Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 39
Kvikmyndir | 39Áramótablað 29. desember 2010 The Adventures Of Tintin: The Secret Of The Unicorn Leikstjóri: Steven Spielberg. Leikarar: Jamie Bell, Andy Serkis, Simon Pegg, Nick Frost, Daniel Craig. Frumsýning í BNA: 23. desember 2011 n Það bíða margir eftir Tinnamyndum þeirra Peters Jacksons og Stevens Spielbergs með mikilli óþreyju. Myndirnar verða tölvugerðar, myndaðar með svipaðri tækni og Gollrir úr Hringadróttinssögu og apinn stóri í King Kong og sér Weta um brellurnar. Spielberg mun leikstýra fyrstu myndinni, Jackson þeirri næstu og stefna þeir á að klára þá þriðju í sameiningu. Fyrsta myndin byggir á Krabbanum með gylltu klærnar, Leyndardómi Einhyrningsins og Fjársjóði Rögnvaldar rauða. Super 8 Leikstjóri: J.J. Abrams. Leikarar: Elle Fanning, Amanda Michalka, Kyle Chandler. Frumsýning í BNA: 10. júní 2011 n J.J. Abrams hefur ekkert viljað gefa upp um söguþráðinn, en hefur gefið til kynna að myndin verði í anda Sci-Fi-kvikmynda Stevens Spielbergs og fjalli á einhvern hátt um geimverur. Stikla fyrir myndina var gefin út síðasta sumar og sýndi þar lest frá Area 51 fara út af sporinu og óþekktar verur brjótast út úr einum vagninum. Transformers: Dark of the Moon Leikstjóri: Michael Bay. Leikarar: Shia LaBeouf, Rosie Huntington-Whiteley, Josh Duhamel, Tyrese Gibson, John Turturro, Frances McDormand, John Malkovich. Frumsýning í BNA: 1. júlí 2011 n Ævintýri vélmennanna halda áfram en Optimus Prime og komast að því að geimflaug frá heimaplánetu þeirra er að finna á tunglinu. Þá hefst kapphlaup við óvinaherinn til tunglsins. Michael Bay er enn í leikstjórasætinu og tekst vonandi betur upp nú en síðast. Djúpið Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson. Frumsýning: Ekki vitað. n Kvikmynd Baltasars Kormáks um afrek Guðlaugs Friðþórssonar, sem synti fimm kílómetra leið til lands í Heimey eftir skipskaða 1984. Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk Guðlaugs, en kvikmyndin er byggð á einleik Jóns Atla Jónassonar. The Adjustment Bureau Leikstjóri: George Nolfi. Leikarar: Matt Damon, Emily Blunt, Anthony Mackie. Frumsýning í BNA: 2011 n Gerð eftir sögu Philips K. Dick (Blade Runner, Minority Report) og hefur verið lýst sem Sci-Fi-rómans. Segir frá ástarævintýri stjórnmálamanns og ballerínu og undarleg- um öflum sem stía þeim í sundur. 127 hours Leikstjóri: Danny Boyle. Leikarar: James Franco, Amber Tamblyn, Kate Mara. Frumsýning: 18. febrúar 2011 n Fjallgöngumaður fær yfir sig grjóthnullung og festist í afskekktu gili í Utah þar sem enginn heyrir til hans og getur hann sig hvergi hrært. Þar er hann fastur svo dögum skiptir og þarf að beita örvænt- ingarfullum aðferðum til að lifa af. Byggt á sannri sögu fjallagarps- ins Arons Ralstons. James Franco hefur fengið stjörnudóma fyrir frammistöðu sína, og ekki getur skemmt fyrir að leikstjórinn sé sjálfur Danny Boyle. Water for Elephants Leikstjóri: Francis Lawrence. Leikarar: Robert Pattinson, Christoph Waltz, Reese Witherspoon. Frumsýning í BNA: 15. apríl 2011 n Byggð á sögulegri skáldsögu Söru Guen um dýralæknanema sem hættir námi til að slást í för með ferðasirkus. Harry Potter and the Deathly Hallows: Part II Leikstjóri: David Yates. Leikarar: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson, Ralph Fiennes, Alan Rickman, Helena Bonham Carter. Frumsýning: 15. júlí 2011 n Fyrri hlutinn var sýndur fyrir rúmum mánuði og gerði aðdáendur Harrys Potters rígspennta fyrir þessum seinni hluta. Green Lantern Leikstjóri: Martin Campbell. Leikarar: Ryan Reynolds, Mark Strong, Blake Lively, Peter Sarsgaard, Tim Robbins. Frumsýning í BNA: 17. júní 2011 n Enn ein kvikmyndin um ofurhetju, og önnur tveggja þetta árið sem kennir sig við grænan lit. Hún er byggð á teiknimyndasögu sem fyrst hóf göngu sína fyrir 70 árum og fjallar um ungan mann, Hal Jordan (Ryan Reynolds), sem er fyrsti jarðarbúinn til að ganga til liðs við alheimsofurhetjusveit. Leikstjórinn er Martin Campbell en hann er einna þekktastur fyrir að hafa gert tvær frambærilegustu James Bond kvikmyndir síðustu ára, GoldenEye og Casino Royale. Thor Leikstjóri: Kenneth Branagh. Leikarar: Chris Hemsworth, Natalie Portman, Anthony Hopkins. Frumsýning í BNA: 6. maí 2011 n Þrumuguðinn Þór er gerður útlægur úr Ásgarði og þarf hann að lifa meðal manna. Þar verður hann fljótt einn af verndurum mannkyns og berst gegn illum öflum. Þessi mynd er byggð á tæplega 50 ára gömlum teiknimyndasögum Stans Lee og Jacks Kirbys, en hún hefur verið í svokölluðu framleiðsluhelvíti um nokkurra ára skeið og lengi leit út fyrir að ekkert yrði af gerð hennar. Loks tók leikarinn og Shakespeare-leikstjórinn Kenneth Branagh myndina að sér og Chris Hemsworth var ráðinn í hlutverk þrumuguðsins. The Green Hornet Leikstjóri: Michel Gondry. Leikarar: Seth Rogen, Cameron Diaz, Edward James Olmos, Edward Furlong, Tom Wilkinson. Frumsýning: 21. janúar 2011 n Kvikmyndin The Green Hornet verður nú loks að veruleika en reynt hefur verið að gera kvikmynd eftir samnefndum sjónvarpsþáttum í nokkur ár. Lengi stóð til að Kevin Smith myndi leikstýra myndinni en svo fór ekki og því situr hinn hæfileikaríki Michel Gondry í leikstjóra- stólnum. Hann á að baki myndir á borð við Eternal Sunshine of the Spotless Mind, The Science of Sleep og Be Kind Rewind auk margra tónlistarmyndbanda Bjarkar. Black Swan Leikstjóri: Darren Aronofsky. Leikarar: Natalie Portman, Vincent Cassel, Mila Kunis. Frumsýning: 4. febrúar 2011 n Nýjasta myndin frá leikstjóra Requiem for a Dream og The Wrestler. Segir frá átakanlegri baráttu ballettdansara við varaskeifu sína. Hefur verið tilnefnd til fjögurra Golden Globe verðlauna, m.a. fyrir leik Natalie Portman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.