Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Vikublað 30. september–2. október 2014
Rannsakendur verði rannsakaðir
Atlaga ráðherra lögreglumála að embætti ríkissaksóknara og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
E
itt af því sem fram kom í þriðja
bréfi umboðsmanns Alþingis
til Hönnu Birnu var að hún
hefði hótað Stefáni Eiríkssyni
því að rannsókn lögreglu og ríkis
saksóknara á lekamálinu yrði rann
sökuð sérstaklega að henni lokinni.
Umboðsmaður hefur þetta eftir
Stefáni sjálfum: „… og líka það, og
ég kom því á framfæri við ríkissak
sóknara, að hún hefði sagt í þessu
samtali við mig að þegar þessu máli
yrði lokið þá væri það alveg ljóst í
hennar huga að það þyrfti að rann
saka rannsókn lögreglu og ríkissak
sóknara.“ Hanna Birna var æðsti
maður lögreglumála meðan á af
skiptum hennar af rannsókninni
stóð, en líkt og fram hefur komið
beindist hún að ráðuneyti hennar,
henni sjálfri og aðstoðarmönnum,
sem voru með réttarstöðu grunaðs
manns. Í samtali sínu við umboðs
mann sagði Stefán ráðherra einnig
hafa „ýtt á eftir“ lögreglunni, sett á
hana tímapressu, hellt yfir sig „dá
góðri gusu af gagnrýni“, kvartað
undan umfangi rannsóknarinnar,
deilt á einstakar rannsóknarathafn
ir lögreglu, gagnrýnt lögregluna fyrir
að taka og rannsaka tölvu aðstoðar
manns hennar og beðið um að yfir
heyrslum yrði flýtt.
Viðbrögð ráðherra við birtingu
þessara upplýsinga voru meðal
annars þau að saka lögregluna um
lögbrot. Í sérstakri tilkynningu sem
send var á fjölmiðla fullyrti Hanna
Birna að lögregla hefði sérstaklega
tilkynnt henni að ekki yrði gætt með
alhófs í rannsókninni á
innanríkis ráðuneytinu.
„Á seinni stigum var
mér hins vegar til
kynnt að í þessari
rannsókn myndi
ekkert meðal
hóf gilda, aðstaða
lögreglu í málinu
væri erfið og op
inber umræða um
það væri einfald
lega þannig að rann
sakendur yrðu
að sýna fram á
að þeir hefðu
„gengið alla
leið“ eins og
það var orð
að.“ Meðal
hófsreglan
er grund
vallarregla
í íslenskri
stjórnskipan
og útfærð
bæði í stjórn
sýslulögum
og lögreglu
lögum. Get
ur brot á
henni varð
að refsi
ábyrgð.
Oft vaknar vafi um hvort meðalhófs
sé gætt í tilteknu máli, en afar sjald
gæft er að lögreglan lýsi því beinlín
is yfir að í einstakri rannsókn muni
„ekkert meðalhóf gilda“. Hanna
Birna sakaði þannig lög
regluna um valdníðslu sem
hún taldi lögreglumenn
hafa viðhaft af ásettu
ráði.
Hanna Birna hefur ítrekað reynt
að gera aðkomu rannsakenda að
lekamálinu tortryggilega, meðal
annars með því að gagnrýna þann
tíma sem það tók að rannsaka mál
ið. „Það er í rauninni orðið svolítið
sérkennilegt að hún sé orðinn svona
mikill gagnrýnandi á lögreglu og
dómsmálakerfið í landinu,“
sagði Stefanía Óskars
dóttir, lektor í stjórn
málafræði við
Háskóla Ís
lands, í
þættin
um
Reykja
vík síð
degis á
Bylgjunni
þann 26.
ágúst, og vís
aði þar til fyrr
greindrar gagn
rýni Hönnu
Birnu á
ríkissaksóknara og lögreglu. „Mér
finnst þetta orðið dálítið alvarlegt
þegar innanríkisráðherra er farin að
ganga svo langt að hún segist ekki
treysta lögreglunni, ríkissaksóknara
og umboðsmanni,“ sagði hún svo í
samtali við Morgunblaðið og hélt
áfram: „Hvað með almenning í
landinu, eigum við að treysta þessu
liði?“ Ýmsir málsmetandi aðilar
hafa gagnrýnt afskipti
ráðherra af rann
sókninni. Þar á
meðal Björg
Thorarensen,
lagaprófessor
við Háskóla
Íslands, sem
hefur sagt að
innanríkis
ráðherra og
lögreglustjóri
eigi aldrei að
ræðast við með
an embættis
færslur á skrifstofu
ráðherra séu til
rannsóknar. n
Fjárveitingar Samkeppniseftirlitsins á fjögurra ára
tímabili með samanburði við 2008
Fjárveitingar alls Að frádregnum tímabundnum verkefnum
2008: 277,0 m.kr. 277 m.kr.
2012: 325,8 m.kr. 275,8 m.kr.
2013: 353,4 m.kr. 303,4 m.kr.
2014: 395.6 m.kr. 315,6 m.kr.
2015: 385,6 m.kr. 353,6 m.kr.
Samkeppni öflugt
tæki til endurreisnar
n Fjöldi ólokinna verkefna hjá Samkeppniseftirlitinu en minna fé til ráðstöfunar
P
áll Gunnar Pálsson, for
stjóri Samkeppniseftirlits
ins, segir í samtali við DV
að frá hruni hafi staðið
á Samkeppniseftirlitinu
mikil hagræðingarkrafa, með svip
uðum hætti og gagnvart öðrum
opin berum rekstri. „Í þeirri um
ræðu höfum við reynt að halda
til haga þeirri staðreynd að virk
samkeppni er ein öflugasta að
ferð sem völ er á til þess að hraða
endurreisn atvinnu og efnahags
lífs í kjölfar efnahagskreppu og
til þess að auka framleiðni efna
hagslífsins almennt. Við höfum
meðal annars bent á niðurstöður
samráðsvettvangs stjórnvalda og
atvinnulífs um aukna hagsæld, en
ráðgjafarfyrirtækið McKinsey var
fengið til að leiða þá vinnu.“
Sektir hærri en
rekstrarframlög
Páll Gunnar segir að með hliðsjón
af þessu hafi Samkeppniseftirlitið
fært rök fyrir miklum samfélags
legum ávinningi af því að hafa öfl
ugt eftirlit á grundvelli samkeppn
islaga. „Jafnframt höfum við bent
á að samanlagðar sektir af rekstri
samkeppnismála renna í ríkissjóð
og eru miklu hærri en sem nem
ur fjárveitingum til samkeppn
iseftirlits, þegar horft er á lengra
tímabil aftur í tímann.“
Eftir hrunið haustið 2008 fjölg
aði málum verulega sem komu
til kasta Samkeppniseftirlits
ins. Vegna versnandi aðstæðna á
samkeppnismörkuðum var mikil
eftirspurn eftir því að eftirlitið tæki
mál til rannsóknar og gripi inn í
samkeppnishamlandi aðstæður.
Gunnar Páll segir að af þessum
sökum hafi Samkeppniseftirlitið
fært rök fyrir verulega auknum
fjárheimildum, en ekki haft erindi
sem erfiði nema að mjög takmörk
uðu leyti.
10 prósenta niðurskurður
Samkeppniseftirlitinu hefur verið
gert að hagræða í rekstri jafnt og
þétt nær öll árin frá hruni. Á móti
hefur eftirlitið þó fengið viðbótar
fjárveitingar til þess að vinna ný
verkefni. Um er að ræða aukin
rannsóknarverkefni, verkefni
vegna hruns, aukið eftirlit á grund
velli fjölmiðlalaga og auknar leið
beiningar til fyrirtækja. „Þessar
fjárveitingar hafa að hluta til ver
ið tímabundnar. Tímabundnu
fjárveitingarnar renna sitt skeið á
þessu ári og fela því í sér talsverð
an niðurskurð á næsta ári. Ef horft
er til fjárveitinga til reglulegra eða
hefðbundinna verkefna eftirlits
ins, hafa fjárveitingarnar á þessu
tímabili (2008–2015) lækkað um
rúm 10 prósent að raungildi.“ n
„… virk samkeppni
er ein öflugasta
aðferð sem völ er á til
þess að hraða endurreisn
atvinnu- og efnahagslífs
í kjölfar efnahagskreppu
og til þess að auka fram-
leiðni efnahagslífsins al-
mennt.
Í þágu endurreisnar Páll Gunnar
Pálsson: „Jafnframt höfum við bent
á að samanlagðar sektir af rekstri
samkeppnismála renna í ríkissjóð
og eru miklu hærri en sem nemur
fjárveitingum til samkeppniseftirlits,
þegar horft er á lengra tímabil aftur í
tímann.“ Mynd Logo SAMkeppniSeFtirLit