Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 56
...fyrir 100 árum Miðvikudaginn 29. desember 201056 V Í S I R árið 1910 - 1918 Kemur út virka daga kl. 11 árdegis 6 blöð (að minsta kosti) til jóla. Kosta áskrifendur 15 au. – Einstök 3 au. Afgreiðsla í Bárubúð. Opn kl. 11 árd. Til kl. 3 síðd. 14. desember 1910 Er að þreifa fyrir sjer, hvort tiltök sjeu að stofna hjer dagblað. Dagblaðið ætti aðallega að vera sannort frjettablað, en laust við að taka þátt í deilumálum. Vísir óskar stuðnings sem flestra og leiðbeiningar um það, sem vanta þykir. Lesari góður, viljið þjer hugsa um blaðið og láta það vita um tillögur yðar. Í gær. 14. desember 1910 Austanpóstur kom í gærkveldi. Enginn giftur, dáinn eða jarðsung- inn í bænum. Skipaferðir engar. Utan af landi. Silfurbergsnámana á Ökrum hafa Frakkar keypt fyrir 5000 krónur. Farist hefir nýlega, fyrir Keldun- úpsfjöru eystra, þýskt botnvörpuskip. »Gustav Ober« frá Bremerhaven. All- ir menn hafa druknað. Skipsbát og eitt lík rak. Strandaður er og annar botn- vörpungur uppi í Skaftárósi, sá var enskur og hjet »Tugela«, um mann- björg er óvíst. Talið er líklegt að þriðji botnvörpung- urinn »Berlin«, þýskur, hafi og farist. Hann hefir ekki komið fram lengi. Af íþróttavellinum. Vígslan. 13. júní 1911 Íþróttavöllur Reykvíkinga er allmikið umgirt svæði suðvestur af kirkjugarðinum. Völlurinn var vígður á sunnudaginn var og hófst sú athöfn kl. 4 síðdegis. Múgur og margmenni streymdi inn í girðinguna; Innarlega á vellin- um var pallur með fánastöngum umhverfis. Þar voru íþróttirnar sýnd- ar. Bekkir voru í boga fyrir pallinum norðanverðum sátu þar ýmsir áhorfendur, en aðrir stóðu sem þykk- ast alt um kring. 17. júní 1911 Kl. 8 1/2 árd. Minningarhátíð í mentaskólanum. Kl. 9 1/2 árd. Guðþjónusta í dóm- kirkjunni. Kl. 10 árd. Iðnsýningin opnuð fyrir boðsgesti. Kl. 12. á hád. Iðnsýningin opnuð fyrir almenning. (Inngangur 50 aura fullorðna 25 au. börn.) Lokuð meðan skrúðgangan stendur yfir. Kl. 12 á hád. Háskóli Íslands sett- ur í Alþingishúsinu. Aðeins boðsfólk getur komist þar að. Kl. 1 1/2 síðd. Skrúðganga hefst frá Austurvelli um Kirkjustræti og Suðurgötu og aftur um Tjarnargötu, Vonarstræti og Templarasund að Aust- urvelli. Í kirkjugarðinn verða lagðir blóm- sveigar á leiði Jóns Sigurðssonar. Eftir skrúð- gönguna flytur Jón Sagnfræðingur erindi af Al- þingishússvölunum. Kl. 4 síðd. Minningarathöfn Bók- mentafjelagsins hefst. Kl. 5 síðd. íþróttamótið sett á íþróttavellinum. Kl. 9 síðd. Samsæti á Hotel Reykjavík (studentar), Iðnaðarmannahúsinu og Goodtempl- arahúsinu. 2. ágúst 1914 Kaupmannahöfn í gær. Allur Rússaher og Austurríkismanna hervæðist. Þjóðverjar tilbúnir að grípa til vopna. Holland, Belgía og Danmörk auka mjög hervarnir sínar. Kaupmannahöfn í gær. Danir hafa kallað saman allan her sinn, en lýsa jafnframt yfir hlutleysi sínu í ófriði. Jean Jaurés friðarvinurinn var myrtur í gær í París. (Sjá 2. síðu.) Ríkisráðsfundur var haldinn í Danmörku í dag. Samþykt að bæta 1300 manns af stórskotaliði á hervirkin og 1400 manns á flotann. Lundúnum í gær. Englandsbanki hefur í dag hækkað forvexti sína úr 8% upp í 10%. (Aðrir bank- ar þar hafa hærri vexti.) Ófriðarlok Vopnahlé samið. Stjórnarbylting í Þýskalandi. 17. nóvember 1918 Þau stórtíðindi hafa nú gerst, að Þjóðverj- ar hafa samið vopnahlé við bandamenn og með því má í raun og veru telja, að ófriðnum sé lokið, en þegar vopnahléð var samið hafði hann staðið yfir í 4 ár og rúma þrjá mánuði. Vopnahléð var samið 11. nóvember og eru óljósar fregnir af því, hvernig þeir samningar komust í kring. Sagt var frá því í loftskeytum í síðasta blaði, að bandamenn hefðu ákveðið vopnahlésskilyrðin, og var það þegar tilkynt Þjóðverjum og Foch, yfir- hershöfðingja bandamanna, falið að semja við þá. 1811 – 17. JÚNÍ – 1911 Minni Jóns Sigurðssonar á hundrað ára afmæli hans. Símfrjettir. 17. júní 1911 Nýjustu frjettir. 16. desember 1910 Jarðarför Jóh. Skósmiðs Jóhannsson- ar, Vg. 38, fer fram á morgun. Bæjarstjórnarfundur var haldinn í gær kveldi og stóð til kl. 2 ½ í morgun. Rif- ist um bæjarverkfræðing o. fl. Nánar næst. Bruna á Kjalarnesi þóttust einhverjir sjá laust fyrir miðnætti. Vísir símaði að Esjubergi, en þar var ekkert kunn- ugt um hann. 17. júní í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.