Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 27
Vikublað 30. september–2. október 2014 Lífsstíll 27 Mittismálið skiptir máli Konur sem eru mjög sverar um mittið eru í meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein. Breskir vísindamenn, með dr. Usha Menon í broddi fylkingar, komust að því að konur sem fara upp um eina pilsstærð hvern áratug frá 20–60 ára auka líkur á að þær fái brjóstakrabbamein eftir tíðahvörf um 33% en 77% ef stærðirnar eru tvær á áratug. Rannsóknin var birt í fagritinu BMJ Open í síðustu viku. Kynsjúkdóma- smáforrit á markaðinn Healthvana-smáforritið gæti hjálpað þeim nýju kærustupörum sem fara að að ræða hvort hinn aðilinn sé haldinn kynsjúkdómi. Smáforritið er ókeypis og sækir niðurstöður úr klamidíu-, HIV-, sárasóttar- og lekanda- prófum. „Notendur geta sent niðurstöðurnar til nýrra lækna og maka sem nota sama forrit,“ segir hönnuður forritsins, Ramin Bastani, í viðtali við ABC News og bætti við: „Þetta er stafræn útgáf- an af „ég skal sýna þér mitt ef þú sýnir mér þitt“.“ Göngutúr með öðrum hjálpar Til að draga úr andlegu álagi og líkum á þunglyndi ættir þú að íhuga góðan göngutúr með öðru fólki. Allavega ef marka má niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar sem fjallað var um í tímaritinu Ecopsychology. Þar kom í ljós að þátttakendum, sem upplifað höfðu erfiðleika eins og veikindi, atvinnuleysi, skilnað eða andlát ástvinar, leið mun bet- ur eftir göngutúr. „Við vissum að göngutúr hefði jákvæð áhrif en hingað til hefur ekki verið sýnt fram á hvernig hann beinlínis bætir geðheils- una,“ segir dr. Sara Warber sem stóð að rannsókninni. „Ganga er ódýr og aðgengilegur kostur og nú hefur komið í ljós að göngutúr úti í náttúrunni með hópi fólks hefur mikil, jákvæð áhrif.“ Fyrir heilbrigði kvenna „Það er jafn mikilvægt að viðhalda heilbrigðri bakteríuflóru á kynfærasvæði eins og í meltingunni“ „OptiBac For Women“ styður Womankind. Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. Pick one up with your prescription now. Are you taking antibiotics? @OptiBacfacebook.com/optibacprobiotics For those on antibiotics This probiotic formula, containing L. acidophilus, is scientifically proven to reach the gut alive. | FÓLK | 3 SÖLUSTAÐIR Heilsuhúsið, Lyfja, Lyf og heilsa, Lyfja­ val, Apótekarinn, Lyfsalinn, Apótek­ ið, Lyfjaver, Lifandi markaður, Árbæj­ arapótek, Urðar­ apótek, Reykjavík­ urapótek, Apótek Vesturlands, Apó­ tek Suðurnesja. For Women er áhrifarík lausn fyrir kon­ur sem vilja náttúrulega og dugandi leið gegn hvimleiðum sýkingum á kynfærasvæði. „„For Women“ markar tímamót sem fyrirbyggjandi meðferð og forvörn gegn bakteríusýkingum, þvagfærasýkingum og sveppasýkingum á kynfærasvæði kvenna og hefur verið rannsakað á fleiri en 2.500 konum í rúmlega þrjátíu ár í fjölmörgum klínískum rannsóknum. Niðurstöður þess­ ara rannsókna gefa góðar vísbendingar um virkni gegn ofantöldum sýkingum,“ segir Eygló Linda Hallgrímsdóttir, næringar­ þerapisti C.E.T. Eygló hefur áralanga reynslu af því að aðstoða fólk við hin ýmsu vandamál tengd heilsu og næringu. „Það er viðurkennt að meltingarflóran hefur gríðarleg áhrif á heilsu fólks og mikil­ vægi þess að halda flórunni í góðu jafn­ vægi gegnir lykilhlutverki í því að viðhalda heilbrigðu ónæmiskerfi og stuðla að góðri næringarupptöku. Þá er ekki síður mikil­ vægt að viðhalda góðu jafnvægi á bakter­ íuflóru kynfærasvæðisins og ekki nóg að bakteríuflóra meltingarkerfisins sé góð til að leiðrétta eða fyrirbyggja vandamál vegna sýkinga á kynfærasvæði. Því er góð viðbót við aðrar bætibakteríur (probiotic­ vörur) á markaðinum að hafa blöndu eins og „For Women“ frá OptiBac til að byggja upp bakteríuflóruna beint á kynfærasvæði kvenna,“ segir Eygló. Sjö af hverjum tíu konum fá einkenni sveppasýkingar á kynfærasvæði ein­ hvern tímann á ævinni og ein af hverjum tíu finnur fyrir einkennum allt að fjórum sinnum á ári. Um helmingur kvenna fær þvagfærasýkingu að minnsta kosti einu sinni á ævi sinni og 30 prósent kvenna eru með króníska sýkingu vegna sama vanda­ máls. Þá fær þriðjungur kvenna þrálátar bakteríusýkingar sökum þess að sýklalyf virka einungis til skamms tíma. „Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að með tilkomu „For Women“ er loks komin lausn sem virkar á náttúrulegan hátt,“ segir Eygló. GÓÐAR BAKTERÍUR TIL VARNAR OptiBac Probiotics „For Women“ er tekið inn sem hefðbundið fæðubótarefni. „Bakteríublandan fer í gegnum melting­ arkerfið niður á kynfærasvæðið og sest þar að með fulla virkni gegn sýklum, gersvepp­ um og óæskilegum bakteríum. Á kynfæra­ svæðinu byggir „For Women“ upp gott umhverfi heilbrigðrar bakteríuflóru sem dafnar og verndar þetta viðkvæma og mikilvæga svæði,“ segir Eygló. Bakteríusýkingar á kynfæra­ svæði kvenna eiga upptök sín í leggöngum vegna ójafnvægis í bakteríuflóru góðra og slæmra baktería. „Á sama hátt og í þörmum má laga vandann með því að leiðrétta bakteríuflóruna með inntöku Probiotics­gerla. Kon­ ur á blæðingum eru líklegri til að þjást af þvagfærasýkingu vegna lágs hlutfalls estrogens en hátt hlutfall estro­ gens bætir bakteríuflóruna og þar með varnir líkamans á náttúrulegan hátt.“ VIRK, ÖRUGG OG NÁTTÚRULEG LAUSN „For Women“ inniheldur meðal annars tvo stofna af öflugum bakteríum; Lactobacillus rhamnosus GR­1© og Lactobacillus reuteri RC­14. Það eru einu gerlarnir sem sannað hefur verið í klínískum rannsóknum að komist lifandi í gegnum meltinguna að kynfærasvæði. Allar vörur sem innihalda flórubætandi bakteríur setjast að í þörmum og er ætlað að vinna þaðan gegn sýkingum á kynfæra­ svæði. OptiBac „For Women“ kemst í gegn­ um meltinguna að kynfærasvæði á þremur til fjórum dögum, sest þar að, fjölgar sér og virkar gegn óæskilegum bakteríum á kynfærasvæði kvenna. Til að koma í veg fyrir endurteknar sýkingar eða slá á einkenni getur verið gott að nota lyf samhliða „For Women“ á meðan gerlarnir ná fótfestu þar sem þeim er ætlað að virka. „For Women“ frá OptiBac Probiotics er til inntöku. Mælt er með að taka tvö hylki á dag, tveimur tímum eftir að sýklalyf er tekið inn sem meðferð. Konur með endurteknar sýkingar eða krónísk einkenni geta tekið eitt hylki á dag sem forvörn. „For Women“ er örugg, nátt­ úruleg og virk lausn. Engar aukaverkanir eru þekktar við lyf né önnur bætiefni. Má taka inn samhliða hefðbundnum bætibakteríum (probiotics) fyrir þarma­ og meltingarveg. Nánari upplýsingar á www. facebook.com/optibaciceland og í flestum apótekum og heilsuverslunum um land allt. HEILBRIGÐ KYNFÆRI RARITET KYNNIR „For Women“ frá OptiBac hefur öfluga virkni gegn bakteríu­ sýkingum, þvagfærasýkingum og sveppasýkingum á kynfærasvæði kvenna. EYGLÓ LINDA HALL- GRÍMSDÓTTIR, NÆR- INGARÞERAPISTI FYRIR KONUR „For Women“ frá Opti- Bac er örugg, náttúruleg og virk lausn gegn þrálátum sýkingum á kynfærasvæði kvenna. FYRIR HEILBRIGÐI KVENNA „For Women“ markar tímamót sem fyrirbyggjandi meðferð og forvörn og hefur verið klínískt rannsakað á fleiri en 2.500 konum í rúmlega 30 ár. P R EN TU N .IS Igennus Pharmepa endurstillir hlutfallið af Omega 3 EPA og Omega 6 og dregur úr bólgumyndun í líkamanum sem er undirliggjandi þáttur varðandi þróun á mörgum lífsstílssjúkdómum. Ég er allt annar maður eftir að ég fór að taka inn Pharmepa Omega 3 EPA frá Igennus og er miklu fljótari að jafna mig eftir æfingar og lengri sund. Auk þess finn ég fyrir mun meiri orku og einbeitingin er betri. Árni Þór Árnason, 44 ára afreksmaður og sjósundkappi Pharmepa Fæst í Heilsuhúsinu, Lyfjaveri, Heilsuveri, Lyfsalanum, Árbæjarapóteki, Urðarapóteki, Heilsutorginu Blómavali, Lyfjavali ogApóteki Suðurnesja Þvílíkur árangur! “ ” Fáanlegt í 5 bragðtegundum: Hindberja, bláberja, ferskju og apríkósu, kirsuberja og án bragðefna. Really Not Dairy Sojajógú t Einstaklega bragðgott með þétta og silkimjúka áferð. Inniheldur ekki: Mjólk, Glúten, Soja og er 100% vegan. Sætt með ávaxtasa fa Fæst í Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni, Melabúðinni og Nettó. ALL NATURAL Bragðgóðir engiferbitar Ef þú elskar engifer þá dýrkar þú Chimes! – frábært fyrir háls – gegn bílveiki – gegn flökurleika – melting ...mmm unaðslega gott í dagsins önnAIR SEA LAND Eygló Linda Hallgrímsdóttir, Næringarþerapisti C.E.T. Öflug virkni g g ba teríusýkingum, þvagfærasýkingum og sveppasýkingum á kynfærasvæði kvenna. www.facebook.com/optibaciceland Tónlist er öflugt tæki til samskipta við ungbörn n Getur breytt skapi ungbarna að raula lög n Skiptir máli að vera virkur í tónlist T ónlist vekur svo sterk tilfinn- ingaleg viðbrögð og er þar af leiðandi mjög öflugt tæki til samskipta, sérstaklega við börn sem eru ekki farin að tala,“ segir dr. Helga Rut Guðmunds- dóttir, tónmenntunarfræðingur og stofnandi Tónagulls, sem sérhæfir sig í tónlistarnámskeiðum fyrir ung- börn og foreldra þeirra. „Þú getur til dæmis hummað lag sem barninu finnst skemmtilegt og það breytir skapinu á augabragði. Barnið gleym- ir þá kannski að það vildi fá sleikjóinn sem einhver var með. Þetta er eins og að skipta um umræðuefni án þess að nota orð,“ útskýrir Helga. Öflugt félagslegt tæki Hún segir hugmyndina með nám- skeiðum Tónagulls miða meira að því að kenna foreldrunum en börnunum, allavega til að byrja með. Opna augu foreldranna fyrir börnunum sem einstaklingum og tónlistariðkendum. Börnin séu virkir tónlistariðkendur ef þau fái tækifæri til þess. „Tónagull gengur mikið út á að skapa tónlistina saman og vera virkur, ekki bara láta mata sig á henni. Taka þátt með því að syngja og hreyfa sig í takt við tón- listina. Svo er tónlist svo rosalega öfl- ugt félagslegt tæki og það er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir tón- listina til að efla félagslega og tilfinn- ingalega færni, ef hún er notuð rétt.“ Helga segir að margir foreldrar uppgötvi það eftir að hafa farið með börnin sín á námskeið hjá Tóna- gulli að þau eru félagsverur. Þá styrk- ist einnig vitund barnsins sjálfs um að það sé hluti af hópi. Helga tel- ur einnig að þegar foreldrar og börn iðki tónlist saman þá eflist samskipti þeirra um leið. Ungbörn geta greint laglínur Helga segir að mikil fræði liggi að baki því að halda tónlistarnámskeið fyrir ungbörn og margar rannsóknir hafa verið framkvæmdar um áhrif tónlist- ar á ungbörn og tónlistarlega hegð- un þeirra. Sjálf hefur hún ritað grein- ar um börn og tónlist. Í einni þeirra kemur fram að þegar hæfni ungbarna til að skynja tónlist er skoðuð komi í ljós ótrúleg næmni til að greina tóna og takt í tónlist. „Viðamiklar rann- sóknir á tónskynjun ungbarna hafa leitt í ljós að á fyrstu mánuðum æv- innar er manneskjan fær um tón- og rytmaskynjun sem er í grundvallar- atriðum sambærileg við skynjun full- orðins fólks.“ Þá geta ungbörn greint eina laglínu frá annarri ólíkri laglínu. „Í raun og veru erum við bara að notfæra okkur það sem er til staðar í manneskjunni. Það að manneskjan er í raun fædd með tónlistarhneigð,“ segir Helga Frumstæð samskipti Hún segir að öll menningarsamfélög miðli tónlist til barna með einhverj- um hætti, en tónlistin sé vissuleg mismunandi eftir menningarsam- félögum. Tónlistin sé órjúfanlegur þáttur í vexti og þroska einstaklinga. „Tónlistarleg samskipti eru mjög frumstæð í manneskjunni og það eru til fræðimenn sem halda því fram að samskipti móður og barns á allra fyrstu dögunum séu í eðli sínu músíkölsk.“ Helga segir menninguna gjarnan gera fólk að neytendum tónlistar, en með námskeiðum, eins og Tónagull býður upp á, sé verið að reyna að ýta fólki út í að vera frekar iðkendur. „Ég held að margir foreldrar upplifi að þeir verði hissa á því hvað þeim finnst gaman í tí unum. Að mjög einfalt lag eða vísa geti orðið að athöfn með dýpri merkingu, þegar fólk er komið saman til að iðka tónlistina. Hvað það gefur fólki mikið meira.“ Gott að iðka tónlist saman Helga segir að ef fólk ætli sér að nýta eiginleika tónlistar til fulls þá sé nauðsynlegt að vera þátttakandi, ekki bara njótandi. „Maður nýtur tónlistar betur ef maður hefur fengið að taka þátt í að flytja tónlist sjálfur einhvern tíma. Það er nær frumeðli mannsins að aka þátt í tónlist en að sitja í tón eika- sal og láta mata sig. Við höfum færst frá því að koma saman og taka þátt. Það bre tir heilanum að taka þátt en það breytir ekki h ilanum að hlusta bara. Það að hafa tekið þátt breytir því hvernig þú hlustar,“ útskýrir Helga. Hún tekur þó skýrt fram að ekkert barn hljóti skaða af því að fara ekki á tónlistarnámskeið. n „ Í raun og veru erum við bara að notfæra okkur það sem er til staðar í manneskj- unni. Það að manneskjan er í raun fædd með tón- listarhneigð. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Mikið rannsakað Mikil fræði liggja að baki því að halda tónlistarnámskeið fyrir ungbörn. Áhrif tónlistar og tónlist- arhegðun ungbarna hefur mikið verið rannsökuð. Dr. Helga Rut Guð undsdóttir Segir að fólki njóti tónlistar betur ef það hefur fengið tækifæri til að iðka hana og taka þátt í flutningi. Tónlist gerir börn ekki gáfaðri Margir foreldrar kannast við að hafa heyrt að börn verði gáfaðri ef þau hlusta á tónlist, þá sérstaklega klassíska tónlist, strax frá fæðingu. Mikið af leik- föngum og geisladiskum er selt einmitt út á þá hugmynd. Helga segir hins vegar að það sé enginn fótur fyrir því að börn verði klárari af því að hlusta á tónlist, og að það sé í raun búið að afsanna slíkar kenningar. Hún tekur þó fram að virkni og þátttaka í tónlist geri börn tvímæla- laust klárari í tónlist. n Ekki brauði að kenna að Íslendingar hafa fitnað n Croissant vinsælt á sumrin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.