Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 68
68 | Sport 29. desember 2010 Áramótablað
Fabio Capello – landsliðsþjálfari Englands
England var nánast fullkomið í undankeppni heimsmeistaramótsins og eins og alltaf þegar kom
að HM, eins og í sumar, voru enskir orðnir nokkuð bjartsýnir. Mótið byrjaði þó ekki vel og gerði liðið
jafntefli gegn Bandaríkjunum eftir skelfileg mistök Roberts Green. England rétt skreið í undanúrslitin
en var þar kjöldregið af frábæru þýsku liði. Capello missti allra stjórn á liðinu og andrúmsloftið í
klefanum varð þungt. Capello tókst aldrei að virkja Rooney og Gerrard sem á endanum varð til þess
að England gat ekkert og setti mótið stóra dæld á annars fullkominn þjálfaraferil Capellos.
Capello, Rooney, Abramovic og franska landsliðið. Hvað eiga þessir
menn og lið sameiginlegt? Þetta eru mennirnir og liðið sem lofuðu svo
miklu fyrir árið 2010 en skiluðu svo engu. The Sun tók saman.
Fótboltafloppin 2010
Joe Cole
– miðjumaður Liverpool
Liverpool-menn hoppuðu hæð sína
í loft upp hver á fætur öðrum þegar
staðfest var að Joe Cole hefði skrifað
undir samning við liðið. Tímabilið
hefur þó breyst í martröð fyrir hann
en í fyrsta leik fékk Joe Cole rautt
spjald. Auk þess hefur hann verið
mikið meiddur og ekkert getað þegar
hann loksins spilar. Félagsskiptin hafa
ekki gert honum svo nokkuð gott. Alla
vega ekki enn sem komið er.
Roman Abramovic
– eigandi Chelsea
Þrátt fyrir að Carlo Ancelotti hafi komið
Chelsea aftur á toppinn á Englandi á síðasta
tímabili og unnið bæði deild og bikar gat
Abramovic ekki stillt sig um að hræra
aðeins í undirstöðum félagsins. Yfirmaður
knattspyrnumála, Frank Arnesen, var rekinn
og yfirgefur félagið eftir tímabilið og þá var
aðstoðarstjóra liðsins, Ray Wilkins, sagt upp
án ástæðu. Fyrir utan það hefur Ancelotti ekki
fengið jafnmikið af peningum og aðrir stjórar
Chelsea undanfarin ár. Sést það hvað best á
varamannabekk Chelsea síðustu vikur sem er
ekki burðugur.
Wayne Rooney –
framherji Manchester
United
Rooney skoraði 34 mörk á síðasta
tímabili en átti þó afar erfitt
uppdráttar vegna meiðsla undir
lok tímabilsins. Miklar vonir voru
þó bundnar við hann á HM vegna
markanna sem hann skoraði. Á
HM tókst honum þó ekki að skora
mark og hefur hann aðeins skorað
eitt mark síðan eftir síðasta
tímabil. Það kom úr vítaspyrnu
gegn botnliði West Ham. Rooney
sagðist svo vilja fara fyrr í haust
en var talið hughvarf að því talið
er með launahækkun sem tryggir
honum 250.000 pund á viku.
Franska landsliðið á HM
Sjaldan hefur nokkurt landslið orðið sér og þjóð sinni til jafnmikillar
skammar og Frakkland á HM. Fyrir utan að geta nákvæmlega ekki
neitt stóð liðið í innbyrðis deilum og neitaði meira að segja að æfa.
Nicolas Anelka kallaði þjálfarann hóruson og komust stórstjörnur
Frakka ekki einu sinni upp úr riðli. Laurents Blanc bíður erfitt
verkefni að reisa þessar rústir við sem nýr landsliðsþjálfari.
25% afsláttur
af hvítum háglans innréttingum
Sérhæfum okkur
í innréttingum
fyrir heimili á
lágmarksverði