Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.07.1975, Blaðsíða 25
23
fram í reikningum þeirra og tafla 2.1. er byggð á. í þjóöar-
auðsmatinu er upphaflega byggt á beinu mati fjármuna, sem síðan
er aukið við fjárfestingu á hverju ári skv. fjármunamyndunar-
skýrslum, og jafnframt fært niöur um áætlaðar, hæfilegar,
afskriftir.
3, Otflutningur■
í töflu 3.1. er að finna upplýsingar um útflutning iðnaðar-
vara á tímabilinu 1970-1974, sem fengnar hafa veriö frá Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins.
I töflu 3.2. er sýnt rekstraryfirlit útflutningsiðnaðar
fyrir árið 1973, flokkað samkvæmt útflutningsflokkun Hagstofu
íslands, en í töflu 2.1. má sjá sama rekstraryfirlitið flokkað
á hinar ýmsu vörugreinar iðnaðarins. Samkvæmt útflutnings-
skýrslum Hagstofu íslands var verðmæti heildarútflutnings iðnaðar-
vara 6.061,1 m.kr., en rekstraryfirlit útflutningsiðnaðar í
töflu 3.2. nær til fyrirtækja, sem fluttu út vörur aö verðmæti
6.002 m.kr. eða um 99% af heildinni. Rekstur fyrirtækja, sem
fluttu út 1% af heildarútflutningi iðnaðarvara er ekki sýndur,
þar sem útflutningur þeirra var það lítill, að hann hefur engin
áhrif á heildarafkomu útfnutningsiðnaðarins á árinu 1973.
9. Vísitölur framleiðslumagns.
I töflu 4.1. eru sýndar magnvísitölur iðnaðarframleiðslu
1961-1973. Vísitölur þessar eru reiknaðar á grundvelli upplýs-
inga um iðnaðarframleiðslu, sem birtar hafa verið í Hagtíðindum
ár hvert. Þar er þó alls ekki um tæmandi upptalningu að ræða,
eins og skýrt kemur fram í athugasemdum með töflum Hagstofunnar,
en engu að síður gefur þessi magnvísitala iðnaðarframleiðslu,
sem hér á eftir verður til hægðarauka kölluð M.I.F., sæmilega
mynd af þróun iðnaðarframleiðslunnar á undanförnum árum. Ástæður
þess, að M.I.F. gefur ekki tæmandi upplýsingar um þróun iðnaðar-
framleiðslunnar, eru einkum tvær. Verður hér á eftir lýst í
hverju þessir gallar eru fólgnir, og getið um þær aðferöir, sem
beitt var til að bæta upplýsingagildi magnvísitölunnar.