætti
með okkur,“ segir Bylgja og segir það
skemmtilega tilbreytingu að fá að
stoð við að taka upp. „Við vorum alltaf
bara einar með vélina og
vorum að lenda í alls konar
aðstæðum. Við stilltum bara
vélinni upp og fórum svo
inn í rammann. Síðan vor
um við að lenda í því að vél
in rann kannski eitthvað til
og svo þegar við byrjuðum að
klippa þá vorum við kannski
ekkert inni í rammanum. Það
var alls konar svona klúður
en ekki lengur því nú er þetta
svo „pró“,“ segir hún.
Sumir hafa velt því fyrir sér
hvort þær Tinna og Tóta séu
til í alvörunni. „Já, það er alveg furðu
legt hvað er margt fólk sem heldur
að við séum ekki djók. Sem við erum
ánægðar með því það þýðir að við
erum að gera eitthvað vel. Þær eru
svo ýktar týpur og við höfum gaman
af því þegar fólk heldur að þær séu
alvöru,“ segir hún.
Í þáttunum gefa þær Tóta og
Tinna ýmis misgóð ráð er snúa að lík
amsrækt og bættum lífsháttum. En
hvað verður um Tinnu og Tótu. Verð
ur framhald á þáttunum? „Núna er
búið að sýna alla þættina sem voru
teknir upp en það er ýmislegt í píp
unum. Síðan er auðvitað draumur
inn að þær fari og taki þátt í fitnes
skeppni.“ n
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Hressar Þær Tinna og Tóta kenna fólki ýmislegt misgott.
M
y
n
d
s
ig
tr
y
g
g
U
r
A
r
i
R
úmlega 300 manns mættu í
60 ára afmæli Stefáns Þengils
sonar athafnamanns sem
haldið var á Höfn í Eyjafirði
um helgina. Stefán er einstaklega
vinmargur og þekktur fyrir baráttu
sína gegn valdstjórninni og hefur
ýmsa hildi háð á því sviði.
Stefán starfar sem verktaki og
annast meðal annars snjómokstur
á leiðinni úr Eyjafirði til Austfjarða.
Þá er hann þekktur vélsleðamað
ur og foringi og keppnismaður á því
sviði. Hann hefur áratugum saman
tekið þátt í vélsleðasporti á Íslandi
og í Bandaríkjunum og ekur um á
sannkölluðu tryllitæki.
Veislan var haldin á verkstæði
Stefáns og var mikið um dýrðir. Í af
mælinu kom fram tilbrigði við þá
geysivinsælu Hljómsveit Ingimars
Eydal auk þess sem harmoníkuleik
arar komu fram gestum til mikillar
gleði. Auk þess að ryðja snjó og þeyt
ast um á vélsleða er Stefán liðtæk
ur listmálari. Síðustu ár hefur hann
fengist við þá listgrein og liggja eftir
hann mörg verk.
Mikil gleði einkenndi veisluna
sem þótti hin veglegasta. n
Listmálari á vélsleða Veislan á Höfn Afmælisbarnið er hér fyrir miðju. Afmælisbarninu á vinstri hönd er Vilhelm Ágústsson, Villi Kennedy. Til hægri er Gunnar Brynjólfsson, athafnamaður í Amsterdam.
stefán Þengisson hélt stórveislu
Mætti með
börnunum
Lítið hefur farið fyrir Páli Magnús
syni, fyrrverandi útvarpsstjóra,
síðan hann yfirgaf Efstaleiti. Hann
sást þó með börnunum sínum,
Eddu Sif og Páli Magnúsi, á leik
ÍBV og Fram á sunnudag sem
fram fór á Laugardalsvelli. Enda
er Páll Eyjamaður og mikill stuðn
ingsmaður ÍBV og börnin greini
lega líka. Þau Páll, Edda og Páll
voru líka kirfilega merkt sínu liði
því öll skörtuðu þau ÍBVtreyju á
leiknum.
Í heimsókn hjá
Davíð Oddssyni
Söngvarinn Jón Jónsson var í
mánudagsdrottningarviðtali
í útvarpsþættinum Virkum
morgnum. Þar sagði hann með
al annars frá því að þegar hann
var ritstjóri Monitor þá hefði
honum verið boðið heim til rit
stjóra blaðsins, Davíðs Odds
sonar, ásamt öðrum stjórnend
um blaðsins. „Þetta var geggjað,“
sagði Jón um heimsóknina í við
talinu. Hann sagði Davíð hafa
boðið sér og öðrum inn í bílskúr
þar sem hann hefði sýnt þeim
ýmsa merka gripi frá ferli sínum
og þeir haft gaman af.
Bikiníbombur
sameinast
Það er alltaf nóg um að vera hjá
Ásdísi Rán. Hún leitar nú að
bikiníbombum sem tóku þátt
í Hawaian Tropickeppnun
um sem hún hélt um nokkurra
ára skeið. Ásdís sá um keppn
ina á Íslandi í nokkur ár en líka
í Svíþjóð og Noregi. Keppnin
lagðist svo af hérlendis en Ásdís
ætlar að hóa saman fyrrverandi
sigurvegurum og keppend
um í hitting, eins og stundum
er sagt. Hún sagði frá þessu á
Facebooksíðu sinni.