Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Page 37
Fólk 37Vikublað 30. september–2. október 2014
Íslenska kvikmyndin Afinn var frumsýnd í Egilshöll
síðastliðinn fimmtudag og voru frumsýningargest-
ir hæstánægðir í lok sýningar. Myndin er byggð á
samnefndu leikriti eftir Bjarna Hauk Þórsson, en
sýningin naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Það
er ekki við öðru að búast en að kvikmyndin muni
njóta viðlíka vinsælda. Það er Sigurður Sigurjóns-
son sem fer með hlutverk sjálfs afans í myndinni
og þykir hann gera það vel.
Sátt Sigurður
Sigurjónsson
og Sigrún Edda
Björnsdóttir fara
með aðalhlutverk
myndarinnar. Þau
stilltu sér upp
með höfundinum
Bjarna Hauki
Þórssyni.
Tveir góðir Bjarni Haukur Þórsson og Steinþór Hróar Steinþórsson. Steinþór, betur
þekktur sem Steindi Jr., fer með stórt hlutverk í myndinni.
Systkini Örn Árnason, sem skemmti sér konunglega á Afanum, ásamt
systur sinni.
Spjallað Jóhann G. Jóhannsson og Sverrir Þór Sverrisson spjölluðu
saman yfir poppi áður en sýningin hófst.
Hress Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson var hress á frumsýn-
ingunni ásamt dóttur sinni.Flott saman Björn Emilsson og Ragna Fossberg voru stórglæsileg í Egilshöll.
Kvikmyndin Afinn
frumsýnd í Egilshöll
Í skýjunum í Hörpu
E
ldborgarsalurinn í Hörpu var þéttset-
inn á föstudagskvöldið þegar strák-
arnir í Hjálmum héldu upp á afmæli
hljómsveitarinnar með frábærum
tónleikum.
Hljómsveitin Hjálmar var stofnuð árið
2004 í Keflavík en á tónleikunum fóru þeir
í gegnum 10 ára tónlistarsögu sveitarinn-
ar auk þess sem þeir komu áhorfendum á
óvart með leynigesti sem kom alla leið frá
Noregi.
Það var enginn annar en Erlend Øye,
sem tók meðal annars lagið sitt Garota við
mikinn fögnuð viðstaddra. Uppselt var á
tónleikana og ekki að sjá á gestum annað en
að þeir hafi skemmt sér konunglega. Fjöl-
margir gestir sungu með lögum Hjálma og
dilluðu sér við vinsælustu lög sveitarinnar.
Strákarnir í brassteymi Samúels Jóns
Samúelssonar voru einnig magnaðir á tón-
leikunum og settu svip sinn á lögin með
ógleymanlegum hætti. Sannkölluð tón-
listarveisla og má með sanni segja að gest-
ir Hörpu hafi verið í skýjunum með Skýja-
borgina, 10 ára afmælistónleika Hjálma. n
Uppselt var á afmælistónleika Hjálma í Hörpu
Flugvél, geimskip og Hjálmur
Kiddi í Hjálmum ásamt dj. flugvél og
geimskip en þau tóku lagið saman á
afmælistónleikunum.
Kom frá
Noregi!
Erlend Øye gerir sig
kláran fyrir sviðið
en hann var leynig-
estur kvöldsins.
Erlend hefur verið í
stúdíói með strák-
unum í Hjálmum að
undanförnu og von
er á diski frá þeim á
næstu vikum.
Siggi í Hjálmum Sló á
létta strengi milli laga. myNdir BB
Glögð í
bragði Júlíus
Guðmundsson,
sonur rokkgoð-
sagnarinnar
Rúnars Júlíus-
sonar, kíkti á
afmælistónleika
Hjálma ásamt
eiginkonu sinni
Guðnýju Krist-
jánsdóttur.