Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 22
Sandkorn
E
itt af landlægari vandamálum
Íslands í gegnum aldirnar eru
innvenslin. Þá á ég ekki bara
við innvensl í kynferðislegum
skilningi þó slíkt hafi vissu-
lega verið vandamál í landinu fram
eftir öldum. Langafi minn og amma
mín voru til að mynda systkinabörn,
mægðir sem fela það í sér í dag að
lagalegt bann er við því að svo tengdir
ættingjar eignist saman börn – í flest-
um ef ekki öllum fjölskyldum á Íslandi
finnast slík dæmi þar sem svo nánir
ættingjar áttust.
Nei, ég á við innvensl í miklu víðari
skilningi en holdlegum: Innvensl þar
sem engir nema Íslendingar fást til
fjárfestinga hér á landi og Íslendingar
sitja því uppi einir með hverja aðra í
viðskiptalífinu. Um aldir mátti rekja
þessi innvensl til landfræðilegra þátta
eins og einangrunar landsins, skorts á
samgöngum og samskiptum við önnur
lönd. Nú er öldin hins vegar önnur.
Innvenslin sem eru komin upp í ís-
lensku atvinnulífi í dag eru af annarri
gerð en landfræðilegri: Atvinnulífið er
innvenslað vegna þess að erlendir að-
ilar vilja ekki koma hingað og vinna
með Íslendingum að verðmætasköp-
un. Reyndar var þetta sjálfsagt líka
svona fyrir hrunið 2008 nema þá sögðu
Íslendingar – með sínum þjóðremb-
ingslega gorgeir – að við værum betri
en aðrar þjóðir í viðskiptum og banka-
starfsemi og að við vildum eiga okkar
land sjálf. Ekki nóg með það heldur
fóru Íslendingar til annarra landa og
keyptu þar upp miklar eignir með er-
lendu fjármagni. Innvenslin skiptu
minna máli fyrir hrun þegar landið var
fullt af erlendu lánsfé.
Enda segir sagan okkur það að
útlendingar hlaupa ekki upp til handa
og fóta til að fjárfesta hér á landi:
Stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi
á 20. öld var af pólitískum toga, til-
komin vegna þeirrar staðreyndar að
lega Íslands var hernaðarlega mikil-
væg, fyrst í heimsstyrjöldinni síðari og
svo í Kalda stríðinu. Fjárfestingar sem
eiga sér pólitískar eða hernaðarlegur
rætur, eins og Marshall-aðstoðin, geta
vart talist eðlilegar: Allt það fjármagn
sem kom hingað til lands í gegnum
bandaríska herinn þar til hann hvarf
frá landinu fyrir bráðum tíu árum get-
ur vart talist annað en ein gerð af mút-
um sem meðal annars fór í að halda
atvinnuástandinu í Keflavík í vissum
falsblóma. Þegar herinn fór hrundi at-
vinnulífið í Keflavík.
Erlendar fjárfestingar á Íslandi
eru í dag af mjög skornum skammti
þrátt tilraunir Seðlabanka Íslands til
að liðka til fyrir þeim með krónuaf-
slætti í gegnum fjárfestingarleið bank-
ans: Erlendir aðilar hafa ekkert hingað
að sækja til þess eins að festast inni í
gjaldeyrishöftum sem þeir vita ekkert
hvenær verður aflétt. Þess vegna eru
það fyrst og fremst Íslendingar sem
nýta sér fjárfestingarleiðina. Fáir er-
lendir aðilar vilja til dæmis sjá bank-
ana, sem kröfuhafarnir vilja ólmir selja
og hafa reynt að selja í lengri tíma: Nú
standa kínverskir fjárfestar einir eftir
en hugsanlegt er að áhugi þeirra á
kaupunum snúist um pólitíska hags-
muni kínverska einræðisríkisins frekar
en viðskipti – Skandinavarnir vilja að
minnsta kosti ekki kaupa á viðskipta-
legum forsendum. Kínverjar verða
kannski á 21. öldinni eins og Banda-
ríkjamenn voru á Íslandi lungann úr
þeirri 20.: Eins konar pólitískir sykur-
pabbar Íslendinga.
Þessi einangrunarstaða í íslensku
atvinnulífi hefur leitt af sér ástand sem
er í reynd sambærilegt við ástandið
fyrir hrun: Íslendingar eiga nær allt
á Íslandi, ef undan er skilið það sem
kröfuhafar bankanna eiga og keyptu í
mörgum tilfellum fyrir slikk á bruna-
útsölu – sú fjárfesting getur heldur ekki
talist eðlileg. Nema nú eru það ekki
einkaaðilar eins og Björgólfsfeðgar,
Bakkabræður og Jón Ásgeir Jóhannes-
son heldur þrír aðrir aðilar sem alls
ekki þótti við hæfi að væru eignamiklir
fyrir hrunið 2008: Íslenska ríkið, bank-
arnir og lífeyrissjóðirnir. Almennt séð
þykir ekki heppilegt að slíkir þrír aðilar
séu mjög atkvæðamiklir í efnahagslífi
kapítalískra samfélaga þar sem frjáls
markaðsviðskipti einkaaðila eru alfa
og omega. Staðan er hins vegar þannig
hér á landi þó þetta sé ekki óskastaða:
Það eru fáir til að kaupa þær eignir
sem þessir aðilar eiga eða þær eignir
sem eru til sölu, nema kannski helst
stöndug útgerðarfyrirtæki sem mörg
hver hafa rakað til sín eignum – Sam-
herji og FISK Seafood eru tvö dæmi.
Íslenskir lífeyrissjóðir eiga um yfir
helming allra hlutabréfa fyrirtækja
sem skráð eru í kauphöllinni á Ís-
landi, annaðhvort eiga sjóðirnir þessi
bréf beint eða óbeint í gegnum fjár-
festingarsjóði; íslensku bankarnir ráða
yfir um helmingi allra fyrirtækja á Ís-
landi, beint eða óbeint vegna slæmrar
skuldastöðu þeirra og íslenska ríkið á
stærsta banka landsins, Landsbank-
ann, auk lítilla hluta í hinum bönkun-
um. Þá eiga íslensku bankarnir mikið
magn fasteigna sem þeir leystu til sín
við yfirtökuna á fasteignafélögunum
sem einkaaðilarnir höfðu búið til á ár-
unum fyrir hrun. Lítill söluvilji er hjá
bönkunum þar sem þeir eiga svo mik-
ið af peningum sem þeir geta ekki lán-
að neinum og því er ágætt að hafa fjár-
munina bundna í fasteignunum. Enda
eru ekki margir kaupendur að þessum
fasteignum, helst bara lífeyrissjóðirnir
sjálfir.
Í hverri viku fylgjumst við með
þessum aðilum eignast stærri og stærri
hluta af eignakökunni í samfélaginu:
Næst er það Skeljungur og svo hluti
smásöluveldis Jóns Helga í Krónunni.
Þá munu lífeyrissjóðirnir til að mynda
eiga meira en meirihluta í tveimur af
þremur stærstu olíufélögum landsins.
Í hverri viku minnkar kakan sem er
í eigu annarra en þríeykisins. Hvar
getur sú þróun endað? Innvenslin
halda áfram að vera stærsta vanda-
mál Íslands í efnahagslegum skilningi
á meðan þjóðin kýs ekki frekari sam-
skipti við aðrar þjóðir í gegnum alþjóð-
legar stofnanir eins Evrópusambandið
og heldur ennþá krónunni sem er rótin
að stærsta vandamáli Íslands í dag,
gjaldeyrishöftunum.
Heimir óhress
n Heimir Karlsson, útvarps-
maður í Bítinu, var ekki kátur
þegar hrunbók Þórðar Snæs
Júlíussonar og Magnúsar Hall-
dórssonar kom á götuna. Í bók-
inni, sem ber titilinn Ísland
ehf., er því lýst að Heimir hefði
flutt inn auðkýfing frá Hong
Kong til bjargar Íslandi. Að-
stoð Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins hefði getað orðið óþörf.
Nú virðist ljóst að þarna er
um að ræða grófar rangfærsl-
ur. Hong Kong-maðurinn er
að sögn Heimis frá Kanada og
ekki ríkur. Og Heimir kannast
ekki við að hafa þá skoðun að
mögulegt hefði verið að af-
þakka neyðarhjálp Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins.
Meðalmennska
n Rangfærslurnar í bókinni
Ísland ehf. þykja sérlega
óheppilegar í því ljósi að höf-
undarnir,
Magnús Hall-
dórsson og
Þórður Snær
Júlíusson,
stýra hinum
nýja fjölmiðli
Kjarnanum
sem á að standa öðrum fjöl-
miðlum á Íslandi framar í
vandvirkni og dýpt. Hafa
þeir félagar verið ósparir á
lýsingar á veikleikanum í ís-
lensku fjölmiðlaumhverfi
og eigin ágæti. „Á Íslandi er
ríkjandi einhvers konar þög-
ult samþykki um meðal-
mennsku …“ segir í pistli eins
aðstandenda Kjarnans.
Stórsókn Björns Jóns
n Gerjun er innan Sjálfstæðis-
flokksins vegna komandi
borgarstjórnarkosninga. Það
þykir ekki vera
góður kostur
að láta Júlíus
Vífil Ingvarsson
leiða flokkinn
gegn hinum
ógurlega Jóni
Gnarr. En nú
heyrist af yfirvofandi stórsókn
að leiðtogasætinu. Björn Jón
Bragason, sem skrifaði fræga
bók um Hafskipsmálið á laun-
um sem rakin eru til Björgólfs
Guðmundssonar, vinnur að
því að ná áhrifum innan
flokksmaskínunnar til að ná
æðstu áhrifum. Hermt er að
Björn Jón og félagar ætli sér að
yfirtaka Vörð, fulltrúaráðið í
Reykjavík, í því skyni.
Sendiherradraumur
n Geir H. Haarde, fyrrverandi
formaður Sjálfstæðisflokksins,
hefur gengið í gegnum ýmis-
legt eftir hrun. Landsdómur
dæmdi hann sekan í einu at-
riði af fjölmörgum sem hann
var lögsóttur fyrir. Eftir dóm-
inn hóf hann störf sem lög-
maður. Nú liggur fyrir að hann
sækist eftir því að verða sendi-
herra, helst í Washington. Þar
er Guðmundur Árni Stefánsson
fyrir á fleti. Forysta flokksins er
sögð styðja Geir í málinu.
Lífið er gott Einhvern tímann
hlýtur öllu að ljúka
Skúli Mogensen er alsæll og glaður vegna sambands sínu og Rikku. – DV Jón Helgi Guðmundsson á í viðræðum um sölu á Krónunni. – DV
Innvenslað Ísland„Í hverri viku
fylgjumst við
með þessum aðil-
um eignast stærri og
stærri hluta af eigna-
kökunni í samfélaginu
Á
árabilinu 1963 til 1997 var sleppt
alls 40 milljónum laxaseiða í
hafbeit á vestanverðu landinu.
Þessar sleppingar voru árviss
viðburður og mest var sleppt á árun-
um eftir 1987. Þessum laxaseiðum var
í öllum tilvikum sleppt í ferskvatns-
kerfi þar sem lítið afrennsli var í sjó og
því voru villur jafnan miklar. Notaður
var einn hafbeitarstofn, sem upphaf-
lega var samansettur úr erfðaefni frá
fjölmörgum laxveiðiám um land allt
og var erfðaefni úr Elliðaám metið
52% stofnsins. Hafbeitarlaxinn var síð-
an kynbættur fyrir stutta sjávardvöl og
kom tilbaka úr sjó sem smálax. Ekki
er ósennilegt að afleiðing af þessum
sleppingum sé að stórlaxi, sem dvelur
tvö ár í sjó, hefur fækkað stórlega í lax-
veiðiám. Á árunum 1970 til 1980 voru
árlega veiddir um 15–20 þúsund stór-
laxar í íslenskum laxveiðiám, en núna
veiðast færri en 5 þúsund.
Röng stefna
Þessi starfsemi er afleiðing af opin-
berri stefnu stjórnvalda og var stjórn-
að af sérfræðingum hjá Veiðimála-
stofnun. Þessi sami hafbeitarstofn var
jafnhliða notaður til fiskræktar allt
til loka níunda áratugarins. Þannig
dreifðist erfðaefnið í fjölmargar
laxveiðiár á Norður- og Vestur landi.
Ekki skal fjölyrða neitt frekar um af-
leiðingar en ljóst er að stórkostlegar
breytingar hafa orðið á villtum
laxastofnum.
Sleppingar varhugaverðar
Því ber að fagna nýlegri rannsókn
um erfðabreytileika laxins í Elliða-
ánum, sem nýlega var til umræðu á
síðum fjölmiðla. Í greininni eru birtar
áhugaverðar niðurstöður þar sem bor-
in er saman vefjasýni úr laxi og greind
stofngerð laxastofnsins á þremur
tímabilum; fyrir 1962, árin 1989–1992
og svo eftir 2002. Rannsóknin staðfest-
ir að Elliðaárnar hafi allt fram til ársins
1992 haft að geyma þrjá undirstofna.
Laxastofnar í þverám sem renna í El-
liðavatn, Hólmsá og Suðurá, höfðu
aðra stofngerð en laxinn sem var neð-
an Elliðavatns. Samanburður á þess-
um þremur stofngerðum sýnir að eftir
árið 2002 var þessi mismunur er ekki
lengur fyrir hendi. Staðfest er að laxinn
í þverám ofan vatns er orðinn erfða-
blandaður við stofngerðina neðar í
ánni. Dregnar eru upp tvær hugsan-
legar skýringar á þessari erfðablöndun.
Annars vegar er nefnt að villti stofn-
inn neðar í ánni hafi sótt ofar í ána til
hrygningar, og hins vegar talið að lax
af eldisuppruna hafi hrygnt í þverám
ofan Elliðavatns. Báðar skýringar
verður að telja fremur ólíklegar og
þó er ekki hægt að útiloka neitt. Það
sem er þekkt er að lax af eldisupp-
runa leitar ekki ofarlega í vatnakerfin
til að hrygna og því er ósennilegt að
það skýri þessa erfðablöndun. Það
sem ekki er nefnt í umræddri vísinda-
grein er möguleg erfðablöndun vegna
seiðasleppinga. Til margra ára var
veiddur klaklax í neðri hluta Elliðaár
og afkvæmi hans flutt sem gönguseiði
í sleppitjörn við Hólmsá. Sem dæmi
voru á árunum 1999 til 2004 flutt 50
þúsund seiði í sleppitjörn við Hólmsá.
Ekkert er vitað um hvaða undir-
stofni árinnar þessi seiði tilheyrðu.
Þessi framtakssemi fór fram á vegum
veiðifélagsins og samkvæmt ráðgjöf
frá Veiðimálastofnun. Í stað þess að
viðurkenna hugsanleg mistök og læra
af þeim er hafbeitarlaxi og strokulaxi
úr eldiskvíum kennt um þessa erfða-
blöndun. Þekkt er að hafbeitarlax hef-
ur margfalt sterkara hrygningareðli en
kvíalax. Hafbeitarlax leitar markvisst
upp í árósa til að hrygna, en það ger-
ir kvíalax ekki. Orri Vigfússon gengur
svo langt að fullyrða að umrædd rann-
sókn staðfesti erfðablöndun frá norsk-
um eldislaxi. Það jafnvel þó vitað sé að
lax í eldiskvíum var á þessum tíma af
íslenskum uppruna. Laxeldi í kvíum
var skammlíft í Faxaflóa og fjöldi seiða
ekki nema 10% af þeim fjölda seiða
sem sleppt var í hafbeit. Stærðaráhrif
erfðablöndunar frá strokulax úr kvíum
eru því ekki sambærileg við möguleg
áhrif frá villtum hafbeitarlaxi.
Norski laxinn
Í dag er notaður lax af norskum upp-
runa í kvíaeldi. Allmargir eru tilbúnir
að stíga fram í sviðsljósið og telja ís-
lenska laxastofna í stórhættu ef norski
laxinn kæmist í snertingu við þá.
Vissulega er erfðaefni norska laxins
frábrugðið þeim íslenska. Mismunur-
inn liggur aðallega í því að norski lax-
inn er kynbættur í margar kynslóðir
fyrir seinum kynþroska. Laxinn hefur
því misst tveggja ára sjávardvöl áður
en hann verður kynþroska. Helsti
skaðinn af erfðablöndun frá norska
laxinum yrði því sá að stórlaxinn kæmi
til baka í íslenskar laxveiðiár!
Bæta þarf eftirlit og löggjöf
Að öllu gamni slepptu. Það er mikil-
vægt að hefja umræðu um umgengn-
ina við íslenska laxastofna upp á æðra
plan. Landssamband veiðifélaga og
Landssamband fiskeldisstöðva geta
unnið sameiginlega á mörgum víg-
stöðvum til varnar villtum laxastofn-
um. Fiskeldi og fiskræktarstarfsemi
þarf að læra af mistökum fyrri ára,
horfa til reynslu annarra þjóða og
byggja upp stoðkerfi í eftirliti og löggjöf
sem tryggir velferð villtra laxastofna.
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
(M.Sc) og starfar sem svæðisstjóri hjá
Fjarðalaxi.
Röng stefna staðfest
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
22 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað
MyND GUNNAR GUNNARSSoN
„Helsti skaðinn af
erfðablöndun frá
norska laxinum yrði því
sá að stórlaxinn kæmi til
baka í íslenska laxveiðiár.
Kjallari
Jón Örn
Pálsson