Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 44
Í Gjástykki og þar í grennd gengur á með miklum skjálftum á nýju ári. Engin eldsumbrot verða en völvan sér gjá opnast á botni Mývatns og vatn rennur þar niður í stórum stíl og dreg- ur úr rennsli Laxár í kjölfarið. Yfirborð vatnsins lækkar og menn óttast áhrifin á ferðamanna- straum en alger örtröð verður af ferðamönnum við vatnið vegna þessa. Hætt við jarðgöng undir Vaðlaheiði Í upphafi nýs árs verður tilkynnt að vinna við gerð Vaðlaheiðarganga eigi að hefjast á nýja ár- inu. Þau áform verða að engu þegar uppvíst verður um meint mútumál sem tengist gerð ganganna. Inn í málið dragast verktakar fyrir norðan og einn af þingmönnum kjördæmisins og fyrrverandi ráðherra. Í kjölfarið verða áform- in um Vaðlaheiðargöng lögð til hliðar. Jón Gnarr Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, mun ítrek- að koma borgarbúum á óvart á nýju ári. Til þess beitir Jón einkum undarlegri framkomu í við- tölum og sérkennilegum yfirlýsingum. Hann móðgar erlendan sendimann svo heiftarlega snemma árs 2011 að utanríkisráðuneytið neyð- ist til að ganga í málið. Vinsældir Jóns meðal borgarbúa haldast miklar en óþol pólitískra andstæðinga hans vex jafnt og þétt. Völvan sér á miðju sumri koma upp mál þar sem hriktir í samstarfi Besta flokksins og Sam- fylkingarinnar þegar einn fulltrúa Besta, Einar Örn Benediktsson, gagnrýnir Dag B. Eggerts- son mjög harkalega. Þá mun Jón enn einu sinni koma á óvart með frumlegri aðferð við lausn málsins og tekur afstöðu með Degi gegn Einari. Nokkurt uppnám verður síðla árs þegar hinn sami Einar Örn stendur upp úr stól sínum, yfir- gefur borgarmálin og flytur úr landi. Erfiðlega gengur að finna eftirmann hans því varamenn Besta flokksins reynast vera tregir til þess að taka verkið að sér. Völvan sér Ólaf F. Magnússon, lækni og fyrr- verandi borgarfulltrúa, í einhverju undarlegu hlutverki á vegum Besta flokksins á nýja árinu. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík Hanna Birna Kristjánsdóttir heldur áfram að berjast í stjórnarandstöðu í Reykjavíkurborg. Sjálfstæðismenn þrýsta mjög á hana að koma Besta flokknum í vandræði en verða að sama skapi sífellt gramari þegar það tekst ekki. Völv- an sér Hönnu Birnu sæta mikilli gagnrýni frá eigin flokki seinni hluta ársins. Svört skýrsla um stjórntök Hönnu Birnu veldur uppnámi innan Sjálfstæðisflokksins. Gísla Marteini Baldurssyni er legið á hálsi fyrir að hafa handstýrt skýrsluhöf- undi og hann yfirgefur flokkinn í framhaldi þessa máls. Gísli Marteinn fer að heiman Gísli Marteinn borgarfulltrúi vekur mikla at- hygli á árinu þegar hann segir sig úr lögum við Sjálfstæðisflokkinn og tekur að starfa sjálfstætt í borgarstjórn Reykjavíkur. Gísli berst ákaflega fyrir málefnum hjólreiðamanna og umhverf- isvernd og mætir hlýju og skilningi borgarbúa. Flokkssystkini hans henda gaman að honum og kalla hann græna sjálfstæðismanninn. Logatungur Logi Bergmann sjónvarpsmaður verður sann- arlega í miðdepli saumaklúbbaumræðunnar á miðju ári. Þetta verður eitt af þessum málum þar sem allir líta hver á annan í lokin og spyrja: Kem- ur okkur þetta við? Sveppi, Sverrir Þór Sverrisson, lendir í miklu hneykslismáli sem tengist fjárhættu- spili. Bylgja hneykslunar og reiði fer um sam- félagið. Völvan sér hóp ævareiðra foreldra krefjast þess að hann verði látinn hætta með barnatímann á Stöð 2. Helgi fer á hausinn Gjaldþrot Helga Björnssonar söngvara í atvinnu- rekstri í Berlín kemst í fréttirnar á nýju ári og Helgi flytur endanlega heim til Íslands í kjölfarið og sinnir ferli sínum sem vinsæll hestasöngvari af alúð. Helgi og eiginkona hans verða bæði í opin- skáum viðtölum í fjölmiðlum og sumar yfirlýs- inga þeirra vekja mikla athygli og umtal. Fjögur brúðkaup og jarðarför Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri gengur í hjónaband á árinu og þarf ekki að koma á óvart að talsverður leikhúsbragur verður á athöfn- inni. Ekki síst vegna þess að eiginkona Magn- úsar er þekkt leikkona sem skildi árið 2010. Ekki síðri athygli vekur brúðkaup Bjark- ar Guðmundsdóttur sem fer fram á Íslandi um sumarsólstöður með þátttöku margra heims- frægra listamanna. Stærsti atburður síðan leið- togafundurinn í Höfða var haldinn, segja menn. Hrafn Jökulsson kemst einnig í fréttirnar á árinu þegar hann gengur enn einu sinni í hjónaband og hefur nýtt líf, líklega á norðausturhorni lands- ins. Það gerir líka hinn umtalaði Egill Einars- son, eða Gilzenegger, sem mun einnig halda brúðkaup sitt um mitt sumar. Það vekur ekki síst athygli því brúðurin er talsvert eldri en Eg- ill og þjóðþekkt fyrir störf sín á sjónvarps- skjánum. Óhætt er að segja að þetta verði umtalaðasta brúðkaup ársins enda brúð- guminn óspar á stórar yfirlýsingar að vanda en þær þykja ekki alltaf nógu smekklegar. Þjóðþekktur rithöfundur fellur frá og jarðarför hans kemst í fréttirnar vegna deilna aðstand- enda um ólíklegustu smáatriði. Til ryskinga kemur við útförina og verður mikið fjallað um og veldur hneykslun. Hannes vill ekki birtingu Hannes Hólmsteinn Gissurarson verður í sviðs- ljósinu snemma á nýju ári þegar tölvupóstar sem hann hefur skrifað komast í hendur fjölmiðla. Þar er fjallað á opinskáan hátt um fyrirgreiðslu af ýmsu tagi þar sem Hannes er milligöngumað- ur. Af verður mikið havarí og það vekur talsverða kátínu þegar Hannes reynir að beita ákvæðum höfundarréttar til þess að stöðva birtingu tölvu- póstanna. SÁÁ þarf að verja sig Meðferðarheimilið á Vogi kemst í fréttir á ár- inu þegar viðkvæmum gögnum úr fórum starfs- manna er lekið á netið. Þar eru birt nöfn þeirra sem eru í meðferð á Vogi og ýmsar athugasemd- ir meðferðaraðila um ástand þeirra og batalík- ur. Nokkrir þeirra sem nefndir eru reynast vera þjóðþekktar persónur. Allt verður þetta mál hið vandræðalegasta fyrir SÁÁ og mörgum þykir Þórarni Tyrfingssyni yfirlækni takast illa upp við málsvörn fyrir stofnunina. Bubbi eignast bróður Bubbi Morthens verður vinsælli en nokkru sinni fyrr á nýja árinu. Enn einu sinni tekst honum að semja tónlist sem þjóðin elskar. Lag sem kemur frá Bubba á nýju ári verður svo vinsælt að annað eins hefur ekki sést eftir Stál og hníf. Í kjölfarið stofnar kóngurinn nýja hljómsveit og túrar um landið eins og í gamla daga. Hann lætur ásakan- ir öfundarmanna um lagastuld frá Sam heitnum Cooke sem vind um eyru þjóta. Bubbi verður í sérkennilegu sviðsljósi um mitt ár þegar þjóðþekktur maður leggur fram sannanir þess efnis að hann sé í rauninni sonur Kristins Morthens og þannig hálfbróðir Bubba. Völvan sér Bubba, Tolla og þennan þekkta mann saman á forsíðu tímarits. Gunnar og Jónína Gunnar Þorsteinsson í Krossinum mun ganga mikil svipugöng á árinu er sífellt fjölgar sög- um af fjölþreifni hans við ungar stúlkur. Hann 44 | Völvuspá 29. desember 2010 Áramótablað Það sem rættist á árinu 2010 Eins og venja er lítum við á nokkur dæmi úr spá síðasta árs sem hafa gengið eftir. „Völvan sér forráðamenn gömlu bankanna í handjárnum vegna uppgjörsmála í kjölfar hrunsins.“ Forsvarsmenn Kaupþings sátu í gæsluvarðhaldi á árinu. „Völvan sér hann (Jón Ásgeir) hafðan að háði og spotti erlendis fyrir einkaneyslu sína.“ Erlend blöð skopast um þessar mundir að kaupum Jóns og Ingibjargar á IKEA-húsgögnum í rándýra íbúð í New York. Í stjórnmálum spáði völvan fyrir um vistaskipti Þráins Bertelssonar, brotthvarf Kristjáns Möller úr ráðherrastól og endurkomu Ögmundar á sama vettvang. „Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, á erfitt uppdráttar á nýju ári. Hans verður getið í tengslum við fjárhagserfiðleika N1 og við það tækifæri mun reyna mjög á hann sem formann … Illugi Gunnarsson þingmaður og vonarstjarna Sjálfstæðismanna mun hverfa af sviði stjórnmála á nýju ári.“ Þarf nokkuð að ræða þetta? „Völvan sér Jón Kaldal í stól ritstjóra á hinu nýja blaði.“ Fréttatíminn hóf göngu sína síðla árs og þar er Kaldal ritstjóri. „Baldur Guðlaugsson mun vekja gríðarlega athygli á árinu. Hann kemst á spjöld sögunnar sem fyrsti maðurinn til að sæta eignaupptöku og fá fangelsisdóm vegna innherjaviðskipta.“ Mál Baldurs er nú fyrir dómi og eignir hans enn í frosti. „Eiður Guðjohnsen knattspyrnumaður verður áfram í fréttum vegna persónulegra vandræða sem ekki tengjast fótbolta.“ „Árni Mathiesen fyrrverandi ráðherra kemst aftur í fréttir á nýju ári.“ Bókin um Árna Matt var á metsölulistum. „Völvan sér Benedikt Jóhannesson, stærðfræðing og atvinnurekanda, í sviðsljósinu þegar líða fer á árið.“ Benedikt hefur beitt sér mjög fyrir inngöngu Íslands í ESB. „Völvan sér Björk tengjast íslensku atvinnulífi og leggja fé í atvinnurekstur á sviði iðnaðar.“ Innkoma Bjarkar í baráttuna gegn Magma-samningnum hefur ekki farið lágt. „Ómar Ragnarsson mun halda vel heppnaða afmælistónleika á nýju ári og í framhaldinu verður efnt til mikillar fjársöfnunar sem gerir Ómari kleift að ljúka einhverju áríðandi verkefni sem hann er að vinna að.“ Ómar var í forsíðuviðtali í DV, undir yfirskriftinni Ómar fórnar öllu. Í framhaldinu efndi Friðrik Weisshappel athafnamaður til landssöfnunar fyrir hann. Ómar fékk risatékka sem hreinsaði skuldir hans upp og hann gaf Grensásdeild afganginn og fékk knús frá þjóðinni á afmælinu sínu. „Völvan sér myndir af Reykjavík með gosmökk í baksýn á forsíðum heimspressunnar á nýju ári.“ Ekkert hefur komið Íslandi jafn rækilega í heimspressuna fyrr eða síðar eins og gosið í Eyjafjallajökli og afleiðingar þess. Jónína og Gunnar Fleiri sögur af fjölþreifni eyði- leggja mannorð Gunnars og Jónína verður áhrifameiri í rekstri trúfélagsins. Mögnuð brúðkaup Magnús Geir Þórðarson leikstjóri gengur að eiga leikkonu sem skildi á árinu 2010 og Björk giftir sig á Íslandi. Sjaldgæfar náttúruhamfarir Völvan spáir dyngjugosi norðan Vatnajökuls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.