Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 23
Umræða Stjórnmál 23Vikublað 30. september–2. október 2014 Nátttröllið í atvinnulífinu „Verðlagsnefnd tekur að sér að mismuna viðskiptavinum Mjólkursamsölunnar.“ Þ órólfur Matthíasson, hag­ fræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefur um árabil kaf­ að ofan í íslenska landbún­ aðarkerfið og gagnrýnt það með ýmsum rökum. Hann hefur líkt og aðrir fylgst með umræðunni um viðureign Mjólkursamsölunnar við Samkeppniseftirlitið sem sektaði hana á dögunum um 370 milljónir króna fyrir misbeitingu á markaðs­ ráðandi stöðu gagnvart einstökum viðskiptavinum. Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkur samsölunnar, sté fram og vísaði flestum rökum Samkeppnis­ eftirlitsins á bug. Hann taldi með­ al annars að afstaða Samkeppnis­ eftirlitsins hvíldi á fyrirframgefinni andstöðu þess við verðlagskerfið í landbúnaðarframleiðslu. Þórólfur telur mikilvægt að vera meðvitaður um mikilvægi hags­ munagæslu í átökum sem almenn­ ingur verður nú vitni að um skort á samkeppni við framleiðslu mjólkur­ afurða og sérstakt verðlagskerfi sem ætlað er að tryggja hagsmuni allra. ÞM: „Í lýðræðisríki eiga engar stofnanir að vera hafnar yfir gagnrýni, hvorki embætti forseta, löggjafar­ valds, framkvæmdavalds, dóms­ valds og eftirlitsstofnana. En það er mikil vægt að gagnrýni á þessar burðarstofnanir sé fagleg og byggð á staðreyndum. Sé gagnrýni einvörð­ ungu í formi upphrópana og kvart­ ana þeirra sem hafa verið uppvís­ ir að því að brjóta lög og reglur er ekki um eiginlega og uppbyggilega gagnrýni að ræða heldur hagsmuna­ gæslu. Fjölmiðlum og háskólasam­ félaginu ber skylda til að hlúa að, efla og styrkja gagnrýna umræðu, bæði um starf dómstóla, löggjafar­ og framkvæmdavalds og eftirlitsstofn­ ana á borð við Samkeppnisstofn­ un. Markmið slíkrar umræðu er að bæta þær stofnanir sem til umræðu eru, ekki að hefna fyrir meintar ófar­ ir einstakra aðila sem hafa veri gagn­ aðilar þessara stofnana í tilteknum málum. Fræðasamfélagið beitir jafn­ ingjamati (peer­review) til að tryggja gæði og í því skyni að halda gagnrýn­ inni umræðu á uppbyggilegum nót­ um og til að koma í veg fyrir að „farið sé í manninn í staðinn fyrir boltann“ eins og stundum er sagt.“ Er núverandi fyrirkomulag í verð- lagsmálum mjólkuriðnaðar skyn- samlegt og haldbært? ÞM: „Svarið veltur á því hver svar­ ar! Frá sjónarhóli kúabænda og sölu­ samtaka þeirra er fyrirkomulagið gjöfult og gott. Frá sjónarhóli stjórn­ enda sölusamtakanna er um fyrir­ taks fyrirkomulag að ræða. Draumur allra stórfyrirtækja er að geta verðlagt vöru sína í samræmi við greiðsluvilja einstakra kaupenda. Samkvæmt nú­ verandi fyrirkomulagi tekur ríkisrek­ in nefnd, verðlagsnefnd búvara, að sér, með lagabókstafinn í hendi, að mismuna viðskiptavinum Mjólkur­ samsölunnar. Þannig borga keppi­ nautar Mjólkursamsölunnar 1.360 krónur fyrir kílóið af nýmjólkurdufti en aðilar í matvælaiðnaði sem fram­ leiða páskaegg og súkkulaði aðeins 659 krónur! Nú má segja að þessi opinberu inngrip í verðmyndunina myndi engu máli skipta ef mögulegir keppi­ nautar Mjólkursamsölunnar hefðu möguleika á að snúa sér til annarra aðila, t.d. á Írlandi eða Hollandi með viðskipti og flytja nýmjólkur­ og/eða undanrennuduft inn á eðlilegum kjörum. En innflutningshömlurnar sem fólgnar eru í ofurtollum á öllum mjólkurvörum er síðasti naglinn í þá líkkistu sem þetta kerfi er fyrir hags­ muni neytenda.“ Er hægt að koma við grunn- sjónarmiðum samkeppninnar í bú- vöruframleiðslunni og láta almenn samkeppnislögmál gilda um sviðið allt? ÞM: „Ég sé því ekkert til fyrir­ stöðu. Reyndar er líklegt að sú að­ gerð ein að lækka ofurtollana á land­ búnaðarafurðir niður í það sem er á öðrum hrávörum myndi duga til að koma á eðlilegra og neytendavænna umhverfi í verðmyndun landbúnað­ arvarnings.“ Ugg setti að forstjóra Mjólkursam- sölunnar vegna aðgerða Samkeppn- iseftirlitsins enda væru valdheimildir þess víðtækar; það rannsakar, dæmir og sektar. Hvað er um þetta að segja? ÞM: „Þarna er annaðhvort um misskilning eða viljandi útúrsnúning að ræða. Hægt er að kæra úrskurði Samkeppniseftirlitsins til sérstakrar úrskurðarnefndar eða til dómstóla. Samkeppniseftirlitið á því á hættu að dómstólar grípi inn fari það út fyrir valdheimildir sínar, rétt eins og á við um alla aðra aðila sem fara með op­ inbert vald.“ Margir aðilar eru með puttana í verðlagningunni, fulltrúar framleið- enda, bænda, ríkisins, launamanna o.s.frv. Er þetta gott kerfi? ÞM: „Kerfið byggir á einhverju afbrigði stéttarsamvinnunálgunar sem var í miklum metum í suður­ hluta álfunnar á fyrri hluta 20. aldar. Fulltrúar framleiðenda og verka­ lýðsfélaga og ríkisvalds setjast nið­ ur og reyna að semja um verðið á mjólkinni. Þetta fyrirkomulag hef­ ur ekki reynst vel og er víðast hvar aflagt og reynt að efla samkeppni milli framleiðenda í staðinn.“ Alþingi samþykkti 2004 undan- þágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Tilraunir til að afnema þær hafa ekki borið árang- ur enda samstaða um kerfið víðtæk (Framsóknarflokkur, VG, Sjálfstæðis- flokkur). Hvað er um þetta að segja? ÞM: „Ofurtollar á landbúnaðar­ afurðum og verðmyndun landbún­ aðarafurða stendur eins og nátttröll í atvinnulífinu. Hvers vegna? Lík­ lega eru orsakirnar margar. Neytend­ ur eru margir en óskipulagðir, fram­ leiðendur, bændur, eru fáir og reka öflugt félagsstarf með ríkisstyrkjum eða með félagsgjöldum sem ríkið sér um að innheimta. Fáir stjórnmála­ menn hafa nennt að leggja í þá vinnu að safna óánægju neytenda í farveg sem gæti breytt umhverfinu. Á sama tíma hafa framleiðendur, bændur, haft mikla fjárhagslega hagsmuni af því að nuða og nudda í kjörnum full­ trúum til að koma í veg fyrir að þeir breyti kerfinu í neytendavænni átt. Þarna hafa hinir stóru og fáu haft sig­ ur á þeim mörgu og smáu.“ n Jóhann Hauksson johannh@dv.is Mjólkursamsalan Að mati Þórólfs væri lítið við verðlagskerfi mjólkurafurða að athuga ef neytendur gætu snúið sér til annarra og erlendra keppinauta. En því er ekki heldur að heilsa. Mynd Sigtryggur Ari „Sé gagnrýni ein- vörðungu í formi upphrópana og kvartana þeirra sem hafa verið uppvísir að því að brjóta lög og reglur er ekki um eiginlega og uppbyggi- lega gagnrýni að ræða heldur hagsmunagæslu. Sjónarhóll landbún- aðarins „Frá sjónarhóli kúabænda og sölusamtaka þeirra er fyrirkomulagið gjöfult og gott,“ segir Þórólfur Matthíasson. Viltu búa í „bílastæða- húsi“? Félags­ og húsnæðismálaráð­ herra, Eygló Harðardóttir, spurði vini sína á Facebook á sunnudag hvort þeir gætu hugsað sér að búa í „bílastæðahúsum“. Ráðherrann var þó ekki að tala um að koma þeim sem séu á vergangi fyrir í húsum Bílastæðasjóðs Reykja­ víkurborgar heldur smáhús sem hugmynd er um að reisa á bíla­ stæðum við Grettisgötu. „Hæg breytileg átt skorar viðtekin við­ mið á hólm í leit að hagkvæmum, vistvænum og framsæknum hús­ um fyrir íbúa íslensks þéttbýlis. Hér er hugmynd sem ég kolféll fyr­ ir þar sem byggt er á bílastæði við Grettisgötu,“ skrifaði ráðherrann. Sveinbjörg Birna á þing Sveinbjörg Birna Sveinbjörns­ dóttir, borgarfulltrúi Framsókn­ ar og flugvallarvina, mun líklega setjast á Alþingi sem varaþing­ maður á þessu kjörtímabili. Sveinbjörg Birna, sem er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, var í þriðja sæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningar árið 2013 fyr­ ir Reykjavík suður og er hún því fyrsti varaþingmaður flokksins fyrir það kjördæmi. Tveir þingmenn Fram­ sóknarflokksins, Vigdís Hauks­ dóttir og Karl Garðarsson, sitja á Alþingi fyrir það kjördæmi og því allar líkur á að Sveinbjörg komi í stað annars þeirra áður en langt um líður. Annríki hjá Gunnari Braga Ekki verður annað sagt en að ann­ ríkt hafi verið hjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra undanfarna daga. Í gær flutti hann aðalræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og beið þess lengi að komast að á eftir Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Síðastliðinn föstudag tók hann þátt í ráðherrafundi þar í borg um málefni hafsins en hann var haldinn í tengslum við þing­ ið. Fyrr þann sama dag sat hann ráðherrafund aðildarríkja ÖSE, Öryggis­ og samvinnustofnun­ ar Evrópu um öryggishorfur í álf­ unni. Auk þess sat Gunnar Bragi fund utanríkisráðherra Norður­ landa og CARICOM þar sem m.a. var fjallað um áhrif loftslags­ breytinga á Karíbahafsríkin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.