Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 29. desember 2010 Áramótablað
Dularfullur þingmaður:
„Cogito ergo
sum“
„Það verður þingflokksfundur þann 5.
janúar og þá verða þessi mál rædd. Ég
get í rauninni ekki sagt meira um þetta
að svo stöddu,“ segir Ásmundur Einar
Daðason, þingmaður Vinstri grænna í
samtali við DV.
Ásmundur vildi ekki tjá sig um þá
frétt Fréttablaðsins að Lilja Mósesdótt-
ir íhugi úrsögn úr þingflokki Vinstri
grænna. Eins vildi Atli Gíslason ekki tjá
sig um málið við DV.
Atli ræddi hins vegar við mbl.is. „Ég
ætla að svara þér á latínu,“ sagði hann í
samtali við blaðamann Morgunblaðs-
ins. „Cogito ergo sum,“ var svar hans.
Setningin er tilvitnun í franska heim-
spekinginn René Descartes og þýðir:
„Ég hugsa, þess vegna er ég.“ Atli vildi
ekki útskýra hugsanir sínar nánar.
Fullyrðing Descartes er eitt af
grundvallaratriðunum í sögu vest-
rænnar heimspeki. Hún þjónaði þeim
tilgangi að sýna fram á tilvist hans
eigin huga. Ef maður hugsar, hlýtur
hugurinn að vera til. Fullyrðingin er
hins vegar ekki nægileg sönnun fyrir
tilvist líkamans eða annarra hluta sem
skynjaðir eru.
Fram kom í Fréttablaðinu á mið-
vikudag að Lilja Mósesdóttir segist
ekki útiloka að segja sig úr þingflokki
VG eftir hörð viðbrögð forystu flokks-
ins við hjásetu hennar við afgreiðslu
fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Ás-
mundur Einar og Atli sátu einnig hjá í
atkvæðagreiðslunni.
Gerplustúlkur
heiðraðar
Tímaritið Nýtt Líf hefur útnefnt fim-
leikastúlkurnar fimmtán í Gerplu,
sem unnu til gullverðlauna á Evr-
ópumeistaramótinu í hópfimleikum,
konu ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem
hópur kvenna hlýtur nafnbótina kona
ársins en í Nýju Lífi segir að hópur-
inn sé flott fyrirmynd, ekki einugis
fyrir ungu kynslóðina heldur þjóðina
í heild sinni. „Hann hefur sýnt fram
á einstaka samvinnu og látið drauma
sína rætast,“ segir í tilkynningu.
Í viðtali við Nýtt Líf segir Hrefna
Þorbjörg Hákonardóttir fyrirliði að
lítið annað komist að hjá stúlkunum
en fimleikarnir: „Það krefst mikils aga
að skara fram úr.“ Hún segir einnig
að baráttan við aðrar íþróttagreinar
um athygli fjölmiðlanna sé erfið og að
kostnaðurinn við iðkunina sé mikill
– stúlkurnar hafi þurft að greiða nær
allan kostnað úr eigin vasa.
„Við buðum út alla sorphirðu í bæn-
um í september með það fyrir augum
að urða sorp og hætta allri brennslu,“
segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á
Ísafirði. Fram hefur komið að sorp-
brennslunni Funa hafi verið lokað
eftir að mengun mældist í mjólk frá
býli í nágrenni við stöðina. Mjólk
hefur verið innkölluð og framleiðsla
stöðvuð.
„Áætlað var að Funi sæi um
sorpið fram að áramótum en þeg-
ar mengunin kom upp lokuðum við
stöðinni tímabundið,“ segir Daníel.
Ísafjarðarbær er nú í samningaferli
við lægstbjóðanda sem er Kubbur
ehf., ísfirskt fyrirtæki sem mun sjá
um að urða sorpið. Það verður keyrt
suður þar sem enginn urðunarstaður
er fyrir vestan.
Aðspurður um ástæðu mæling-
anna segir Daníel að Mjólkursamsal-
an geri mælingar á þeim býlum sem
þeir kaupa mjólkina af. Mælingin sé
reglubundin og nú hafi verið komið
að Fremri-Engidal. „Mér hefur samt
fundist ástæða til að mæla mun fyrr
miðað við staðsetningu býlisins,“
segir hann en bætir við að ekki sé
búið að sanna að mengunin komi
frá Funa. Hann þekkir ekki nákvæm-
lega ferlið þegar býli er lokað vegna
mengunar. „Við vonum það besta
fyrir Fremri-Engidal og öxlum þá
ábyrgð sem okkur ber í þessu mál,“
segir Daníel.
„Nú förum við að flokka rusl og
komumst vonandi inn í nútímann í
þessu máli. Við vorum fyrsta sveit-
arfélagið sem tók upp flokkun fyrir
um fimmtán árum en þá var einung-
is flokkað á milli þess sem var brenn-
anlegt og óbrennanlegt. Flokkun er
orðin allt önnur í dag,“ segir Daníel.
Hann segir hagsmuni sveitarfélags-
ins liggja í því að flokka sem mest því
dýrt sé að keyra allt sorp suður.
gunnhildur@dv.is
Hagsmunir Ísfirðinga liggja í flokkun sorps:
Sorpið flutt suður
Daníel Jakobsson Bæjarstjórinn vonar
að sveitarfélagið komist inn í nútímann með
flokkun.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson gerði
ráðgjafarsamning við forstjóra og
eiganda heildverslunarinnar Dreif-
ingar, Hauk Hjaltason, um það leyti
sem félagið varð gjaldþrota í síð-
asta mánuði. Í ráðgjafarsamningn-
um felst að Haukur tryggi Ölgerð-
inni umboð og samninga við erlenda
aðila sem Dreifing hafði áður. Dreif-
ing var meðal annars með samninga
við kanadíska matvælafyrirtækið
McCain en félagið er þekktast fyrir
framleiðslu á frönskum kartöflum.
Þrotabú Dreifingar, sem Ástráður
Haraldsson lögmaður stýrir, skoð-
ar nú hvort brotið hafi verið á hags-
munum kröfuhafa fyrirtækisins með
viðskiptunum. Kurr hefur verið með-
al kröfuhafa Dreifingar vegna máls-
ins en heildverslunin hafði verið
starfandi um langt árabil. Kennitala
félagsins er frá árinu 1987.
Forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór
Guðmundsson, neitar að gefa upp
hvers konar þóknun Haukur fær fyrir
að nýta sambönd sín við birgja Dreif-
ingar til að tryggja Ölgerðinni við-
skiptin við þá. Hann segir að Haukur
sé ekki launþegi hjá félaginu heldur
fái greitt samkvæmt ráðgjafarsamn-
ingi eftir því hvernig honum gengur
í sinni vinnu. DV heyrði töluna 180
milljónir króna nefnda sem þóknun
Hauks í viðskiptunum við Ölgerð-
ina en Andri Þór vill hvorki staðfesta
þessa upphæð né neita henni.
Frá Dreifingu til Ölgerðarinnar
Andri Þór segir að Ölgerðin hafi tek-
ið við umboðum sem voru inni í
Dreifingu um það leyti sem Dreifing
var að verða gjaldþrota. „Við tókum
við þessum umboðum um það leyti
sem Dreifing varð gjaldþrota, það er
svona einn og hálfur mánuður síðan.
Og við höfum smám saman verið að
gera samninga við birgja síðan,“ segir
Andri. Forstjórinn segir að starfsemi
Dreifingar hafi þó fyrst og fremst
byggst á góðum samböndum við
birgja en ekki umboðum fyrir einstök
vörumerki, eins og McCain. Dreifing
gerði mikið af því að selja vörur frá
þessum birgjum til veitingastaða og
annað slíkt. „Þetta eru samningar við
birgja sem við höfum verið að kom-
ast í.“
Útskýring Andra á því hvernig það
vildi til að Haukur hóf störf fyrir Öl-
gerðina er sú að hann sé fyrirtækinu
„til halds og trausts“ á meðan við-
skiptasamböndum er komið á. „Við
gerðum við hann ákveðinn ráðgjaf-
arsamning... En ég get ekki tjáð mig
um smáatriðin í honum. Ef vel geng-
ur þá eru allar líkur á því að hann fái
einhverja greiðslu fyrir sína vinnu,“
segir Andri.
Með persónulega samninga
Forstjórinn segir að samningarnir
sem Dreifing reisti viðskiptasam-
bönd sín á hafi verið á milli Hauks
og erlendra birgja og fyrirtækja. Þetta
á til dæmis við um samninginn við
McCain. „Í því tilfelli var samning-
urinn ekki við Dreifingu. Hann var
við Hauk. Í raun og veru hef ég ekki
séð einn einasta samning sem var
við Dreifingu.“ Spurður hvort Ölgerð-
in sé búin að tryggja sér samninga
við þau fyrirtæki sem áður skiptu við
Dreifingu segir Andri að búið sé að
ganga frá samningum við McCain
og tvo til þrjá aðra birgja. „Hann er
að beita sér fyrir því að þessir aðilar
sem hann hefur verið í áratugavið-
skiptum við geri samninga við okk-
ur. Þetta er bara bisniss fyrir okkur
og það er ekkert ólöglegt í þessu sem
Haukur er að gera.“
Andri segist hafa heyrt í kröfu-
höfum Dreifingar og segist skilja
óánægju þeirra með þetta að sumu
leyti. „Þetta er auðvitað ekkert sér-
staklega vinsælt og ég væri líka pirr-
aður ef ég væri að tapa peningum.“
Þrotabúið skoðar málið
Ástráður Haraldsson, skiptastjóri
Dreifingar ehf., segist ekki hafa nein-
ar upplýsingar um afstöðu einstakra
kröfuhafa til samningsins á milli Öl-
gerðarinnar og Hauks. Hann seg-
ir að viðskipti Hauks og Ölgerð-
arinnar hafi verið til skoðunar hjá
þrotabúinu. Hann segist hins vegar
ekki hafa neinar vísbendingar um
að eignum Dreifingar hafi verið ráð-
stafað með einum eða öðrum hætti í
viðskiptunum. „Ef svo hefði verið þá
væri það auðvitað eitthvað sem væri
stórkostlega athugavert frá sjónar-
hóli þrotabúsins. En ég hef ekki orðið
þess áskynja að þannig sé málið vax-
ið. Athugun minni er hins vegar ekki
lokið,“ segir Ástráður.
Hann segir hins vegar að raunin
sé sú að erlendir birgjar og fyrirtæki
hafi oft og tíðum komið því þannig
fyrir að umboð og samningar séu
ekki skráð á fyrirtækið sjálft heldur
byggi á persónulegum samningum
og samskiptum manna á milli.
Ástráður segir að umfang lýstra
krafna í þrotabú Dreifingar liggi ekki
fyrir að svo stöddu. Stærsti kröfuhafi
Dreifingar er þó að öllum líkindum
Landsbankinn en einhverjir aðilar
sem höfðu áhuga á umboðum Dreif-
ingar settu sig í samband við bank-
ann til að reyna að tryggja sér umboð
félagsins áður en það fór í þrot.
n Ölgerðin tryggði sér þjónustu eiganda Dreifingar ehf
n Hann tryggir samninga við fyrirtæki sem skiptu við Dreifingu
n Forstjóri Ölgerðarinnar segir ekkert athugavert við viðskiptin
„ÞETTA ER
BARA BISNISS“
„Ég væri líka
pirraður ef ég
væri að tapa pening-
um.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Ná viðskiptasamböndum Dreifingar Ölgerðin réð forstjóra og eiganda Dreifingar í vinnu áður en síðarnefnda félagið fór í þrot. Eig-
andinn fyrrverandi aðstoðar nú Ölgerðina við að tryggja fyrirtækinu samninga við erlend fyrirtæki og birgja sem áður versluðu við Dreifingu.