Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 29. desember 2010 Áramótablað
„Er dómskerfið bara fyrir suma og
hafa börn útrásarvíkinga verið yf-
irheyrð eða eignir þeirra haldlagð-
ar?“ spyr maður sem bíður þess
hvort hann verði ákærður fyrir
fjölmörg skemmdarverk á eigum
útrásarvíkinga með því að sletta
rauðri málningu á bæði bíla og hús
í þeirra eigu. Myndir af skemmd-
arverkunum voru sendar fjölmiðl-
um af manni sem kallaði sig Skap-
Ofsa. Meðal skemmdarverka sem
SkapOfsi vann var að ata Humm-
er -jeppa Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar, sem stóð á bílaplani við
Höfðabakka, rauðri málningu.
Maðurinn sem er grunaður er
iðnaðarmaður á fertugsaldri. Hann
vill ekki koma fram undir nafni, en
neitar allri sök í málinu og segist
ekki vera SkapOfsi sjálfur. „Ég velti
því fyrir mér hvort mál grunaðra
mótmælenda og aktívista hafi for-
gang í íslenska réttarkerfinu,“ segir
maðurinn.
Bæði Steingrímur Wernersson
og Hreiðar Már Sigurðsson, sem
urðu fyrir barðinu á SkapOfsa, hafa
stefnt manninum sem um ræðir og
krafist milljóna króna í bætur. Mað-
urinn segir Steingrím fara fram á
þrjár milljónir króna auk „sértækr-
ar refsingar,“ eins og það er orð-
að. Hreiðar Már krefst 1,5 milljóna
króna. Rauðri málningu var slett á
einbýlishús þeirra beggja. Ekki hef-
ur náðst í Hreiðar og Steingrím, né
í lögmenn þeirra til þess að fá þetta
staðfest. Enskumælandi eiginkona
Steingríms svaraði í síma hans
og sagði hann ekki vilja ræða við
blaðamenn.
Lögðu hald á vélhjól
Hinn grunaði var handtekinn í
byrjun þessa árs og er mjög ósátt-
ur við aðfarir lögreglu við hand-
tökuna. „Þann 15. janúar brutu átta
öskrandi lögreglumenn sér leið inn
til mín, vopnaðir kylfum og hand-
tóku mig harkalega að viðstöddum
ungum syni mínum.“
Hann segir lögreglu hafa farið
með son sinn á neðri hæð húsnæð-
isins þar sem hann var handtek-
inn „og yfirheyrðu mig þar í algjöru
óleyfi og án aðkomu barnaverndar-
nefndar. Síðan lögðu þeir hald á bif-
reiðina mína, tölvur, myndavélar og
mótorhjól í sex mánuði.“
Hinn meinti SkapOfsi segir hugs-
anlega ákæru og komandi réttar-
höld yfir sér vera erfiða tilhugsun.
„Það er alveg ömurlegt fyrir mig og
mína nánustu að þurfa að standa
frammi fyrir þessu og það litla sem
maður hefur ekki tapað við efna-
hagshrunið þarf maður ef til vill að
horfa upp á að hverfi í vasa mann-
anna sem knésettu þjóðina. Það
væri svo sem eftir öðru.“
En fyrst hinn grunaði þvertek-
ur fyrir að vera hinn raunverulegi
SkapOfsi, hvaða álit hefur hann þá
á hinum dularfulla SkapOfsa? „Er
SkapOfsi ekki bara að mótmæla á
sinn hátt? Eftir allt sem á undan er
gengið get ég ekki betur séð en að
hann hafi verið að tjá hug sinn um
það sem á okkur hefur verið lagt.
Málningaslettur eru táknræn mót-
mæli.“
Hann segir að auðmönnum hafi
aldrei verið hætta búin þrátt fyr-
ir skemmdarverkin. „Bjuggu þess-
ir menn ekki allir erlendis á þess-
um tíma og húsin því væntanlega
mannlaus?“
Rannsókn lokið
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmað-
ur rannsóknardeildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, gat ekki veitt
DV upplýsingar um stöðu málsins
og vísaði á Karl Inga Vilbergsson sak-
sóknara hjá ákærusviði lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu. Karl Ingi segir
að ekki hafi verið tekin ákvörðun um
hvort sá sem er grunaður um að vera
SkapOfsi verði ákærður. „Rannsókn á
málinu er lokið og það bíður ákvörð-
unar um saksókn. Það má vænta þess
að það liggi fyrir ákvörðun í janúar,“
segir Karl Ingi.
Aðspurður um hvort lögreglan
hafi sterk sönnunargögn gegn mann-
inum sem liggur undir grun, vill Karl
Ingi lítið um það segja. Hann vill
heldur ekki tilgreina hvaða sönnun-
argögn lögreglan hefur og segir að-
eins: „Það eru einhver gögn í þessu.“
Verði meintur SkapOfsi ákærður,
verður það fyrir skemmdarverk. Karl
Ingi segir hins vegar allt of snemmt
að segja til um hvaða refsingu hinn
grunaði gæti fengið verði hann fund-
inn sekur.
n Auðmenn heimta milljónir af meintum SkapOfsa n Bíður ákvörðunar
ákæruvaldsins n Hinn grunaði neitar því að vera SkapOfsi sjálfur
„Ömurlegt fyrir mig
og mína nánustu“
„Er SkapOfsi ekki
bara að mótmæla
á sinn hátt? Eftir allt sem
á undan er gengið get ég
ekki betur séð en að hann
hafi verið að tjá hug sinn
um það sem á okkur hef-
ur verið lagt.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Verk SkapOfsa Hummer-jeppi
Björgólfs Thors Björgólfssonar stóð
á bílaplani á Höfðabakka. Hann var
ataður rauðri málningu.
101 gæðastund
suðrænir smáréttir – allir drykkir á hálfvirði
frá kl. 17.00 til 19.00 alla daga
hverfisgata 10
sími. 5800 101
101hotel@101hotel.is
www.101hotel.is
Maður á sextugsaldri vann 75 milljónir:
„Ætla að halda
þessu fyrir mig“
Spenna var í loftinu á skrifstofu
Happdrættis Háskóla Íslands þegar
hringt var í heppinn miðaeiganda
sem hlaut 75 milljóna króna vinning
í jólaútdrætti happdrættisins. Marg-
ar tilraunir þurfti til að ná í manninn
þar sem sími hans var á tali. Vinn-
ingshafinn, karlmaður á sextugs-
aldri, trúði ekki sínum eigin eyrum
þegar honum var tilkynnt að hann
væri vinningshafinn. „Það er voða
erfitt, ég held að það sé voða erfitt
skal ég segja þér, að lýsa því hvernig
viðbrögðin eru. Maður er ekkert al-
veg búinn að átta sig á þessu,“ sagði
maðurinn þegar DV fékk að ræða við
hann í síma.
Maðurinn sagðist einnig ætla
að fara aðra leið en aðrir sem hafa
unnið stóra happdrættisvinninga
í gegnum tíðina og fara vel með
peninginn. „Þeir verða fátækir eftir
á, þeir fara ekki nógu vel með það
sem þeir fá,“ segir hann. „Neinei,
það veit enginn um þetta, ég ætla að
halda þessu fyrir mig,“ sagði hann
aðspurður hvort hann væri með ein-
hvern hjá sér til að fagna tíðindun-
um með sér.
Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri
Happdrættis Háskóla Íslands, sagði
eftir símtalið að hún hafi ekki alveg
vitað hvor hafi verið stressaðri, hún
eða vinningshafinn, á meðan á sím-
talinu stóð. „Þetta kemst örugglega
upp í vana,“ sagði hún. „Þetta er
alveg rosalegur peningur, en hann
var einmitt að segja mér að þau voru
fyrir tveimur dögum að tala um hvað
myndi gerast ef að þau fengju 75
milljónir.“
Vinningurinn verður lagður inn
á bankareiknings vinningshafans.
Það verður þó ekki fyrr en á nýju ári,
en eins og Bryndís sagði við hann,
þá getur hann strax farið að ráðstafa
vinningnum í huganum. Vinningur-
inn er skattfrjáls með öllu og verður
greiddur óskiptur, í beinhörðum
peningum, inn á reikning vinnings-
hafans. Lífi mannsins hefur óneitan-
lega verið umturnað með þessu eina
símtali.
adalsteinn@dv.is
Símtalið Bryndís Hrafnkelsdóttir sést
hér ræða við vinningshafann heppna.