Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.07.1975, Blaðsíða 30
28
Þegar þær niðurstöður, sem hér eru birtar um framleiðni-
breytingar vinnu í iðnaði eru athugaöar, ber aö hafa í huga,
að hér er ekki um hreina framleiðniaukningu á einingu vinnu-
afls að ræöa, heldur getur breyting framleiðni hafa orðið
vegna afkastabreytinga vinnuafls og fjármagns. Á tímabilinu
1970-1973 hefur iönaðarframleiðslan án áls aukizt að magni um
nær 35%, en á sama tíma hefur vinnuaflsaukningin oröið 11,7%
og magnaukning fastra framleiðslufjármuna skv. þjóðarauðsmati
hefur numið tæplega 23%.
8. Vinnsluviröi - hlutdeild í vergri þjóðarframleiðslu.
I töflu 8.1. er sýnt vergt vinnsluvirði (tekjuviröi) í
iðnaði sundurliðað eftir iðngreinum árin 1968-1973, í töflu
8.2. er síðan sýnd hlutdeild iðnaðarins £ vergri þjóðarfram-
leiðslu (tekjuvirði).
Hér og í öðru talnaefni í heftinu eru notuð ýmis hugtök,
sem gætu þurft nánari skýringa við, og verða hin helztu þeirra
skilgreind hér á eftir í stuttu máli.
Meö vergum tekjum, markaðsvirði, er átt við verðmæti
framleiðslunnar á því veröi, sem kaupendur greiða fyrir hana,
en þeir eru annað hvort endurseljendur eða neytendur. Með vergum
tekjum, tekjuvirði, er hins vegar átt við verðmæti framleiðslunnar
á því verði, sem framleiðendur fá fyrir hana. Mismunur á
markaðsvirði og tekjuvirði getur annars vegar stafað af óbeinum
sköttum (t.d. söluskatti) og hins vegar framleiöslustyrkjum
(t.d. niðurgreiðslum). Vergt vinnsluvirði, tekjuvirði, er
mismunur verðmætis framleiðslunnar (á því verði, sem fram-
leiðendur fá fyrir hana) og verömætis aöfanga, þ.e. verðmætis
vöru og þjónustu frá öðrum fyrirtækjum og innflutningi. Vergt
vinnsluviröi, tekjuvirði, er m.ö.o. sá virðisauki (value added),
sem starfsemin skapar. Virðisaukinn er jafnframt sú stærð,
sem sýnir framlag hverrar greinar til vergrar þjóðarframleiðslu
(tekjuvirði). Þessum virðisauka má skipta í laun og launatengd
gjöld, afskriftir, leigur, vexti, beina skatta og hreinan
hagnað. I þessu sambandi er rétt aö geta þess, að launa-
skatturinn er hér alltaf reiknaður með í vinnsluvirðinu sem