Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 50
75 ára sl. þriðjudag Gísli Erlendsson rekstrartæknifræðingur í Reykjavík Gísli fæddist á Selfossi. Hann stund- aði nám í vélvirkjun hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi 1957–61, stund- aði nám í Vélskóla Íslands 1962–65, nám í tæknifræði við Tækniskóla Íslands og Tækniskólann í Bergen 1965–68, lauk prófum sem rekstrar- tæknifræðingur frá Tækniskólanum í Bergen 1968 og lauk síðar kennara- prófi frá KHÍ árið 2000. Hann hefur auk þess stundað fjölda námskeiða. Gísli starfaði sem hagræð- ingarráðunautur og ráðgjafi hjá frystihúsum Sambands íslenskra samvinnufélaga 1968–73, var fram- kvæmdastjóri og rekstrarráðgjafi hjá tækni- og tölvufyrirtækjunum Rekstrartækni hf. og RT-Tölvutækni 1972–90 og framkvæmdastjóri fyr- ir tækniþjónustufyrirtækið Hjarn hf. að hluta og alfarið frá sumrinu 1990. Gísli var skólastjóri Fiskvinnslu- skólans í Hafnarfirði frá 1995–2001 og starfaði eftir það sjálfstætt sem rekstrartæknifræðingur, m.a. við stjórnun skrifstofu viðlagatrygging- ar vegna jarðskjálftanna árið 2000. Hann vann síðan alfarið við þá skrif- stofu á árunum 2008–2010. Gísli var stjórnarformaður í iðn- fyrirtækinu Kæli- og frystivélum, var stjórnarmaður í ráðgjafarfyrirtæk- inu Icefishco og var stjórnarmaður í norska ráðgjafarfyrirtækinu Norfico AS 1987–95. Gísli sat í prófnefnd járniðnað- armanna í Árnessýslu 1962–66, var stjórnarmaður og síðan formaður Hjólhúsaklúbbs Íslands 1974–82, stofnfélagi að Hagræðingarfélagi Ís- lands 1983 og í stjórn þess til 1988, var stofnfélagi í Félagi íslenskra rekstrarráðgjafa og í stjórn þess frá 1985–90 og meðdómari í borgar- dómi Reykjavíkur í nokkur skipti. Gísli hefur skrifað ýmsar greinar í tæknirit um tækni- og tölvumálefni auk ferðamála. Fjölskylda Gísli kvæntist 30.12. 1960 Jónínu Hjartardóttur, f. 25.11. 1942, hús- móður og stuðningsfulltrúa. Foreldr- ar hennar voru Hjörtur Sigurðsson, f. 4.1. 1898, d. 19.6. 1981, bóndi og Jó- hanna Hannesdóttir, f. 7.6. 1898, d. 3.7. 1981, húsfreyja. Gísli og Jónína eiga því gullbrúðkaup á afmælisdag Gísla. Börn Gísla og Jónínu eru Helga, f. 24.2. 1960, hjúkrunarfræðingur í Danmörku en eiginmaður henn- ar er Níels Holger Hansen verkstjóri og á hún þrjú börn og eitt barna- barn; Hjördís Jóna, f. 7.1. 1967, kenn- ari og bæjarfulltrúi í Garðabæ, gift Andrési Sigurðarsyni framkvæmda- stjóra og eiga þau þrjú börn; Hulda, f. 24.1. 1977, skrifstofumaður, búsett á Stokkseyri en eiginmaður hennar er Viðar Helgason byggingameistari og eiga þau einn son. Hálfsystir Gísla, samfeðra: Erla, f. 11.6. 1934, húsfreyja á Böðmóðs- stöðum í Laugardal, gift Árna Guð- mundssyni og eiga þau þrjú börn. Albróðir Gísla: Jóhannes, f. 23.3. 1946, bílasali á Hvammstanga, kvæntur Ragnheiði Eggertsdóttur og á hann þrjú börn; Rögnvaldur, f. 17.8. 1952, d. 16.8. 1957. Foreldrar Gísla voru Erlendur Sigurjónsson, f. á Tindum í Svína- vatnshreppi í Austur-Húnavatns- sýslu f. 12.9. 1911, d. 17.4. 1988, hitaveitustjóri á Selfossi, og k.h., Helga Gísladóttir, f. að Stóru-Reykj- um í Hraungerðishreppi í Árnes- sýslu 16.9. 1919, d. 25.2. 1987, hús- móðir. Gísli og Jónína halda upp á dag- inn með fjölskyldunni. 70 ára á fimmtudag Stefán fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1955, fyrrihlutaprófi í verk- fræði frá HÍ 1958 og prófi í bygging- arverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole 1961. Stefán var verkfræðingur hjá Chr. Ostenfeld og Jønson í Kaup- mannahöfn 1961–63, var verkfræð- ingur hjá gatna- og holræsadeild borgarverkfræðings í Reykjavík 1964–66, forstöðumaður við mal- bikunarstöð, grjótnám og pípugerð Reykjavíkurborgar 1966–81, for- stöðumaður byggingadeildar borg- arverkfræðings 1981–84, aðstoð- arborgarverkfræðingur frá 1984 og borgarverkfræðingur frá 1992 til 2003. Framkvæmdastjóri Aust- urhafnar-TR frá 2003. Þá var Stef- án kennari við Tækniskóla Íslands 1969–78 og prófdómari við HÍ 1975–80. Stefán hefur verið fulltrúi Ís- landsdeildar Norræna vegtækn- isambandsins í starfsnefnd um asfaltbundin slitlög frá 1973, full- trúi borgarverkfræðings í stein- steypunefnd frá 1967, formaður Stéttarfélags verkfræðinga 1971– 73, í stjórn Verkfræðingafélags Ís- lands 1973-75, í varastjórn BHM 1974-78, í orlofsheimilanefnd BHM 1975–84. Hann starfaði með fjölda nefnda hjá borginni og var verkefnisstjóri við byggingu Ráð- húss Reykjavíkur. Fjölskylda Stefán kvæntist 6.6. 1959 Sig- ríði Jónsdóttur, f. 17.9. 1934, fyrrv. starfsmanni á skrifstofu Alþingis. Hún er dóttir Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, skrifstofustjóra Al- þingis og þýðanda, og Önnu Guð- mundsdóttur húsmóður. Börn Stefáns og Sigríðar: Jón Hallur, f. 29.8. 1959, bókmennta- fræðingur og rithöfundur. Kona hans er Rikke Houd, dagskrárgerð- armaður. Synir þeirra eru Dag- ur Óli, f. 20.2. 2005 og Kári, f. 4.11. 2006. Dóttir hans og Sigríðar St. Stephensen er Iðunn, f. 27.1. 1995, en dætur Jóns og Kristínar Mar eru Brynja, f. 23.9. 1980, og Þór- dís Halla, f. 2.8. 1993; Þórhildur, f. 23.1. 1965, d. 24.4. 1975; Hermann, f. 25.7. 1968, bókmenntafræðingur og rithöfundur í Reykjavík, kona hans er Sigrún Benedikz kennari við MR og börn þeirra eru Sólrún Hedda, f. 7.4. 1994, Stefán Þórar- inn f.11. 3. 2002 og drengur f. 25. 10. 2010. Bróðir Stefáns er Birgir Stein- grímur Hermannsson, f. 8.12. 1940, viðskiptafræðingur og verslunar- maður í Reykjavík. Foreldrar Stefáns: Hermann Stefánsson, f. 17.1. 1904, d. 17.11. 1983, íþróttakennari við MA, og Þórhildur Sigurbjörg Steingríms- dóttir, f. 31.3. 1908, íþróttakennari við MA. Stefán Hermannsson framkvæmdastjóri Austurhafnar TR 50 ára sl. þriðjudag Lúther fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, fyrst í Vogahverfinu en síðan í Breiðholtinu. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Ármúlaskóla 1977. Lúther flutti til Danmerkur 1977 og starfaði þar sem tamningamað- ur til 1979. Þá flutti hann heim til Íslands, hóf nám við Bændaskól- ann á Hvanneyri og lauk búfræði- prófi 1980. Lúther flutti aftur til Danmerk- ur 1981 og hóf þá nám við Hillerød Handelskole og lauk þaðan versl- unarprófum 1984. Lúther starfaði hjá Sól hf. 1984– 85, hjá Rolf Johansen 1985–88, var síðan verslunarstjóri í Kaupfélagi Kjalarnesþings til 1990 og sinnti síðan ýmsum sölustörfum til 1995. Lúther stofnaði fyrirtækið Stiklu hf., sem selur útgerðarvör- ur, ásamt Lúðvík Lúðvíkssyni 1995 og var hann þar framkvæmdastjóri til 1998. Þá festi Stikla kaup á sápu- gerðinni Frigg í Garðabæ og var Lúther framkvæmdastjóri Friggjar 1998–2003. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri hestavöruverslunar- innar Hestagallerý frá 2005. Fjölskylda Synir Lúthers og Hönnu Maríu Helgadóttur eru Arnar Logi, f. 14.4. 1993; Úlfur Darri, f. 30.12. 1999. Kona Lúthers er Kolbrún Jóns- dóttir, f. 1.3. 1970, skrifstofumaður. Systkini Lúthers eru Sigurður Jón Guðmundsson, f. 29.10. 1956, vélstjóri, búsettur í Reykjavík; Sig- urjón Úlfar Guðmundsson, f. 5.5. 1962, pípulagningamaður, búsett- ur í Reykjavík; Berglind Harpa, f. 30.11. 1964, kennari, búsett í Reykjavík. Foreldrar Lúthers eru Guð- mundur Jónsson, f. 26.1. 1937, fyrrv. sölumaður í Reykjavík, og Margrét Sigurjónsdóttir, f. 9.3. 1939, fyrrv. starfsstúlka. Ætt Guðmundur er bróðir Valdimars forstjóra. Guðmundur er sonur Sigurðar Jóns, forstjóra Belgjagerð- arinnar í Reykjavík Guðmunds- sonar, hreppstjóra á Látrum og í Breiðuvík Sigurðssonar. Móðir Sig- urðar Jóns var Helga Beata Árna- dóttir. Móðir Guðmundar er Jórunn Guðrún Guðnadóttir, kennara og b. í Breiðholti við Reykjavík, Sig- urðssonar og Sólveigar Sigurðar- dóttur húsmóður. Margrét er dóttir Jóns Guð- mundssonar, lengst af olíubíl- stjóra, og Elísu Ólafar Guðmunds- dóttur húsmóður. Lúther Guðmundsson framkvæmdastjóri verslunarinnar Hestagallerý Ingibjörg Albertsdóttir húsmóðir í Reykjavík Ingibjörg fæddist í Reykjavík en ólst upp í Landeyjum. Hún var í vist hjá Guðlaugi, kaupmanni á Eyrarbakka, fór til Reykjavíkur um fermingu og var þar fyrst ráðskona en starfaði síð- ar í verslunum Silla og Valda og síð- ar á Adlon bar í Aðalstræti. Seinni ár vann hún á Sælkeranum í Hafnar- stræti og vann síðan við fiskvinnslu. Síðustu starfsárin utan heimilis stundaði hún húshjálp. Ingibjörg bjó með seinni manni sínum að Rauðarástíg 3, í Höfða- borg, og í Bjarnaborg á Hverfisgötu 83. Loks flutti hún á Meistaravelli þar sem hún bjó til 2003 en þá flutti hún í þjónustuíbúð við Lindargötu 61. Fjölskylda Ingibjörg giftist 25.12. 1950 Jóni Árna Árnasyni en þau slitu samvistum 1953. Hann var sonur Árna Berg- mann Gunnlaugssonar, f. 18.7. 1883, d. 1980, og Kristínar Þórdísar Jóns- dóttur, f. 18.9. 1886, d. 1984. Dóttir Ingibjargar og Jóns Árna er Sigrún Jónsdóttir, f. 4.12. 1950, hús- móðir í Hnífsdal, en börn hennar eru Jón Árni Þórðarsson, Jónína Eyja Þórðardóttir, Vilborg Ása Bjarnadótt- ir, Bjarni Freyr Guðmundsson, Berg- mann Þór Kjartansson, Óskar Andri Sigmundsson (d.10.01.2004), Sindri Már Sigmundsson, Ómar Örn Sig- mundsson og Aldís Sigmundsdóttir. Ingibjörg giftist 23.3. 1956 Núma Lórenz Ólafssyni Fjeldsted, f. 16.2. 1932, d. 20.4. 2006, sjómanni og hús- verði. Þau skildu 1968. Foreldrar hans voru Ólafur Fjeldsted, bólstrari í Kópavogi, og k.h, Sæmunda Fjeld- sted húsmóðir Börn Ingibjargar og Núma eru Ól- afur Sævar Fjeldsted, f. 9.12. 1955, meðferðarráðgjafi í Ósló; Númi Leó Númason, f. 22.2. 1957, búsett- ur í Högsby í Svíþjóð en kona hans er Kajsa Pörhola Númason og eru börn þeirra Leó Númason og Ida Númadóttir; Sæmunda Fjeldsted, f. 16.3. 1961, d 08.08.2006, húsmóð- ir í Reykjavík, var gift Júlíusi Ólafs- syni kaupmanni en þau skildu og eru dætur þeirra Ingibjörg Alma Fjeld- sted, f. 13. október 1978, börn henn- ar eru Júlíus Örn, Almar Óli og Álfrún Emma . Ólöf Rut Fjeldsted, f. 8. jan- úar 1980. Sonur hennar er Ísak Daði, f. 2002. Hún er gift Guðmundi Rey Davíðssyni, sonur þeirra er Matthías Reyr. Barn hennar og Þórðar Magn- ússonar, f. 25. febrúar 1935, er Sæ- munda Fjeldsted, f. 18. desember 1983, eiginmaður hennar er Sigur- geir Már Sigurðsson, sonur þeirra er Sigurður Már. Hinrik Fjeldsted, f. 9.11. 1964, við- skiptafræðingur, kvæntur Sigurveigu Kristínu Fjeldsted og börn þeira eru Hólmfríður Kristín, f. 11.5. 1995 og Margrét Teresa f. 04.01. 2002 en son- ur Hinriks og Elínar Hafsteinsdóttur er Alexander Freyr Fjeldsted f. 25.03. 1994. Albróðir Ingibjargar er Magnús Albertsson, f. 24.2. 1932, verkamaður í Reykjavík. Hálfsystkini Ingibjargar, sam- mæðra: Sigurjón Kjartansson, f. 17.6. 1929, d. 26.3. 1998, starfsmað- ur á Keflavíkurflugvelli; Ágúst Kjart- ansson, f. 21.6. 1925, dó tuttugu og sex ára, sjómaður; Æska Björk Jó- hannesdóttir, f. 21.2. 1941, húsmóð- ir í Reykjavík; Ragnhildur Unnur Jó- hannesdóttir, f. 1.4. 1942, húsmóðir í Reykjavík; Elín Ósk Jóhannesdótt- ir, f. 21.2. 1941, húsmóðir í Reykjavík; Einar Mýrkjartansson, f. 26.5. 1937, d. 1999, verkamaður í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar voru Albert Guðbjartur Pálsson, f. 11.9. 1893, d. 17.11. 1971, starfsmaður Rafmagns- veitu Reykjavíkur, og k.h., Ragnhild- ur Sumarlína Magnúsdóttir, f. 22.10. 1902, d. 1968, húsmóðir. 80 ára á miðvikudag 50 | Ættfræði 29. desember 2010 Áramótablað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.