Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 56
...fyrir 100 árum Miðvikudaginn 29. desember 201056 V Í S I R árið 1910 - 1918 Kemur út virka daga kl. 11 árdegis 6 blöð (að minsta kosti) til jóla. Kosta áskrifendur 15 au. – Einstök 3 au. Afgreiðsla í Bárubúð. Opn kl. 11 árd. Til kl. 3 síðd. 14. desember 1910 Er að þreifa fyrir sjer, hvort tiltök sjeu að stofna hjer dagblað. Dagblaðið ætti aðallega að vera sannort frjettablað, en laust við að taka þátt í deilumálum. Vísir óskar stuðnings sem flestra og leiðbeiningar um það, sem vanta þykir. Lesari góður, viljið þjer hugsa um blaðið og láta það vita um tillögur yðar. Í gær. 14. desember 1910 Austanpóstur kom í gærkveldi. Enginn giftur, dáinn eða jarðsung- inn í bænum. Skipaferðir engar. Utan af landi. Silfurbergsnámana á Ökrum hafa Frakkar keypt fyrir 5000 krónur. Farist hefir nýlega, fyrir Keldun- úpsfjöru eystra, þýskt botnvörpuskip. »Gustav Ober« frá Bremerhaven. All- ir menn hafa druknað. Skipsbát og eitt lík rak. Strandaður er og annar botn- vörpungur uppi í Skaftárósi, sá var enskur og hjet »Tugela«, um mann- björg er óvíst. Talið er líklegt að þriðji botnvörpung- urinn »Berlin«, þýskur, hafi og farist. Hann hefir ekki komið fram lengi. Af íþróttavellinum. Vígslan. 13. júní 1911 Íþróttavöllur Reykvíkinga er allmikið umgirt svæði suðvestur af kirkjugarðinum. Völlurinn var vígður á sunnudaginn var og hófst sú athöfn kl. 4 síðdegis. Múgur og margmenni streymdi inn í girðinguna; Innarlega á vellin- um var pallur með fánastöngum umhverfis. Þar voru íþróttirnar sýnd- ar. Bekkir voru í boga fyrir pallinum norðanverðum sátu þar ýmsir áhorfendur, en aðrir stóðu sem þykk- ast alt um kring. 17. júní 1911 Kl. 8 1/2 árd. Minningarhátíð í mentaskólanum. Kl. 9 1/2 árd. Guðþjónusta í dóm- kirkjunni. Kl. 10 árd. Iðnsýningin opnuð fyrir boðsgesti. Kl. 12. á hád. Iðnsýningin opnuð fyrir almenning. (Inngangur 50 aura fullorðna 25 au. börn.) Lokuð meðan skrúðgangan stendur yfir. Kl. 12 á hád. Háskóli Íslands sett- ur í Alþingishúsinu. Aðeins boðsfólk getur komist þar að. Kl. 1 1/2 síðd. Skrúðganga hefst frá Austurvelli um Kirkjustræti og Suðurgötu og aftur um Tjarnargötu, Vonarstræti og Templarasund að Aust- urvelli. Í kirkjugarðinn verða lagðir blóm- sveigar á leiði Jóns Sigurðssonar. Eftir skrúð- gönguna flytur Jón Sagnfræðingur erindi af Al- þingishússvölunum. Kl. 4 síðd. Minningarathöfn Bók- mentafjelagsins hefst. Kl. 5 síðd. íþróttamótið sett á íþróttavellinum. Kl. 9 síðd. Samsæti á Hotel Reykjavík (studentar), Iðnaðarmannahúsinu og Goodtempl- arahúsinu. 2. ágúst 1914 Kaupmannahöfn í gær. Allur Rússaher og Austurríkismanna hervæðist. Þjóðverjar tilbúnir að grípa til vopna. Holland, Belgía og Danmörk auka mjög hervarnir sínar. Kaupmannahöfn í gær. Danir hafa kallað saman allan her sinn, en lýsa jafnframt yfir hlutleysi sínu í ófriði. Jean Jaurés friðarvinurinn var myrtur í gær í París. (Sjá 2. síðu.) Ríkisráðsfundur var haldinn í Danmörku í dag. Samþykt að bæta 1300 manns af stórskotaliði á hervirkin og 1400 manns á flotann. Lundúnum í gær. Englandsbanki hefur í dag hækkað forvexti sína úr 8% upp í 10%. (Aðrir bank- ar þar hafa hærri vexti.) Ófriðarlok Vopnahlé samið. Stjórnarbylting í Þýskalandi. 17. nóvember 1918 Þau stórtíðindi hafa nú gerst, að Þjóðverj- ar hafa samið vopnahlé við bandamenn og með því má í raun og veru telja, að ófriðnum sé lokið, en þegar vopnahléð var samið hafði hann staðið yfir í 4 ár og rúma þrjá mánuði. Vopnahléð var samið 11. nóvember og eru óljósar fregnir af því, hvernig þeir samningar komust í kring. Sagt var frá því í loftskeytum í síðasta blaði, að bandamenn hefðu ákveðið vopnahlésskilyrðin, og var það þegar tilkynt Þjóðverjum og Foch, yfir- hershöfðingja bandamanna, falið að semja við þá. 1811 – 17. JÚNÍ – 1911 Minni Jóns Sigurðssonar á hundrað ára afmæli hans. Símfrjettir. 17. júní 1911 Nýjustu frjettir. 16. desember 1910 Jarðarför Jóh. Skósmiðs Jóhannsson- ar, Vg. 38, fer fram á morgun. Bæjarstjórnarfundur var haldinn í gær kveldi og stóð til kl. 2 ½ í morgun. Rif- ist um bæjarverkfræðing o. fl. Nánar næst. Bruna á Kjalarnesi þóttust einhverjir sjá laust fyrir miðnætti. Vísir símaði að Esjubergi, en þar var ekkert kunn- ugt um hann. 17. júní í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.