Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 50
75 ára sl. þriðjudag Gísli Erlendsson rekstrartæknifræðingur í Reykjavík Gísli fæddist á Selfossi. Hann stund- aði nám í vélvirkjun hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi 1957–61, stund- aði nám í Vélskóla Íslands 1962–65, nám í tæknifræði við Tækniskóla Íslands og Tækniskólann í Bergen 1965–68, lauk prófum sem rekstrar- tæknifræðingur frá Tækniskólanum í Bergen 1968 og lauk síðar kennara- prófi frá KHÍ árið 2000. Hann hefur auk þess stundað fjölda námskeiða. Gísli starfaði sem hagræð- ingarráðunautur og ráðgjafi hjá frystihúsum Sambands íslenskra samvinnufélaga 1968–73, var fram- kvæmdastjóri og rekstrarráðgjafi hjá tækni- og tölvufyrirtækjunum Rekstrartækni hf. og RT-Tölvutækni 1972–90 og framkvæmdastjóri fyr- ir tækniþjónustufyrirtækið Hjarn hf. að hluta og alfarið frá sumrinu 1990. Gísli var skólastjóri Fiskvinnslu- skólans í Hafnarfirði frá 1995–2001 og starfaði eftir það sjálfstætt sem rekstrartæknifræðingur, m.a. við stjórnun skrifstofu viðlagatrygging- ar vegna jarðskjálftanna árið 2000. Hann vann síðan alfarið við þá skrif- stofu á árunum 2008–2010. Gísli var stjórnarformaður í iðn- fyrirtækinu Kæli- og frystivélum, var stjórnarmaður í ráðgjafarfyrirtæk- inu Icefishco og var stjórnarmaður í norska ráðgjafarfyrirtækinu Norfico AS 1987–95. Gísli sat í prófnefnd járniðnað- armanna í Árnessýslu 1962–66, var stjórnarmaður og síðan formaður Hjólhúsaklúbbs Íslands 1974–82, stofnfélagi að Hagræðingarfélagi Ís- lands 1983 og í stjórn þess til 1988, var stofnfélagi í Félagi íslenskra rekstrarráðgjafa og í stjórn þess frá 1985–90 og meðdómari í borgar- dómi Reykjavíkur í nokkur skipti. Gísli hefur skrifað ýmsar greinar í tæknirit um tækni- og tölvumálefni auk ferðamála. Fjölskylda Gísli kvæntist 30.12. 1960 Jónínu Hjartardóttur, f. 25.11. 1942, hús- móður og stuðningsfulltrúa. Foreldr- ar hennar voru Hjörtur Sigurðsson, f. 4.1. 1898, d. 19.6. 1981, bóndi og Jó- hanna Hannesdóttir, f. 7.6. 1898, d. 3.7. 1981, húsfreyja. Gísli og Jónína eiga því gullbrúðkaup á afmælisdag Gísla. Börn Gísla og Jónínu eru Helga, f. 24.2. 1960, hjúkrunarfræðingur í Danmörku en eiginmaður henn- ar er Níels Holger Hansen verkstjóri og á hún þrjú börn og eitt barna- barn; Hjördís Jóna, f. 7.1. 1967, kenn- ari og bæjarfulltrúi í Garðabæ, gift Andrési Sigurðarsyni framkvæmda- stjóra og eiga þau þrjú börn; Hulda, f. 24.1. 1977, skrifstofumaður, búsett á Stokkseyri en eiginmaður hennar er Viðar Helgason byggingameistari og eiga þau einn son. Hálfsystir Gísla, samfeðra: Erla, f. 11.6. 1934, húsfreyja á Böðmóðs- stöðum í Laugardal, gift Árna Guð- mundssyni og eiga þau þrjú börn. Albróðir Gísla: Jóhannes, f. 23.3. 1946, bílasali á Hvammstanga, kvæntur Ragnheiði Eggertsdóttur og á hann þrjú börn; Rögnvaldur, f. 17.8. 1952, d. 16.8. 1957. Foreldrar Gísla voru Erlendur Sigurjónsson, f. á Tindum í Svína- vatnshreppi í Austur-Húnavatns- sýslu f. 12.9. 1911, d. 17.4. 1988, hitaveitustjóri á Selfossi, og k.h., Helga Gísladóttir, f. að Stóru-Reykj- um í Hraungerðishreppi í Árnes- sýslu 16.9. 1919, d. 25.2. 1987, hús- móðir. Gísli og Jónína halda upp á dag- inn með fjölskyldunni. 70 ára á fimmtudag Stefán fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1955, fyrrihlutaprófi í verk- fræði frá HÍ 1958 og prófi í bygging- arverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole 1961. Stefán var verkfræðingur hjá Chr. Ostenfeld og Jønson í Kaup- mannahöfn 1961–63, var verkfræð- ingur hjá gatna- og holræsadeild borgarverkfræðings í Reykjavík 1964–66, forstöðumaður við mal- bikunarstöð, grjótnám og pípugerð Reykjavíkurborgar 1966–81, for- stöðumaður byggingadeildar borg- arverkfræðings 1981–84, aðstoð- arborgarverkfræðingur frá 1984 og borgarverkfræðingur frá 1992 til 2003. Framkvæmdastjóri Aust- urhafnar-TR frá 2003. Þá var Stef- án kennari við Tækniskóla Íslands 1969–78 og prófdómari við HÍ 1975–80. Stefán hefur verið fulltrúi Ís- landsdeildar Norræna vegtækn- isambandsins í starfsnefnd um asfaltbundin slitlög frá 1973, full- trúi borgarverkfræðings í stein- steypunefnd frá 1967, formaður Stéttarfélags verkfræðinga 1971– 73, í stjórn Verkfræðingafélags Ís- lands 1973-75, í varastjórn BHM 1974-78, í orlofsheimilanefnd BHM 1975–84. Hann starfaði með fjölda nefnda hjá borginni og var verkefnisstjóri við byggingu Ráð- húss Reykjavíkur. Fjölskylda Stefán kvæntist 6.6. 1959 Sig- ríði Jónsdóttur, f. 17.9. 1934, fyrrv. starfsmanni á skrifstofu Alþingis. Hún er dóttir Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, skrifstofustjóra Al- þingis og þýðanda, og Önnu Guð- mundsdóttur húsmóður. Börn Stefáns og Sigríðar: Jón Hallur, f. 29.8. 1959, bókmennta- fræðingur og rithöfundur. Kona hans er Rikke Houd, dagskrárgerð- armaður. Synir þeirra eru Dag- ur Óli, f. 20.2. 2005 og Kári, f. 4.11. 2006. Dóttir hans og Sigríðar St. Stephensen er Iðunn, f. 27.1. 1995, en dætur Jóns og Kristínar Mar eru Brynja, f. 23.9. 1980, og Þór- dís Halla, f. 2.8. 1993; Þórhildur, f. 23.1. 1965, d. 24.4. 1975; Hermann, f. 25.7. 1968, bókmenntafræðingur og rithöfundur í Reykjavík, kona hans er Sigrún Benedikz kennari við MR og börn þeirra eru Sólrún Hedda, f. 7.4. 1994, Stefán Þórar- inn f.11. 3. 2002 og drengur f. 25. 10. 2010. Bróðir Stefáns er Birgir Stein- grímur Hermannsson, f. 8.12. 1940, viðskiptafræðingur og verslunar- maður í Reykjavík. Foreldrar Stefáns: Hermann Stefánsson, f. 17.1. 1904, d. 17.11. 1983, íþróttakennari við MA, og Þórhildur Sigurbjörg Steingríms- dóttir, f. 31.3. 1908, íþróttakennari við MA. Stefán Hermannsson framkvæmdastjóri Austurhafnar TR 50 ára sl. þriðjudag Lúther fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, fyrst í Vogahverfinu en síðan í Breiðholtinu. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Ármúlaskóla 1977. Lúther flutti til Danmerkur 1977 og starfaði þar sem tamningamað- ur til 1979. Þá flutti hann heim til Íslands, hóf nám við Bændaskól- ann á Hvanneyri og lauk búfræði- prófi 1980. Lúther flutti aftur til Danmerk- ur 1981 og hóf þá nám við Hillerød Handelskole og lauk þaðan versl- unarprófum 1984. Lúther starfaði hjá Sól hf. 1984– 85, hjá Rolf Johansen 1985–88, var síðan verslunarstjóri í Kaupfélagi Kjalarnesþings til 1990 og sinnti síðan ýmsum sölustörfum til 1995. Lúther stofnaði fyrirtækið Stiklu hf., sem selur útgerðarvör- ur, ásamt Lúðvík Lúðvíkssyni 1995 og var hann þar framkvæmdastjóri til 1998. Þá festi Stikla kaup á sápu- gerðinni Frigg í Garðabæ og var Lúther framkvæmdastjóri Friggjar 1998–2003. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri hestavöruverslunar- innar Hestagallerý frá 2005. Fjölskylda Synir Lúthers og Hönnu Maríu Helgadóttur eru Arnar Logi, f. 14.4. 1993; Úlfur Darri, f. 30.12. 1999. Kona Lúthers er Kolbrún Jóns- dóttir, f. 1.3. 1970, skrifstofumaður. Systkini Lúthers eru Sigurður Jón Guðmundsson, f. 29.10. 1956, vélstjóri, búsettur í Reykjavík; Sig- urjón Úlfar Guðmundsson, f. 5.5. 1962, pípulagningamaður, búsett- ur í Reykjavík; Berglind Harpa, f. 30.11. 1964, kennari, búsett í Reykjavík. Foreldrar Lúthers eru Guð- mundur Jónsson, f. 26.1. 1937, fyrrv. sölumaður í Reykjavík, og Margrét Sigurjónsdóttir, f. 9.3. 1939, fyrrv. starfsstúlka. Ætt Guðmundur er bróðir Valdimars forstjóra. Guðmundur er sonur Sigurðar Jóns, forstjóra Belgjagerð- arinnar í Reykjavík Guðmunds- sonar, hreppstjóra á Látrum og í Breiðuvík Sigurðssonar. Móðir Sig- urðar Jóns var Helga Beata Árna- dóttir. Móðir Guðmundar er Jórunn Guðrún Guðnadóttir, kennara og b. í Breiðholti við Reykjavík, Sig- urðssonar og Sólveigar Sigurðar- dóttur húsmóður. Margrét er dóttir Jóns Guð- mundssonar, lengst af olíubíl- stjóra, og Elísu Ólafar Guðmunds- dóttur húsmóður. Lúther Guðmundsson framkvæmdastjóri verslunarinnar Hestagallerý Ingibjörg Albertsdóttir húsmóðir í Reykjavík Ingibjörg fæddist í Reykjavík en ólst upp í Landeyjum. Hún var í vist hjá Guðlaugi, kaupmanni á Eyrarbakka, fór til Reykjavíkur um fermingu og var þar fyrst ráðskona en starfaði síð- ar í verslunum Silla og Valda og síð- ar á Adlon bar í Aðalstræti. Seinni ár vann hún á Sælkeranum í Hafnar- stræti og vann síðan við fiskvinnslu. Síðustu starfsárin utan heimilis stundaði hún húshjálp. Ingibjörg bjó með seinni manni sínum að Rauðarástíg 3, í Höfða- borg, og í Bjarnaborg á Hverfisgötu 83. Loks flutti hún á Meistaravelli þar sem hún bjó til 2003 en þá flutti hún í þjónustuíbúð við Lindargötu 61. Fjölskylda Ingibjörg giftist 25.12. 1950 Jóni Árna Árnasyni en þau slitu samvistum 1953. Hann var sonur Árna Berg- mann Gunnlaugssonar, f. 18.7. 1883, d. 1980, og Kristínar Þórdísar Jóns- dóttur, f. 18.9. 1886, d. 1984. Dóttir Ingibjargar og Jóns Árna er Sigrún Jónsdóttir, f. 4.12. 1950, hús- móðir í Hnífsdal, en börn hennar eru Jón Árni Þórðarsson, Jónína Eyja Þórðardóttir, Vilborg Ása Bjarnadótt- ir, Bjarni Freyr Guðmundsson, Berg- mann Þór Kjartansson, Óskar Andri Sigmundsson (d.10.01.2004), Sindri Már Sigmundsson, Ómar Örn Sig- mundsson og Aldís Sigmundsdóttir. Ingibjörg giftist 23.3. 1956 Núma Lórenz Ólafssyni Fjeldsted, f. 16.2. 1932, d. 20.4. 2006, sjómanni og hús- verði. Þau skildu 1968. Foreldrar hans voru Ólafur Fjeldsted, bólstrari í Kópavogi, og k.h, Sæmunda Fjeld- sted húsmóðir Börn Ingibjargar og Núma eru Ól- afur Sævar Fjeldsted, f. 9.12. 1955, meðferðarráðgjafi í Ósló; Númi Leó Númason, f. 22.2. 1957, búsett- ur í Högsby í Svíþjóð en kona hans er Kajsa Pörhola Númason og eru börn þeirra Leó Númason og Ida Númadóttir; Sæmunda Fjeldsted, f. 16.3. 1961, d 08.08.2006, húsmóð- ir í Reykjavík, var gift Júlíusi Ólafs- syni kaupmanni en þau skildu og eru dætur þeirra Ingibjörg Alma Fjeld- sted, f. 13. október 1978, börn henn- ar eru Júlíus Örn, Almar Óli og Álfrún Emma . Ólöf Rut Fjeldsted, f. 8. jan- úar 1980. Sonur hennar er Ísak Daði, f. 2002. Hún er gift Guðmundi Rey Davíðssyni, sonur þeirra er Matthías Reyr. Barn hennar og Þórðar Magn- ússonar, f. 25. febrúar 1935, er Sæ- munda Fjeldsted, f. 18. desember 1983, eiginmaður hennar er Sigur- geir Már Sigurðsson, sonur þeirra er Sigurður Már. Hinrik Fjeldsted, f. 9.11. 1964, við- skiptafræðingur, kvæntur Sigurveigu Kristínu Fjeldsted og börn þeira eru Hólmfríður Kristín, f. 11.5. 1995 og Margrét Teresa f. 04.01. 2002 en son- ur Hinriks og Elínar Hafsteinsdóttur er Alexander Freyr Fjeldsted f. 25.03. 1994. Albróðir Ingibjargar er Magnús Albertsson, f. 24.2. 1932, verkamaður í Reykjavík. Hálfsystkini Ingibjargar, sam- mæðra: Sigurjón Kjartansson, f. 17.6. 1929, d. 26.3. 1998, starfsmað- ur á Keflavíkurflugvelli; Ágúst Kjart- ansson, f. 21.6. 1925, dó tuttugu og sex ára, sjómaður; Æska Björk Jó- hannesdóttir, f. 21.2. 1941, húsmóð- ir í Reykjavík; Ragnhildur Unnur Jó- hannesdóttir, f. 1.4. 1942, húsmóðir í Reykjavík; Elín Ósk Jóhannesdótt- ir, f. 21.2. 1941, húsmóðir í Reykjavík; Einar Mýrkjartansson, f. 26.5. 1937, d. 1999, verkamaður í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar voru Albert Guðbjartur Pálsson, f. 11.9. 1893, d. 17.11. 1971, starfsmaður Rafmagns- veitu Reykjavíkur, og k.h., Ragnhild- ur Sumarlína Magnúsdóttir, f. 22.10. 1902, d. 1968, húsmóðir. 80 ára á miðvikudag 50 | Ættfræði 29. desember 2010 Áramótablað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.