Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað
Hagnast vel á
sölu Skeljungs
n Keyptu 51 prósent í Skeljungi fyrir 1,5 milljarða króna
S
tutt er nú í að gengið verði
frá sölu á olíufélaginu
Skeljungi til sjóðsins SÍA II
sem rekinn er af sjóðsstýr
ingarfyrirtækinu Stefni, að
sögn Flóka Halldórssonar, fram
kvæmdastjóra Stefnis. „Vonandi
styttist í að við getum sagt frá
því,“ segir Flóki. Stefnir er í eigu
Arion banka. Á bak við SÍA II eru
íslenskir lífeyrissjóðir, trygginga
félög og aðrir fjárfestar.
Viðræðurnar um söluna á
Skeljungi til Stefnis hafa stað
ið yfir frá því á fyrri hluta þessa
árs, líkt og viðræðurnar um kaup
sjóðsins á fyrirtækjum í eigu Jóns
Helga Guðmundssonar í Byko
sem greint var frá í DV á miðviku
daginn. „Viðræðurnar um Skeljung
eru lengra komnar,“ segir Flóki
þegar hann ber saman stöðuna á
kaupviðræðum Skeljungs og fyrir
tækja Jóns Helga.
Eigendur Skeljungs eru hjónin
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir
og Guðmundur Örn Þórðarson
en líklegt er að þau muni hagn
ast ævintýralega á viðskiptunum
þar sem þau keyptu félagið á hag
stæðum tíma. Svanhildur Nanna
segir að í vor á þessu ári hafi verið
gert samkomulag um kaupin en
að beðið sé eftir niðurstöðu úr
áreiðanleikakönnun auk þess sem
Samkeppniseftirlitið sé að skoða
kaupin. „Það var gert samkomulag
um kaup í vor. […] Staðan á því er –
eins og þessi ferli eru – að við tekur
áreiðanleikakönnun og umsókn
ir um samkeppni eftirlitsstofnana
eins og Samkeppniseftirlitsins.
[…] Við erum að bíða eftir sam
þykki Samkeppniseftirlitsins um
að Stefnir megi eiga Skeljung.“
Hún segir vonast til að því ferli
fari að ljúka. Á meðan eru Svan
hildur Nanna og Guðmundur Örn
eigendur olíufélagsins og stýra því.
Meirihlutinn keyptur á 1,5
milljarða
Þau Svanhildur Nanna og Guð
mundur Örn keyptu 51 prósents
hlut í Skeljungi af Glitni í ágúst árið
2008. Kaupverðið var 1,5 milljarð
ar króna. Meðeigandi þeirra þá að
Skeljungi var Birgir Bieltvedt, nú
verandi eigandi Domino‘s Pizza.
Árið 2010 keyptu þau Svanhildur
Nanna og Guðmundur Örn einnig
49 prósenta hlut Íslandsbanka,
áður Glitnis, í opnu söluferli og
áttu þau þá allt félagið ásamt Birgi.
Kaupverðið á 49 prósenta hlutnum
af bankanum var um milljarður
króna. Birgir seldi svo 8 prósenta
hlut sinn í félaginu til hjónanna
árið 2011.
Einfaldari viðskipti
Flóki segir aðspurður að viðskiptin
með Skeljung séu talsvert ein
faldari en áætluð kaup á nokkrum
fyrirtækjum Jóns Helga. „Þetta er
einfaldari díll að öllu formi,“ segir
Flóki.
Flóki segir að sjóðir SÍA II vinni
þannig að þeir ætli sér ekki að
halda utan um hlutabréfin sem
þeir kaupa til lengri tíma. Sjóð
irnir leitast við að vinna að því að
koma fyrirtækjunum á hlutabréfa
markað og svo að leysa hlutabréf
in sem keypt eru til þeirra hluthafa
sem standa á bak við sjóðina „Við
ætlum ekki að hanga á þessum
hlutabréfum endalaust. Við vinn
um að þessu meðan fyrirtækin eru
óskráð en svo afhendum við bréf
in til undirliggjandi eigenda,“ segir
Flóki en þetta var til dæmis gert í
kjölfar fjárfestingar sjóðsins í smá
sölurisanum Högum.
Tvö stór olíufélög til
lífeyrissjóða
Fari svo að SÍA II gangi frá kaup
unum á Skeljungi verða tvö af
þremur stóru olíufélögum lands
ins komin í eigu íslenskra lífeyris
sjóða að hluta til. Íslenskir lífeyris
sjóðir eiga meirihluta hlutafjár í
N1 í gegnum Framtakssjóð Íslands
auk þess sem einstaka lífeyrissjóð
ir eiga stóra hluti í félaginu, meðal
annars Lífeyrissjóður verslunar
manna með 10 prósenta hlut.
Einungis Olís er ekki að neinu
leyti í eigu lífeyrissjóða en það fé
lag er í eigu FISK Seafood, út
gerðarfélags Kaupfélags Skag
firðinga, Samherja og þeirra Einars
Benediktssonar og Gísla Baldurs
Garðarssonar.
Líklega mikill hagnaður
Í árslok 2011 námu bókfærðar
eignir Skeljungs rúmum tólf millj
örðum króna á meðan skuldir fé
lagsins voru tæplega 8,4 milljarð
ar króna. Eiginfjárstaðan er því
jákvæð um rúmlega 3,7 milljarða
króna. Hagnaðurinn árið 2011
nam 629 milljónum króna og var
hagnaðurinn svipaður í fyrra. Mið
að við bókfært verðmæti eigna
Skeljungs og skuldastöðu félagsins
má telja ljóst að núverandi eigend
ur munu hagnast vel á sölu fyrir
tækisins þar sem þeir keyptu það
á afar hagstæðu verði um það leyti
sem íslenska bankakerfið var að
fara að hrynja.
Svanhildur Nanna vill ekki
greina frá kaupverðinu á Skeljungi.
„Nei, það er trúnaðarmál.“
Umdeild saga
Saga Skeljungs á síðustu tíu árum
er með nokkrum ólíkindum. Olíu
félagið komst í eigu fyrirtækja
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og
Pálma Haraldssonar á síðasta
áratug og seldu þeir fyrirtækið á
milli sín nokkrum sinnum, alltaf
á hærra verði í hvert skipti. Skelj
ungur var þá meðal annars í eigu
Haga og Fons. Glitnir banki, sem
var meðal annars í eigu Jóns Ás
geirs, sölutryggði allt hlutafé Skelj
ungs fyrir Pálma í desember árið
2007 og eignaðist olíufélagið svo
þegar Pálma tókst ekki að selja
það öðrum. Skeljungur var svo al
farið í eigu bankans þar til í ágúst
2008 þegar Svanhildur Nanna,
Guðmundur Örn og Birgir keyptu
meirihluta í því.
Sú sala á félaginu var líka um
deild þar sem þáverandi fram
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Glitnis, Einar Örn Ólafsson, hætti
hjá bankanum í apríl 2008 vegna
þess hvernig hann hafði staðið
að sölunni til þremenninganna.
Samkvæmt heimildum DV voru
starfslokin rökstudd með því að
um „trúnaðarbrest“ hefði verið að
ræða á milli Einars Arnar og bank
ans. Skömmu síðar, í maí 2008, var
Einar Örn orðinn forstjóri Skelj
ungs og er enn. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Seldi Skeljung og fór svo
að vinna þar Einar Örn Ólafs-
son seldi núverandi hluthöfum
fyrirtækið í ágúst 2008 þegar
hann var starfsmaður Glitnis.
Nokkrum mánuðum síðar var
hann orðinn forstjóri félagins.
„Það var
gert
samkomulag
um kaup í vor
Beðið eftir samþykki Svanhildur Nanna segir að beðið sé eftir samþykki Samkeppniseftirlits-
ins varðandi sölu Skeljungs. Hún á félagið ásamt manni sínum, Guðmundi Erni Þórðarsyni.
Enn afskrifað hjá
kúlu lána kóngi
Ekkert fékkst upp í 200 milljóna
króna kröfur í þrotabú félagsins
Stofnun ehf., sem Ingi Rafnar
Júlíusson, fyrrverandi forstöðu
maður markaðsviðskipta hjá Glitni,
átti. Félagið var stofnað árið 2006
og fékk 100 milljóna króna lán hjá
Glitni til að kaupa hlutabréf í bank
anum. Sú eign, sem var eina eign
félagsins, varð verðlaus við hrun
bankans. Eftir sátu skuldir sem síð
an hækkuðu upp úr öllu valdi.
Félagið var úrskurðað gjald
þrota í apríl síðastliðnum en til
kynnt er um skiptalok í Lög
birtingablaðinu í dag. Þar kemur
fram, eins og svo oft áður, að engar
eignir hafi fundist í búinu og því
fékkst ekki króna upp í lýstar kröf
ur sem námu 200.452.942 krónum.
Krafan verður því afskrifuð.
Þessar 200 milljónir bætast því
við 519 milljóna króna kúlulánið
sem félag Inga Rafnars, AB 158
ehf., fékk einnig fyrir hrun og búið
var að afskrifa líkt og DV greindi frá
á sínum tíma. Ingi Rafnar er einn
af svokölluðum kúlulánakóngum
Glitnis sem fengu háar fjárhæðir
lánaðar hjá Glitni til hlutabréfa
kaupa í bankanum sem þeir unnu
hjá. Auk þess sem hann var einn
af lykilmönnunum í Stímmálinu
svokallaða sem rannsakað var sem
markaðsmisnotkun hjá embætti
sérstaks saksóknara.
Kannabis og
amfetamín
Lögreglan á höfuðborgar
svæðinu hefur undanfarið lagt
hald á mörg hundruð grömm
af kannabisefnum og talsvert
magn af amfetamíni í nokkrum
aðskildum málum. Í tilkynningu
frá lögreglunni kemur fram að
um sé að ræða aðgerðir gegn
sölu og dreifingu fíknefna og
hafa á annan tug manna, bæði
karlar og konur, verið hand
teknir. Lögreglan hefur einnig
tekið í sína vörslu peninga, sem
grunur leikur á að séu tilkomn
ir vegna fíkniefnasölu. Þá var
einnig lagt hald á ætlað þýfi. Við
húsleit í áðurnefndum málum
var jafnframt lagt hald á nokkuð
magn af ritalíni á einum stað og
skammbyssu á öðrum.
Guðmundur Alfreð Jóhannsson
Þessi níu daga hreinsikúr hreinsar líkamann af óæskilegum
efnum og kemur þér vel af stað í átakinu. Algengast er að
fólk sé að losa sig við á þessum níu dögum.
Clean 9 detox/hreinsikúrinn
hefur svo sannarlega verið vinsæll
Verð: 19.900 kr.
Sími: 848 8001
aloegaj.com