Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.07.1975, Blaðsíða 15
13
6. Steinefnai6na6ur■
Meö steinefnaiðnaöi er hér einkum átt við framleiéslu
á sementi og steinsteypu, en auk þess er hár um aö ræða grjót-
og sandnám, leirsmíði og gleriðnað. Á árinu 1973 störfuðu 710
manns í þessum flokki eða 6,6% heildarmannaflans í vörugreinum
iönaöar. Virðisaukinn nam 784 m.kr., en það eru 8,4% heildar-
virðisauka vörugreinanna. Nckkur útflutningur átti sár stað í
þessum flokki á árinu 1973, einkum á ýmis konar vörum úr leir.
Ekki þótti ástæða til að skipta rekstraryfirliti steinefna-
iðnaðar í heimamarkaðsiðnað og útflutningsiðnað, en reksturinn
að baki þessa útflutnings má sjá £ töflu 3.2., undir liðnum
annar útflutningsiðnaður, en þar má sjá samandregið rekstrar-
yfirlit útflutnings á málningu og lakki auk leirvöruútflutnings.
Afkoma steinefnaiðnaðar reyndist nokkru betri en meðalafkoma
vörugreina iðnaðar á árinu 1973. Vergur hagnaður fyrir skatta
sem hlutfall af vergum tekjum nam 9,5% samanborið við 6,8% í
vörugreinum alls. Afkoma steinefnaiðnaðar var einnig betri en
hún var á árinu 1972, en þá nam hagnaðarhlutfalliö 7,3%.
7. Álframleiðsla.
Á árinu 1973 var starfsemi álverksmiðjunnar í Straumsvík
aukin verulega, einkum vegna stækkunar verksmiðjunnar haustið
1972. Jókst framleiðsla áls úr 45.500 tonnum 1972 í 71.300 tonn
árið 1973. Starfsmannafjöldi jókst verulega og var 575 manns
árið 1973, eða 5,3% heildarmannaflans £ vörugreinum iönaðar.
Virðisaukinn nam 1.291 m.kr., eða 13,8% af heildarvirðisauka
vörugreinanna, en til samanburðar má geta þess, að árið 1972
nam virðisauki álframleiðslunnar 7,8% af heildarvirðisauka
vörugreinanna. Á árinu 1973 nam útflutningur áls samtals 4.441
m.kr.. Afkoma álverksmiðjunnar batnaöi verulega á árinu 1973
m.v. árið á undan, og reyndist vergur hagnaður fyrir skatta sem
hlutfall af vergum tekjum 10,2%, samanborið viö 6,8% að meðal-
tali £ vörugreinum iðnaðar.