Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 9
Vikublað 30. september–2. október 2014 Fréttir 9
Almenningur fjármAgnAr
tækjAkost lAndspítAlAns
Allir leggjast á eitt við söfnun
Mikilvæg tæki keypt fyrir söfnunarfé
Öll tæki barnaspítalans
keypt fyrir gjafafé
Tækjabúnaður eins og á fullkomnustu barnaspítölum í heimi
Í
sland hefur hingað til verið
eina land Norðurlandanna þar
sem háskólasjúkrahús er ekki
búið aðgerðarþjarka. En nú er
að verða breyting þar á, þar sem
slíkt tæki verður tekið í notkun á
Landspítalanum á næsta ári.
Margir lögðust á eitt við söfnun
fyrir aðgerðarþjarkanum, en um
er að ræða tæki sem kostar hund-
ruð milljóna króna, fyrir utan upp-
setningu og rekstur. Kaup á þjark-
anum hafa verið í umræðunni í
mörg ár en ekki hefur verið til fjár-
magn til að kaupa hann fyrr en nú.
Það voru sérfræðingar á
Landspítalanum sem áttu frum-
kvæði að söfnuninni og tókst að
safna fyrir helmingi af kaupverði
tækisins. Landspítalinn legg-
ur síðan til restina af fjármagn-
inu. Ekki hefði verið hægt að fara
í kaup á tækinu svo fljótt nema
vegna þessa mikla fjár sem safn-
aðist.
Hugsað til framtíðar
Þjarkinn nýtist meðal annars við
aðgerðir vegna krabbameins í
blöðruhálskirtli og í grindarholi.
Með honum er skurðlæknum gert
kleift að framkvæma aðgerðir með
mun minna inngripi og minni
hætta er á fylgikvillum en í hefð-
bundnum opnum aðgerðum. Þá er
sjúklingurinn fljótari að jafna sig.
Þeir læknar sem eru að koma úr
námi í dag hafa lært á öll nýjustu
tækin sem til eru og hafa því þekk-
ingu til að vinna með þau. Erfitt
hefur verið fyrir lækna að koma
heim til Íslands úr námi þar sem
tækjabúnað sem hæfir þeirra þekk-
ingu hefur skort.
Þeir sérfræðingar sem stóðu
að söfnun aðgerðarþjarkans eru
raun ekki þeir sem koma til með
að nota hann við sína vinnu, held-
ur voru þeir að hugsa til framtíðar
fyrir læknana sem eru að koma úr
námi. Að hægt væri að bjóða þeim
upp á þann tækjabúnað sem þeir
kunna að vinna með.
Loksins nýr beinþéttnimælir
Annað dæmi um ákveðið tæki
sem Landspítalann hefur vantað
er beinþéttnimælir, sem Mjólkur-
samsalan safnar nú fyrir með sölu
á sérmerktum mjólkurfernum.
Slíkur mælir flokkast ekki und-
ir lífsnauðsynlegt tæki, en hann
er engu að síður nauðsynlegur til
að þjónusta sjúklinga með bein-
þynningu. Mælirinn sem til er
á spítalanum núna er löngu úr-
eltur og beinþéttnimælir hefur
verið á lista yfir tæki sem vantar í
fjölda ára. Vegna forgangsröðun-
ar hefðu kaup á honum ekki kom-
ið til á næstunni nema vegna átaks
Mjólkursamsölunnar. Mælirinn
fellur þá af listanum yfir tæki sem
vantar og losnar þannig um fjár-
magn til að kaupa annað tæki neð-
ar á listanum, þegar þar að kemur.
sitji oft á hakanum, eins og til dæm-
is góð rúm. „Þetta er eitthvað sem
er gríðarlega mikilvægt fyrir spítala
að hafa í lagi, en fólk vill oft frekar
gefa meira spennandi tæki sem eru
lífsnauðsynleg.“ Nýlega gaf Minn-
ingagjafasjóður Landspítalans þó
50 milljónir til kaupa á rúmum, og
segir Jón Hilmar kaupin hafa verið
mjög tímabær.
Hann segir að allt gjafafé og gjafir
séu mjög mikilvægar, en hins vegar
séu gjafir almennings ekki alltaf í
takt við þarfir spítalans í heild. Þær
séu oft frekar sniðnar að þörfum
einstakra eininga sem gefandinn
tengist með einhverjum hætti. Til
dæmis vegna veikinda aðstandanda.
„Forgangsröðun gjafa almennings
er því eðlilega ekki endilega sú sama
og spítalans. Enda væri fáránlegt að
ætlast til þess,“ segir Jón Hilmar.
Þá nefnir hann að þegar spítalan-
um bjóðist gjafafé upp á til dæmis
helmingsandvirði ákveðinna tækja
þá sé oft erfitt að hafna því, þrátt fyr-
ir að tækið sé ekki efst á forgangs-
listanum. „Þá vakna kannski upp
spurningar um það hvort fólk geti
keypt sig ofar á listann með þessum
hætti. Þetta geta verið erfið mál, en
við reynum yfirleitt að leysa þau á
farsælan hátt.“
Óþarfa kostnaður við að koma
tækjum fyrir
Slæm staða á húsnæði Landspít-
alans hefur líka sitt að segja þegar
kemur að kostnaði við tækjakaup,
en oft þarf að breyta húsnæðinu til
að koma tækjunum fyrir, með til-
heyrandi kostnaði.
Jón Hilmar segir að vandamál-
ið með mörg nýjustu og fullkomn-
ustu lækningatækin sé hvað þau
eru gjarnan umfangsmikil og í
sumum tilfellum þung. Þau krefj-
ast því oft ákveðinnar lofthæð-
ar og burðarþols sem byggingar
Landspítalans bjóði ekki upp á.
Hann segir að hingað til hafi tækni-
og verkfræðingum þó einhvern
veginn tekist að láta hlutina ganga
upp. „Þetta er auðvitað ekki eins
og þetta ætti að vera og oft er mjög
þröngt um okkur. Þetta hefur bjarg-
ast hingað til en oft hefur það verið
mjög tæpt. Þá fellur alltaf til kostn-
aður við þessar breytingar sem ætti
ekki að þurfa.“
Landspítalanum er skipt fjár-
hagslega upp í þrjá liði, en þangað
til nýlega hefur staðan á þeim öll-
um verið mjög slæm. „Tækjakaupa-
liðurinn er í ásættanlegu standi
í dag, ef þetta heldur áfram sem
horfir. Rekstrarféð er ekki í lagi og
ef fjárlögin halda þá erum við að
horfa upp á niðurskurð. Svo er hús-
næðið óásættanlegt, eins og tækja-
kaupamálin voru fyrir tveimur til
þremur árum. Við höfum ekki einu
sinni peninga til að laga leka,“ segir
Jón Hilmar að lokum. n
Andvirði gjafa
til spítalans
Ár 2010 2011 2012 2013
Milljónir
króna 252 196 461 341
Landspítalinn setur fyrirvara á þessar töl-
ur, enda erfitt að verðmeta allar gjafir sem
spítalanum berast. Inni í þessum tölum er
allt frá lífsnauðsynlegum lækningatækj-
um, sem spítalinn hefur fengið að gjöf, til
sófa, málningarvinnu og smærri tækja. K
venfélagið Hringurinn er
það félag sem hefur í gegn-
um árin lagt hvað mest fé
í tækjakaup fyrir spítal-
ann, en öll tækin á Barnaspítala
Hringsins eru keypt fyrir gjafafé
frá kvenfélaginu. Ríkið hefur ekki
lagt fé til tækjakaupa fyrir barna-
spítalann í tugi ára. Barnaspít-
alinn er tækjum búinn eins og
fullkomnasti barnaspítali í heimi
og Hringurinn og aðrir velunnar-
ar gæta þess vel að ekkert skorti.
Nú síðast í janúar, á 110 ára af-
mæli Hringsins, gáfu Hringskon-
ur barnaspítalanum 110 milljón-
ir króna. Eina milljón fyrir hvert
ár. En barnaspítalinn fær reglu-
lega gjafir af þeirri stærðargráðu
frá kvenfélaginu.
Þegar núverandi húsnæði
barnaspítalans var byggt, styrktu
þær húsbygginguna um 150
milljónir króna og til viðbótar
gáfu þær 50 milljónir til tækja-
kaupa.
„Þangað til síðustu tvö til þrjú
ár var þetta bara súrrealískt.
Stundum var gjafafé meira en það
sem ríkið lagði fram og það þekkist
bara ekki í vestrænum heimi.
n Fékk lengi aðeins um 10 prósent af eðlilegum útgjöldum til tækjakaupa n Öll tæki á Barnaspítalans eru keypt fyrir gjafafé