Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.07.1975, Blaðsíða 23
21
í slysatryggðum vinnuvikum í hverri iðngrein, eftir 1) umdæmum
(Reykjavík - utan Reykjavíkur), 2) rekstrarformum (félög -
einstaklingar) og 3) staerðarflokkum. Þar eð hagnaður sá, sem
fram kemur hjá einstaklingsfyrirtækjum, innifelur, auk hreins
hagnaðar, laun eigendanna, hefur verið reynt að gera hagnaðar-
hugtök þessara tveggja rekstrarforma sambærileg með því að áætla
skiptingu hagnaðar einstaklingsfyrirtækja í hreinan hagnað annars
vegar og laun eigenda hins vegar. Þessi áætlun var byggö á
upplýsingum um eigintryggðar vinnuvikur og voru laun eigenda í
hverri iðngrein áætluð þau sömu og meðallaun starfsmanna í
greininni. Sá hagnaöur eöa tap, sem þannig fékkst hjá einstakl-
ingum, þegar laun eigenda höfðu veriö áætluð, var síðan bætt
við hagnaö félaga og til samans mynda þessar stærðir svokallaðan
reiknaðan (hreinan) hagnað í hverri iðngrein.
í töflum 1.2. eru rekstraryfirlit iðnaöarins sýnd eftir
hinum ýmsu flokkum. 1 megindráttum er iönaðinum skipt í vöru-
greinar annars vegar og viðgerðargreinar hins vegar, en vöru-
greinxjm er síðan skipt í átta flokka og viðgerðargreinum í
þrjá flokka. Þá er vörugreinum skipt í heimamarkaðsiðnað (HM)
annars vegar og útflutningsiðnað (ÖM) hins vegar, þar sem við á.
Rétt er aö geta þess, að í þessum yfirlitum er fyrirtæki eða
atvinnugrein ekki talin tilheyra útflutningsiðnaði, nema a.m.k.
fjóröungur af framleiðslu hennar sé fluttur út. Hér á eftir eru
flokkar, vöru- og viðgerðargreina taldir upp og sýnt, hvaða
iðngreinar í rekstraryfirliti iðnaðar í töflu 1.1. falla undir
hvern flokk:
Vörugreinar iðnaðar.
Númer iðngreina, sem
falla undir hvern flokk
1. Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður 202, 209 , 205, 213 206 , 207, 208,
2. Vefjar-, fata- og skinnaiðnaður 231, 244, 232, 291, 233, 293 241, 243,
3. Trjávöruiðnaður 252, 259, 261
4. Pappírsiðnaður 272, 281, 282, 283 , 284
5. Efnaiðnaður 311, 398 , 315, 399 319, 394, 397,
6. Steinefnaiðnaður 329, 332, 333, 334, 335,
339
7. Alframleiðsla 342
8. Skipasmíði 381