Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 30. september–2. október 201438 Fólk Hildur Líf mormóni Hin nýgifta Hildur Líf Higgins, stílisti og förðunarfræðingur, nýt­ ur lífsins og hveitibrauðsdaganna á Ítalíu ásamt eiginmanni sínum, bandaríska íþróttamanninum og lögfræðinemanum Albert Higgins. Samkvæmt heimildum DV kom Higgins eiginkonunni á óvart með ferðalaginu. Hjóna­ kornin gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum. Um fallega athöfn var að ræða sem fram fór að kvöldi til úti í náttúrunni. Hildur gekk til liðs við kirkju Jesús Krists fyrir tveimur árum og er því mormóni í dag líkt og eigin­ maður hennar. „Hún segir að ég sé rómantískur“ n Haraldur og Birna trúlofuðu sig í síðustu viku n Bónorðið var skyndiákvörðun É g held að hún hafi sofið með brosið á andlitinu, ef brosið er ekki bara fast. Hún er ör­ ugglega komin með harð­ sperrur í kinnarnar,“ seg­ ir Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem trú­ lofaðist kærustunni sinni, Birnu Harðardóttur, á afmælisdaginn sinn, síðastliðinn miðvikudag. Að biðja Birnu þennan dag var hálf­ gerð skyndiákvörðun hjá þing­ manninum unga, en hann var þó fyrir löngu orðinn viss um að hann vildi eyða ævinni með henni. Þurfti ekki að segja neitt „Ég hef nú aldrei haldið mikið upp á afmælisdaginn minn, en ég veit að hún er mikil afmælisstelpa og afmæli eru hátíð fyrir henni.“ Har­ aldur segir Birnu hafa skemmt sér mjög vel við að skipuleggja afmælis daginn hans og skyndilega fann hann að þetta væri rétti tím­ inn. „Ég ákvað þetta seinnipart­ inn á afmælisdaginn minn, að ég myndi láta verða að þessu. Fór og keypti hringinn um hálf sex leytið og svo fórum við saman út að borða um átta.“ Þegar á veitingastaðinn var komið gekk Haraldur beint til verks, en fór þó ekki niður á hnén, eins og hann ætlaði að gera. „Ég dró þarna öskju með málmhlut í upp úr vasanum og hún varð orðlaus og dolfallinn. Ég fékk svo já eftir nokk­ ur tár. Hún vissi hvað þetta þýddi greinilega og ég þurfti ekki að segja neitt.“ Þegar blaðamaður spyr hvort Haraldur hafi þá í raun aldrei borið upp þá spurningu hvort Birna vildi giftast honum, fer hann að hlæja og segist ekki muna það. „Aðstæðurn­ ar voru einhvern veginn þannig að þær sögðu það fyrir mig.“ Unnustan strax farin að plana brúðkaup Að sögn Haraldar er Birna strax far­ in skipuleggja brúðkaupið, en sjálf­ ur er hann frekar rólegur yfir þessu öllu saman. „Hún er ekki eina stelpan sem fer strax á flug þegar svona gerist. Hún búin að bera upp fullt af flóknum spurningum við mig, en ég viðurkenni það að ég var ekki búin að hugsa neitt lengra en þetta.“ Birna er hins vegar farin að skoða hentugan tíma fyrir brúð­ kaup næsta sumar eða sumarið þar á eftir. „Hún er farin að bera þess­ ar tillögur upp en ég hef ekki hug­ mynd um svarið,“ segir Haraldur og slær á létta strengi. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að þau komist ekki að sameiginlegri niðurstöðu með tímanum. Alltaf hægt að gleðja elskuna meira Þau eru ekki búin að vera lengi saman, en þau kynntust úti á lífinu snemma á þessu ári og fóru að rugla saman reytum í lok febrúar. „Okkur líður samt eins og sam­ bandið sé búið að vara mun lengur en bara þetta ár. Við náum mjög vel saman og ég er allavega viss í minni sök. Væntanlega hún líka fyrst hún sagði já,“ segir Haraldur. Aðspurður hvort hann sé rómantískur að eðlis­ fari, vill hann ekki meina það. En rómantíkin leynist líklega inni við beinið. „Hún segir að ég sé róman­ tískur, en mér finnst að ég mætti al­ veg bæta mig. Ég veit samt ekki við hvað ég á að miða. Maður reynir að gera það sem maður getur fyrir elskuna sína, en það er örugglega alltaf hægt að gleðja hana meira, og veita henni það sem hún óskar sér,“ segir ástfangni þingmaðurinn að lokum. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Hún búin að bera upp fullt af flókn- um spurningum við mig, en ég viðurkenni það að ég var ekki búin að hugsa neitt lengra en þetta. Nýtrúlofuð Haraldur og Birna brugðu á leik í Alþingis- garðinum. Samrýmd Birna og Haraldur hafa verið saman í stuttan tíma, en ná mjög vel saman. Roðnaði í lokahófi Fréttamaðurinn góðkunni og knattspyrnumaðurinn knái, Hjörtur Hjartarsson, hefur spilað sinn síðasta leik með uppeldisliði sínu ÍA, og var kvaddur með virkt­ um á lokahófi félagsins síðastliðið laugardagskvöld. Liðsfélagi hans, Gunnlaugur Jónsson, hélt mikla lofræðu um Hjört og viðurkenndi hann það á Facebook­síðu sinni að hann hefði roðnað, þrátt fyrir að vera veikur fyrir skjalli. Hjörtur kveður félag sitt sáttur og skrifaði nokkur þakkarorð á Facebook. „Ferðalagið með ÍA hefur verið frábært alla tíð. Ég er stoltur af því sem ég gerði fyrir félagið og þakklátur fyrir það sem klúbbur­ inn hefur gefið mér. Ég vildi að ég gæti klæðst gulu treyjunni á hverju sumri um ókomna tíð en það er víst ekki í boði!“ Óðinn tók plötuáskorun Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV og núverandi rit­ stjóri Morgunútgáfunnar á Rás 2, tók áskorun kollega síns Óla Palla á Facebook og birti lista yfir tíu plötur tónlistarkvenna sem hafa haft áhrif á hann í gegnum tíð­ ina. Fannst honum með listanum einnig ágætt að minna á glæsi­ legan hlut kvenna í rytmískri tón­ list. Efst á lista Óðins, í fyrsta og öðru sæti, var söngkonan Billie Holiday svo ætla má að hún hafi verið í mikið í hlustun hjá hon­ um og haft á hann töluverð áhrif. Tíu sæti dugðu Óðni þó ekki til að koma fyrir öllum þeim konum sem hafa haft áhrif á hann en á listann hjá honum vantaði til að mynda Emilíönu Torrini, Ellý Vil­ hjálms og Ellu Fitzgerald. Lenti í sjálfheldu í réttum Skemmtilegur dagur í góðra vina hópi T ónlistarmaðurinnMugison sló á létta strengi um helgina þegar hann var í réttum í Súða­ vík, þar sem hann býr. Hann sendi myndir á Facebook­síðu sína þar sem hann sagðist hafa verið að leita að rollum en engar fundið og hafi lent í sjálfheldu í staðinn. „Ég var nú bara að grínast,“ segir Mugis­ on. „Ég var að reyna að vera fyndinn eins og Bragi Valdimarsson. Ég fann engar rollur en tók nokkrar „sel­ fies“ sem er sjálfhelda. Ég var aldrei í neinni hættu og þetta var æðisleg­ ur dagur í góðum hóp.“ Eins og allir vita hefur Mugison gert það gott sem tónlistarmaður bæði hérlendis sem erlendis síð­ ustu árin. Hann heitir réttu nafni Örn Elías Guðmundsson en fékk gælunafnið þegar hann var að heimsækja Mugg föður sinn í Malasíu. Árið 2003 fengu Mugison og faðir hans þá hugmynd að halda stórhátíð á Ísafirði þar sem venju­ legt fólk væri stjörnurnar og popp­ stjörnurnar í aukahlutverki. Hefur hátíðin síðar orðið ein af stærstu tónlistarhátíðum landsins en Mugi­ son tekur ætíð þátt í hátíðinni við góðar undirtektir. Allar plötur Mugison hafa unnið til verðlauna hér á landi en síðasta plata hans, Haglél sem kom úr árið 2011, hlaut fimm verðlaun á Íslensku tónlistar­ verðlaunum. n helgadis@dv.is Mugison Ætlaði að vera fyndinn eins og Bragi Valdimarsson. MyNd EyÞóR ÁRNASoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.