Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 42
Margboðaður dauði dagblaða
Dagblöðin hjara áfram við þröngan kost. Hinn
nýi Fréttatími heldur áfram að sækja í sig veðr-
ið. Fréttablaðið líður af uppdráttarsýki og fjölda-
uppsagnir þar á bæ verða í sviðsljósinu snemma
árs. Morgunblaðið heldur einnig áfram að
veslast upp og málflutningur þess verður sí-
fellt einangraðri. Völvan sér verulegar breyt-
ingar verða á útgáfu Morgunblaðsins á nýju ári
og verður útgáfudögum fækkað og fastir þætt-
ir skornir niður. Mesta athygli vekur að blað-
ið hættir að birta minningargreinar á prenti en
heldur því áfram á netinu.
DV heldur sjó og styrkir sig nokkuð í sessi.
Afhjúpun blaðsins tengd kirkjunnar manni
snemma árs vekur harðar deilur og mikla at-
hygli.
365 skiptir um eigendur
Á miðju ári ákveður Landsbankinn að selja fjöl-
miðlafyrirtækið 365 og lýkur þar eignarhaldi
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og manna hans á ís-
lenskum dagblöðum. Hlutabréfin verða boðin út
og margir kaupa. Mikla athygli vekur að bak við
eitt eignarhaldsfélagið leynist Guðbjörg Matthí-
asdóttir, ekkja úr Vestmannaeyjum, sem er einn
stærsti hluthafi Árvakurs. Í kjölfarið breytist út-
gáfa Morgunblaðsins og Fréttablaðsins en völv-
an sér blöðin þó ekki sameinast formlega á nýju
ári.
Í þessum hremmingum virðist stóll Ólafs
Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, harla valt-
ur, svo og stóll Ara Edwald forstjóra en þess-
ir tveir leita líklega á ný mið þegar eignarhaldi
Jóns Ásgeirs á fyrirtækinu lýkur. Nýir eigendur
munu fljótlega skipta 365 upp í nokkrar rekstr-
areiningar.
Faðir og sonur fóta sig á ný?
Jón Ásgeir Jóhannesson lætur enn á ný til sín
taka í rekstri fyrirtækja á Íslandi á nýju ári. Völv-
an sér hann og föður hans, Jóhannes Jónsson
sem sigrast á veikindum sínum, standa þétt sam-
an og bjóða þjóðinni eitthvað sem hún verður
stórhrifin af.
Davíð Oddsson
Davíð Oddsson verður sífellt í kastljósi fjölmiðla
á nýju ári. Morgunblaðið mun beita sér af vax-
andi hörku fyrir ýmsum helstu baráttumálum
ritstjórans og heldur söguskoðun hans mjög á
lofti. Smátt og smátt einangrast blaðið sem mál-
gagn sérstakra afla í samfélaginu og sérstaks
málstaðar og að sama skapi dregur úr slagkrafti
þess.
Völvan sér samt Davíð í skuggsjánni í óvenju-
legu hlutverki þar sem hann sýnir á sér mýkri og
mannlegri hliðar en stundum áður. Þetta virðist
vera í tengslum við einhverja góðgerðastarfsemi
þar sem rausnarlegt framlag Davíðs kemst í frétt-
ir. Völvan sér ekki betur en að í árslok hætti hann
starfi sem ritstjóri Morgunblaðsins.
Víkingar leita skjóls
Hinir títtnefndu útrásarvíkingar verða sífellt í
fréttum á nýju ári og oftast vegna rannsókna sér-
staks saksóknara á málum sem tengjast þeim.
Þótt fyrstu ákærur birtist á nýju ári sér völvan
engan hinna fyrrverandi útrásarvíkinga með
handjárn á nýju ári.
Hannes Smárason, Pálmi Haraldsson, Jón
Ásgeir Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson og
meðreiðarsveinar þeirra munu leita skjóls er-
lendis í ríkari mæli á árinu og leggja áherslu á
að láta lítið fyrir sér fara. Hins vegar sér völv-
an Bakkavararbræður, Ágúst og Lýð, í íslensk-
um fjölmiðlum í tengslum við húsbruna í sveit
snemma á árinu.
Ástamál víkinganna
Snemma á árinu stígur náinn fyrrverandi sam-
starfsmaður hinna svokölluðu útrásarvíkinga
fram og segir frá hinu ljúfa lífi um borð í snekkj-
um í félagsskap fagurra kvenna af meiri ná-
kvæmni en áður hefur verið gert.
Myndir sem fylgja vekja þjóðarathygli ekki
síst vegna þess að þar glittir í háttsetta Íslendinga
sem fram til þessa hafa lítt verið bendlaðir við
veisluhöld af þessu tagi.
Í ljós kemur að samstarf útrásarvíkinga var
ekki einungis á sviði viðskipta heldur voru ásta-
mál þeirra og einkalíf tengdari en marga hafði
órað fyrir.
Lífið á ljósvakanum
Á nýja árinu heldur áhorf á sjónvarp áfram
að minnka en RÚV missir áhorf yfir til Stöðv-
ar 2. Nýir eigendur 365 munu taka rækilega
til hendinni. Þar eru á ferðinni gamalkunn-
ug nöfn úr íslensku viðskiptalífi sem lifðu út-
rásina af og verður talsvert talað um aftur-
hvarf til fortíðar í þessu sambandi því völvan
sér Jón Óttar Ragnarsson í hópi nýrra eigenda
ásamt Jóni Ólafssyni athafnamanni og Ingva
Hrafni Jónssyni, sjónvarpsstjóra ÍNN. Í kjöl-
farið birtist Margrét Hrafnsdóttir, hin þolgóða
eiginkona Jóns Óttars, á skjánum á ný eftir ára-
tugahlé. Í tengslum við þessar eignabreyting-
ar verður ÍNN sameinuð Stöð 2 vegna þess að
Ingvi Hrafn er einn nýrra hluthafa. Þáttur hans
Hrafnaþing verður fljótlega einn af umtöluð-
ustu þáttum á dagskrá Stöðvar 2.
Netmiðlar fljúgast á
Á sviði netmiðla verður hart barist um hylli les-
enda á nýju ári. Pressan, undir stjórn Björns Inga
Hrafnssonar, verður fyrir töluverðum álitshnekki
þegar reksturinn verður fluttur á nýja kennitölu.
Eldri skuldir verða skildar eftir undir kenni-
tölu gamla félagsins og þykir ekki góð latína.
Við þetta breytast heimsóknartölur ofurlítið Eyj-
unni í hag en Eyjan er helsti keppinautur Press-
unnar.
Orrahríð á RÚV
Ríkisútvarpið heldur áfram að vera umdeildur
fjölmiðill. Í kjölfar hinnar mjög misheppnuðu
Hringekju mun skemmtiefni stöðvarinnar sæta
mikilli gagnrýni og völvan sér Sigrúnu Stefáns-
dóttur dagskrárstjóra láta af störfum á nýju ári í
kjölfar undirskriftasöfnunar sem beint er gegn
dagskrá stöðvarinnar.
Staða Páls Magnússonar verður mjög veik
um tíma þegar mál frá starfstíma hans sem tals-
manns Íslenskrar erfðagreiningar kemst í frétt-
ir honum til háðungar. Kári Stefánsson sendir
fyrrverandi samstarfsmanni sínum mjög eitraða
pillu í því máli og þjóðin hlær dátt.
Páli tekst með naumindum að halda í stól
sinn en völvan sér mannabreytingar í stjórn
fréttastofu RÚV og í kjölfarið birtast ný andlit á
skjánum í Kastljósinu. Hart verður deilt um áhrif
stjórnmálamanna á mannaráðningar í því sam-
hengi því nýr starfsmaður Kastljóss er tengdur
stjórnmálaflokki.
Sigmar verður Sigrún
Sigmar Guðmundsson skiptir um hlutverk á nýju
ári því völvan sér hann koma meira að stjórn
dagskrárgerðar á RÚV eftir að Sigrún hverfur af
vettvangi. Eitt af fyrstu verkum Sigmars verður
að reka Björn Emilsson framleiðanda.
Kata rokkar
Katrín Jakobsdóttir hverfur úr ráðherrastóli til
barneigna á nýju ári eins og boðað hefur verið.
Hún mun í kjölfarið tilkynna um brotthvarf sitt
úr stjórnmálum. Þá verður nokkurt fum vegna
embættis varaformanns Vinstri grænna. Svandís
Svavarsdóttir mun taka við af Katrínu sem vara-
formaður en völvan sér hana í enn fjarlægari
framtíð sem formann flokksins.
Álfheiður Ingadóttir tekur við embætti
menntamálaráðherra og verður fljótlega gríðar-
lega óvinsæl. Kveinstafir starfsmanna ráðuneyt-
isins vegna nýs yfirmanns komast í fjölmiðla,
þjóðinni til ómældrar skemmtunar. Völvan sér
fréttaþul lesa úr tölvupósti sem tengist þessu
máli.
Hvað gerir forsetinn?
Ólafur Ragnar Grímsson verður sem endranær
talsvert í sviðsljósinu. Völvan sér hann í harðri
rimmu á nýju ári þegar hann verður harðlega
gagnrýndur fyrir undirlægjuhátt og óeðlileg
samskipti við fulltrúa Kínverja. Önnur ámóta
uppákoma verður þegar Ólafur Ragnar talar
mjög frjálslega um pólitíska fortíð sína og átök-
in í Alþýðubandalaginu á opinberum vettvangi.
Gamlir samherjar hans gráta af reiði en and-
stæðingar kætast.
Dorrit vekur heimsathygli þegar um hana og
fjölskyldu hennar verður fjallað í bók sem kemur
út í Bretlandi. Þar kemur ýmislegt í ljós sem ekki
þykir góð latína, meðal annars þátttaka hennar
í viðskiptum með fyrrverandi útrásarvíkingum.
Í áramótaávarpi sínu í lok ársins 2011 tilkynn-
ir Ólafur Ragnar svo að hann muni gefa enn á ný
kost á sér til embættis forseta Íslands í boðuð-
um kosningum árið 2012. Þar með stefnir hann
á það met að hafa einn forseta setið í fimm kjör-
tímabil. En ekki er víst að örlaganornirnar séu
sammála forsetanum.
Ös af ferðamönnum
Á nýja árinu munu Íslendingar fá staðfest að það
er ekkert til sem heitir slæm fjölmiðlaumfjöll-
un. Ferðamenn munu flykkjast til landsins sem
aldrei fyrr. Helsta ástæðan er gosið í Eyjafjalla-
jökli á liðnu ári og sú umfjöllun heimspressunn-
ar sem fylgdi í kjölfarið. Árið 2011 verður algert
metár á þessu sviði og verður öngþveiti af þess-
um sökum stundum í fréttum á sumrinu sem í
hönd fer.
Icelandair græðir á tá og fingri bæði á aukn-
um straumi ferðamanna og vel heppnuðum
framvirkum samningum um flugvélakaup. Völv-
an sér samt skugga tengdan nafninu SmartLynx
sem veldur Icelandair skakkaföllum.
Stælur á stjórnlagaþingi
Hið margumrædda stjórnlagaþing tekur til starfa
í febrúar. Völvan sér það fara vel af stað en fljót-
lega slær harkalega í brýnu milli Þorvaldar Gylfa-
sonar annars vegar og hins vegar Péturs Gunn-
laugssonar útvarpsmanns. Völvan sér þessa
deilu taka mikið pláss í fjölmiðlum í fáeina daga
en í kjölfarið hverfur Pétur í skuggann og líklega
af stjórnlagaþinginu með nokkurri smán.
Fyrir utan þetta upphlaup sér völvan frið
og einingu um starf stjórnlagaþingsins og mun
ríkja útbreidd sátt um tillögur þess þegar þær líta
dagsins ljós. Þar veldur helst deilum tillagan um
að aðskilja ríki og kirkju og munu margir vilja
setja málið í þjóðaratkvæði en völvan sér það
samt ekki gerast á nýju ári.
Áfram deilt um ESB
Völvan sér áframhaldandi þvarg um inngöngu
Íslendinga í ESB. Eftir því sem líður á árið harðna
deilurnar enda kemur sífellt betur í ljós að Ís-
lendingum mun bjóðast allhagstæður samn-
ingur. Á síðustu mánuðum ársins verður gerð
skoðanakönnun sem sýnir meirihlutastuðning
við inngöngu og þá fyrst hitnar í kolunum. Mál-
flutningur andstæðinga ESB veldur talsverðri
hneykslun þegar þeir í örvæntingu ráðast per-
sónulega gegn ráðherrum og bera þeim á brýn
að hafa þegið mútur. Völvan sér málið áfram í
brennidepli út árið án þess að lausn sjáist.
Tvö eldgos
Völvan sér eldgos á nýju ári og reyndar frekar
tvö frekar en eitt. Annað þeirra er Grímsvatna-
gos sem verður að mörgu leyti „hefðbundið“ gos
eins og þau gerast á þeim slóðum. Fremur stutt
gos undir jökli og í kjölfarið fylgir hlaup undan
Skeiðarárjökli sem verður í minna lagi.
Hitt gosið er mun óvenjulegra en það verður
norðan Vatnajökuls, ekki langt frá Herðubreið.
Þetta gos vekur mikla athygli jarðvísindamanna
um heim allan því um er að ræða svokallað
dyngjugos sem ekki hafa áður orðið á söguleg-
um tíma.
Gosið hefst seint á árinu og völvan sér það
standa til áramóta og halda áfram en dyngjugos
geta staðið árum saman. Lítið sem ekkert ösku-
fall verður í fyrra gosinu og í því seinna koma
engin laus gosefni upp á yfirborðið heldur ein-
ungis hraun.
Mývatn lekur í jarðskjálftum og
Blönduvirkjun stöðvast
Jarðskjálftar halda áfram á nýju ári og sérstak-
lega eru skjálftarnir á Arnarvatnsheiði og þar í
nágrenni vísindamönnum ráðgáta. Um mitt ár
verður vart við breytingar á landslagi í tengsl-
um við skjálftana og völvan sér Blönduvirkjun
í hálfgerðu uppnámi vegna þessa þegar landris
verður nálægt lóni virkjunarinnar sem veldur
skemmdum.
42 | Völvuspá 29. desember 2010 Áramótablað
Öróttur stríðshestur Össur Skarphéðinsson verður
látinn taka við stjórnartaumnum.
Hættir afskiptum af stjórnmálum Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir hættir í stjórnmálum af persónu-
legum ástæðum.
Fjöldauppsagnir og breytingar á útgáfu Staða
Ólafs Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins er ótrygg og
fjöldauppsagnir vofa yfir blaðamönnum.
Davíð í góðgerðastarfsemi Völvan sér Davíð sýna
á sér nýja og áður óþekkta mjúka hlið.
Réttarhöld yfir Geir Haarde Vitnisburður Geirs um andlegt ofbeldi vekur samúð.