Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað
Dagar Góðráð ehf. taldir
n Sögufrægt félag Friðriks Pálssonar yfirtekið
D
agar eignarhaldsfélagsins Góð-
ráð ehf. eru taldir en félagið
komst í hámæli við upphaf
aldarinnar. Þá greindi DV frá
því að Friðrik Pálsson, sem á þeim
tíma var stjórnarformaður Landssím-
ans, hefði notað félagið til að greiða
sjálfum sér milljónir í ráðgjafarlaun
umfram stjórnarlaunin úr sjóðum
ríkisfyrirtækisins. Málið vatt upp á sig
og Friðrik hrökklaðist úr stóli stjórn-
arformanns auk þess sem heimildar-
manni DV, sem kallaður var „litli
landssímamaðurinn“, var sagt upp
störfum.
Góðráð ehf. var að fullu í eigu
Friðriks Pálssonar sem nú er eig-
andi og framkvæmdastjóri Hótels
Rangár og stjórnarformaður Íslands-
stofu. Félagið sem yfirtekur Góðráð er
einnig að stærstum hluta í eigu Frið-
riks sjálfs og heitir Þrasi ehf. en Sig-
urbjörn Bárðarson á hlut í félaginu á
móti Friðriki. Greint er frá yfirtökunni
í Lögbirtingablaðinu þar sem fram
kemur að hlutafélagaskrá hafi borist
samrunaáætlun félaganna. Mun Þrasi
taka við öllum eignum og skuldum
Góðráð, en samkvæmt síðasta árs-
reikningi sem félagið skilaði stend-
ur það traustum fótum. Hagnaður
þess árið 2011 nam tæplega 9 millj-
ónum og á það eignir upp á 31 millj-
ón króna. Yfirtakan virðist vera liður
í því að bæta fjárhagsstöðu Þrasa, en
eigið fé þess var neikvætt um rúmlega
49 milljónir króna við lok ársins 2011.
Fæst Þrasi við kaup og sölu verðbréfa,
fasteigna og lausafjár ásamt lánastarf-
semi sem tengist rekstrinum.
Þegar DV fjallaði um mál Góðráð á
sínum tíma kom fram að samgöngu-
ráðuneytið hefði samið við Friðrik um
að hann mætti selja Landssímanum
ráðgjafarvinnu í nafni einkafyrirtæk-
isins. Síðan hefði Góðráð innheimt
milljónir króna árlega frá Landssím-
anum. Greiðslurnar voru mestar árið
2001 þegar þær námu 8 milljónum
króna. n
Afskrifa milljarð hjá
verktakafyrirtæki
n Rúmlega 4.000 fermetra fjölbýlishús í Kópavogi fór til Landsbankans
K
röfuhafar verktakafyrir-
tækisins Kantsteins ehf.
hafa afskrifað rúmlega
milljarðs króna kröfu á
hendur félaginu. Á móti
kröfunni hafa þeir leyst til síns
einu eign Kantsteins ehf., fjöl-
býlishús í Víkurhvarfi í Kópavogi.
Húsið er rúmlega 4.000 fermetr-
ar að stærð. Kantsteinn var í eigu
Kristjáns Gunnars Ríkharðssonar,
eiganda Skuggabyggðar ehf. sem
byggt hefur háhýsin í Skuggahverf-
inu í miðbæ Reykjavíkur. Skiptalok
félagsins koma fram í Lögbirtinga-
blaðinu.
Engar eignir voru til skiptanna
í búi Kantsteins. Skiptastjóri fé-
lagsins var Helga Vala Helgadótt-
ir. Skiptabeiðandi var Tollstjórinn í
Reykjavík en stærsti kröfuhafi þess
var Landsbankinn. Kristján Gunn-
ar segir að enginn tapi á gjaldþroti
félagsins: „Það tapar enginn neinu
á þessu félagi og bankinn var búinn
að leysa eignina til sín út af pen-
ingum sem hann hafði sett í þetta.“
Eignir félagsins voru metnar á rúm-
lega 600 milljónir króna í lok árs
2010 en á móti voru skuldir upp á
rúmlega 900 milljónir króna. Eigin-
fjárstaða félagsins var því neikvæð
um rúmlega 300 milljónir króna.
Náði aldrei að klára
„Við náðum aldrei að klára hús-
næðið og koma því í leigu. Lands-
bankinn bauð mér að halda áfram
með þetta og koma húsinu í leigu.
Hinn möguleikinn var að bank-
inn myndi leysa húsið til sín. Sú
ákvörðun varð ofan á,“ segir Kristján
Gunnar.
Kristján segir að bankinn hafi
viljað leysa húsið til sín strax og að
hann hafi skrifað upp á það. Hann
segir að það sé ákvörðun Lands-
bankans hvað gert verði við hús-
ið. „Þeir eru ekki búnir að taka
ákvörðun um það. Þeir vildu bara
fá húsið til sín strax og ég kvitt-
aði bara upp á það,“ segir Kristján
Gunnar.
Á vef fasteignaskrár Íslands
kemur fram að í nóvember í fyrra
hafi Kantsteinn misst húsið yfir
til Framkvæmdafélagsins Hamla,
sem er í eigu Landsbankans, og er
það eigandi hússins í dag. Kant-
steinn hafði eignast húsið árið
2008 í gegnum þáverandi eiganda
þess Rúmmeter ehf.
Eignaðist hús við Mánatún
Áður hefur verið fjallað um verk-
takafyrirtæki Kristjáns Gunnars
í DV. Í febrúar í fyrra var sagt frá
því að félag í hans eigu, Skugga-
byggð ehf., sem þá var eignalaust
hefði fengið lán frá Arion banka
og Sameinaða lífeyrissjóðnum til
að kaupa 55 íbúða fjölbýlishús af
bankanum. Arion banki seldi fé-
laginu blokkina í árslok 2010 en
útborgunin, 630 milljónir króna,
var fjármögnuð af Sameinaða líf-
eyrissjóðnum. Kaupverðið var 965
milljónir króna.
Í mars 2011 fjármagnaði Sam-
einaði lífeyrissjóðurinn 630 millj-
óna króna fyrstu útborgun á kaup-
verðinu til Arion banka með
kaupum á tveimur veðskuldabréf-
um sem útgefin voru af verðbréfa-
fyrirtækinu Virðingu. Virðing tók
veð í fjölbýlishúsinu í Mánatúni í
kjölfarið. Þar að auki lánaði Arion
banki Skuggabyggð 360 milljónir
króna í apríl 2011 til að ljúka við
byggingu fjölbýlishússins.
Arion banki leysti fjölbýlis-
húsið til sín eftir efnahagshrunið
þegar félagið eignaðist verktaka-
fyrirtækið Ármannsfell sem vann
að byggingu hússins. Ármannsfell
var dótturfélag Íslenskra aðalverk-
taka sem var eitt af dótturfélögum
Arion banka.
Félög á vegum Kristjáns hafa því
verið nokkuð aðsópsmikil á fast-
eignamarkaðnum eftir hrun en auk
þess hefur Skuggabyggð staðið í
miklum framkvæmdum í miðbæ
Reykjavíkur, líkt og áður segir. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Kröfur upp á milljarð
Kröfum upp á milljarð króna
var lýst í bú Kantsteins en eig-
andi þess er einna þekktastur
fyrir fasteignauppbyggingu í
Skuggahverfinu í Reykjavík.
„Það tapar
enginn
neinu á þessu
félagi
Landsbankinn á húsið Framkvæmdafélagið Hömlur, sem Landsbankinn á, er eigandi
hússins í dag.
Friðrik Pálsson
Starfar nú sem hótel-
stjóri og er stjórnarfor-
maður Íslandsstofu.
Lögregla íhugar
nálgunarbann
Lögreglan á Eskifirði íhugar að
fá nálgunarbann á 38 ára karl-
mann á Seyðisfirði vegna alvar-
legs áreitis gagnvart lögreglu-
konu í síðustu viku. Það var DV
sem greindi fyrst frá málinu síð-
astliðinn föstudag en þar kom
fram að lögreglukonan hefði hug
á að flytja frá Seyðisfirði vegna
mannsins. „Ég hef ekki farið
heim síðan þetta gerðist, mér
kemur það ekki til hugar,“ hafði
DV eftir konunni síðastliðinn
föstudag en á fimmtudag greindi
Fréttablaðið frá því að lögreglu-
embættið íhugi að fá nálgunar-
bann á manninn.
Konan var eini lögreglu-
maðurinn á vakt á svæðinu frá
Vopnafirði til Seyðisfjarðar á
mánudag í síðustu viku þegar
henni barst tilkynning um að
maður hefði ruðst inn á henn-
ar eigið heimili þar sem fjögurra
ára sonur hennar var í pössun.
Lögreglan á Eskifirði rannsak-
ar nú málið en meintur gerandi
er 38 ára karlmaður frá Seyðis-
firði, Ívar Andrésson að nafni. Í
samtali við DV sagðist Ívar eiga
ýmislegt óuppgert við lögregluna
á svæðinu og hugðist hann sjálf-
ur leggja fram kæru á hendur
lögregluþjóninum sem um ræðir.
Umferðarslysum
fjölgaði nokkuð
Umferðarslysum fjölgaði um 11
prósent í júlí síðastliðnum mið-
að við sama mánuð í fyrra. Þetta
kemur fram í afbrotatölfræði
lögreglustjórans á höfuðborgar-
svæðinu fyrir júlímánuð 2013,
en upplýsingarnar voru birtar
á fimmtudag. Í skýrslunni eru
teknar saman upplýsingar um
þau tilteknu brot sem tilgreind
eru í stefnu LRH og hafa verið
tilkynnt til lögreglu, en einnig er
fjallað um slys í umferðinni.
Í skýrslunni kemur meðal
annars fram að þjófnuðum hef-
ur fækkað um 9 prósent saman-
borið við sama tímabil árið 2012
og innbrotum um 18 prósent,
eignaspjöllum um 13 prósent
og ofbeldisbrotum hefur fækk-
að um þrjú prósent. Tilkynnt
var um 286 þjófnaði í júlí sem
er fækkun fjórða mánuðinn í
röð. Á sama tíma á síðasta ári
voru brotin um 417. Eftirtektar-
vert er að fjöldi tilkynninga um
hnuplmál var næstum tvöfalt
meiri í júní en í júlí. Þá fækkaði
innbrotum fjórða mánuðinn í
röð og einnig fækkaði þjófnaði
á eldsneyti. Þjófnuðum á gsm-
símum fjölgaði, svo og reiðhjóla-
þjófnuðum og þjófnuðum á
skráningarmerkjum. Umferðar-
slys voru 36 í júlí sem er nokk-
ur fjölgun frá síðasta mánuði og
næstum tvöfalt meiri fjöldi en á
sama tíma á síðasta ári.