Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 39
Lífsstíll 39Helgarblað 23.–25. ágúst 2013 Þ að eru aðeins rúmar tvær vikur þar til ég læt reyna á næstum þriggja ára gam­ alt markmið um að leggja til atlögu við Mont Blanc, Hvíta fjallið sem rís hærra en öll önnur fjöll innan Evrópusam­ bandsins. Þessari flugu um að klífa 4.800 metra fjall skaut niður í hausinn á mér í árslok 2010 þegar ég glímdi við það að vera næstum 140 kíló að þyngd og varla fær um að ganga á Úlfarsfellið, hvað þá Esjuna eða hærri fjöll. Í upphafi þjálfaði ég ásamt fé­ laga mínum sem hafði nokkrum árum fyrr klifið Mont Blanc og var í rauninni sá sem gaf mér hug­ myndina. Árið 2011 þræluðum við okkur upp hæstu fjöll til að ná upp styrk. Fjöll á borð við Baulu féllu að fótum okkar. Og við þræl­ uðum okkur yfir jökla og heiðar. Árangurinn varð sá að ég styrkt­ ist og léttist um hartnær 40 kíló. Á göngum okkar ræddum við um fyrirheitna fjallið. Ég var við fót­ skör meistarans og reyndi að til­ einka mér sem flest það sem kæmi að gagni. Um tíma stefndi 10 manna hópur á fjallið. Það var hugur í mönnum. Á árinu 2012 hélt þjálfunar­ ferlið áfram. Að þessu sinni æfði ég með 52ja fjallahópi Ferða­ félags Íslands. Og enn fjölgaði í hópnum. Í árslok 2012 hafði enn einn félaginn bæst í hópinn. Þetta var vanur göngumaður, Ólafur Sveinsson, sem hafði reynt ýmis­ legt milli fjalls og fjöru. Þá voru að vísu nokkuð margir af upp­ hafsfólkinu hættir við, nýir höfðu komið í staðinn. Við Ólafur tókum verkefnið alvarlega í ársbyrjun 2013 og hörkuðum á hvert fjall­ ið af öðru í fannfergi og frosti. Og það var einmitt í slíkri æfingaferð á Esjuna sem skelfingin dundi yfir. Við höfðum farið Ráðherraleiðina upp Þverfellshornið með ísaxir og brodda í öryggisskyni. Ferðin upp gekk vel eins og gjarnan vill vera. En niðurleiðin reyndist með öðr­ um hætti. Við vorum komnir ör­ fáa metra niður frerann þegar göngufélaginn hrapaði með þeim ósköpum að ég taldi útilokað að hann lifði af. En það fór betur en á horfðist. Hann fékk slæmar byltur þar sem hann fór í kollhnísum niður kletta og fannir. Þyrla flutti hann á sjúkrahús þar sem hann fékk að­ hlynningu og var saumaður tug­ um spora. Svo tók við erfið endur­ hæfing. Á þessum tíma taldi ég einsýnt að Ólafur væri ekki að fara á Mont Blanc. Maður sem hafði hrapað fyrir björg gat varla verið ginnkeyptur fyrir því að klífa 4.800 metra fjall þar sem á köflum er þverhnípi á báðar hendur. En annað kom á daginn. Það var ekki búið að taka saumana úr þegar hinn slasaði tók upp um­ ræðuna um fyrirhugaða ferð. Og harkið hélt áfram strax og hann var sæmilega rólfær. Við fórum á Eyjafjallajökul, Eiríksjökul og sjálfan Hvanndalshnúk. Þremur mánuðum eftir fallið á Esjunni var hann kominn í toppform. Og til þess að loka atvikinu á Esjunni fórum við í fylgd tveggja annarra upp Þverfellshornið til að sigrast á óttanum. Sú för var mögnuð. Í byrjun júní virtist hópurinn sem stefndi á Mont Blanc vera sjö manns. En smám saman kvarnað­ ist úr honum. Eftir örlagafund á kaffihúsinu Mílanó var ljóst að við vorum tveir eftir. Fjallagarp­ ur, nýkominn af Hvíta fjallinu, sagði okkur upp og ofan af göngu sinni. Lýsingar voru hrikalegar og þær létu engan ósnortinn. Eftir að fyrir lesarinn var farinn var ljóst að ekki voru lengur allir á leiðinni á fjallið. Og það var staðfest á næstu vikunum. Við vorum aðeins tveir eftir, ég og maðurinn sem hrap­ aði. Eftir þrjár vikur kemur í ljós hvort við náum að toppa. n Ég og sá sem hrapaði Reynir Traustason Baráttan við holdið Æfingarferð Áð við Steininn á Esjunni. Mynd: ReyniR TRausTason Níu hlutir til að huga að í eldhúsinu þínu n Notaðu náttúruleg hreinsiefni n Skolaðu matinn og þrífðu hendurnar n Ekki spara þegar þú kaupir potta 9 Veldu „hreinan“ mat Þó umræðan um lífrænt ræktaðan mat sé oft keyrð á öfgum á báða bóga þá borgar sig að huga að því hvaðan maturinn kemur. Fjöldi rannsókna hefur tengt skordýraeitur og önnur kemísk efni sem notuð eru í matvælaframleiðslu við sjúkdóma. Því hreinni sem matvælin eru því minni áhættu ertu að taka. Þá hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á að mikið unnin matvæli geti verið heilsuspillandi. Sérstaklega hafa unnar kjötvörur komið illa út úr slíkum rannsóknum. 8 Veldu kaffipoka Kaffipokar sem hafa verið þvegnir upp úr klór til að fá fram hvíta litinn geta innihaldið lítið magn af varasömum efnum. Veldu því frekar poka sem hafa ekki verið meðhöndlaðir með klór. Þegar sjóðandi vatni er hellt í gegn geta efni skilað sér með í kaffið. Svo er hægt að sleppa pokunum alfarið og kaupa sér pressukönnu eða espresso­vél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.