Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 21
Fréttir | 21Áramótablað 29. desember 2010 FLEYGUSTU UMMÆLIN 2010 Apríl 2010 - Stefna slitastjórnar Glitnis Hótanir Jóns Ásgeirs „Þetta eru málin nenni ekki að bögga ykkur á hverjum degi með þessu enda ætlast ég til að CEO þessara félaga vinni sín mál ef við komum þessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður GLB.“ n Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og þáverandi stjórnarformaður FL Group, sendi tölvupósta til Lárusar Welding sumarið 2008 þar sem hann ýtti á eftir því að gengið yrði frá milljarða króna fjármögnun á viðskiptum með hlutabréf í bresku skartgripakeðjunni Aurum. Slitastjórn Glitnis telur að þessi tölvupóstur, og fleiri frá Jóni Ásgeiri, renni stoðum undir að hann hafi verið skuggastjórnandi hjá Glitni. Maí 2010 - ÍNN Ólöf og skýrslan „Þessi rannsóknarskýrsla og þetta allt saman er að þvælast eitthvað fyrir okkur tímabundið.“ n Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, tjáði sig um rannsóknarskýrsl- una og framtíðarsýn sína á sjónvarps- stöðinni ÍNN í maí, rétt eftir útgáfu skýrslunnar. Nóvember 2010 - DV Gunnar eins og Clooney „Hann er svo myndarlegur þessi maður. Það er hans stærsta vandamál hvað hann er mynd- arlegur. Hann er eins og George Clooney. “ n Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars í Krossinum, tjáði sig um eiginmann sinn í samtali við DV. Nokkrar konur höfðu stigið fram og ásakað Gunnar um kynferðislega áreitni. Flestar ávirðingarnar á hendur Gunnari snérust um að hann hefði áreitt stúlkurnar þegar þær voru ungar að aldri. Jónína var hins vegar með svör á reiðum höndum um ástæðurnar fyrir ásökununum. Apríl 2010 - DV Að ræna þjóð „Stundum er vitnað í bókartitilinn „The Best Way to Rob a Bank is to Own One“ (Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann). Það mætti ef til vill orða þetta svo að leiðin til að ræna þjóð sé að eiga banka.“ n Rannsóknardómarinn Eva Joly sagði í viðtali við DV að íslenska þjóðin hefði verið rænd af eigendum bankanna. Þar lék hún sér með fræg orð sem bandaríski fræðimaðurinn William Black notaði meðal annars sem titil á eina af bókum sínum um fjármálamisferli, The Best Way to Rob a Bank is to Own One. Joly var afar áberandi í þjóðmálaum- ræðunni þar til hún skyndilega sagði af sér sem ráðgjafi sérstaks saksóknara síðla árs. Júní 2010 - DV Al-Thani viðskiptin bull „Þegar ég var búinn að sjá þetta bull allt saman þá missti ég algerlega trú á bankanum og þá ákvað ég að selja öll mín hlutabréf og allt sem ég á í bankanum...“ n Halldór Bjarkar Lúðvígsson, starfsmað- ur Kaupþings, var yfirheyrður hjá embætti sérstaks saksóknara í tengslum við rannsóknina á málefnum Kaupþings. DV greindi frá yfirheyrslunni þar sem Halldór Bjarkar sagði meðal annars að hann hefði selt allt sem hann átti í bankanum í kjölfarið á Al-Thani-viðskiptunum sem hann kallaði bull. Apríl 2010 - Rannsóknarskýrsla Alþingis Sigurður launalági „Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág. Það er nefnilega þannig.“ n Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagðist hafa verið með lág laun hjá Kaupþingi í viðtali við rannsóknarnefnd Alþingis. Sigurður var með um 140 milljónir króna í árslaun hjá Kaupþingi árið 2007, eða um 12 milljónir króna á mánuði. Ofan á þessi laun bættust svo bónusar og starfstengd fríðindi. Launin Sigurðar ein og sér voru um 12 sinnum hærri en laun forsætisráðherra Íslands. Samt taldi Sigurður sig hafa fengið lág laun. Júní 2010 - DV Hraði Björ- gólfs Thors „Ég réð ekki við hrað- ann.“ n Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Landsbankans, viðurkenndi í viðtali við DV að hann hefði farið offari í viðskipta- lífinu á árunum fyrir hrunið. Hann sagðist ekki hafa ráðið við hraðann sem einkenndi viðskiptalífið á þessum árum og að hann hefði misst yfirsýnina yfir umsvif sín. Júní 2010-DV Velgengni Hraðbrautar „Þetta er búið að ganga ákaflega vel hjá okkur.“ n Ólafur Johnson, eigandi og skólastjóri Menntaskólans Hraðbraut- ar, þegar DV ræddi við hann um tugmilljóna arðgreiðslur sem hann hafði tekið út úr skólanum á síðustu árum. Ríkisendurskoðun skoðaði bókhald Hraðbrautar og komst að raun um arðgreiðslurnar og lánveitingarnar í kjölfarið. Við rannsóknina kom í ljós að um 50 prósent lægra hlutfall af tekjum skólans hafði farið í launagreiðslur til kennaranna sem kvartað höfðu sáran undan því að vera á lægri launum en gert er ráð fyrir í kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Nóvember 2010 - Kastljós RÚV Lofaði að svíkja loforðin „Ef einhver hefur kosið mig út á það, haldið að ég myndi einhvern veginn redda málum, þá verð ég að biðjast afsökunar á því... Ég sagði líka að ég myndi svíkja öll loforð.“ n Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, lofaði því í kosninga- baráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningar á árinu að hækka ekki útsvar. Hann lofaði einnig ókeypis handklæðum í sundlaugar, en sveik það og stytti opnunartíma sundlaug- anna. Hann var spurður út í þessi kosningaloforð sín í Kastljósinu og vísaði Jón þá til þess að hann hefði einnig lofað að svíkja öll loforð sín. Jón getur því alltaf falið sig á bak við það kosningaloforð sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.