Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 34
34 Menning 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað Krimmahöfundur fallinn frá n Elmore Leonard var ekkert fyrir venjulegt fólk og óþarfa lýsingarorð B andaríski rithöfundurinn Elmore Leonard lést í vikunni, 87 ára að aldri. Leonard, sem fæddist í New Orleans árið 1925, skrifaði 45 skáldsögur, einkum vestra og sakamálasögur. Elmore Leonard öðlaðist heims- frægð þegar kvikmyndin Get Shor- ty, sem byggð var á skáldsögu eftir hann, sló í gegn. Fleiri sögur hans hafa verið kvikmyndaðar. Þar á meðal 3.10 to Yuma og Rum Punch, sem hét Jackie Brown í meðförum Quentin Tarantino. Enginn óþarfi Elmore Leonard þótti stílsnillingur. Hann var ekki fyrir neinn óþarfa eða skraut. Hann skrifaði grein fyrir New York Times þar sem hann lýsti þeim tíu reglum sem rithöfundar ættu að fara eftir. Fyrsta reglan er að byrja aldrei bækur á veðurlýsingum. Önnur reglan að forðast formála og sú þriðja að nota aldrei annað sagn- orð en „sagði“ á eftir setningum persóna. En mikilvægasta reglan að mati Elmore Leonard var sú að sleppa þeim köflum í skáldsögunni sem lesendum gætu þótt leiðinlegir. Greinin er skyldulesning fyrir upp- rennandi rithöfunda. Elskaði glæpamenn Hann byrjaði að skrifa vestra á sjötta áratug síðustu aldar – vakti athygli fyrir umhverfislýsingar (sem hann sagðist síðar hafa tekið upp úr tímariti um hraðbrautir í Arizona). Hann skrifaði yfir fjörutíu smásögur og var yfirleitt ósáttur við þær kvik- myndir sem gerðar voru eftir bók- um hans. Uppáhaldspersónur Elmore Leonard voru óþokkarnir. Hann sagði venjulegt fólk vera leiðinlegt en glæpamenn skemmtilega og var frægur fyrir nákvæmar lýsingar á „störfum“ atvinnukrimma. Elmore Leonard var einn af stóru glæpasagnahöfundunum. n Síðpönkuð dauðaþrá S orrí strákar, en það verður ekki komist hjá því að nefna Jakobínurínu í þessari rýni; unglingahljómsveitina sem var send út í lönd til að sigra heiminn en var eiginlega hætt áður en hún sigldi af stað. Tveir sjöttu Grísalappalísu voru tveir sjöttu Jakobínurínu, söngvarinn Gunnar Ragnarsson og trommarinn Sigurð- ur Möller Sívertsen. Hvorugur hef- ur látið til sín taka í rokki síðan fyrr en nú (svo ég viti), og þá í hljóm- sveit sem heitir nafni sem er eig- inlega eins, sjálfrímandi og dálítið grínlegt (þótt það sé vísun í Megas): Jakobínarína – Grísalappalísa – Jak- obínarína – Grísalappalísa. Og samanburðurinn nær dýpra, allavega jafndjúpt og rödd Gunnars sem er, líkt og í „Jako,“ í forgrunni. Þó verður að segjast að röddin naut sín betur þar, í yfirkeyrðum sprengigír. Hér er hann eins og fastur í nefinu á sér – hálfkvefað- ur blessaður – og fellur fyrir vik- ið í skuggann af framlagi Baldurs Baldurssonar, hins söngvarans í bandinu. Baldur er kynngimagn- aður í vænisjúkum flutningi sín- um; voldugur performansinn í Lóan er komin er t.a.m. einn af hápunktum plötunnar. Það lag er annars stórgott, og ótrúlega snjallt hvernig kirkjuklukkur aftarlega í hljóðmyndinni læðast að hlust- andanum. Hér hefur augljóslega verið vandað til verka, jafnt í hljóð- vinnslu og hljóðfæraleik. Existensíalísk krísa Textarnir eru einn helsti styrkur plötunnar, súrrealískir og í ætt við vitundarflæði, kannski svolítið tor- ræðir, en þannig er vatnið djúpa kalda. Það er ort um ástina og kyn- líf og nætur líf; oft um skuggahliðar þessara fyrir bæra eins og þegar ljóð- mælandi neytir nautnalyfja í Fjall- kirkjunni og lýsir áhrifunum með eftirminnilegum hætti: „Ég hnusa og gnusa út í loftið eins og kálfur / ... / augun leita reit af reit og stíga álfa- dans / Það eru jól í nefinu á mér og ég ljóma eins og aðventukrans.“ Það er undirliggjandi dauða- þrá í þessum textum, eins og þegar ljóðmælandi kallar í örvæntingu á Lísu í upphafslaginu: „Komdu heim áður en ég verð 27 ára!“ Raun- ar ávarpar hann Lísu í langflestum laganna þótt hún sé iðulega fjar- verandi; hún er ýmist týnd (Kraut í G) eða ókomin (Lóan er komin) og henni var hugsanlega nauðgað (eða hvernig á að skilja þetta brot úr Brost’ ekki of bjart?: „Grátt’ ekki / mér fannst bara kurteisislegra / að sofa hjá þér áður en ég færi / hing- að og ekki lengra / einhvers staðar hlýtur grátt að verða svart“). Lísa er í öllu falli eilíflega viðfang ljóðmæl- anda, hann er hugfanginn af þessari stúlku eða hugmyndinni um þessa stúlku; þegar hann vísar í Camus mitt í existensíal ískri krísu og seg- ist „gljúpur og tær eins og heim- spekingur / ég ætla að fremja sjálfs- morð“ í laginu Hver er ég? þá á hann sér í framhaldinu þá ósk heitasta að renna saman við og verða (al- veg eins og) Lísa. Hún er þannig tákngervingur þrárinnar sem knýr plötuna áfram; listagyðjan sjálf og lífskrafturinn, algjör Ali-músa. Útverðir indísins Heilt yfir er sándið á þessu ansi síðpönkað og seventís, áberandi og grúfí bassi, Talking Heads svíf- ur yfir vötnum, Neu! auðvitað líka, og Fjallkirkjan minnir eigin- lega mest á Pink Floyd svona upp úr 1975. Hópurinn sem stendur á bak við hljómsveitina hefur látið að sér kveða svo um munar á jaðri ís- lenskrar rokktónlistar undanfarin ár í sargandi gítarsveitum (Sudden Weather Change) og með verulega áhugaverðri spunaútgáfu (Úsland), svo dæmi séu tekin, og með þessari skífu láta þessir útverðir indísins sko alls ekki deigan síga. n n Ort um ástina, kynlíf og næturlífið Hljómsveitin Grísalappalísa Frumburður sveitarinnar er platan Ali. Mynd MaGnus andErsEn Tónleikar Atli Bollason skrifar Grísalappalísa - Ali Útgefandi: 12 tónar Hvað er að gerast? 23.–25. ágúst Föstudagur23 Ágú Laugardagur24 Ágú Sunnudagur25 Ágú Dans í Kassanum Sviðslistahópurinn Shalala mun efna til samkomu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Skemmtiatriði, gamanmál, fróðleikur, heimspeki, dans, innlit í hulda heima innri meðvit­ undar, tónlist, ógleði, vellíðan, upplifun, tómleiki og frelsun. Vertu velkominn og hver veit nema líf þitt taki snúning í átt að fullkomnu jafnvægi. Hugmynd og listræn stjórnun: Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson. Aðstoðarleikstjóri og dramatúrg: Friðgeir Einarsson. Sér­ stakur ráðgjafi: Sjón. Sviðslistahópurinn Shalala í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Reykjavík Dance Festival. Frumsýning Kassinn Þjóðleikhúsið (Reykjavík Dance Festival) 20.00 Skálmöld á Selfossi Víkingarokksveitin Skálmöld heldur tónleika í Hvíta húsinu Selfossi föstudagskvöldið 23. ágúst. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sveitin spilar í þessu frábæra húsi, síðast var húsfyllir og ekkert annað í stöðunni en að snúa til baka og endurtaka leikinn. Að þessu sinni fylgja þeim undrabörnin í The Vintage Caravan, hljómsveit sem hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið fyrir stórkostlega sviðsframkomu og spilagleði. Hvíta húsið verður opnað klukkan 21.00, tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. Aldurstakmark er 18 ár. Hvíta húsið á Selfossi 22.00. Nýjar víddir orgelsins Nokkrir fremstu ungu raftónlistarmenn Íslands framkalla nýjan hljómheim m.a. með endurgerðum tölvubúnaði Klais­ orgelsins. Kirkjulistahátíð 2013. Umsjón: G. Vignir Karlsson Hallgrímskirkja 21.00 Menningarnótt í Reykjavík Menningarnótt í Reykjavík verður haldin í átjánda sinn þann 24. ágúst næstkom­ andi. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Yfirskrift hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og gera vel við gesti. Miðbær Reykjavíkur 9.00–12.00 Bikarúrslitaleikur kvenna Breiðablik og Þór/KA mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 24. ágúst. Bikarsaga þessara liða er ansi ólík – Breiðablik hefur hampað bikarmeist­ aratitli kvenna alls 9 sinnum, en Þór/ KA er að leika til úrslita í fyrsta sinn eftir að hafa komist fjórum sinnum áður í undanúrslit. Laugardalsvöllur 16.00 Dans í Hörpu Margrét Sara Guð­ jónsdóttir kemur með nýja útgáfu af dansverki sínu Soft Target, sem hefur ferðast víða frá því að það var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival árið 2010. Sem fyrr beinir hún sjónum að því hvað skilur viðfangsefnið frá augnaráðinu. Fjórir dansarar mæta áhorfendum í óhefð­ bundnu leikhúsrými. Consept/leikstjórn/ kóreografía: Margrét Sara Guðjónsdóttir. Flytjendur: Johanna Chemnitz, Angela Schubot, Catherine Jodoin, Simo Kell­ okumpu. Silfurberg Hörpu 20.00 Elmore Leonard Frægur glæpasagnahöfundur sem aðhylltist einfaldan ritstíl. Mynd 2007 GEtty IMaGEs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.