Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 14
F
lugdólgurinn sem handtekinn
var um borð í flugvél Icelanda-
ir í lok júlí heitir Bóas Ragnar
Bóasson og er 37 ára. Flugvél-
in var á leið til Seattle á vest-
urströnd Bandaríkjanna en henni var
snúið við eftir tæplega klukkustund-
ar flug vegna dólgsláta Bóasar. Hann
var svo handtekinn við komuna til
Keflavíkur en Icelandair hefur nú lagt
fram kæru á hendur Bóasi og tekur
lögreglan á Suðurnesjum ákvörðun
um framhald málsins. Þegar DV leit-
aði til Bóasar vildi hann ekki tjá sig um
málið.
Bóas er þekktur fasteignamógúll
og athafnamaður sem hefur ósjald-
an komist í fjölmiðla á undanförnum
árum. Hann var einn stofnenda fast-
eignasölunnar Domusnova í Kópa-
vogi og hugði um tíma á útrás til Los
Angeles í Bandaríkjunum. Á með-
an allt lék í lyndi lifði Bóas lúxus-
lífi og djammaði með stjörnunum í
Hollywood en ári síðar rataði hann í
fréttir vegna margmilljóna peninga-
þvættis og gjaldeyrisbrasks. Þá sagðist
Bóas vera hundeltur af handrukkur-
um vegna mislukkaðra viðskipta en
málið leiddi til afsagnar þáverandi
formanns Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar, Guðmundar Arnar Jóhanns-
sonar.
Milljónatjón
Eins og greint var frá í fjölmiðlum
miðvikudaginn 31. ágúst þurfti flugvél
Icelandair að snúa við skömmu eftir
flugtak til að unnt væri að fjarlæga
flugdólg sem var um borð í vélinni.
Olli þetta farþegum klukkutíma töf og
hleypur tjón Icelandair vegna málsins
á milljónum króna.
Það var flugstjóri vélarinnar sem
tók ákvörðun um að snúa vélinni við.
„Það var svo stutt liðið á langt flug að
áhöfnin taldi rétt að snúa bara við og
koma manninum frá borði í stað þess
að fljúga með hann í sjö tíma,“ sagði
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafull-
trúi Icelandair, í samtali við DV daginn
eftir atvikið.
Af orðum Guðjóns að dæma verð-
ur Bóasi ekki hleypt aftur upp í flug-
vél hjá Icelandair úr þessu. „Það gef-
ur auga leið að maður sem hegðar sér
með þessum hætti er ekki velkominn
til baka.“
Reyndi að opna dyr
Farþegar sem sátu nálægt Bóasi lýsa
framgöngu hans á skrautlegan hátt.
„Þegar ég sá fyrst til hans var hann
að veifa gullkorti framan í flugfreyju
og heimta að vera færður yfir í Saga
Class-rýmið,“ sagði einn þeirra og
bætti því við að þegar flugfreyjan hafi
neitað að verða við óskum manns-
ins hafi hann sagst vera fasteignasali í
Los Angeles og fljúga reglulega á Saga
Class.
„Hann virkaði mjög rólegur í upp-
hafi flugs. Það fannst reyndar áfengi á
bak við sætið hans áður en farið var að
bjóða upp á slíkt, en það var lítið mál
gert úr því.“ Um 20 mínútum eftir flug-
tak færðist fjör í leikinn. „Hann fór að
berja í glugga og veitast að farþegan-
um sem var við hliðina á honum. Þá
reyndi flugþjónninn að róa Bóas sem
sló bara til hans og lét eins og óður
maður. Í æðiskasti sínu reyndi hann
að opna flugvélahurðina [sic],“ segir
einn af viðmælendum DV sem ekki
vildi láta nafns síns getið.
Á þessum tímapunkti var flugdólg-
urinn yfirbugaður og ákveðið að snúa
flugvélinni við. Hann var reyrður nið-
ur við sætið og hendur hans límdar
við stólarmana þangað til flugvélin
lenti og lögreglan handsamaði hann
við fögnuð og lófaklapp farþega.
Útrásin til Los Angeles
Eins og áður sagði hefur Bóas starf-
að sem fasteignasali en hann hef-
ur komið víða við á ferlinum. „Ég hef
verið í sölu- og markaðsmálum frá því
ég var sautján ára,“ sagði Bóas í sam-
tali við Morgunblaðið árið 2009. Um
þær mundir var hann að koma af stað
fyrir tækinu Kúpon.is, sem færði neyt-
endum afslátt af vörum og þjónustu
hjá verslunum sem voru í samstarfi
við fyrirtækið. Bóas fékk fjárfesta í lið
með sér og sendi rúmlega 100 þúsund
afsláttarkort, til allra heimila í landinu.
Á sama tíma stundaði Bóas nám
í Vancouver og öðlaðist hann starfs-
réttindi sem löggiltur sölufulltrúi
fasteigna. Hann stofnaði svo fast-
eignasöluna Domusnova með Axel
Axelssyni árið 2010 og starfaði hún á
12. hæð í Turninum í Kópavogi.
Ekki leið á löngu uns Bóas ákvað að
færa út kvíarnar og kom hann þá inn
á fasteignamarkaðinn á vesturströnd
Bandaríkjanna með látum. Í október
árið 2011 bárust fregnir af því að fast-
eignamógúllinn Bóas Ragnar Bóasson
væri fluttur til borgar englanna, Los
Angeles, þar sem hann ynni að stofn-
un fasteignasölu.
Lífið með stjörnunum
Segja má að frægðarsól Bóasar hafi
risið hæst á þeim tíma sem ævintýrið
í Los Angeles var að hefjast. Á vef
Pressunnar var greint frá því að Bóas
hefði „strax komist í feitt“ í landi tæki-
færanna þar sem heimsþekkt sjón-
varpsstjarna hefði fengið hann til að
selja fasteign sína. Sjálfur var Bóas bú-
settur á Beverly Boulevard í Los Ang-
eles.
„Ég fór út að borða með Simon
Cowell, Ryan Seacrest og Randy
Jackson og það var hreint frábært,“
sagði Bóas í samtali við Pressuna en
á mynd hér til hliðar má sjá Bóas í
félagsskap Idol-kóngsins Simonar
Cowell og virðist hafa farið vel á með
þeim félögum. „Nú er bara að duga
eða drepast. Þetta lítur vel út,“ sagði
Bóas um viðskiptahorfurnar á þess-
um tíma.
Hugði á samstarf við The Charlies
Eftir að Bóas hóf fasteignaviðskipti sín
í Los Angeles komst hann fljótlega í
kynni við poppdívurnar íslensku í The
Charlies sem búið hafa í borginni um
nokkra hríð. DV hefur heimildir fyrir
því að Bóas og stúlkurnar hafi haft hug
á einhvers konar samstarfi, formlegu
eða óformlegu, en af því samstarfi
varð ekkert, samkvæmt heimildum.
Þegar blaðamaður DV hafði sam-
band við stúlkurnar í The Charlies og
spurðist fyrir um samstarf þeirra við
Bóas var fátt um svör. Steinunn Þóra
Camilla Sigurðardóttir, eða Camilla
Stones eins og hún er kölluð, svaraði
því til fyrir hönd stúlknanna að þær
vildu ekkert tjá sig um Bóas.
Fjársvikamyndband á YouTube
Þrátt fyrir velgengni Bóasar á vestur-
strönd Bandaríkjanna er óhætt að
segja að það hafi skipst á skin og
skúrir í lífi hans undanfarin misseri.
Síðasta haust, aðeins einu ári eftir að
frægðarsól Bóasar reis hæst, rataði
Bóas í fjölmiðla vegna fyrirhugaðra
gjaldeyrisbrota upp á margar millj-
ónir. Það var Bóas sjálfur sem lak
upptöku á YouTube þar sem hann
og Guðmundur Örn Jóhannsson, þá-
verandi framkvæmdastjóri Lands-
bjargar, lögðu á ráðin um brot á lög-
um um gjaldeyrishöft. Guðmundur
sagði upp starfi sínu í kjölfar þess að
myndbandið birtist.
Í myndbandinu heyrðist Guð-
mundur ræða við Bóas löngu áður
en hann hóf störf hjá Landsbjörg en
af framsetningu þess og meðfylgj-
andi skeyti frá Bóasi mátti ráða að
Guðmundur hefði misnotað aðstöðu
sína hjá Landsbjörg til að stunda
peningaþvætti og gjaldeyrisbrask.
Málið var ekki síst einkennilegt
í ljósi þess að Bóas afhjúpaði með
myndbandinu eigin þátt í fyrirhug-
uðum lögbrotum. „Þessir peningar
sem um ræðir voru ekki fengnir til
fasteignaviðskipta í Los Angeles.
Þetta var bara gjaldeyrisbrask, mjög
einfalt gjaldeyrisbrask sem hleypur
á milljörðum. Ég er peð á taflborði;
mér er stýrt og stjórnað af öðrum
mönnum. Ég er ekki að draga úr
eigin ábyrgð á því að ég hef brotið
lög. Ég er búinn að standa í gjald-
eyrisbraski og ég er búinn að viður-
kenna það fyrir lögreglunni,“ sagði
Bóas um myndbandið í samtali við
DV á sínum tíma.
Heimsóttur af handrukkurum
Þegar Bóas var spurður hvers vegna
hann hefði birt myndbandið fræga
greindi hann frá því að þrír hand-
rukkarar hefðu komið heim til sín
skömmu áður og krafið hann um
peninga. Þeir hafi heimsótt Bóas
en farið tómhentir heim.
„Þeir hótuðu mér bara. Þetta
er afar óþægileg staða sem ég er
settur í. Það er verið að segja mér
að ég þurfi að borga peninga til að fá
vernd,“ sagði Bóas í samtali við DV
og bætti við að hann ætti myndir af
heimsókn handrukkaranna. Einn
þeirra væri þekktur maður í undir-
heimunum. „Eina leiðin fyrir mig til
að stoppa þessar hótanir er að sýna
fram á það að ég sé ekki höfuðpaur-
inn í þessum viðskiptum.“
Tugmilljóna kærur
Þegar DV ræddi málið við Guðmund
á sínum tíma sagðist hann hafa lán-
að Bóasi sex milljónir til að stunda
fasteignaviðskipti í Los Angeles og
tapað þeim. Fleiri einstaklingar lán-
uðu Bóasi háar upphæðir og stóðu í
þeirri trú að þeir fengju ávöxtun upp
á allt að 40 prósent á ári.
„Hann var með ákveðna díla sem
hann kynnti fyrir okkur og sagðist
vanta fjármagn í þá. Við lítum svo á
að þetta hafi verið Ponzi-svikamylla,“
sagði Guðmundur sem kærði Bóas
bæði fyrir skjalafals og fjársvik. Guð-
mundur sagði að með myndbandinu
væri Bóas að hefna sín.
Þá lagði Sigurður Kristinn Kol-
beinsson fram kæru á hendur Bóasi.
Í kæru hans kom fram að hann hefði
lánað Bóasi í heildina tæplega 63,8
milljónir króna í von um gríðar-
lega háa ávöxtun sem Bóas hafi lof-
að. Fljótlega hafi hins vegar komið í
ljós að um svikamyllu væri að ræða.
Í kærunni stendur einnig að þeir er-
lendu aðilar sem taka áttu þátt í við-
skiptunum, þeir Jörg W. Schiffer og
Charles Barnett Perkins, hafi verið
tilbúningur einn. Þessir einstak-
lingar séu ekki og hafi ekki verið til. n
Flugdólgur kærður
14 Fréttir 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
n Flugvél snúið við vegna dólgsláta fasteignamógúls n Reyndi að opna dyr flugvélarinnar
Pressan fjallar um stjörnulíf Bóasar Bóas hefur verið í fréttum út af kynn-
um sínum við Hollywood-stjörnur á borð við Simon Cowell.
„Þá reyndi flug-
þjónninn að róa
Bóas sem sló bara til
hans og lét eins og óður
maður.
Þegar orðinu „flugdólgur“ er slegið upp á
Tímarit.is kemur á daginn að það var fyrst
notað í frétt í DV í janúar árið 2001. Þar var
sagt frá tannlækni úr Garðabæ sem hafði
látið öllum illum látum í flugi hjá Flugleiðum.
Hann var á leið til Mexíkó í tilefni af fimm-
tugsafmæli eiginkonu sinnar en var skilinn
eftir í Minneapolis-borg í Bandaríkjunum á
leiðinni út ásamt konu sinni og vinafólki úr
Vestmannaeyjum.
„Ég ætla ekki að láta rugguhesta og
mafíósa hjá Flugleiðum eyðileggja mannorð
mitt. Ég ætla í mál við þessa kauða,“ sagði
tannlæknirinn í samtali við DV. „Þetta eru
ekkert annað en ofsóknir af hálfu Flugleiða.
Við fengum okkur bara nokkra öllara í vélinni
eins og gerist og gengur og fyrir bragðið á að
banna mér að fljúga um aldur og ævi með
Flugleiðum. Ég á þetta ekki skilið.“
Í fréttinni kemur fram að maðurinn hafi
að öðru leyti skemmt sér vel í ferðinni til
Mexíkó. Á heimleiðinni var manninum og
fylgdarliði hans flogið heim í lögreglufylgd
og voru þau höfð í ströngu áfengisbindindi.
Þurftu þau sjálf að greiða kostnað vegna
lögreglufylgdarinnar.
Tannlæknirinn kannaðist ekki við meint
dólgslæti. Að vísu hefði vinur hans frá
Vestmannaeyjum reykt eins og strompur í
vélinni og slegið flugfreyju en sjálfur hefði
hann verið til friðs þrátt fyrir „nokkra öllara“
eins og hann orðaði það sjálfur.
„Ofsóknir af hálfu Flugleiða“
Fyrsti flugdólgurinn var tannlæknir úr Garðabæ
Úrklippur úr DV Flugdólgar komast reglulega á síður blaðanna. Sá fyrsti var tann-
læknir úr Garðabæ sem lét öllum illum látum í flugi til Mexíkó árið 2000.