Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 29
Erlendur annáll | 29Áramótablað 29. desember 2010 Óblíð náttúra Fyndnar myndir Dýrin í fréttum Magnaðar myndir Átök og mótmæli Fólkið á árinu Bestu ljósmyndir ársins 2010 SAAB-eigendur styðja málstaðinn Eigendur SAAB-bifreiða söfnuðust saman í hollenska bænum Muiden, en þar er að finna SAAB-verksmiðju. Eftir að bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler, sem var eigandi SAAB, varð gjaldþrota var óvíst hvort verksmiðjur SAAB yrðu reknar áfram. Sleppur ekki Þessi rússneski mómælandi á ekki von á góðu þar sem lögreglan hefur umkringt hann eftir mótmælafund í Moskvu sem stuðnings- menn Garrí Kasparovs stóðu fyrir. „Hlustið á reiði fólksins“ Fáir kunna að mótmæla betur en Frakkar. Mikil mótmælahrina gekk yfir landið í október vegna breytinga á eftirlauna- aldri, sem voru að lokum samþykktar. Lagst á teinana Þessir þýsku mótmælendur lögðust á lestarteina við smábæinn Harlingen. Voru þeir að mótmæla áframhaldandi rekstri á kjarnorkuverum í Þýskalandi en þeim var tryggður rekstur til 2020 á árinu. Grikkir vilja ekki AGS Orðsending grísks mótmælanda til Alþjóðagjald- eyrissjóðsins um að hypja sig á brott. Grikkir þurftu að taka neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árinu og horfa þeir fram á gífurlegan niðurskurð og efnahagskreppu. Alþýðlegur forsætisráðherra Nýr forsætisráðherra Bretlands, David Cameron úr Íhaldsflokknum, sést hér gæða sér á pylsu ásamt Michael Bloomberg, borgarstjóra New York. Brown kveður Downingstræti Eftir kosningar í Bretlandi í maí var ljóst að nýr forsætisráðherra myndi setjast að í Downingstræti 10. Hér sést Gordon Brown yfirgefa ráðherrabústaðinn ásamt fjölskyldu sinni. Elst í heimi og drekkur vodka Antisa Kvhichava frá Georgíu er hugsan- lega elsta manneskja allra tíma. Hún segist vera fædd árið 1880, sem gerir hana 130 ára gamla. Hér gæðir hún sér á vodka úr staupi. Prinsinn staðfestir trúlofun Vilhjálmur Bretaprins staðfesti í nóvember að hann og unnusta hans, Kate Middleton, væru trúlofuð. Hlaut trúlofunin mikla athygli en þau munu binda hnútinn næsta sumar. ESB útundan Hér sést kampakátur Barack Obama ráða ráðum sínum með þjóðarleiðtogum Evrópuríkja. Forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, Herman von Rompuy, virðist þó vera í skammarkróknum og fær ekki að vera með. Maðurinn getur flogið Það er engu líkara en þessi skíðastökkvari í Innsbrück í Austurríki sé fljúgandi í átt að borginni. Jörðin opnast Íbúum smábæjarins Schmalkalden í Thüringen í Þýskalandi brá heldur betur í brún þegar þessi risastóra hola myndaðist í bænum, án nokkurs fyrirvara. Lest lendir á rútu Á þessari mynd má sjá leifarnar af rútu sem stað- næmdist á lestarteinum í Úkraínu. Alls létust 40 manns við áreksturinn en talið er að bílstjóri rútunnar hafi verið ölvaður. Olían brennd Mexíkóflói var vel mettaður af olíu eftir eitt alvarleg- asta umhverfisslys síðari tíma þegar borpallur BP sprakk í apríl. Reynt var að brenna olíuna sem leitaði upp á yfirborðið. Magnaðar eldingar Þessi brynvarði bíll þýskra hermanna lenti í eldingaregni nálægt Kandahar í Afganistan. Vonandi var eldingarvari á bílnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.