Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.07.1975, Blaðsíða 26
24
1. Nokkuð vantar á, að M.I.F. nái til allra framleiðsluafurða
þeirra iðngreina, sem upplýsingar birtast að einhverju
leyti um í Hagtíðindum. Af þessu leiðir, að vægi hverrar
iðngreinar í heildinni getur breytzt,og þá um leið niður-
staðan um heildarmagnbreytingu iðnaðarframleiðslunnar.
Einnig veldur það ónákvæmni, að magnvísitalan mælir ekki
þær gæöabreytingar, sem orðiö hafa á framleiðslunni frá
grunnárinu 1961. Til þess að bæta úr þessum ágöllum,
hefur heildarniöurstaða MIF, eins og hún er sýnd í töflu
4.1., verið endurmetin á þann hátt, aö vægi hverrar
iðngreinar er látið jafngilda vægi hennar í heildar-
vinnsluvirði iðnaðarins áriö 1970. Þessi magnvísitala
er sýnd í fyrsta dálki í töflum 4.2. og 4.3., en í töflu
4.3. hefur framleiðslubreyting áls verið undanskilin.
2. Nokkuð vantar á, að magnvísitalan í töflu 4.1., spanni
alla iönaðarframleiðslu. I fyrsta lagi vantar upplýs-
ingar um framleiðslu hvers konar viðgerðarstarfsemi, sem
fellur undir iönað, svo sem vélaviðgeröir1^, bifreiða-
viðgerðir og skipaviðgerðir. Ennfremur vantar upplýsingar
um nokkurn hluta vöruframleiðslunnar, og vegur þar þungt
framleiðsla í iðngreinunum slátrun og kjötiðnaöur, prent-
iönaði og húsgagna- og innráttingasmíði. Reynt var aö
meta framleiðslubreytingar þessara greina, og eru niður-
stöður þess mats sýndar í öörum dálki í töflum 4.2. og
4.3. Mat þetta var framkvæmt á þann hátt, að heildar-
framleiðsluverömæti þessara greina var fært til fasts
verðlags, með því, að nota vegiö meðaltal verðbreytinga
á afurðum þessara greina, sem finna má í vísitölu fram-
færslukostnaðar og upplýsingar um verðhækkanir á útseldri
vinnu viögeröargreina, sem fengnar voru hjá verölags-
yfirvöldum. Þannir reyndist unnt aö skilja verðbreyt-
inguna frá breytingu framleiðsluverðmætisins, þannig að
eftir stendur áætluð magnbreyting framleiðslunnar í
þessum greinum.
Að lokum, er samvegin magnvísitala allrar iðnaöarfram-
leiðslunnar sýnd í þriðja dálki í töflum 4.2. og 4.3.
1) Válaviðgerðir tilheyra atvinnugrein 350, en undir þá grein
fellur einnig málmsmíði, sem fellur undir MIF, en magnvxsi-
tala þeirrar framleiöslu er sýnd í töflu 4.1. ásamt smíði
raftækja.