Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Síða 15
Fréttir Viðskipti 15Vikublað 30. september–2. október 2014 Seldi sér eignir illa stadds Skipholts Eigendabreyting á 3 fasteignum í Skipholti sem Kjartan Gunnarsson erfði eftir föður sinn K jartan Gunnarsson, fjár- festir og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, hefur selt þrjár fasteignir í Skipholti út úr fasteignafélagi sínu, Skipholti ehf., og inn í annað félag sem hann á, Fjórir GAP ehf. Salan átti sér stað í lok árs í fyrra. Skipholt ehf. stendur illa og er með neikvæða eiginfjár- stöðu upp á tæplega 260 milljónir króna í lok síðasta árs en var með með neikvætt eigið fé upp á tæplega 580 milljónir króna árið áður. Fasteignirnar eru í Skipholti 1 og Skipholti 25. Kjartan erfði fast- eignirnar þegar faðir hans, Gunnar Pálsson, féll frá fyrir rúmum tuttugu árum en hann var eignamaður sem meðal annars átti talsvert af fast- eignum. Fyrirtækið sem átti Skip- holt 1 hét Baugur sf. Myndlista- og handíðaskólinn var á sínum tíma í Skipholti 1 en Listaháskóli Íslands hefur verið þar til húsa síðastliðin ár. Líkt og DV greindi frá í síðustu viku þá er kreditkortafyrirtæki sem Kjartan á að hluta, iKort ehf., til húsa í Skipholti 25. Átti að greiða nærri 290 milljónir Í ársreikningi Skipholts fyrir síðasta ár kemur fram að félagið hafi átt að greiða skuldir upp á samtals tæp- lega 290 milljónir króna á þessu ári. Skipholt átti hins vegar ekki slíka fjármuni á lausu í lok síðasta árs enda var eiginfjárstaðan neikvæð upp á nærri 600 milljónir króna árið áður. Félagið seldi hins vegar umræddar fasteignir fyr- ir 517 milljónir króna og innleysti söluhagn- að upp á rúmlega 390 milljónir króna fyrir vikið. Heildarhagn- aður Skipholts ehf. fyrir árið í fyrra nam rúmlega 320 milljónum króna. Eiginfjárstaða fé- lagsins er hins vegar ennþá neikvæð upp á 260 milljónir en lækkar um rúmar 300 milljónir á milli ára. Á sama tíma lækkaði skuld félagsins við Kjartan sjálfan um 85 milljónir króna. Út frá þessum upplýsingum er nokkuð ljóst að félagið er varla starfhæft til lengdar nema frek- ari fjármunir komi inn í það. Íslandsbanki með veð Í afsali viðskiptanna með húseignirnar kemur fram að Ís- landsbanki eigi veð í þeim. Um er að ræða veðskuldabréf upp á upphaflega 24 milljónir króna og tryggingabréf upp á 78 milljónir. Ljóst er að eigenda- breytingarnar á hús- unum, og yfirfærslan á veðinu frá einu fé- lagi til annars, hefði ekki getað átt sér stað nema með vit- und Íslandsbanka. Orð- rétt segir meðal annars í afsalinu: „Skipholt ehf. (…) afsalar hér með eftirfarandi fasteign til Fjórir Gap ehf.“ Í febrúar 2014 kom svo inn 160 milljóna króna tryggingarbréf frá Kjartani Gunnarssyni sem hvílir á þriðja veðrétti á Skipholti 1. Fjórir GAP ehf. skuldar Kjartani því 160 milljónir króna persónulega. Kjartan fjármagnar félagið hluta Þetta þýðir að Kjartan Gunnarsson fjármagnar félagið sem keypti eign- irnar í Skipholti að hluta til sjálfur. Í ársreikningi Fjórir GAP ehf. kemur líka fram að skuldir félagsins við tengdan aðila hafi hækkað um 160 milljónir króna í fyrra og að þær standi nú í í 270 milljónum. Þá tók félagið líka langtímalán hjá lánastofnun, líklega Íslands- banka, upp á rúmar 240 milljónir króna. Að hluta eðlileg viðskipti Kjartan virðist því bæði hafa veitt félaginu lán sjálfur sem og tekið lán í banka til að kaupa fasteignirnar þrjár í Skipholti út úr eignarhalds- félagi sem hann átti sem ekki stend- ur vel og sem skuldar umtalsvert meira en félagið á. Í ársreikningn- um kemur fram að eignirnar hafi verið keyptar á tæplega 440 millj- ónir en séu verðmetnar á rúm- lega 500 milljónir króna. Viðskipt- in með fasteignir Skipholts virðast því vera eðlileg í þeim skilningi að rétt verð var greitt fyrir þær, nýr eig- andi lagði fram eigið fé í formi láns og eins kom fjármögnun frá banka. Eftir stendur hins vegar að Skip- holt ehf. stendur illa og hljóta lánar- drottnar félagsins að þurfa að færa niður skuldir félagsins, að hluta eða að öllu leyti, eftir viðskiptin. Ef við- skiptin hefðu ekki átt sér stað hefðu lánardrottnar Skipholts getað geng- ið að fasteignunum ef ekki hefðu verið til þær tæplega 290 milljónir sem félagið átti að greiða af skuld- um sínum í ár. n „Skipholt ehf. (…) af- salar hér með eft- irfarandi fasteign til Fjórir Gap ehf. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Breytingar á fasteignalánum Í nýrri skýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið tók saman kemur fram að fyrirhugað er að búa til nýja umgjörð um fast- eignalán til neytenda. Á heima- síðu ráðuneytisins segir að mark- miðið með skýrslunni sé að koma umræðu af stað um bestu fram- kvæmd við veitingu fasteigna- lána sem muni nýtast þegar far- ið verður í vinnu við að skapa nýja umgjörð. Stefnt er að því að frumvarp verði lagt fram á vor- þingi 2015, sem miði að því að setja ný heildarlög um veitingu fasteignaveðlána til neytenda. Auknar tekjur en minni kaup- máttur Ráðstöfunartekjur heimila jukust um 4,2 prósent á árinu 2013 mið- að við fyrra ár. Kaupmáttur ráð- stöfunartekna á mann dróst hins vegar saman um 0,7 prósent á sama tíma, en þetta kemur fram í tilkynningu sem Hagstofan sendi frá sér á mánudag. Ráðstöf- unartekjur eru skilgreindar sem samtala launatekna, eignatekna, tilfærslutekna og reiknaðs rekstr- arafgangs einstaklings fyrirtækja að frádregnum eigna- og tilfær- sluútgjöldum. Heldur hefur dreg- ið úr vexti á kaupmætti en frá árinu 2012 hefur hann dregist saman eftir að hafa tekið mikið stökk upp á við á milli áranna 2010–2011. Óvissa á fast- eignamarkaði Hagfræðideild Landsbankans var fljót að senda frá sér umfjöllun um fasteignamarkaðinn á mánu- daginn eftir að tilkynnt hafði ver- ið um vinnu við nýja umgjörð fasteignalána sem hér er sagt frá að ofan. Kemur þar fram að margir mælikvarðar bendi til þess að jafnvægi ríki á fasteignamark- aði en að þó sé óvissa framund- an. Líklegt sé að heimili bíði eftir niðurstöðu um höfuðstólslækk- anir verðtryggðra skulda. Þá sé ekki ólíklegt að aukning á fram- boði og eftirspurn auki spennu sem ríkir á markaðnum og hækki áfram fasteignaverð. Tæplega þriggja milljarða afskrift K röfuhafar fjárfestisins Óla Vals Steindórssonar hafa afskrifað tæplega þriggja milljarða króna kröfur á hend- ur honum. Þetta kemur fram í Lög- birtingablaðinu þar sem skiptalok þrotabús hans eru auglýst. Ríflega 60 milljónir króna fengust upp í kröf- ur sem námu rétt rúmlega þremur milljörðum króna. DV fjallaði talsvert um Óla Val sumarið 2013 en hann hafði verið framkvæmdastjóri bandaríska tún- fiskfyrirtækisins Umami. Óla Val var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu í lok árs 2012 eftir að upp komst að fyrirtæki í hans eigu hafði verið milli- liður í viðskiptum Umami og gat ekki borgað skuld við túnfiskfyrirtækið upp á 18 milljónir dollara. Óli Valur hafði ákveðið að láta fyrirtæki sitt, Atlantis Group, vera millilið í við- skiptum Umami og kaupenda tún- fisksins í Japan. Lík og DV greindi frá á þeim tíma rekur Umami túnfiskeldi í Mexíkó og Króatíu. Um er að ræða stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar í heimi og átti Óli Valur stóran hlut í því. Hlutdeild þess á bláuggatúnfiskmarkaðnum er í kringum 20 prósent á heims- vísu. Allur túnfiskurinn frá Umami fer á markað í Japan þar sem hann er seldur sem sashimi. Sumarið 2012 var einnig búið að taka bú Atlantis Group til gjald- þrotaskipta en ekki er búið að aug- lýsa skiptalok þess fyrirtækis svo vitað sé. n ingi@dv.is Fjármunir skiptu um hendur Kaup félags Kjartans Gunnarssonar á fasteignum sem voru í eigu annars skuldsetts félags hans voru meðal annars fjármögnuð með lánum frá honum sjálfum og banka. Túnfiskævintýri í Bandaríkjunum endaði illa Stórt gjaldþrot Gjaldþrot Óla Vals er stórt en hann var einn af aðaleigendum Umami sem er eitt stærsta túnfiskfyrirtæki í heimi. Mynd TeITur JónASSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.