Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 24
24 | Erlendur annáll 29. desember 2010 Áramótablað ist þess að hann verði handsam- aður og jafnvel líflátinn. Nú bíður Assange réttarhalda í Bretlandi, þar sem skorið verður úr um hvort hann verði framseldur til Svíþjóðar þar sem hann er sakaður um kyn- ferðisbrot. Bradleys Mannings bíða einnig réttarhöld, en hann mun að öllum líkindum verða dæmdur fyrir landráð. Desember 10. desember Liu Xiaobo hlýtur friðarverðlaun Nóbels Á konunglegri verðlaunaathöfn í Osló stóð stóll Lius Xiaobos auður, en hann er handhafi friðarverð- launa Nóbels árið 2010. Liu Xiaobo situr sem fastast í fangelsi í Kína, dæmdur fyrir niðurrifsstarfsemi gegn ríkinu. Hans helsti glæpur er að hafa krafist tjáningarfrelsis. Kín- versk stjórnvöld settu mikinn þrýst- ing á helstu bandamenn sína að sniðganga athöfnina og urðu 19 ríki við því. Mikill viðbúnaður var auk þess í helstu borgum í Kína og var lokað fyrir fréttaflutning erlendra miðla daginn sem athöfnin fór fram. Xiaobo er fyrsti friðarverðlaunahaf- inn sem er fjarverandi við athöfnina síðan nasistar komu í veg fyrir að þýski blaðamaðurinn Carl von Oss- ietzky gæti tekið við verðlaununum árið 1935. 14. desember Silvio Berlusconi verst falli Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, náði að standa af sér vantrauststillögu á ítalska þing- inu með miklum naumindum. Alls studdu tillöguna 311 þingmenn, en 314 vörðu ríkisstjórn Berluscon- is. Ríkisstjórnin stendur þrátt fyrir það höllum fæti eftir að samstarfs- maður Berlusconis til margra ára, Gianfranco Fini, sagði sig úr henni og stofnaði sinn eigin flokk. Líklega verða haldnar kosningar á næsta ári sem munu skera úr um framtíð glaumgosans frá Sardiníu, sem hef- ur verið áberandi í fjölmiðlum á ár- inu vegna sífelldra kynlífshneyksla. Hann kippti sér lítið upp við úrslit vantrauststillögunnar og sagði ein- faldlega: „Tutto bene!“ Þeir sem kvöddu á árinu 2010 11. janúar lést franski leikstjórinn Éric Rohmer, fæddur 1920. Hann var einn þekktasti leikstjóri frönsku nýbylgjunnar. 22. janúar lést breska leikkonan Jean Simmons, fædd 1929. Hún átti sitt gullaldartímabil á 5. og 6. áratug síðustu aldar og hlaut óskarsverðlaun árið 1969. 27. janúar lést bandaríski rithöfundurinn J. D. Salinger, fæddur 1919. Hann öðlaðist heimsfrægð fyrir skáldsöguna Bjargvættinn í grasinu sem kom út árið 1951. 10. febrúar lést bandaríski stjórnmálamaðurinn Charlie Wilson, fæddur 1933. Hann varð frægur fyrir að styðja Afgana í stríði þeirra við Sovétmenn á 9. áratug síðustu aldar. 11. febrúar lést breski tískuhönnuðurinn Alexander McQueen, fæddur 1969. Hann var risi í tískuiðnaðinum en ákvað að svipta sig lífi. 10. mars lést kanadíski leikarinn Corey Haim, fæddur 1971. Haim var einstaklega vinsæll á 9. áratug síðustu aldar ásamt vini sínum Corey Feldman. 8. apríl lést breski þúsundþjalasmiðurinn Malcolm McLaren. Hann lét víða til sín taka en verður sennilega minnst fyrir að hafa verið umboðsmaður pönksveitarinnar Sex Pistols. 10. apríl lést forseti Póllands, Lech Kaczyñski, fæddur 1949. Kaczyñski lést í flugslysi ásamt áhöfn og farþegum forsetaflugvélarinnar sem var á leið í minningarathöfn í Smolensk í Rússlandi. 19. apríl lést bandaríski rapparinn Guru, fæddur 1969. Guru var einn af frumkvöðlunum í svokölluðu bófarappi. 21. apríl lést spænski íþróttafrömuðurinn Juan Antonio Samaranch, fæddur 1920. Hann var forseti Ólympíusambandsins lengst allra frá upphafi, frá 1980 til 2001. 9. maí lést bandaríska leik- og söngkonan Lena Horne, fædd 1917. Horne vann til fjölda verðlauna á ferlinum og var einnig þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttindum minnihlutahópa. 29. maí lést bandaríski leikarinn Dennis Hopper, fæddur 1936. Hopper átti langan og farsælan feril sem leikari og leikstýrði einnig hinni byltingarkenndu kvikmynd Easy Rider 18. júní lést portúgalski rithöfundurinn José Saramago, fæddur 1922. Vegna trúleysis var hann umdeildur meðal hinnar kaþólsku portúgölsku þjóðar. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1998. 19. júní lést súdanski körfuknattleiksmaðurinn Manute Bol, fæddur 1962. Eftir körfuknattleiksferil sinn barðist Bol ötullega fyrir mannréttindum í Súdan. 12. júní lést bandaríski myndasöguhöfundurinn Harvey Pekar, fæddur 1939. Um Pekar var gerð kvikmyndin American Splendor, en hann gerði einnig samnefndar myndasögur. 29. september lést bandaríski leikarinn Tony Curtis, fæddur 1925. Curtis lék í yfir 60 kvikmyndum, meðal annars Some Like It Hot ásamt Jack Lemmon og Marilyn Monroe. 10. október lést bandaríski sálarsöngvarinn Solomon Burke, fæddur 1940. Hann hafði gífurleg áhrif á tónlistarsöguna og er þekktastur fyrir lagið Everybody Needs Somebody (To Love). 27. október lést argentínski stjórnmálamaðurinn Néstor Kirchner, fæddur 1950. Hann var forseti Argentínu 2003 til 2007. 28. október lést grænlenski stjórnmálamaðurinn Jonathan Motzfeldt, fæddur 1938. Hann var fyrsti forsætisráðherra Grænlands. 2. nóvember lést rússneski hljómsveitarstjórnandinn Rúdolf Barshai, fæddur 1924. Einn frægasti útsetjari verka Prokoffév og Sjostakovits. 28. nóvember lést kanadíski leikarinn Leslie Nielsen, fæddur 1926. Hann var einstaklega virkur á ferli sínum en öðlaðist ekki heimsfrægð fyrr en hann sneri sér að leik í grínmyndum á borð við Airplane og Naked Gun. 13. desember lést bandaríski erindrekinn Richard Holbrooke, fæddur 1941. Hann, ásamt Carl Bildt, samdi um frið á Balkanskaga á 10. áratug síðustu aldar. 15. desember lést bandaríski leikstjórinn Blake Edwards, fæddur 1922. Hann leikstýrði fjölda mynda en þekktastar eru myndirnar um bleika pardusinn. 17. desember lést bandaríski tónlistarmaðurinn Captain Beefheart, réttu nafni Don van Vliet, fæddur 1941. Hann fór sínar eigin leiðir í tónlist og naut virðingar fjölda tónlistarmanna. Lech Kaczyñski Blake Edwards Jonathan Motzfeldt Manute Bol Tómur stóll Handhafi friðarverðlauna Nóbels situr í fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.