Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Síða 19
Vikublað 30. september–2. október 2014 Skrýtið 19
Játaði á sig morð vegna
1.800 ára gamals höfuðs
n Myrti konu sína árið 1960 n Játaði þegar 1.800 ára gamalt höfuð fannst í mýri
T
veir verkamenn sem störf-
uðu í mómýri í Lindow á
Englandi tóku eftir furðu-
legum hlut í mónum einn
góðan veðurdag í maí 1983.
Þeir rétt náðu að bjarga hlutnum
áður en mórinn sem þeir unnu með
fór í mulningsvélina sem brytjaði
efnið niður. Hluturinn skrýtni var í
laginu eins og fótbolti og mennirn-
ir göntuðust með hann, héldu
kannski að hann væri risaeðluegg.
Þeim brá hins vegar þegar
gripurinn var skoðaður betur. Hann
reyndist mannshöfuð með einu
varðveittu auga og töluverðu hári.
Eins og lög gera ráð fyrir var hringt
á lögregluna. Réttarlæknar töldu að
um höfuð af evrópskri konu væri að
ræða, 30–50 ára að aldri. Lögreglan
var nokkuð viss um að höfuðið til-
heyrði Maliku Reyn-Bardt, konu
sem hvarf sporlaust árið 1960.
Rannsókn á hvarfi hennar var
enn í gangi. Peter Reyn-Bardt,
eigin maður konunnar, hafði legið
undir grun um að hafa myrt hana.
Þegar lögreglumenn sýndu hon-
um höfuðið játaði hann loksins að
hafa myrt konu sína. Heimili þeirra
hjóna var við jaðar mómýrarinnar
og Peter sagðist hafa fleygt líki konu
sinnar í móinn.
Tæplega 2.000 ára haus
Stuttu síðar var höfuðið sent í C-14
aldursgreiningu og þá kom annað
og meira í ljós. Höfuðið reyndist
vera af konu sem uppi var um 210
eftir Krist eða fyrir um 1.800 árum.
Þetta breytti ekki stöðu Peters
Reyn-Brandt, sem var sakfelldur
fyrir morðið vegna játningar sinnar.
Höfuðið er nú varðveitt hjá British
Museum.
Lík Moniku Reyn-Brandt hefur
aldrei fundist. Eiginmaður hennar
var dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Mýrarmenn þekktir
Mjög vel varðveittar líkamsleifar
manna sem létust fyrir árþúsund-
um hafa fundist í mómýrum víðar
í Norður-Evrópu, sér í lagi Þýska-
landi og Danmörku. Tollund-mað-
urinn er einn frægasti safngrip-
ur Dana. Hann fannst árið 1950 í
Tollund, í grennd við Silkeborg á
Jótlandi. Hann er talinn hafa ver-
ið uppi fyrir meira en 2.000 árum,
í kringum þriðju öld fyrir Krist.
Súrefnisleysi og sýran í mónum
hafði varðveitt líkið á ótrúlega góð-
an hátt. Andlitsdrættir sjást til að
mynda mjög vel. Röntgenmynd-
ir sýndu enn fremur að flest líffæri
mannsins voru mjög heilleg.
Talið er að mönnum hafi ver-
ið fleygt í mýrarnar eftir trúarlegar
fórnir eða refsingar. Flestir mýrar-
mannanna sem fundist hafa voru
ungir og hraustir þegar þeir létust.
Annar líkami í Lindow
Lindow-konan, eins og höfuðið er
nefnt nú, er þó ekki frægasti íbúi
Lindow-mýrarinnar. Í ágúst 1984,
rúmu ári eftir að höfuð konunnar
fannst, var verkamaður að taka mó
á svipuðum stað í mýrinni.
Færiband flutti móhrúgurnar
áfram en á enda línunnar var
mulningsvélin. Starf þessa verka-
manns var meðal annars að sjá um
að engir aðskotahlutir lentu á færi-
bandinu. Og nú sýndist honum að
trjádrumbur væri þar fastur. Hann
tók þennan drumb upp og fleygði
honum út í skurð. Þegar hluturinn
lenti á jörðinni féll mold af honum
og fótleggur af manni lá skyndilega
í skurðinum, það glampaði á hann í
góða veðrinu.
Mjög vel varðveittur maður
Lögregla og fornleifafræðingar
voru kallaðir á vettvang, og voru ef-
laust hættir að kippa sér of mikið
upp við líkamspartana sem virtust
liggja í bunkum í mónum í Lindow.
En enginn bjóst við því sem nú
kom í ljós. Gríðarlega vel varðveittar
líkamsleifar manns fundust á sama
stað og fóturinn hafði verið grafinn
upp. Mýrarmaður þessi, sem var
mun heillegri en konan sem fannst
árið áður, var fluttur á British
Museum, þar sem teymi fornleifa-
fræðinga og ýmissa vísindamenn
rannsakaði hann hátt og lágt.
Hár, húð og mörg innyfli manns-
ins voru í góðu ásigkomulagi.
Aldursgreining leiddi í ljós að hann
lést einhvern tímann á árunum 2
f. Kr. til 119 eftir Krist. Hann var 25
ára gamall, 168 sentimetrar á hæð
og um 60 kíló að þyngd.
Talið er að hann hafi ekki unnið
mjög líkamlega erfið störf um æv-
ina. Hendurnar eru sléttar og
neglurnar vel snyrtar. Skeggið hafði
verið klippt. Ekkert bendir til þess
að hann hafi verið veikur þegar
hann lést. Vísindamenn vita að
hann snæddi brauð í síðustu mál-
tíðinni.
Hræðilegur dauðdagi
Maðurinn var myrtur á skelfilegan
hátt. Hann var sleginn tvívegis í
höfuðið með öflugu vopni, hugs-
anlega frumstæðu eggvopni. Hann
var með snæri bundið um hálsinn.
Eftir að hann lést var hann skorinn
á háls og svo fleygt niður í djúpan
pytt í mýrinni.
Þessi vandasama aftökuaðferð
bendir til þess að um maðurinn
hafi verið drepinn vegna trúarhefð-
ar drúída, fræðimanna og presta
keltneskra þjóða til forna. Hinn
látni var hugsanlega drúídi sjálfur
og var fórnað guðunum. n
Helgi Hrafn Guðmundsson
helgihrafn@dv.is
Fornmaður Vísindamenn telja að Lindow-
maðurinn hafi litið svona út.
Leyndardómar í mýrinni Mörg þúsund ára gamlir menn eru grafnir í Lindow-
mýrinni á Englandi.
Mýrarmaður Lindow-
maðurinn var myrtur á
hrottafenginn hátt á
fyrstu öld eftir Krist.