Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.07.1975, Blaðsíða 22
20
438 m.kr. á árinu 1974 m.v. 446 m.kr. 1973. Æriö 1974 nam
útflutningur ullar- og prjónavöru tæplega 770 m.kr. m.v. rúmlega
500 m.kr. 1973.
Þegar þessir tveir flokkar útflutningsiönaöarins eru teknir
saman og bætt viö útflutningi á málningu, lakki og leirmunum,
er áætlaö, aé vergur hagnaöur fyrir skatta sem hlutfall af
vergum tekjum hafi numiö um 5%, miöaö viö rekstrarskilyröin í
árslok 1974., samanboriö viÖ 2,8% aö meÖaltali 1973.
Á árinu 1974 voru flutt út 63.070 tonn af áli og álmelmi
fyrir um 4.788 m.kr.. Afkoma álverksmiöjunnar, mæld á mælikvarÖa
vergs hagnaðar fyrir skatta sem hlutfalli af vergum tekjum
reyndist nokkru lakari 1974 en 1973. Arið 1973 reyndist hlut-
fall þetta 10,2% en áriö 1974 varö það 8,6%.
VI. Skýringar viö töflur og helztu niöurstööur.
1. Rekstraryfirlit.
Svo sem verið hefur undanfarin ár, er rekstraryfirlit
iðnaðarins byggt á úrtaksathugun á skattframtölum og ársreikn-
ingum fyrirtækja. Aö þessu sinni náöi úrtakið til reksturs 580
fyrirtækja, sem samtals nota 65,2% alls vinnuafls í þeim greinum,
sem athugunin nær til. Tafla 1.1. sýnir heildarrekstraryfirlit
iönaðarins, svo og skiptingu þess eftir einstökum atvinnugreinum.
Ennfremur sýnir tafla 1.1. skiptingu þessara yfirlita í rekstrar-
yfirlit fálaga í iðnaöi annars vegar og rekstraryfirlit einstakl-
inga í iönaði hins vegar. Rekstraryfirlit félaga er byggt á mun
stærra úrtaki en rekstraryfirlit einstaklinga, eöa á úrtaki 398
iönfyrirtækja, sem nota 70,2% af heildarvinnuafli félaga í
iðnaði. Rekstraryfirlit einstaklinga er byggt á úrtaki 182
iönfyrirtækja, sem nota 36,4% heildarvinnuafls einstaklings-
fyrirtækja í iðnaöi. Aö meginstofni er úrtakið það sama og notað
var við gerö rekstraryfirlits iönaðar fyrir áriö 1972 (sjá Atvinnu-
vegaskýrslur nr. 5, júní 1974), nema hvaö úrtakið nær að þessu
sinni til nokkru fleiri fyrirtækja. Aðferðir þær, sem notaöar
hafa verið viö uppfærslu úrtaksins til heildarstærða, eru þær
sömu, og beitt hefur veriö undanfarin ár, þ.e. úrtakið er fært
upp til heildarstærða skv. upplýsingum um heildarvinnuaf1, mælt