Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað
Boðið er upp á tveggja vikna spænskunámskeið með menn-
ingarlegu ívafi í Extremadurahéraði á Spáni. Kennt er í 3
tíma á dag utan þá tvo daga sem farið er í dagsferðir.
Fyrri vikuna er dvalið í klaustri sem breytt hefur verið í þriggja stjörnu
hótel í þorpinu La Parra. Þar gefst góður tími til slaka á, ná sambandi við
náttúruna og kyrrðina og borða mat sem framleiddur er í héraðinu.
Síðari vikuna er dvalið á undurfallegu fjögurra stjörnu hóteli á ráðhús-
torginu í bænum Zafra. Leiðsögumaður og spænskukennari er Margrét
Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar.
Haustbúðir á Spáni
- fyrir fullorðna
www.mundo.is
11. - 25. október 2013
Verð: 369.900 miðað við tvo í herbergi
Verð: 410.000 miðað við einn í herbergi
Nánari upplýsingar í síma 6914646 eða margret@mundo.is
Innifalið: Flug, hótel, fæði (fullt fæði fyrri vikuna, hálft fæði
síðari vikuna), rútuferðir, skoðunarferðir til Mérida og Sevilla,
spænskukennsla 3 klst. á dag, gönguferðir við sólarupprás
í 2-3 klst á dag, jóga þrisvar í viku, aðgangseyrir að Reales
Alcazares í Sevilla og aðgangseyrir að söfnum í Mérida.
U
mhverfisstofnun gagnrýnir
Landsvirkjun harðlega
vegna athugasemda sem
fyrirtækið gerði við friðlýs-
ingarskilmála Þjórsárvera
fyrr í sumar. Sendi þá forstjóri Lands-
virkjunar umhverfis- og auðlindaráð-
herra bréf þar sem hann furðaði sig
á því að til stæði að skrifa undir skil-
málana og dró í efa að stjórnsýsluferli
ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar
hefði staðist lög. Í kjölfarið ákvað ráð-
herra að fresta undirrituninni og fara
aftur yfir málið.
DV hefur undir höndum um-
sögn um athugasemdirnar sem Um-
hverfisstofnun útbjó að ósk ráðuneyt-
isins. Þar er ferli friðlýsingarinnar lýst
í smáatriðum og Landsvirkjun svar-
að lið fyrir lið. „Af svari Umhverfis-
stofnunar má ljóst vera að klögumál
Landsvirkjunar áttu ekki við rök að
styðjast,“ segir Árni Finnsson, for-
maður Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands, í samtali við DV.
Tvöfalt samþykki Alþingis
Í umsögn Umhverfisstofnunar kem-
ur fram að óskað hafi verið eftir af-
stöðu Landsvirkjunar til Norðlinga-
ölduveitu þann 22. febrúar árið
2010. Þá var Náttúruverndaráætlun
2009–2013 nýsamþykkt, en þar er
kveðið á um stækkun á friðlandi
Þjórsárvera. Náði stækkunin meðal
annars til þess svæðis sem Lands-
virkjun hafði viljað nýta vegna
Norðlingaölduveitu, svo Landsvirkj-
un var spurð hvort fallið hefði ver-
ið frá henni. Svarið var á þá leið að
beðið yrði eftir niðurstöðu ramma-
áætlunar Alþingis. „Taldi Umhverfis-
stofnun að með þessu væri komin
sú afstaða Landsvirkjunar að niður-
staða áætlunar um vernd og orku-
nýtingu landsvæða yrði ráðandi um
hvort af Norðlingaölduveitu yrði,“
segir í umsögn Umhverfisstofnun-
ar. Bent er á að með samþykkt Al-
þingis á þingsályktunartillögu um
rammaáætlun þann 14. janúar árið
2013 var Norðlingaölduveita sett í
verndarflokk. Þar með hafði Alþingi
tvívegis ákveðið að stækka friðland
Þjórsárvera.
Ekkert neitunarvald
Að mati Umhverfisstofnunar leikur
enginn vafi á því að stjórnvöldum
ber lagaskylda til að vinna að friðlýs-
ingunni. Þá telur hún ljóst að virkj-
unaraðilar á borð við Landsvirkj-
un hafi ekkert neitunarvald um það
hvort friðlýsingin fari fram. „Verði
fallist á að samþykki slíkra aðila sé
forsenda friðlýsingar verður vart
séð hvaða tilgangi flokkun svæða í
verndarflokk, á grundvelli framan-
greindra lagaákvæða, þjónar,“ segir
í umsögninni. Auk þess er bent á að
ýmsir aðrir aðilar eigi hagsmuna að
gæta á svæðum sem snerta ramma-
áætlunina og eru útivistarfélög og
eigendur skála nefndir sem dæmi.
Leggur Umhverfisstofnun til að
fundað verði með Landsvirkjun og
fyrirtækinu gefið tækifæri til að skýra
betur sjónarmið þess áður en tekin
verður ákvörðun um framhald máls-
ins.
Ráðherrar gegn rammaáætlun
Miklar umræður hafa sprottið
upp um Norðlingaölduveitu og
Þjórsárver í sumar. Í lok júlí tók
umhverfis- og auðlindaráðherra
skyndiákvörðun um að hætta við
að undirrita friðlýsingarskilmál-
ana. Þótti þetta heldur neyðarlegt í
ljósi þess að þá höfðu verið send út
boðskort til fjölda fólks sem boðið
var að vera viðstatt undirritunina.
Athygli vakti svo í síðustu viku þegar
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
hvatti til þess að Norðlingaölduveita
yrði nýtt til raforkuframleiðslu sam-
kvæmt nýjum tillögum Landsvirkj-
unar um breytta útfærslu. Eftir að
hafa farið í skoðunarferð á vegum
fyrirtækisins fullyrti hún í fréttatíma
Stöðvar 2 að Norðlingaölduveita
væri bæði hagkvæm og umhverfi-
svæn. Nýta mætti virkjunarkostinn
án þess að Þjórsárver biðu skaða af.
Þrír fossar í húfi
Þær ákvarðanir og yfirlýsingar sem
hér eru nefndar hafa vakið hörð við-
brögð meðal umhverfisverndar-
sinna. „Ragnheiður Elín sýnir sitt
rétta andlit sem blygðunarlaus nýt-
ingarsinni. Hún kallar virkjun, sem
myndi eyðileggja þrjá stórkostlega
fossa um aldur og ævi, umhverfis-
væna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir,
fyrrverandi umhverfisráðherra og
þingmaður Vinstri grænna, í samtali
við DV. Fossarnir sem hér er vísað
til eru Dynkur, Gljúfurleitarfoss og
Kjálkaversfoss, en ásýnd þeirra mun
taka verulegum breytingum ef hug-
myndir Landsvirkjunar og iðnað-
ar- og nýsköpunarráðherra verða að
veruleika. „Þau komast ekki í sultu-
krukkuna nema með því að breyta
fyrst rammaáætlun og náttúru-
verndaráætluninni með pólitísku
handafli. Lögin kveða á um stækkun
friðlandsins í Þjórsárverum og sú
stækkun hefði útilokað Norðlinga-
ölduveitu,“ segir Árni Finnsson. n
Landsvirkjun
sendur tónninn
n Rammaáætlun tilgangslaus ef virkjanaaðilar hafa neitunarvald
Varaðir við
Manning-
mótmælum
Bandaríska sendiráðið á Íslandi
sendi í gær bandarískum ríkis-
borgurum hér á landi bréf þar
sem þeir voru hvattir til að halda
sig frá svæðinu við sendiráðið að
Laufásvegi í Reykjavík. Sendi-
ráðið varaði við fyrirhuguðum
mótmælum við sendiráðið í gær
klukkan 17. Mótmælt var þung-
um dómi sem Chelsea Manning,
áður Bradley Manning, hlaut í
gær fyrir að leka trúnaðarupplýs-
ingum frá bandaríska hernum til
WikiLeaks.
„Við hvetjum bandaríska
ríkis borgara til að forðast svæð-
ið ef mögulegt er og að þeir fari
varlega í námunda við hvers
konar mótmæli sem kunna að
fara fram,“ segir í aðvörunarbréf-
inu. Þá var fólki bent á að fylgjast
með íslenskum fjölmiðlum og
„gæta ítrustu varúðar á sínu nán-
asta umhverfi öllum stundum.
Mótmæli sem eiga að vera frið-
samleg geta vel farið úr böndun-
um og leitt til ofbeldis.“ Er síðan
í nokkuð löngu máli brýnt fyrir
bandarískum ríkisborgurum að
þeir fari vel yfir sín persónulegu
öryggismál.
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannpall@dv.is
Dynkur Ásýnd þessa foss
mun taka verulegum breyting-
um ef hugmyndir Landsvirkj-
unar um Norðlingaölduveitu
verða að veruleika.
Forstjóri Landsvirkjunar Hörður Arnar-
son sendi umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
erindi þar sem gerðar voru athugasemdir við
friðlýsingarskilmála Þjórsárvera.
Forstjóri Umhverfisstofnunar Kristín
Linda Árnadóttir skrifar undir umsögnina.
Brenndist
úti á sjó
Fiskibáturinn Grundfirðingur kall-
aði eftir aðstoð Landhelgisgæsl-
unnar rétt eftir hádegi á fimmtu-
daginn. Báturinn var við veiðar
rétt um 40 sjómílur norðvestur
af Straumnesi og hafði einn skip-
verja fengið yfir sig sjóðandi heitt
vatn. Læknir Landhelgisgæsl-
unnar taldi æskilegt að maðurinn
yrði sóttur og var þyrla gæslunnar
send af stað undir eins. Björgun-
in gekk vel en hífa þurfti manninn
á sjúkrabörum um borð í þyrluna.
Maðurinn var kominn undir lækn-
ishendur um fimm leytið.