Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Qupperneq 26
Vikublað 30. september–2. október 201426 Lífsstíll Íþróttafólk með eyddari tennur Hreyfing gerir líkamanum gott, allavega flestum líkamshlutum, því samkvæmt nýrri þýskri rann- sókn eru íþróttamenn með eyddari tennur en aðrir. Dr. Cornelia Frese við há- skólasjúkrahúsið í Heidelberg í Þýskalandi segir niðurstöðuna koma á óvart. Engin tengsl séu á milli neyslu á íþróttadrykkjum og skemmda. Hins vegar hafi komið í ljós að munnvatnsframleiðsla minnkar við erfiðar æfingar – munnurinn verður þurrari og munnvatnið basískara. Niðurstöður rannsóknarinn- ar birtust í The Scandinavian Journal of Medicine and Science in Sports. Efni í túrmerik gæti læknað Alzheimers Jákvæðar niðurstöður úr rannsóknum á rottum S kýrsla sem birtist í tímaritinu Stem Cell Research and Ther- apy segir að krydd sem yfir- leitt finnst í karríi geti mögu- lega hjálpað heilanum að lækna sig sjálfan. Skýrslan, sem er þýsk, gefur til kynna að efnið „aromatic-turmer- one“ sem finnst í túrmerik gæti ýtt undir vöxt taugastofnfruma. Talið er að þessi vinna, sem gerð var á rott- um, gæti opnað nýjar leiðir í lyfja- framleiðslu fyrir fólk sem fengið hef- ur heilablóðfall eða Alzheimers. Enn þarf þó að framkvæma fleiri próf til að sjá hvort þetta eigi við um fólk líka. Efninu var sprautað í rotturnar og heili þeirra var svo skannaður. Ákveðnir hlutar heilans, sem sjá um vöxt taugastofnfruma, sýndust virkari eftir að þær voru sprautaðar og er talið að þetta geti aukið vöxt heilafruma. Í öðrum hluta rannsóknarinnar voru taugastofnfrumur úr nagdýrum baðaðar í misháum upplausnum af efninu. En frumurnar hafa þann eiginleika að geta breyst í hvaða heilafrumu sem er og telja vísinda- menn að þær hafi hlutverki að gegna eftir skaða eða sjúkdóm í heila. „Aromatic-turmerone“ hefur lítið verið rannsakað en það er annað tveggja stærstu efna túrmerik sem gætu haft áhrif á mannslíkamann. Rannsóknir á hinu stóra efni krydds- ins „curcumin“ hefur sýnt að það geti mögulega minnkað bólgur í lík- amanum og minnkað líkur á krabba- meini. n helgadis@dv.is Túrmerik Efni í kryddinu gæti hjálpað við að finna lækningu við Alzheimers. Auðvelt að efla sjálfstraust Stundum koma dagar þar sem sjálfstraustið er ekki upp á marga fiska. Þegar það gerist er gott að muna þrjár einfaldar leiðir til að efla það. Skoðaðu ferilskrá þína og rifjaðu upp hvað þú hefur af- rekað. Það minnir þig á hvað þú ert í raun og veru hæfileikarík/ur. Stattu bein/n í baki. Líkamsstað- an og hvernig þú berð þig getur haft áhrif á það hvernig þér líður andlega. Rannsóknir hafa sýnt að við getum haft áhrif á það hvern- ig við hugsum og högum okkur með því að breyta því hvern- ig við hreyfum okkur og berum. Talaðu við sjálfa/n þig. Það kann að hljóma undarlega, en að tala upphátt við sjálfan sig getur í raun gert þig gáfaðri. Það hjálpar þér að muna hluti og halda ein- beitingu. Léttist án megrunar Sálfræðingurinn Brian Wans- ink við Cornell-háskólann í New York hefur gefið út bókina Slim By Design: Mindless Eating Solutions for Everyday Life þar sem hann kemur með auðveldar aðferðir til að léttast án megrunar. Wansink mælir með minni matardiskum og því að morgun- korninu sé skipt út fyrir skál af ávöxtum en samkvæmt rannsókn voru konur sem neyttu morgun- korns í stað ávaxta allt að 10 kíló- um þyngri, að meðaltali, en hinar. Önnur ráð Wansinks eru að tyggja tyggjó í matvörubúð til að kaupa minna af óhollustu og sleppa því að borða við skrif- borðið. „Við eigum lítið af séríslensku bakkelsi“ B rauðmeti hefur átt á bratt- ann að sækja síðustu miss- eri. Hvítt hveiti og sykur þykja í besta falli óþarfi og í versta falli hættulegt fólki, þrátt fyrir að um miðja síðustu öld hafi fólk beinlínis verið hvatt til þess að borða sykur. En það er nú samt svo að mörgum þykja kaffiboð ansi fátækleg ef ekki er sætabrauð og bakkelsi á boðstólum. Sigurður Már Guðjónsson, bak- ara- og konditormeistari Bernhöfts- bakarís, segist hafa tekið eftir nei- kvæðri umræðu um brauð upp á síðkastið en vill þó ekki kannast við að brauðið eigi umræðuna skilda. Brauðið ekki sökudólgur „Laufey Steingrímsdóttir næringar- fræðingur hélt okkur bökurunum fyrirlestur fyrir nokkru og þar sagði hún að þjóðin hafi aldrei verið feitari en á sama tíma aldrei borðað minna af brauði. Ég segi því að það er ekki brauðið sem er að fita fólk, það verð- ur að finna einhvern annan söku- dólg.“ Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að vínarbrauð og snúðar eru það sem er langvinsælast af sæta- brauði í bakaríum í dag. „Á sumrin eru croissant þó aðeins vinsælli en það er aðallega hjá ferðamönnum. Það er sennilega vegna þess að þeir þekkja það betur en það sem við bjóðum upp á. En svo eru það auð- vitað árstíðabundna bakkelsið sem kemur sterkt inn á veturna,“ segir Sigurður Már Guðjónsson. Ein elsta iðngreinin Bakaraiðn er ein elsta iðngrein Ís- lendinga en fyrsta bakarí lands- ins, Bernhöftsbakarí, var byggt fyrir hundrað og áttatíu árum og átti það afmæli um daginn. Tilkomu fyrsta bakarísins er mögulega hægt að þakka Friðriki VI konungi því hann hét að veita verðlaun hverjum þeim sem byggði hús hér á landi. Danskur kaupmaður að nafni Peter Christian Knudtzon tók sig til og byggði húsa- þyrpingu í Þingholtunum og ákvað að setja bakaraofn í eitt húsið. Það var þó ekki vegna sérstakrar ástríðu á bakkelsi, heldur vegna þess að hann var viðskiptamaður og sá að það vantaði bakarí. Peter flutti inn þýsk- an bakarameistara, Tönnies Daniel Bernhöft, og var þá stofnsett fyrsta bakarí Íslands. Bernhöftsbakarí var eina bakarí landsins í þrjátíu og fjög- ur ár eða þar til fyrsta bakarí Akur- eyrar var stofnað árið 1868. Íslendingar byrjuðu seint að baka Til að byrja með var aðeins bakað brauð í Bernhöftsbakaríi en hægt var að fá sætabrauð eftir pöntun- um. Það var ekki fyrr en milli 1850 og 1870 sem bakstur sæta- brauðs hófst af einhverju viti hér á landi. „Meginþorri okkar baksturs- menningu kemur að utan en það er ekkert til þess að skammast sín fyrir,“ segir Sigurður. „Við eigum lítið af séríslensku bakkelsi því við byrjuðum seint að baka og fluttum inn alla okkar fagmenn, kleinur eru til dæmis jólabakkelsi í Þýskalandi. En íslenski snúðurinn er nokkuð sérstakur ef bara fyrir þær sakir að hann er mun stærri en snúð- ar annarra landa og með glassúr. Danir, Svíar og Þjóðverjar baka líka snúð en en öðruvísi en okkar. Þess utan eru flatkökur og soðbrauð sér- íslensk fyrirbæri,“ segir Sigurður að lokum. n n Ekki brauði að kenna að Íslendingar hafa fitnað n Croissant vinsælt á sumrin Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is „Ég segi því að það er ekki brauðið sem er að fita fólk, það verður að finna einhvern annan sökudólg. Vínarbrauð Til að byrja með varð að panta sérstaklega vínarbrauð í bakaríum. Sigurður Már Guðjónsson Vínarbrauð og snúðar langvinsælastir, croissant kemur hins vegar sterkt inn á sumrin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.