Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Síða 30
Vikublað 30. september–2. október 201430 Sport langri leið knattspyrnumanns til atvinnumennsku. Hann nefnir menn eins og Ívar Ingimarsson og Heiðar Helguson sem dæmi um atvinnu- menn sem hafi náð langt þrátt fyrir að koma frá litlum bæjarfélögum þar sem aðstaða hafi kannski ekki verið góð. Umhverfið skipti vissulega máli en hugarfar og elja ungra leikmanna skipti meira máli. „Ef þú ert efnilegur leikmaður í góðu umhverfi, hefur að- gang að góðri aðstöðu og hefur færa þjálfara, þá aukast líkurnar á því að verða nógu góður til að komast í at- vinnumennsku.“ Hann segir mikla áherslu lagða á það að hjá Breiðabliki að „æfinga- kúltúrinn“ sé góður. Allt kapp sé lagt á að allar æfingar séu góðar, að tíma sé ekki sóað. Sama gildi um leiki. „Við kappkostum að gera hlutina vel og hér hefur verið markaður ákveðinn leikstíll og stefna. Menn eru oftast að sigla í sömu átt. Með því kem- ur ákveðinn stöðugleiki. Ég veit til dæmis að FH vinnur þetta eins. Það er sterkur æfingakúltúr hjá þessum félögum.“ Daði bendir líka á að stærð Breiðabliks geri það að verkum að á öllum stigum yngri flokka hafi krakk- arnir fyrirmyndir, sem þeir geta litið upp til, bæði leikmanna í unglinga- landsliðum og í aðalliði Breiðabliks. Það sé afar mikilvægt. Ágangur erlendra útsendara eykst Framganga Íslendinga á erlendri grund hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Ekki hefur árangur lands- liðsins dregið úr áhuganum. Spurð- ur hvort íslenskum atvinnumönnum fari enn fjölgandi, segir Daði að hlut- fallið hafi haldist svipað núna í nokk- ur ár. Það sem hafi breyst sé ágangur erlendra útsendara, umboðsmanna. Þeir séu sífellt að sækja í yngri leik- menn. Hann segir þróunina varhuga- verða því það sé ekki alltaf best fyrir leikmennina að fara snemma út. Í það minnsta ekki hvert sem er. Hann segir að leikmenn eins og Alfreð Finnboga- son, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson hafi allir tekið nokkur tímabil í meistaraflokki. Það hafi þroskað þá sem leikmenn enda sé Pepsi-deildin góður skóli fyrir unga leikmenn. Hann bendir á að margir leikmenn, sem fari ungir og efnilegir til erlendra unglingaliða, komi heim án þess að verða atvinnumenn. „Það er mikill munur á því að verða ung- lingaatvinnumaður og svo fullorðinn atvinnumaður.“ Daði segir að þegar erlendir um- boðsmenn mæti á æfingar og leiki, og sýni ungum strákum áhuga, geti það komið óheppilegu róti á æfinga- hópana. „Hættan er sú að leikmenn missi fókus á að vinna í núinu. Þeir fara kannski að hugsa um það sem gæti orðið og missa sjónar á því að bæta sig í dag.“ Hann segir að leitað sé í leikmenn niður í 14 ára aldur. Daði segir Breiðablik leggja áherslu á að eiga jákvæð og góð sam- skipti við útsendara erlendra stór- liða. „Við viljum að þessi samskipti séu í lagi og fari fram með virðingu.“ En eru þau í lagi? „Svo lengi sem menn fara ekki beint í leikmanninn án þess að ræða við okkur.“ Hann seg- ir frammistöðu Íslendinga á erlendri grund á undanförnum árum hafi vak- ið verðskuldaða athygli sem birtist í því að útsendurum fjölgi ár frá ári. KSÍ hefur gert vel Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi um uppgang íslenskrar knattspyrnu við DV í fyrrahaust, þegar lands- liðið var í eldlínunni. Hann sagði að það væri í raun ótrúlegt afrek hve marga atvinnumenn Ísland ætti í knattspyrnu. „Við höfum átt atvinnu- menn í mörg, mörg ár, en akkúrat á þessum tímapunkti eigum við gríðarlega marga stráka sem fóru ungir að árum út, eru búnir að koma sér vel fyrir hjá sínum liðum og eru að spila. Það er afar mikilvægt,“ sagði hann. Rúnar sagði KSÍ hafa gert vel undanfarin ár í að mennta þjálfara og setja félögum stífari reglur um hverjir megi þjálfa yngstu börnin. Liðin reyndu að hafa sem hæfasta þjálfara yfir yngstu kynslóðinni. Þá hafi knattspyrnuhallir risið sem geri að verkum að nú er hægt æfa hér á landi allan ársins hring við kjör- aðstæður. „Það hefur gjörbreytt öllu að fá þessi hús. Þegar ég og fleiri vorum að alast upp þá stóð maður bara á möl- inni og hljóp og hljóp. Þá var ekkert hægt að stoppa æfingar því menn kólnuðu bara niður. Í þessum góðu skilyrðum í dag getur þú sem þjálfari útskýrt, kennt og leiðbeint.“ Einbeita sér að deginum í dag Hvernig verður atvinnumaður í knattspyrnu til? Daði segist ekki vilja hengja það á einhvern einn hlut, þegar einhver nær árangri. En er hægt að sjá það á unga aldri? „Það er hægt að sjá tendensana snemma. Það sem einkennir þessa stráka sem ná lengst er að þeir eru alltaf í núinu. Þeir mæta á hverja einustu æfingu og í hvern einasta leik til að gera sitt besta. Þessir strákar eru ekk- ert endilega alltaf stærstu stjörnurn- ar í sínum árgöngum.“ Hann segir að þeir strákar sem farið hafi í atvinnu- mennsku frá Breiðabliki eigi það all- ir sammerkt að vera þægilegir í um- gengni og þá sé gott að þjálfa. „Þeir leggja sig fram í öllu og einbeita sér alltaf að deginum í dag.“ n Breiðablik 7 3 900 0,78% FH 7 1 490 1,43% Valur 5 236 2,12% KR 5 358 1,40% HK 4 2 593 0,67% Fylkir 3 1 323 0,93% Selfoss 3 278 1,08% Fjölnir 3 503 0,60% Víkingur 2 250 0,80% ÍA 2 280 0,71% ÍBV 2 1 199 1,01% Völsungur 2 1 85 2,35% Stjarnan 2 366 0,55% Þór Ak 2 1 246 0,81% ÍR 2 277 0,72% Fram 1 3 396 – Tindastóll 1 101 – Njarðvík 1 82 – Leiknir R. 1 106 – Höttur 1 122 – Hrunamenn 1 30 – BÍ 1 37 – Danmörk 1 – – Noregur 1 – – Félag Uppaldir Aðrir Iðkendur 2014 Hlutfall Svona skiptast þeir Dálkurinn „hlutfall“ er settur inn til gamans. Þar er fjölda atvinnumanna deilt með fjölda iðk- enda (drengir 15 ára og yngri árið 2014). Athugið að iðkendatölur geta hafa breyst mjög mikið frá því núverandi atvinnumenn voru ungir auk þess sem hlutfallið endurspeglar ekki fjölda þeirra leikmanna sem hafa á einhverjum tímapunkti verið atvinnumenn. „ Í þessum góðu skilyrðum í dag getur þú sem þjálfari út- skýrt, kennt og leiðbeint – Rúnar Kristinsson, þjálfari KR 0 1 2 3 4 5 6 7 Br eið ab lik FH Va lu r KR HK Fy lki r Se lfo ss Fjö ln ir Ví kin gu r ÍA ÍB V Vö lsu ng ur St jar na n Þó r A k ÍR Fr am Ti nd as tó ll Nj ar ðv ík Le ikn ir R . Hö ttu r Hr un am en n BÍ Da nm ör k No re gu r Uppruni leikmanna Þjálfari KR Rúnar segir að það sé í raun ótrúlegt hversu marga atvinnumenn í knattspyrnu Ísland eigi. Leikmaður telst vera frá því félagi sem hann lék flest ár með áður en hann náði 18 ára aldri. Eftirtektarverður árangur Uppgangur íslenskrar knattspyrnu hefur vakið athygli langt út fyrir landstein- anna á undanförnum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.