Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað
H
örður sem hefur búið í Los
Angeles í 25 ár hefur mest
unnið við framleiðslu á
sjónvarpsefni og verið til-
nefndur fjórum sinnum
til Emmy-verðlaunanna fyrir klipp-
ingu á svokölluðu „non-scripted
TV“, eða handritslausu sjónvarps-
efni eins og til dæmis Survivor.
Áhugi Harðar á kvikmynda-
gerð var hins vegar mikill og hann
hóf vinnslu heimildamyndar-
innar árið 1999 eftir að hafa lesið
grein um Kára Stefánsson og hug-
myndir hans um miðlægan gagna-
grunn. Honum fannst hugmyndir
hans áhugaverðar en var brugðið
yfir því hversu róttækar þær voru.
„Ég sá í þessari grein að það átti
að keyra alla Íslendinga í mið-
lægan gagnagrunn að þeim for-
spurðum. Á þessum tíma hafði ég
búið í Bandaríkjunum í átta ár og
hafði ýmsa fjöruna sopið. Ég hafði
hugleitt kvikmyndagerð í nokkurn
tíma og ákvað að gera þetta efni að
mínu fyrsta viðfangsefni. Ég ákvað
að gera heimildamynd í klassískum
stíl um Decode og leggja allt undir.
Ég fór að spyrjast fyrir um aðgang
að Kára Stefánssyni. Fékk viðtal við
hann og setti eftir það allt af stað. Ég
veðsetti húsið og seldi fornbíla sem
ég hafði verið að dunda mér við að
gera upp og stefndi til Íslands.“
Hent út af skrifstofu
Kára Stefánssonar
Hörður kom til Íslands þetta sama
ár og dvaldi á landinu í fimm vik-
ur. Viðtalið við Kára var bókað í
þriðju viku á vinnslutímabilinu og
Hörður notaði vikurnar á undan til
að ræða við fólk í heilbrigðisgeir-
anum um gagnið sem gæti orðið
af gagnagrunninum. Einn viðmæl-
enda Harðar reyndist neikvæður í
garð gagnagrunnsins, Jón Jóhannes
Jónsson læknir.
„Loks var komið að viðtalinu
við Kára og við mættum á skrifstof-
una til hans. Ég settist niður og Kári
spurði mig við hverja ég væri búinn
að tala. Ég sagði honum frá því og
þegar ég minntist á Jón Jóhannes
þá breyttist viðmót hans snögglega.
Hann stöðvaði viðtalið og sagðist
ekki vilja tala við mig.
Þetta var ögurstund fyrir mig
og ég spurði hann hreinlega hvort
hann væri að grínast. Hann var svo
sannarlega ekki að grínast því hann
hringdi símtal og lét svo henda okk-
ur út af skrifstofunni.“
Kom alls staðar að
lokuðum dyrum
Fas Kára fannst Herði flóttalegt.
„Ég man þetta mjög vel. Það sem
ég man mest eftir var að það var
eitthvað flóttalegt við hann. Við
þessa reynslu þá breyttist nálgun
mín á verkefnið, mér fannst ég sjá
þarna mann sem hafði eitthvað að
fela.
Eftir þetta reyndi ég að bjarga
þessu fyrir horn og reyndi að
tala við Davíð Oddsson, því var
neitað. Ég reyndi að tala við Ingi-
björgu Pálmadóttur sem þá var
heilbrigðis ráðherra en kom að
lokuðum dyrum og þá reyndi ég
líka að ræða við Vigdísi Finnboga-
dóttur, forseta Íslands, sem þá átti
sæti í heldrimannaráði fyrirtækis-
ins. Enginn af þeim ráðamönnum
sem tengdust verkefninu vildi
ræða við mig.“
Meðvirk þjóð
Það eina sem Hörður gat gert í
stöðunni varð að kaupa efni frá
öðrum miðlum. „Ég keypti efni
frá ABC News og íslenskum miðl-
um. Ég fann viðtalsbúta þar sem
Kári skilgreinir íslensku genin sem
auðlind, auðlind sem tilheyri þjóð-
inni allri. Íslenska ríkið hefði aldrei
getað gert það sem hann gerði.
Að þjóðnýta íslensk gen. Nálgun
Decode var alltaf á forsendum
markaðarins og skilaboðin voru
skýr. Ef Decode græðir og Kári
græðir þá græða Íslendingar. Þetta
kokgleyptu Íslendingar og með-
virknin sem fór í gang á þessum
tíma var rosaleg. Henni tók ég vel
eftir sem gestur á Íslandi og var
einnig ástæðan fyrir því að enginn
var tilbúinn til að ræða við mig um
gagnagrunninn.“
Ákvað að gefast ekki upp
Þann 17. júní hlýddi Hörður á ræðu
Davíðs Oddssonar, þáverandi for-
sætisráðherra, og hugsaði sitt.
„Í ræðu sinni útlistaði Davíð öll
tækifærin sem hægri stjórnin hafði
gefið þjóðinni og hvatti fólk til að
nýta þau. Daginn eftir voru gefin
út hlutabréf í Decode og fjölmargir
tóku himinhá lán til þess að kaupa
bréf.
Á þremur árum varð fyrirtækið
þrisvar sinnum verðmætara en Eim-
skip, fólk hafði tröllatrú á hugtak-
inu, manninum og markaðnum. Ég
fór aftur að hafa áhuga á verkefninu
þrátt fyrir að mér hefði gengið illa að
ná viðtali við Kára. Ég ákvað að gef-
ast ekki upp.“
Komið í veg fyrir rannsóknar-
blaðamennsku
Hörður fékk aldrei aðgang að Kára.
„Árið 2001 var Páll Magnússon orðin
almannatengslastjóri hjá Decode,
þá reyndi ég aftur að fá viðtal við
Kára. Það gekk illa og endaði með
því að ég fékk aldrei aðgang að Kára.
Nú var ég orðinn fullur grunsemda
og farinn að sjá enn skýrar að hegð-
un fólks fylgdi sama mynstrinu, að
veita ekki snefil af krítískri athygli og
koma í veg fyrir hvers konar rann-
sóknarblaðamennsku.
Fjölmargir áttu hagsmuna að
gæta vegna Decode og urðu ríkir af
því að braska með þessi bréf. Hann-
es Smárason var til dæmis upp-
runalegur fjármálastjóri fyrirtækis-
ins. Seinna átti eftir að koma í ljós
að hann og Kári voru á meðal þeirra
fáu sem urðu ríkustu menn Íslands
af viðskiptum með bréf Decode á
meðan venjulegir Íslendingar töp-
uðu.“
Græðgin fór stigvaxandi
Hörður gekk í gegnum skilnað og
efnahagur heimilisins var í rúst. En
hann hélt sínu til streitu.
„Ég er þrautseigur maður og læt
ekki segja nei við mig. Ég var ein-
stæður faðir og kom með son minn
til Íslands á sumrin til að vera með
fjölskyldunni. Í hvert skipti komst
ég nær kjarnanum. Sem gestur
að koma heim á ársfresti sá ég
breytingar á samfélaginu sem aðrir
sáu ef til vill ekki.
Þessi fjarlægð, þessi langi tími
sem leið, gerði það að verkum að
gestsaugað varð glöggara á þessa
þróun á græðginni, það varð
ofneysla, fleiri kranar, fleiri bílar,
fleiri fellihýsi.“
Með árunum skynjaði Hörður
skriðuna sem átti eftir að leggja
efnahag Íslands í rúst.
„Árið 2006 átti ég endurfundi
með gömlum vinum úr gaggó, ég
varð öfundsjúkur og trúði ekki að
ég hefði misst svona svakalega af
lestinni. Ég fylgdist með hruninu og
þegar Decode fór á hausinn í fyrsta
sinn, hvernig upprunalegu fjár-
festingaraðilarnir fengu að kaupa
það aftur á slikk og flytja svo allt
saman til Flórída.
Öllum var nákvæmlega sama,
fólk var svo upptekið af reiðinni og
hruninu sem hafði átti sér stað, það
tók enginn eftir þessu.“
Sagan var endakaflinn
Lok heimildamyndarinnar urðu í
hruninu. „Ég kom heim í árslok 2008
og byrjun árs 2009 og myndaði mót-
mælin. Sagan sjálf voru endakafli
myndarinnar. Þjóðin saup seyðið af
græðginni, það átti að gefa einka-
fyrirtækjunum allt og það sprakk
allt saman í andlitið á okkur. Ég var
kominn með efni í fimm mynda ser-
íu og hélt heim til Los Angeles að
klippa.“
Myndin var sýnd á RIFF-hátíð-
inni og á Los Angeles Scandinavian
Film Festival árið 2010 og naut vel-
gengni utan landsteinanna. Hér
heima fékk hann ekki góðar viðtök-
ur og fremur kaldar ef marka má lýs-
ingar hans.
Fékk ekki svar frá Páli
„Ég fór með myndina á RÚV þar
sem Páll Magnússon, fyrrverandi
almannatengslastjóri Decode, er
útvarpsstjóri. Það var ekki litið við
þessu þar. Ég fékk ekki einu sinni
svar. Enginn vilji virtist til þess að
sýna mynd frá Íslendingi í Ameríku
um kreppuna. Kannski ekki furða
því myndin sýnir og sannar með-
virkni fjölmiðla í aðdraganda hruns
og þar var Páll beinn þátttakandi.
Síðan fór ég inn á 365 miðla sem
voru í eigu útrásarvíkinga, það var
sama sagan þar. Það var ekki mikill
vilji til að birta þessa mynd þar.
Þannig að ég bara fór aftur til Los
Angeles og reyndi að afla myndinni
vegs og virðingar þar í landi.“
Greindi kjarnann frá hisminu
Upprunalega myndin er 94 mínútna
löng en ný útgáfa á DVD-diski er 54
mínútna löng. Ástæðan fyrir því er ein-
föld. Hörður ákvað að skerpa áhersl-
ur myndarinnar til muna. „Í upphaf-
legu myndinni voru tvær myndir. Ein
þar sem ég var að gera kynningu á
landi og þjóð fyrir útlendinga og fjalla
um almenn erfðavísindi á Íslandi.
Ég klippti það út. Ég greindi kjarn-
ann frá hisminu. Nú er þessi mynd í
raun og veru það sem mig langar til
að hún sé. Boðskapurinn er sá að ef
„Ég lagði allt undir í þetta verkefni,“ segir Hörður
Arnarson kvikmyndagerðarmaður sem hefur gefið
út á mynddiski heimildamynd sína Decoding Iceland.
Hún fjallar um Decode-ævintýrið og tímabilið frá
komu fyrirtækisins til landsins allt fram að banka-
hruninu. Hörður veðsetti húsið, seldi allar eigur sínar
og hélt til Íslands og þar kom hann alls staðar að
lokuðum dyrum. Kári Stefánsson henti honum bók-
staflega út af skrifstofu hans og ráðamenn hunsuðu
hann. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Hörð
um árin sem hann eyddi í að rannsaka Decode.
Lagði aleiguna undir
„Það var
eitthvað
flóttalegt við
hann
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal