Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 22
22 Umræða Vikublað 30. september–2. október 2014 Draugabærinn Akureyri N ú er Svarthöfði ekki ættaður úr Eyjafirðinum en væri það svo yrði hann afskaplega móðgað­ ur yfir því hversu aumingjagóð yfirvöld eru í garð Akureyringa. Þetta byggðarlag státar af einni öflugustu útgerð Evrópu í dag og einstakri fram­ takssemi vaskra íbúa og ætti hverjum manni að vera það ljóst að stoltir Ak­ ureyringarnir þurfa enga einustu ölm­ usu frá yfirvöldum. En samt virðast öll vötn renna til Eyjafjarðar og ekki heyrist múkk frá Akureyringum sem virðast sáttir við allt þetta tal ríkisstjórnarinnar um að það verði að fjölga störfum á Akur­ eyri. Ástandið hlýtur hreinlega að vera virkilega slæmt í þessu byggðar­ lagi miðað við hvernig ríkisstjórnin talar. Allavega virðist ríkisstjórnin sjá sig knúna til að grípa til einhvers kon­ ar neyðaraðgerðar fyrir Akureyringa með því að flytja alla starfsemi Fiski­ stofu á ljóshraða norður. Og ekki batn­ ar ímyndin Akureyrar þegar starfs­ menn stofunnar eru svo afhuga því að flytja norður í þennan bæ að sjáv­ arútvegsráðherra reynir að lokka þá með þriggja milljóna króna styrk fyrir hvern þann sem getur umborið það að búa í þessu bágstadda sveitarfé­ lagi. Þetta minnir á foreldra sem múta börnum sínum með sælgæti til að fá þau til að kíkja í heimsókn til háaldr­ aðrar frænku þeirra sem er að farast úr bitur­ og ömurleika. Og þessari þróunaraðstoð ríkis­ stjórnarinnar handa Akureyringum, sem virðast lepja dauðann úr skel, er hvergi nærri lokið með flutningi Fiski­ stofu þangað. Háttvirtur forsætis­ ráðherra lýsti því yfir fyrr í sumar á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyja­ fjarðar að í skoðun sé að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri. Það er sem sagt ekki nóg að flytja sjötíu störf með Fiskistofu til Akureyrar til að bæta stöðuna. Svarthöfði fær það á til­ finninguna að ráðherrar ríkisstjórnar­ innar hafi litið við í heimsókn til Akur­ eyrar skömmu eftir að hafa tekið við embætti og þeim mætt hrollvekjandi sýn. Svona ekki ósvipað því og að aka inn í úkraínsku borgina Pripyat sem varð mannlaus og rústir einar eftir kjarnorkuslysið í Tsjernobyl. Drauga­ bær þar sem eymdin drýpur af hverju strái. Til hamingju Akureyringar með þá ímynd sem ríkisstjórnin hefur dregið upp af ykkar áður fallega bæjarfélagi. Þið getið verið stoltir. n Leyndó hjá Bjarna Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni NÝ FRAMTÍÐ – ÁN NATO Í síðustu viku mælti ég fyrir þings­ ályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um að­ ild Íslands að Norður­Atlants­ hafsbandalaginu, NATO. All­ ir þingmenn Vinstri grænna ásamt einum þingmanni Pírata standa að tillögunni þar sem lagt er til að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram á næsta ári. Í greinargerð með til­ lögunni er rakin saga NATO­aðild­ ar Íslands og hvernig hún klauf þjóð­ ina í herðar niður í nær hálfa öld. Allt þetta rakti ég einnig í umræðunni á þingi og minnti á hve óvæginn og hat­ rammur þessi slagur var. Breytt heimsmynd Með þessari tillögu er gerð tilraun til að stíga út úr þessari fortíð og meta öryggishagsmuni Íslands í ljósi breyttrar heimsmyndar. Einmitt þetta var hugmyndin að baki því að sett var á laggirnar þverpólitísk nefnd í byrjun árs 2012 um mótun þjóðar­ öryggisstefnu fyrir Ísland. Nefndin skilaði frá sér skýrslu síðastliðið vor. Þar kom fram að samstaða var með nefndarmönnum að forgangsverk­ efni í þjóðaröryggisstefnu Íslands eigi að snúa að borgaralegum verkefnum svo sem umhverfisvá, netógn og nátt­ úruhamförum. Þá þurfi að huga að skipulagðri glæpastarfsemi, fjármála­ og efnahagsöryggi, matvælaöryggi og heilbrigðisöryggi, en ólíklegast sé hins vegar að Íslandi steðji hætta af hernaði eða hryðjuverkum. Með þetta í huga er eðlilegt að skoða NATO­að­ ild Íslands, sem meðal annars fel­ ur í sér aðild að hernaðar aðgerðum bandalagsins um víðan heim og þá hvort kröftum Íslands væri ekki bet­ ur varið í borgaraleg verk efni á borð við þau sem samstaða náðist um í nefndinni í stað þess verja hundruð­ um milljóna til reksturs hernaðar­ bandalags. Herlaus framtíð Í fyrrnefndri nefnd um þjóðaröryggis­ mál var bókað af hálfu Vinstri grænna að „áherslan á aðild að Atlantshafs­ bandalaginu og þátttöku m.a. í loft­ rýmiseftirliti rími illa við þá breiðu nálgun á þjóðaröryggisstefnu sem að öðru leyti er samstaða um. Það er skýr stefna VG að Ísland sé herlaust land og standi utan hernaðarbandalaga en efli frekar þátttöku sína í stofnun­ um Sameinuðu þjóðanna þar sem öll ríki eiga aðild, svo og í stofnunum eða samtökum eins og Norðurlandaráði, Evrópuráðinu og Öryggis­ og sam­ vinnustofnun Evrópu.“ Um breytt eðli NATO á undangengnum hálfum öðr­ um áratug má hafa mörg orð þótt ekki gefist svigrúm til þess í stuttri blaða­ grein. En hugleiðum hvort það sam­ ræmist góðu siðgæði að telja það sér til tekna að vera herlaus og óvopnuð þjóð en taka síðan þátt í því að senda annarra þjóða unglinga í stríðsrekstur. Siðlegra þætti mér af okkar hálfu – ef við á annað borð ætlum að vera inn­ an NATO – að við hreinlega hervædd­ umst og værum að því leytinu sjálfum okkur samkvæm þegar við berjum stríðsbumburnar. En viljum við það? Ég held að almennt vilji Íslendingar feta aðrar slóðir og friðsamlegri inn í framtíðina. Rökrétt að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu Utanríkisráðherra hefur lýst yfir vilja til að ná þverpólitískri samstöðu um þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í ljósi þess má spyrja hvort ekki sé rökrétt að vísa þeim hluta tillagna nefndarinn­ ar sem snýr að veru Íslands í NATO til þjóðarinnar og marka þess í stað stefnu um borgaraleg þjóðaröryggis­ mál sem ætla má að náist breiðari samstaða um. n Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari „En hugleiðum hvort það samræmist góðu siðgæði að telja það sér til tekna að vera herlaus og óvopnuð þjóð en taka síðan þátt í því að senda annarra þjóða unglinga í stríðsrekstur. Svarthöfði Pripyat í Úkraínu, eða Akureyri við Eyjafjör. Svarthöfði er ekki viss miðað við neyðaraðstoð ríkisstjórnarinnar handa Akureyringum. Mynd REUtERs „Thank you all again for sharing our story. We are so humbled by the generosity of Sigur Rós and all of the kind people from Iceland who have donated to our girl. Thank you from the bottom of our hearts!“ Megan Alethea Brown Hull, móðir Pippu sem vill komast til Íslands áður en hún deyr, þakkar Sigur Rós og Íslendingum fyrir að styrkja ferð hennar. „Fyrir alla sem halda því virkilega fram að fjöldi kvenna noti fóstureyðingu sem getnaðarvörn þá vil ég bara skilja þetta quote eftir hér. „No one wants an abortion as she wants an ice-cream cone or a Porsche. She wants an abortion as an animal, caught in a trap, wants to gnaw off its own leg.“ Eva Rut skrifaði athugasemd við frétt um bænarefni á Kristsdegi þar beðið var fyrir „breyttum viðhorfum til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaðri ábyrgðartilfinningu.“ „Til hamingju. Þú varst rétt í þessu að vinna titilinn „heimskulegasta komment veraldarsögunnar“.“ Hallveig Rúnarsdóttir gerði grín að Gunnari Þórólfssyni sem skrifaði „Hjóla hægar kannski?“ við frétt um að vír hafi verið strengdur yfir hjólreiðabrú við Elliðaár og stórslasað mann. „Eða þú veist, kannski bara kenna ungum drengjum og öðrum að svoleiðis myndatökur eru kynferðisbrot …“ Gunnar B. svavarsson var ekki sammála Ragnheiði Jóns- dóttur sem taldi ástæðuna fyrir að stúlkum væri bannað að vera í efnislitlum fötum á skólaböllum vera vegna myndatöku drengja „undir pils og ofan í skoru“. „Sturla á hrós skilið fyrir eljusemi og baráttuþrek. Það er aðdáunarvert að maður eins og hann fari að lesa lögin og sýna fram á að oft og iðulega eru þau brotin – af því bara.“ sigurður Hr. sigurðsson hrósaði Sturlu Jónssyni. 16 20 84 63 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.