Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 49
vera á sínum stað? Vinstri græn eru viðkvæm fyrir því að allt sé klappað og klárt hvað það snertir að stunduð sé sjálfbær og ábyrg nýting. Hitt sem menn spurðu eðlilega um voru tengsl þessa frumvarps við stóra verkefn- ið um heildarendurskoðun á fisk- veiðilöggjöfinni og hvort þetta yrði ekki með einhverjum hætti að fara saman. Er ekki skynsamlegt að ná þessu fram einhvern veginn saman, líka mögulegri kvótaaukningu sem menn eru spenntir fyrir? Að sjálf- sögðu eru það mjög góðar fréttir sem við erum að fá af þorskstofninum og ákaflega æskilegt efnahagslega að geta í áföngum aukið veiðiheimild- ir. Það þarf hins vegar allt að gerast með yfirveguðum hætti. Best væri ef það félli inn í heildarendurskoðun laganna um fiskveiðistjórnina sem er hið stóra verkefni. Þar ætlum við okkur að ná tímamótaárangri í að breyta fyrirkomulaginu. Slá því föstu að auðlindin sé sameign þjóðarinnar og að það verði útfært í lögum. Síð- an er það einn þáttur enn sem menn verða að gæta að og það er að þetta er viðkvæmur markaður og þess vegna þarf að gera þetta allt af yfirvegun til þess að það hafi ekki neikvæð áhrif á markaðina. Trúlega kæmi það best út að aflinn yrði aukinn í nokkrum en ekki of stórum skrefum. Það eru margir þættir sem menn vilja skoða í samhengi.“ ESB er frekar stór steinn Þú nefndir steinvölur sem bagalegt væri að hrasa um á vegferð ykkar inn í nýjan pólitískan veruleika. Er ekki ESB-málið augljóslega ein af þess- um steinvölum sem viðbúið er að þið hrasið um í stjórnarsamstarfinu? Ýmsir, meðal annars Eva Joly, hafa bent á að græningjar víða um Evrópu telji málstað sínum best borgið innan Evrópusambandsins. Annað er uppi á teningnum hjá VG. „Grænir flokkar og flokkar til vinstri eru skrautleg flóra í Evrópu. Ég þekki þá marga og þeir eru afar mismunandi og hafa mismunandi afstöðu til Evrópusamvinnunnar. Sumir grænir flokkar eru mjög fylgj- andi henni, aðrir gagnrýnir eins og gengur. En við tökum afstöðu á okk- ar forsendum og út frá okkar stöðu. Ég myndi ekki kalla ESB-málið stein- völu. Það er nú frekar stór steinn. Það er eitt af erfiðu málunum sem við höfum þurft að glíma við. Ég átti nú frekar við það ef einhver minni háttar ágreiningsmál yrðu okkur til vandræða eins og lokaafgreiðsla fjárlaganna sem ég tel að hafi verið óheppileg. Búið var að leggja mikla vinnu í að skapa grundvöll samstöðu um afgreiðslu þeirra. Mér fannst það vera orðið ágreiningsmál af minna tagi, það er að segja um það hvort nægjanlega langt hafi verið gengið. En önnur mál eru vitanlega miklu stærri, eins og hvernig ESB-mál- ið spilast og hvernig okkur vegnar í sambandi við atvinnu- og efnahags- málin. Eitt af því sem mér finnst vera spennandi og er að teiknast upp nú um þessi áramót þegar ýmis mál eru leyst og að baki er að við eigum nú að geta gefið okkur tíma til að móta framtíðarstefnu á ýmsum sviðum. Hér þarf að leggja grunn að atvinnu- málum og fara yfir það hvernig við getum stuðlað að raunverulega sjálf- bærum hagvexti í stað þenslu- og bóluhagvaxtar sem tekinn er að láni. Hvernig við ætlum að umbreyta okk- ar orkubúskap yfir í umhverfisvæna orkugjafa. Hvernig við ætlum að haga okkar peninga- og gjaldeyris- málum. Og það tengist að sjálfsögðu Evrópumálunum. En þar sýnist mér að öll nauðhyggja sé stórhættuleg.“ Afskrifar ekki krónuna „Við hljótum að gera ráð fyr- ir þeim möguleikum að við verð- um hér áfram með sjálfstætt mynt- kerfi með eigin gjaldmiðil. Annað væri ábyrgðar laust. Mér blöskrar tal þeirra manna sem telja að unnt sé að stilla dæminu þannig upp að það sé útilokað. Hvað ætla þeir menn að segja ef þjóðin hafnar ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu? Þar með væri úti um þann möguleika að taka upp evru, að minnsta kosti eftir þeirri leið. Ætla þeir þá að segja að okkar bíði þar með engin framtíð? Við þurf- um að kortleggja vandlega alla þessa valkosti og hafa stefnu sem getur gert ráð fyrir fleiri en einum möguleika í þessu efni. Það er enginn vandi því samfara að minni hyggju. Það kallar að vísu á vandaða og agaða hagstjórn og ábyrga framgöngu í efnahags- og ríkisfjármálum sem við eigum hvort eð er að temja okkur. Ég vil einnig nefna stefnu varðandi menntun og rannsóknir. Við þurfum að breyta ýmsu þar. Okkur skortir fagfólk á ýmsum sviðum í atvinnulífi framtíð- arinnar. Við þurfum að endurskoða margt sem snýr að innviðum samfé- lagsins. Við gætum til dæmis hugað að því hvernig unnt sé að virkja land- ið allt í heils árs ferðamennsku. Það kallar á áherslubreytingar. Það væri mjög gott að geta snúið sér að svona hlutum þegar björgunarstarfið er að baki.“ Þannig að afstaða þín til krónunnar hefur ekkert breyst? „Nei. Satt best að segja hef ég ver- ið iðinn við að benda á að krónan hefur nú gagnast okkur vel á ýmsa lund. Augljóst er að veikara gengi krónunnar skapar útflutningsgrein- unum betri samkeppnisskilyrði. Það er vissulega fórn á hina hliðina gagn- vart innfluttri vöru, skuldunum og svo framvegis. En það er vonlaust að neita því að þetta skapar okkur skilyrði fyrir myndarlegum afgangi í viðskiptum við útlönd sem hjálpar okkur að greiða niður skuldir. Erfið- leikarnir á evrusvæðinu leiða í ljós að það fylgja því einnig vandamál að reyra mismunandi svæði og lönd undir eina mynt nema menn séu með umfangsmikið millifærslukerfi til þess að mæta vandanum hjá þeim sem eiga undir högg að sækja hverju sinni.“ Fagleg stjórn efnahagsmála Stöðugleiki hefur verið æðsta ósk allra hér á landi frá ómunatíð. Er ekki óstöðugleikinn eitthvað tengdur krónunni? „Við höfum innleitt stöðugleika. Verðbólga er lág og vextir einnig. Það er tvímælalaust eitt af því mikil- vægasta sem hefur gerst. Ég held að forsendur til að halda þessum stöð- ugleika séu góðar ef okkur verða ekki á mistök. Ég held jafnframt að þetta sé spurning um árina og ræð- arann. Er það ekki óábyrg efnahags- stjórn og kæruleysi í skattamálum og stjórn ríkisfjármála sem hefur fyrst og fremst verið orsök óstöðugleika fremur en í sjálfu sér sú staðreynd að við séum með eigin gjaldmið- il. Ég held að menn kenni krónunni oft um hlut sem er öðru að kenna en henni sem slíkri. Það er að segja hversu mönnum hafa verið mislagð- ar hendur við ríkisfjármála- og efna- hagsstjórn. Það má alveg eins segja í heimssamhenginu að norska krónan sé örlítill gjaldmiðill sem gæti verið hoppandi og skoppandi upp og nið- ur ef Norðmenn væru ekki jafnfor- sjálir, ábyrgir og sparsamir og þeir í raun og veru eru. Þeir hafa vissulega sína olíu en styrkur norsku krón- unnar á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til agaðra ríkisfjármála og efnahagsstjórnar, sterks seðlabanka sem stendur á bak við krónuna og mjög öflugs og faglegs efnahags- og fjármálaráðuneytis þar sem á einni hendi eru lagðar meginlínur fyr- ir norsk ríkisfjármál og efnahags- líf. Þetta hefur gefist vel. Nefna má dæmi um önnur lönd þar sem þetta hefur gengið vel en því miður hefur þetta gengið brösuglega hér. Veldur hver á heldur. Það má vissulega við- urkenna að það krefst aga og ábyrgð- ar að vera með lítið en opið hagkerfi. En þá er bara að sanna og sýna fram á að menn geti það.“ Boðberi illra tíðinda Telur þú að ríkisstjórnin sitji út kjör- tímabilið til vors 2013? „Það hvarflar allra síst að mér nú að fara að gefast upp þegar við höfum náð svo langt og náð umtalsverðum árangri, vissulega með fórnum. Mér finnst vera farið að létta undir fæti á ýmsan hátt og markið farið að nálgast. Ég sem keppnismaður er síst spennt- ur fyrir því nú að fara að gefast upp, en það veit svo sem engin ævina í þessu efni frekar en í öðru. VG og Samfylkingin eru með traustan meirihluta og ættu ekki að þurfa að sækja stuðning innan þings- ins til annarra ef allt er með felldu. Þannig að ég vil ekkert fara að gefa því undir fótinn fyrirfram að stuðning þurfi að sækja til annarra. Við skulum sjá hvernig úr spilast á næstu vikum og mánuðum. En auðvitað verðum við að hafa nægjanlegan styrk til að koma málum okkar áfram. Ég hef líka sagt að það sé ekkert unnið með því að sitja ef ekki næst árangur. Ég hef þá sannfæringu mjög sterka að við séum að ná árangri og þá bítur ekkert á mig. Ég mun halda ótrauður áfram og treysti því að róðurinn verði léttari þegar mönnum verður ljóst að okkur er að takast að leysa okkar verkefni. Það hefði verið mikill barnaskapur að halda því fram þegar við lögðum upp í þessa ferð í upphafi árs 2009 að hún væri sérstaklega til vinsælda fallin. Ég sagði í gamni og alvöru innan flokks- ins á þeim tíma að menn mættu alveg eins búast við því að ég gæti hæglega orðið óvinsælasti maður landsins eftir eitt, eitt og hálft ár. Sem fjármálaráð- herra væri ég dæmdur til þess að vera oft boðberi válegra tíðinda og erfiðra ákvarðana. Óvinsældirnar hafa hins vegar ekki orðið eins miklar og við mátti búast. Ég get ekki annað sagt en að það gleður mig hversu margir senda mér góðar óskir með von um velgengni. Þessar kveðjur koma þvert yfir litróf flokkanna. Óháð stjórnmála- skoðunum vilja menn einfaldlega að það takist að leysa verkefnið og koma okkur út úr vandanum. Í kreppum verða fjármálaráðuneytin miðstöðv- ar efnahagslegrar endurreisnar. Mér hefur oft verið hugsað til Görans Per- sons fyrrverandi forsætisráðherra Svía og eins fyrrverandi starfsbróð- ur míns í Finnlandi. Nú veit maður hvernig það er að glíma við þetta og maður veit nú að það þarf að gera fleira en gott þykir.“ Djúpristar breytingar á gildum Hvað segir þú um fyrirhugaðar lýð- ræðisumbætur, stjórnlagaþing og ný- skipan innan stjórnkerfisins? „Hér hefur margt áunnist annað en á sviði efnahagsmála meðal ann- ars að því er varðar lýðræði, mann- réttindi og umbætur á stjórnkerfinu. Ég segi því fullum fetum: þetta hef- ur verið ævintýralega starfsöm rík- isstjórn og ríkisstjórnir. Mikið starf hefur verið unnið, jafnvel svo að við færumst ef til vill of mikið í fang. En það er ætlast til að tekið sé til hend- inni á mörgum sviðum. Menn vilja að hið nýja Ísland komist á legg og það snertir lýðræði, stjórnkerfi, sam- félagsgerðina og margt fleira. Ég held að það sé því ekkert annað að gera en að hamast í þessu samhliða vegna þess að fólk vill sjá umbætur sam- hliða á þessum sviðum. Við erum að ganga í gegnum uppgjör og end- urmat á okkur sjálfum sem einstakl- ingar, sem samfélag, sem þjóð og það tekur til allra helstu sviða þjóðlífsins. Þess vegna er ekkert undanfæri. Það verður að taka til hendinni á þessum sviðum einnig og það er krefjandi en einnig spennandi. Ég spái því að þegar frá líður muni menn minnast þessa tíma sem mesta endurmót- unar- og gerjunartíma sem þjóð- in hefur farið í gegnum að frátöld- um hápunkti sjálfstæðisbaráttunnar. Þetta snertir endurmat á gildum og hugmyndafræði og þetta er ekk- ert síður mikilvægt en efnahagsleg uppbygging. Það þarf að sá í jarðveg- inn meðan hann er frjór. Það er ekki víst að hann verði það alltaf.“ Hælbítar og slúðurberar Sögusagnir ganga um þig og þitt einkalíf og þú hefur jafnvel svarað spurningum opinberlega. Hvað hefur þú um þetta að segja? „Ég frábið mér að þurfa að svara hreinum kjaftasögum og lygi um mitt einkalíf sem ég veit ekkert hvernig komast á kreik eða hverjir breiða út. Þessar sögur eru tilhæfulausar. Ég anda rólega yfir þessu því þetta eyði- leggur ekkert mitt einkalíf eða hjóna- band, en verst er eiginlega hvað þetta er óendanlega ósanngjarnt því hin raunverulegu fórnarlömb stjórn- málanna eru iðulega fjölskyldur stjórnmálamannanna fremur en þeir sjálfir. Fyrst og síðast er þetta dapur- legt. Hælbítar og slúðurberar hurfu ekki með bankahruninu, svo mikið er víst.“ Lífsreyndari flokkur Er VG þroskaðri flokkur en fyrir tveimur árum? „Hann er að minnsta kosti miklu lífsreyndari. Auðvitað er þetta mik- ið átak fyrir flokk sem hefur enga reynslu í ríkisstjórn að fara beint út í köldu og djúpu laugina eins og við gerðum. Við fórum í ríkisstjórn við gríðarlega erfiðar aðstæður og höf- um glímt við þung verkefni. Þarna hafði enginn reynslu af setu í ríkis- stjórn nema ég og meirihluti liðs- mannanna var nýr. Það er auðvelt að finna fullgildar skýringar á því að þetta hefur verið stormasamt. Flokkskjarninn og hópurinn sem slíkur hefur staðið sig með afbrigðum vel. Í þinginu hafa þau unnið gríðar- lega mikilvægt starf. Þegar kemur út í flokkinn er þar að finna mjög þéttan stuðning við að halda áfram þannig að ég er alveg rólegur þegar einhverj- ir vilja fara að slá eign sinni á grasrót- ina. Ég tel mig þekkja þennan flokk ekkert síður en hver annar. Tilfinn- ing mín, ekki síst núna, er mjög góð fyrir því að flokkurinn standi þétt að baki okkur við að halda áfram. Það á einnig við um harða andstæðinga Evrópusambandsaðildar sem vilja eftir sem áður eindregið að við höld- um stjórnarsamstarfinu áfram. Þetta finn ég víða. Ég er tiltölulega kátur og legg inn í áramótin í góðu skapi. Mik- ið starf á árinu sem er að líða leggur grunninn að betri tíð á árinu sem er að fara í hönd. Árið 2011 leggst vel í mig.“ Viðtal | 49Áramótablað 29. desember 2010 „Auðvitað er það mikið átak fyrir flokk sem hefur enga reynslu í ríkisstjórn að fara beint út í köldu og djúpu laugina eins og við gerðum. Róðurinn létti t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.